Morgunblaðið - 25.06.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.06.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1996 47 5 í i I ( FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson í i ( ( ( I < I A fjórða þús. manns sóttu fjölskyldudag Raf- magnsveitu Reykjavíkur HATIÐARDAGSKRA í tilefni af 75 ára afmæli Rafmagnsveitu Reykjavíkur hófst sl. sunnudag með sérstökum fjölskyldudegi, en hátiðin mun standa til laugar- dagsins 29. júní. Á fimmtudaginn 27. júní verður haldið upp á sjálft afmælið. Hátíðin hófst á sunnudaginn með því að rafstöðin, minjasafnið og aðveitustöðin voru opnuð al- menningi. Götuleikhús var á staðnum og fékk yngsta fólkið að keyra rafmagnsbíla og reyna önnur leiktæki. Yfir 3.000 manns mættu á fjölskyldudaginn þrátt fyrir rigningu, og segir Guðjón Magnússon, starfsmannasljóri og upplýsingafulltrúi Rafmagns- veitu Reykjavikur, að aðsókn hafi farið fram úr öllum vonum og dagurinn hafi heppnast vel. Lúð- rasveit Reykjavíkur og léttsveitin Karnivala léku nokkur lög og var boðið upp á veitmgar. f gær, mánudag, var farið í afmælisgöngu um Elliðaárdalinn í fylgd leiðsögumannanna Bjarna F. Einarssonar, fomleifafræðings og Helga M. Sigurðssonar, sagn- fræðings. Farið var frá rafstöð- inni og sögustaðir skoðaðir og sýndar fornleifar í dalnum. Gönguferðin verður endurtekin á morgun, miðvikudag. Á sjálfan afmælisdaginn, fimmtudag, kem- ur út saga Rafmagnsveitunnar sem Sumarliði R. Isleifsson, sagn- fræðingur skráði. Fyrsta eintakið verður afhent borgarstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Um kvöldið verður svo Orkuhlaup sem er víðavangs- hlaup Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og er haldið í samstarfi við íþróttir fyrir alla. Allir þátttak- endur fá viðurkenningu, bol og verðlaunapening. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson FRÁ skeiðkappreiðunum norður við heimskautsbaug. Skin og skúrir á Norðurlandamótinu Svíar reyndust Is- lendingum erfiðir ________Brlds Fa<aborg, Danmörku NORÐURLANDAMÓTIÐ Norðurlandamótið í bridge er haldið í Faaborg á Fjóni, dagana 22.-27. júní, bæði í opnum flokki og kvenna- flokki. ÍSLAND var í 2.-3. sæti í opna flokknum á Norðurlandamótinu í brids, þegar þremur leikjum var lokið af 10. í kvennaflokki var ís- lenska liðið í 5. sæti. Spilamennskan hófst á sunnu- dag og byijunin hefði getað verið betri, bæði hjá karla- og kvennalið- inu. íslensku karlarnir unnu að vísu Norðmenn 20-10 í fyrsta leiknum en í þeim næsta töpuðu þeir fyrir Svíum, 8-22, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik. Þriðja leikinn, gegn Færeyingum, unnu íslendingar 25-2 eftir að hafa haft 84 imp-stiga forustu í hálfleik. Svíaleikurinn byrjaði raunar vel hjá íslendingunum því þetta var spil númer 2: Austur gefur, NS á hættu Norður ♦ G8764 ¥ ÁG108763 ♦ - + 7 Vestur Austur ♦ Á9 ♦ K102 VK5 ¥ 9 ♦ 765 ♦ K42 ♦ ÁD10942 ♦ KG8653 Suður ♦ D53 ¥ D42 ♦ ÁDG10983 + Við annað borðið sátu Guð- mundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson NS og Peter Fredin og Magnus Eriksson AV: Vestur Norður Austur Suður PF ÞJ ME GPA 2 lauf 2 tíglar 3 tíglar 3 hjörtu pass 4 hjörtu dobl// Fredin meðhöndlaði vesturspilin á frekar frumlegan hátt eftir að félagi hans opnaði á eðlilegum 2 laufum, því flestir hefðu sjálfsagt farið í a.m.k. 5 lauf. Þorlákur fékk 10 slagi auðveldlega og skrifaði 790 í sinn dálk. Við hitt borðið sátu Jón Baldurs- son og Sævar Þorbjörnsson í AV og Anders Morath og Sven-Ake Bjerregard NS. Vestur Norður Austur Suður JB SAB SÞ AM pass 1 tígull 2 lauf 2 hjörtu 5 lauf 5 tíglar/ Svíarnir fengu ekkert rúm til að lýsa spilunum sínum. Tígulopn- unin lofaði ekki tígli og Morath sagði því eðlilega tígulinn sinn yfir 5 laufum frekar en styðja hjartað. Pass Bjerregards var öguð sögn en gafst illa í þetta skipti því 5 tíglar fóru 2 niður, 200 til Islands og 14 impar. Það var svosem ekkert víst að Bjerregard hefði unnið 5 hjörtu því aðeins einum sagnhafa tókst að fá 11 slagi í hjartasamningi. Það var sænska konan Pia Anderson gegn íslensku konunum. Vestur spilaði út laufi sem Anderson trompaði, tók trompið með svíningu og spil- aði spaðagosanum að heiman! Þetta var eina spilamennskan sem dugði eins og spilið lá! Einar í slemmu Sænsku konurnar unnu þær ís- lensku 25-3 í annarri umferð en fyrsta leiknum töpuðu þær ís- lensku 13-17 fyrir Noregi þótt Stefanía Skarphéðinsdóttir og Gunnlaug Einarsdóttir væru eina parið í salnum sem komst í slemmu í þessu spili: LEIÐRETT Vantaði fyrirliðann í TEXTA við mynd af liðsmönnum fyrsta kvennalandsliðsins í handbolta í blaðinu á laugardaginn láðist að geta þess að á myndina vantaði Mar- íu H. Guðmundsdóttur fyrirliða, sem lék með KR á sínum tíma. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Norður ♦ Á4 ¥ G1053 ♦ ÁK92 *G83 Austur ♦ G8652 ¥87 ♦ D1064 ♦ K5 Suður ♦ K103 ¥ ÁK ♦ 53 ♦ Á107642 Við annað borðið voru Hjördís Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Ni- elsen í vörn gegn 3 gröndum. En við hitt borðið sátu Gunnlaug og Stefanía NS: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull pass 2 lauf pass 3 lauf pass 3 hjörtu pass 3 grönd pass 4 lauf pass 4 tíglar Lykillinn að slemmunni var 3 laufa sögn Gunnlaugar og þegar laufið lá 2-2 voru 12 slagir auð- veldir. Slemman hefði einnig unn- ist með laufinu 3-1 ef háspil var stakt. íslenska kvennaliðið vann það færeyska 16-14 í 3. umferð og hafði þá 32 stig í 5. sæti. Efstar voru þær sænsku með 71 stig, þá komu Danir með 54, Norðmenn með 51, Finnar með 36 og Færey- ingar ráku lestina með 20 stig, í opnum flokki leiddu Svíar með 64 stig, íslendingar og Norðmenn höfðu 53, Danir 43, Finnar 28 og Færeyingar 22. Guðm. Sv. Hermannsson - - kjarni málsins! Vestur ♦ D97 ¥ D9642 ♦ G87 ♦ D9 Skeiðkapp- reiðar í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. SINDRI frá Kirkjubæ sigraði í fyrstu skeiðkappreiðunum sem haldnar voru í Grímsey en náði þó ekki að slá íslandsmetið sem hann hjó nærri á úrtökumótinu á Akur- i eyri fyrir „Grímseyjarskeiðið“. Sindri skeiðaði á 14,8 sek., knapi var Þór Jónsteinsson. Alls tóku þátt í skeiðkappreiðunum 6 hross og að áuki voru tveir sýningarhest- ar á svæðinu, annar í eigu Elfu Ágústsdóttur en hinn í eigu Þor- steins Björnssonar. Feijan Sæfari kom til eyjunnar laust fyrir hádegi á laugardag. Um kl. 14.30 var farið í hópreið frá Múla norður á flugvöll. Heimamenn i ijölmenntu við flugvöllinn til að fylgjast með, einnig voru viðstaddir þeir Guðmundur Bjarnason, land- búnaðarráðherra, Guðmúndur Sig- þórsson og Níels Árni Lund ásamt eiginkonum sínum. Hestamenn stóðu fyrir grillveislu í Múla seinni part dagsins og var fjölmennt þar. Hestar og Léttis- menn yfirgáfu eyjuna um kl. 20. j Sigfús Hreiðarsson, formaður Létt- is, var hæstánægður með móttök- 1 urnar og taldi hann daginn vel heppnaðan. llr dagbók lögreglunnar 374 útköll um helgina ALLS voru það 374 útköll sem lögreglan í Reykjavík sinnti þessa helgi. Sex ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrif- um áfengis og verða sjálfsagt flestir þeirra að sjá á eftir öku- skírteini sínu í nokkurn tíma þar sem áfengisneysla og akstur ökutækja fer ekki saman. Ungur piltur var stöðvaður við þá iðju að hlaupa í veg fyrir bifreiðir á Hverfisgötu. Ekki þarf að taka fram hættuna sem slíkri hegðun fylgir og því voru foreldrar hans fengnir til að sækja hann á lög- reglustöð. Alls voru 47 ökumenn stöðvaðir fyrir að virða ekki lög- bundin hraðatakmörk. Tveir handteknir við innbrot í heimahús Tveir karlmenn sem brotist höfðu inn í íbúðarhús í austur- borginni voru handteknir við iðju sína aðfaranótt sunnudags. Ár- vökull íbúi hússins gerði lögreglu strax aðvart er ljóst varð að óvel- komnir gestir voru á staðnum. Þjófarnir voru rétt byijaðir að taka til verðmæti sem þeir hugð- ust taka með sér er lögreglan kom á staðinn. Karlmennirnir sem báðir hafa komið við sögu hjá lögreglu fengu að gista fangageymslur en var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Maður slasast á baki er klósettið hans brotnaði Karlmaður sem brotist hafði inn í kaffihús á Grandagarði var handtekinn af borgara utan við brotstað. Innbrotsmaðurinn gaf þá skýringu á atferli sínu að hann hafi skort tóbak og því hefði hann farið inn auk þess sem hann væri að safna málum til að komast á Litla Haun. Hann var leiddur til sængur í fanga- geymslu lögreglunnar. Eldur kom upp í togaranum Hjörleifi ÁR 204 þar sem hann lá við Grandabryggju. Óvenju- legar skemmdir urðu en málið sætir rannsókn .hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Óhöpp geta orðið á ýmsum stöðum á heimilinu og skarst maður á baki er klósettið hans brotnaði er hann sat á því. Flytja varð manninn á slysadeild en meiðsli hans voru minni háttar. YANMAR BROT AF ÞVÍ BESTA. bátavélar 4JH-DTXE - 74 hö. m/vökvagír og snuðloka kr. 860.000 án vsk. 4LHM-STE - 230 hö. án gírs kr. 948.000 án vsk. 6LYM-UTE - 315 hö. án gírs kr. 1.380.000 án vsk. Mikið úrval véla frá 9-1100 hö. Skútuvogi 12a, sími 581 2530.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.