Morgunblaðið - 25.06.1996, Page 37

Morgunblaðið - 25.06.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1996 37 AÐSENDAR GREINAR Opinber Islandskynning ÞAÐ er allrar athygli vert að lesa kynningarefni Markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytis og Lands- virkjunar (MIL) „Lowest Energy Prices“ frá 1995. í ritinu er gerð grein fyrir landkostum á borð við lág laun stóriðjustarfsmanna og Iágt orkuverð. Einnig er fjárfest- um lofað því að umhverfiskröfur verði í lágmarki. Orkuútsala Raforka til stóriðju er auglýst á 1,50 kr. kílóvattstundin, sem er þrefalt lægra verði en greitt er í Þýskalandi (5,90 kr). Til fróðleiks má geta þess að framleiðslukostnaður í Blöndu- virkjun er u.þ.b. 2 kr. kílóvatt- stundin. í þessu útsöluverði er ekki tekið tillit til spillingar landgæða og nátt- úrufars, né gert ráð fyrir eðlilegum auðlindaskatti til þjóðarinnar. íslenskir hálfdrættingar í öðru lagi er hér hampað dug- andi enskumælandi stóriðjustarfs- mönnum sem mæta þrefalt betur í vinnuna en Þjóðveijar, þrátt fyr- ir að vinnulaun þeirra séu ekki nema 47% af launum þeirra þýsku! Jafnvel breskir og ítalskir stóriðju- starfsmenn eru dýrari á fóðrum en þeir íslensku, að ekki sé minnst á norræna starfsbræður. Að auki er stóriðju heitið tolla- og skattfríðindum langt umfram íslenskan atvinnurekstur. Umhverfismál Á íslandi er sagt vera ferskasta loftið og tærasta vatnið. Einnig er fullyrt að sjaldnast séu um- hverfismál til trafala við úthlutun starfs- leysa til stóriðju, þ.e. „Minimum of envir- onmental red tape“! Þetta er ekkert grín, - þetta er bein tilvitn- un. Það kom líka á daginn að ekki voru gerðar miklar kröfur til hreinsunar út- blásturs væntanlegs kerskála í Straums- vík. Ég velti því fyrir mér hversu lengi við Finnur Ing- ólfsson getum andað að okkur þessu dýrmæta ferska lofti ef ekki eru gerðar tilhlýðilegar kröfur um mengunarvarnir iðjuvera. Kannski skiptir það ekki höfuð- máli fyrir (Ál)Finn. En ég er nú ekki nema þrítugur! Stóriðja í dreifbýli Hvað sem áhuga íbúa og stjórn- málamanna líður er nauðsynlegt að horfast í augu við það að ekk- ert fyrirtæki byggir málmbræðslu á Austurlandi. Til þess er einfald- lega ekki nægilegt bakland af sér- hæfðum starfsmönnum og þjón- ustu til þess að það sé hagkvæmt. Það sama má segja um Eyja- fjörð, hvað þá Húsavík. Áhugi Grundartangamanna á Hvalfjarðargöngum er mjög skiljanlegur í þessu samhengi. Tengingin við höfuðborgarsvæðið auðveldar aðföng á varahlut-um, vinnuefli og þekkingu. Virkjanafram- kvæmdir eru mann- frekar, standa yfir í u.þ.b. 3 ár og þeim fylgja mikil umsvif. Við verklok verða ekki eftir nema örfá störf við rekstur og viðhald. Ekki voru Hvolsvell- ingar ofsælir þegar framkvæmdum lauk við Tungnárvirkjanir. Hér eystra muna ein- hveijir hrun síldar- stofnsins og atvinnu- leysið sem á eftir kom. „Bananaútflutningur“ um sæstreng Umræðan á íslandi hefur verið á þann veg að með tilkomu raf- strengs til Evrópu breiðist ljós og ylur um alla álfuna. Hjörtu íbú- anna fyllist hrifningu yfir okkur íslendingum sem færum þeim þessar guðsgjafir og gott ef við ekki björgum lofthjúp allrar jarð- arinnar í leiðinni. Gleymum ekki að aflið sem um er að ræða dugar ekki einu sinni til að knýja borg á stæð við Amsterdam. í Evrópu eru fjölmörg raforkuver sem hvert fyrir sig er margfalt aflmeira en öll íslensk raforkuver til samans. Auðlindin Við kaupum okkur því enga velvild meginlandsbúa með þess- um útflutningi. Hitt er meira Karl Ingólfsson. áhyggjuefni, að þeir muni rísa upp gegn þessum virkjanaáformum, sem fela í sér að stærsta ósnortna landsvæði álfunnar verði umbylt með lónum, vegum og línum. Þessi ósnortna víðátta með eld- fjöllum, jöklum og hamslausum fossum er auðlind sem við erum rétt byijuð að nýta okkur á sviði ferðaþjónustu en á einnig eftir að nýtast á fleiri sviðum. Graði-Rauður var gæðingur... Bent hefur verið á að hægt sé að virkja fall Jökulsár á Fjöllum í Dettifossi til hliðar við fossinn og skrúfa einungis frá fossbun- unni á milli klukkan þijú og fimm á sumrin fyrir fagnandi túristana. Á að slátra gullgæsinni í upphafí varps, spyr Karl Ingólfsson, og selja hræið á útsölu í Amsterdam? Einnig má virkja Jökulsá á Brú án þess að eiga beint við dýpsta hluta Hafrahvammagljúfra. Þetta er að hluta til rétt. Foss- inn og gljúfrin verða áfram áþekk að umfangi og litur gljúfurveggj- anna breytist ekki. En það sama má segja um gæðinginn hann Graða-Rauð. Verði hann geltur, þá er hann áfram jafnhár og breiður, og hann er áfram rauður. En hann er ekki lengur hann Graði-Rauður, villtur, heillandi og kraftmikill. Og þeim sem skipuleggja ferðir um lítt snortna víðáttu bendi ég á, að það er dauðadæmt að selja geltan klár sem graðan fola. ímynd óspjallaðrar auðugrar náttúru hefur verið drifkraftur íslandsferða allt frá landnámi. íbúar austanhafs og vestan horfa sífellt meira á slíka þætti við val á vörum og áfangastöðum. Það ber ekki að skilja þessi orð mín svo að ég sé alfarið á móti virkjunum. Ég er einfaldlega að benda á að það er léleg hagfræði að fórna meiri kostum fyrir minni. Að selja þjóðgarð Áhugavert er að stofna þjóð- garð er nær frá Lóni til Axarfjarð- ar að austan og frá Tjörnesi til Eyjafjallajökuls að vestan. Að norðan og sunnan yrði ýmist miðað við strönd eða byggð. Friðun er ekki til höfuðs hefð- bundnum nytjum, heldur yfirlýs- ing þjóðarinnar um að landsvæðið verði látið lúta eigin lögmálum um alla framtíð og umferð og nytjum hagað í samræmi við það. I þessu felst mikið og ódýrt tækifæri til landkynningar og upp- byggingar verðmætrar söluímynd- ar, sem nýtist ekki eingöngu ferða- þjónustu, heldur einnig þeim sem selja íslenskar afurðir, s.s. mat- væli á alþjóðamarkaði. Þetta má gera fyrir brot af þeim fjármunum sem kostað hefur verið til ríkisrekinnar útsöluherferðar á orku, fólki og náttúru. Fólk á fullum launum Og hver veit nema slík jákvæð kynning geti af sér atvinnurekst- ur, færan um að borga full laun, eðlilegt raforkuverð, - jafnvel skatta! í góðri sátt við sitt um- hverfi. Höfundur er ferðamálafulltrúi á Fljótsdalshéraði. HLUTABREFA SJOÐURINN • Hlutabréfasjóðurinn hf. er stærstur íslenskra hlutabréfa- sjóða með yrir 5.300 hluthafa, heildareignir yfir 2.200 milljónir króna og um 40% markaðshlutdeild. Hann var söluhæsti hlutabréfasjóðurinn á íslandi á árinu 1995. • Með hlutabréfasjóðnum geturðu eignast hlut í flestum hlutafélögum á innlendum hlutabréfamarkaði, notið góðrar ávöxtunar og mikillar áhættudreifingar. • Fjárfestingarstefna sjóðsins er skýr: 50-70% eigna eru_ innlend hlutabréf, 25-40% innlend skuldabréf, allt að 10%' erlend verðbréf og laust fé er allt að 10%. • Nafnávöxtun sjóðsins sl. 6 mánuði var 45% og sl. 1 ár 54%. • VÍB er viðskiptavaki Hlutabréfasjóðsins sem þýðir að þú getur alltaf selt hlutabréfin þegar þú þarft á því að halaa. • Með kaupum á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðnum hf. getur þú tryggt þér allt að 45.000 kr. skattfrádrátt fyrir árið 1996. Hjá hjónum getur þessi upphæð numið allt að 90.000 kr. PORYST/AÍFLÁRMÁLimir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.