Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 2

Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 2
2 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Borgarholtsskóli afhentur MENNTAMALARAÐHERRA, borg'arstjóri og bæjarstjóri Mos- fellsbæjar afhentu sljórnendum Borgarholtsskóla húslykla skól- ans síðdegis í gær. Eygló Eyjólfs- dóttir er skólameistari hins nýja skóla. Undirbúningur skóla- starfsins hefur staðið yfir frá því í fyrrahaust og munu 400 nem- endur hefja nám við skólann í haust. Meðai nýjunga við skólann er fjölmenntabraut sem er ætluð fyrir þá óráðnu og stuttar starfs- námsbrautir á sviði verslunar og félagsþjónustu. I skólanum verð- ur skipulagt fornám, hefðbundn- ar bóknámsbrautir og iðnbraut en ætlunin er að Borgarholts- skóli verði kjarnaskóii i máim- og bíliðngreinum. Samstarf at- vinnulífs og skóla verður með nýjum hætti og eru þegar starf- andi stýrihópar í málm- og bíl- greinum. Efnt var til samkeppni um hönnun skólans og að mati dóm- nefndar kom hagstæðasta tilboð- ið frá Arkitektastofu Finns og Hilmars hf. og Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf. Fyrsta áfangann byggði Byrgir hf. og ístak hf. byggði annan og þriðja áfanga. Skólinn verður settur mánudaginn 2. september ki. 13. Ein í sandi og sól Morgunblaðið/Ásdís LITLA hnátan sem lék sér ein í síðsumarsólinni í sandkassanum á dögunum heitir Hulda. Nú er farið að halla sumri og óvíst að það gefist tækifæri á næstunni að viðra sig í sólaryl. Spáð er suðvestanáttum með vætu næstu daga. Enn eru þó 22 dagar að haustjafndægrum. Morgunblaðið/Ásdís Yerslunarráð íslands krefur samgönguráðherra um svör um samkeppni Póstur og sími haldi sig til hlés á alnetsmarkaði VERSLUNARRÁÐ íslands telur ráðlegt að stjórnendur Pósts og síma taki þá ákvörðun að halda sig til hlés á alnetsmarkaði en hefji þess í stað viðræður við þá aðila sem hafa byggt upp alnetsþjón- ustuna um áframhaldandi samstarf og verkaskiptingu. Þetta kemur fram í bréfi sem Verslunarráðið hefur sent Halldóri Blöndal, sam- gönguráðherra. í bréfinu er samgönguráðherra krafinn svara um samkeppni Pósts og síma við einkafyrirtæki í alnets- þjónustu hér á landi. Gera verði ráð fyrir að svo veigamikil ákvörðun um víðtækari samkeppnisrekstur Fella niður sóknartak- mörká Hattinn NORSKA sjávarútvegsráðu- neytið hefur fellt niður sóknartakmörk norskra skipa á umráðasvæði NAFO, Norð- ur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, á þessu ári. Breytingar á reglugerð varðandi veiðar Norðmanna á NAFO-svæðinu heimila norskum skipum að stunda veiðar á svæðinu í alls 2.206 daga á þessu ári. Reglum er varða takmarkaðan fjölda norskra skipa á þessu svæði er aflétt og frá 1. júlí mega norsk skip því veiða frjálst á svæðinu, uns 2.206 sóknar- dagakvóta er náð. og stefnubreytingu gagnvart við- skipta- og samstarfsaðilum sé tekin með fullum vilja samgönguráð- herra, æðsta yfirmanns P&S. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, segir að Póstur og sími sé með alnets- þjónustunni að fara í samkeppni við sína viðskiptavini í stað þess að styðja við bakið á þeim. Fjárfesting niðurgreidd af einokunarsviði? „Þegar opnað verður fyrir sam- keppni í fjarskiptum í ársbyrjun 1998 á Evrópska efnahagssvæðinu má búast við því að viðskiptavinir EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) lagði til, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, að Suðurnes yrðu ekki á meðal þeirra svæða á Islandi, sem heimilt er að njóti byggðastyrkja. Að kröfu forsætis- ráðuneytisins, sem fer með byggða- mál, féllst ESA hins vegar á að veita mætti byggðastyrki til fyrir- tækja í öllum héruðum landsins, að höfuðborgarsvæðinu einu undan- skildu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins taldi ESA að Suðurnes uppfylltu ekki þau skilyrði um Pósts og síma muni leita eftir þjón- ustu erlendra aðila eftir framkomu fyrirtækisins í þessu alnetsmáli,“ segir Vilhjálmur. Verslunarráð spyr samgönguráð- herra ennfremur hvernig yfirstjórn P&S sjái trúnaðarsamband þessara aðila þróast þegar samkeppnissviðið sé komið í samkeppni við viðskipta- vini sína. Stofnunin hafi lagt í veru- legar fjárfestingar vegna alnets- þjónustunnar og Verslunarráð spyr því hvort fjárfestingin sé eingöngu fjármögnuð af samkeppnissviði eða hafi verið úthlutað fjárfestingafé frá vernduðum hluta fyrirtækisins og hvort þjónustan sé að einhveiju stijálbýli og miklar fjarlægðir inn- anlands, sem lögð eru til grundvall- ar ákvörðun um að svæði megi njóta byggðastyrkja. Af hálfu forsætis- ráðuneytisins var tillögum ESA um að undanskilja Suðurnesin hins veg- ar hafnað, ekki sízt með þeim rök- um, að slíkt væri pólitískt ófram- kvæmanlegt á íslandi. Nær ekki til styrkja til landbúnaðar og sjávarútvegs ESA lagði þá til málamiðlun, sem fól í sér að Suðurnes fengju að njóta byggðastyrkja tímabundið, en for- leyti niðurgreidd af öðrum en sam- keppnissviði? Svo virðist sem Póstur og sími hafi ákveðið að hefja samkeppni við þá viðskiptavini sína sem byggðu upp þennan markað með undirboð- um í krafti mikilla fjárfestinga og aðgangi að þriggja stafa símanúm- eri. Því spyr Verslunarráðið sam- gönguráðherra að því hvort séð verði til þess að viðskiptavinir og fyrrum samstarfsaðilar Pósts og síma geti veitt alnetsþjónustu á j afnréttisgrundvelli. Ekki náðist í Halldór Blöndal, samgönguráðherra, í gær. dæmi eru fyrir slíku í Svíþjóð. Á þetta var heldur ekki fallizt af ís- lands hálfu. Úrskurður ESA um svæði þau sem mega njóta byggðastyrkja og um þak á hlutfall styrkjanna af fjár- festingarkostnaði fyrirtækja, gildir aðeins um styrki til þeirra atvinnu- greina, sem falla undir samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Tak- markanir á byggðaaðstoð ná því ekki til styrkja til landbúnaðar eða sjávarútvegs. ■ Litlar breytingar/6 Svæði sem mega njóta byggðastyrkja ESA vildi undan- skilja Suðumesin Innbrot í húsnæði Áfengisvarnaráðs Tölvu og skanna stolið TÖLVU og skanna var stolið úr húsnæði Áfengisvarnaráðs við Eiríksgötu upp úr klukkan átta í gærmorgun. Innbrots- þjófarnir söguðu í sundur peningaskáp en höfðu ekkert upp úr krafsinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar hafa innbrots- þjófarnir væntanlega orðið fyrir talsverðum vonbrigðum, a.m.k. voru unnar talsverðar skemmdir á húsnæðinu. Ekki hafði tekist að hafa hendur í hári innbrotsþjófanna í gær- dag. Úri og fjár- munum stolið Tveir 15 til 16 ára piltar hrifsuðu á brott með sér úr að verðmæti á annað hundrað þúsund krónur af úrsmíða- verkstæði á Laugavegi um kl. 15 á fimmtudag. Grunur leikur á hveijir þarna voru að verki. Tveir menn bönkuðu upp á hjá sjóndapurri eldri konu í Blindraheimilinu, Hamrahlíð 17, um kl. 20 á fimmtudags- kvöld. Á meðan annar hélt uppi samræðum við konuna fór hinn inn í íbúðina og tók þaðan peningaveski hennar. Mennirnir hurfu síðan á braut. I peningaveskinu voru nokkrir þúsundkrónaseðlar. Eftirlíkingar af skammbyssum Á svipuðum tíma var lög- reglunni í Reykjavík tilkynnt um að þrír piltar hefðu verið að veifa skammbyssu út um glugga hvítrar Mözdu-bif- reiðar í Hraunbænum. Bíll, sem lýsingin stemmdi við, var stöðvaður á Laugavegi klukkustund síðar. Við nánari athugun kom í ljós að í bílnum voru fjórar eftirlíkingar af skammbyssum. Piltarnir voru fluttir á lögreglustöðina. Eftir tiltal var þeim svo sleppt. 60 manns í flugi í rækjuna á Flæmska ÁHAFNIR sjö skipa, sem öll eru við veiðar á Flæmska hattinum, alls um 60 manns, flugu til St. John í Kanada í vikunni og skiptu þar við fé- laga sína sem komu heim í frí daginn eftir. Skipin eru Dalborg EA, Arnarborg EA, Klara Sveinsdóttir SU, Kan BA, Snæfell EA, Brimir SU og Svalbarði SI. Að sögn Snorra Snorrason- ar, útgerðarmanns á Dalvík, hefur veiði á Flæmska verið eins og gengur að undan- förnu, hvorki slæm né góð. Hann segir þó veiðina hafa gengið nokkuð betur síðustu vikumar, rækjan sé nú óðum að ná sér eftir skelskipti, sé betra hráefni og veiðin hafi skánað samfara því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.