Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 60
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100. SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆH 1
LAUGARDAGUR 31. AGUST 1996
VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
*
LI fellst á beiðni fjármálaráðherra
Ræða um heildstæðan
samning allra lækna
STJÓRN Læknafélags íslands féllst
í gær á að tilnefna þrjá menn til
viðræðna við fulltrúa fjármála- og
heilbrigðisráðuneytisins um heild-
stæðan kjarasamning vegna starfa
allra lækna í þágu ríkisins. Hyggst
stjórnin tilnefna fulltrúa sína í
næstu viku.
Fjármálaráðherra óskaði eftir því
fyrir nokkru við stjórn LÍ að undir-
búinn yrði einn heildstæður kjara-
samningur lækna milii LÍ og ríkis-
ins. í gærmorgun áttu fjármálaráð-
herra og heilbrigðisráðherra fund
um stöðu mála eftir að samninga-
viðræðum ríkisins og heilsugæslu-
lækna var slitið og í framhaldi af
því var óskað eftir því við LI að
það tilnefndi fulltrúa til viðræðn-
anna.
„Mér líst mjög þunglega á lausn
kjaradeilunnar við heilsugæslu-
lækna. Það þarf greinilega að
brydda upp á einhveiju nýju til að
koma kjarasamningaviðræðunum í
gang á nýjan leik. I því skyni ósk-
aði ég eftir því við Læknafélag ís-
lands, en samningurinn við heilsu-
gæslulækna er gerður við það, að
það kæmi að viðræðum við ráðu-
neytið um einn kjarasamning fyrir
alla lækna,“ sagði Friðrik Sophus-
son, fjármálaráðherra, í samtali við
Morgunblaðið.
Kröfur byggðar á
mismunandi forsendum
Hann sagðist reikna með að við-
ræðurnar kynnu að taka nokkum
tíma. „En ég held að það sé þess
virði að reyna þennan leik í trausti
þess að það opni nýja möguleika í
samningaviðræðunum. Það er
reyndar ófært að sama félagið skuli
tefla fram tveimur samninganefnd-
um sem byggja kröfur sínar á mis-
munandi forsendum og þess vegna
er það mikið hagsmunamál að fé-
lagið sjálft komi með beinni hætti
að málinu heldur en verið hefur,“
sagði hann.
Flókið verkefni
Engin merki eru um að samn-
ingaviðræður geti hafist á ný í
kjaradeilu heilsugæslulækna og rík-
isins en að sögn Sveins Magnússon-
ar, varaformanns LÍ, taldi stjórn
LÍ eðlilegt að lýsa sig reiðubúna til
viðræðna við fjármálaráðuneytið
um einn heildstæðan samning. Hins
vegar væri það flókið verkefni sem
gæti tekið talsverðan tíma, enda
væri um tvo kjarasamninga að
ræða, þ.e. annars vegar við sjúkra-
húslækna og hins vegar heilsu-
gæslulækna.
■ Styrkja öryggisþjónustu/4
fif
Morgunblaðið/Golli
FORSETI íslands leggur krans að minnisvarða um
Jón Sigurðsson á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Fyrsta opinbera
heimsókn forsetans
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti Isiands, og kona hans, frú
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
komu í gær til Vestfjarða í fyrstu
opinberu heimsókn sinni. A ferð
sinni í gær færðu þau að gjöf fjöl-
margar ljósmyndir af fyrri heim-
sóknum forseta Iýðveidisins til
Vestfjarða. Ljósmyndimar era í
eigu Gunnars Vigfússonar, sonar
Vigfúsar Geirssonar. Ein þeirra
birtist \ Morgunblaðinu í gær og
sýnir Ólaf Ragnar Grímsson, átta
ára gamlan, við heimsókn Sveins
Björnssonar forseta til Þingeyrar
árið 1951.
■ Viil tengja sögu/Miðopnu
Skólamir
lifna við
Sóttur út
í trilluna
Islenskt flutningaskip í afgreiðslubanni í Þýskalandi
Daníel D. sniðgekk
bannið í Danmörku
EFTIR einmuna sumarblíðu
verður haustinu ekki lengur sleg-
ið á frest. Eins og farfugiarnir
huga ungmenni að vetursetu á
ný. Líf vaknar i hverjum skólan-
um á fætur öðrum og brátt verð-
ur kominn tími til að bretta upp
ermarnar við skólalærdóminn.
Eins og sjá má var Menntaskól-
inn í Reykjavík að venju settur
með viðhöfn. Setningin fór fram
í gær.
HB og Miðnes
Stefnt að
samein-
inguum
áramót
HARALDUR Böðvarsson hf. á
Akranesi og Miðnes hf. í Sand-
gerði hafa undirritað viljayfir-
lýsingu um sameiningu fyrir-
tækjanna t.veggja undir nafni
Haraldar Böðvarssonar hf. og
er gert ráð fyrir því að samein-
ingin taki gildi um næstu ára-
mót.
Samstarf aukið strax
Fyrirtækin áforma að auka
samstarf sitt fram að þeim
tíma, m.a. með samnýtingu
kvóta, skipa og vinnslu. Hjá
hinu nýja fyrirtæki munu
starfa um 450 manns. Hlutafé
þess verður 1.100 milljónir
króna og verður hlutur Miðness
í því rúmlega 27% en hlutur
HB tæp 73%. Aflaheimildir
hins nýja fyrirtækis verða um
21 þúsund tonn í þorskígildum
talið.
■ Stefnt að/18
FLUTNINGASKIPIÐ Daníel D. er
í afgreiðslubanni í Lúbeck í Þýska-
landi vegna gruns ITF (Alþjóða
flutningaverkamannasambandsins)
um að laun króatískra sjómanna
um borð séu ekki samkvæmt samn-
ingum. Kjartan Guðmundsson, eft-
irlitsmaður ITF með aðsetur í Kaup-
mannahöfn, segir að skipið hafi
áður sniðgengið afgreiðslubann í
Skagen í Danmörku. Daníel D. er
2.000 tonna íslenskt flutningaskip,
skráð á Kýpur. Um borð eru 4 Is-
lendingar og 3 Króatar.
Kjartan sagðist hafa farið um
borð í Daníel D. í Skagen til að
kanna vinnuskilyrði áhafnarinnar.
í heimsókninni hefði hann að venju
óskað eftir gögnum um launakjör
mannanna. Skipstjórinn hefði ekki
getað framvísað þeim. Hins vegar
hefði hann upplýsingar um að ís-
lenska áhöfnin fengi laun sam-
kvæmt íslenskum samningum.
Króatískur sjómaður hefði fengið
minna en helming launa íslensks
sjómanns. Þegar skipið var í Dan-
mörku hefðu Króatarnir raunar
ekki fengið greidd laun svo mánuð-
um skipti.
í framhaldi af heimsókninni var
afgreiðslubann sett á Daníel D. og
Morgunblaðið/Ásdís
óskað eftir að islenskur eigandi
skipsins féllist á að greiða allri
skipshöfninni sambærileg laun.
Kjartan segir að eigandi skipsins
hafi veitt skipstjóranum umboð ti!
að skrifa undir samning þess efnis.
Aðeins fimm mínútum áður en til
hafi staðið að skrifa undir samning-
inn hafi skipið hins vegar siglt úr
höfn og til Lúbeck í Þýskalandi.
Daníel D. fór síðdegis á fimmtudag
frá Danmörku.
Reynt að ná samkomulagi
Kiartan fór á eftir Daníel D.
Skipið var ekki afgreitt í Lúbeck í
MAÐUR sem sigldi trillunni Grímu-
Sól KÓ 10 í strand í fyrrinótt á
norðanverðu Snæfellsnesi var
færður til yfirheyrslu hjá lögreglu.
Maðurinn er grunaður um að hafa
verið ölvaður við stjórn bátsins.
Hann þverskallaðist við því að
fara í land með björgunarsveitar-
mönnum. Farið var út í bátinn á
gúmmíbjörgunarbáti og maðurinn
sóttur. Hann fékk að fara frjáls
ferða sinna seinnipartinn í gær.
Báturinn var færður af björgunar-
sveitarmönnum inn til Rifs þar sem
hann var tekinn á land. Hann er
mikið skemmdur eða nánast ónýt-
ur.
■ Strandaði/10
gær. Hann segir að reynt verði að
komast að samkomulagi við eig-
anda skipsins um helgina. „Hann
verður að gera samkomulag við
okkur. Fyrr verður afgreiðslubann-
inu ekki aflétt. Ef hann reynir að
komast aftur undan finnum við
hann, enda eru ITF eftirlitsmenn í
fjölmörgum höfnum í N-Evrópu,“
sagði Kjartan.
Daníel D. flutti mjöl til Danmerk-
ur og er ætlunin að taka dýrafóður
og vélþurrkara í Lúbeck til íslands.
Þorvaldur Jónsson, eigandi skips-
ins, vildi ekkert láta hafa eftir sér
í gærkvöldi.