Morgunblaðið - 25.06.1996, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.06.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ INNLENT ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 45 PÉTUR Snæbjörnsson hótelstjóri ásamt Svavari Sigurðssyni þjóni í gamla bænum. Nýr veitingastaður hjá Hótel Reynihlíð NÝR veitingastaður hefur verið tek- inn í notkun hjá Hótel Reynihlíð við Mývatn, en hann er til húsa í „gamla bænum“ svonefnda, húsi sem stendur rétt við hótelbygginguna og hýst hefur litla verslun síðasta aldarfjórð- unginn. Pétur Snæbjörnsson hótel- stjóri segir að með þessu gefist færi á að bjóða ferðamönnum að staldra við og fá sér mat og drykk og líta í blöðin. „Gamli bærinn var áður íbúðarhús Reykjahlíðarbænda, byggður árin 1911 til 1912 og því eitt af elstu steinhúsum á íslandi," segir Pétur Snæbjörnsson í samtali við Morgun- blaðið, „og bjuggu hér áður fjórar fjölskyldur. Við höfum endurnýjað allt innan stokks og sá Edda Rík- harðsdóttir innanhússarkitekt um alla hönnun og Aðalvík um vinnuna. Við höldum gamla stílnum og ætlum að reyna að skapa hérna sveitastofu, sem minnir á stofumar sem hér voru áður. Staðurinn hefur fullt vínveit- ingaleyfi og verður opinn frá 8 að morgni til miðnættis út ágúst en opnunartíminn styttist síðan eitthvað í september. í vetur geri ég ráð fyrir að hafa opið t.d. á laugardögum. Pétur segir að auk þess að sinna betur gestum og gangandi, sem staldra við á hlaðinu á Hótel Reyni- hlíð, gefi staðurinn hótelinu tæki- færi til að taka við stærri hópum í mat og kaffi, en sæti eru fyrir um 75 manns. Kemur það til dæmis í góðar þarfir þegar hópar frá skemmtiferðaskipunum, sem fara um Mývatnssveit, gerast fjölmennir. Einnig gefur staðurinn kost á lifandi tónlist sem truflar þá ekki hótel- gesti. Þá má hugsa sér að íbúar sveitarinnar og þéttbýlisins við Reykjahlíð geti notað staðinn til margs konar samkomuhalds. „Sveit- ungarnir geta til dæmis staldrað hér við á laugardagseftirmiðdögum og horft á ensku knattspyrnuna," segir hótelstjórinn að lokum. Ný hár- greiðslu- stofa HÁRGREIÐSLU STOF AN Scala hefur verið opnuð á jarðhæð í Lágmúla 5. Hárgreiðslustofan er sérhönnuð í anda leikhúss. Kaffi- aðstaða er fyrir viðskiptavini á svölum. í fréttatilkynningu segir: „Boðið er upp á vandaða alhliða þjónustu í hárgreiðslu. Eigendur Scala eru Auðbjörg Jóhannesdóttir, Halldóra Sjöfn Róbertsdóttir og Ingibjörg Agnes Jónsdóttir. Þær hafa starfað saman á hárgreiðslustofu um ára- bil og eru með mikla reynslu í iðn- inni. Lögð er mikil áhersla á að veita vandaða og persónulega þjón- ustu jafnframt því sem Scala mun ávallt tileinka sér það nýjasta í greininni.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson EIGENDUR Hárgreiðslu- stofunnar Scala, f.v.: Auð- björg, Ingibjörg og Halldóra Sjöfn. ♦ ÞAÐ ERU AÐEINS ■j vhr i mmM X Litlausir fulltruar kcrfisins þar sem tvískmnungsháttur stjómmálanna skín í gegn. Það hefur komið bersýnilega í ljós á framtoðámdum að Mu máli skiptir hvem af þessum litlausu frambjóðendum þú velur. Enginu þeirra hefur viljað gefa afdráttarlausa afetöðu gegnkjamorkuvqinastefnu ríkisstjómarinnar né ganga fram fyrir skjöldu í baráttu fyrir betiiEkjörum landsmanna með því að gegna foisetaembætti á launum sem samsvara meðallaunum fjölskyldu ílandinu. XAstþor Magnusson, maður sem þorir að standa með þér og þinni fjölskyldu og gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vera sjálfur í eldlínunni. M getur treyst því að Astþór Magnússon mun ekki láta undan þrýstingi frá valdaklíkum eða stjórnarherrum þegar forsetinn þarf að standa vörð um hagsmuni fólksins í landinu. Ástþór hefur einnig víðtæka reynslu í viðskiptum á alþjóðlegum vettvangi og mun stuðla að uppbyggingu nýrra atvinnuvega hér á iandi og víðtækri kynningu álandi ogþjóð umallanheim. Þann 29. júní velur þú framtíð okkar! Ki Ástþór Magnússon Moður sem gerir þín baráttumál að sínum STIIÍNIN6SMÍNN FtliU HILLUKERFI ÓDÝRARI LAUSN FYRIR LAQERINN 06 6EVMSLUNA Nýtt öflugt og ódýrara hillukerfi, auövelt í uppsetningu, engar skrúfur. Fagleg ráögjöf - leitið tilboba /sold éhf. Umbods-& heildverslun Faxafen 10-108 Reykjavík Sími 581 1091 - Fax 553 0170

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.