Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 15 BYGGÐARAFMÆLIA SAUÐARKROKI Sveinn Guðmundsson kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks Hrossaræktin er komin í góðar hendur Morgunblaðið/Ásdís SVEINN Guðmundsson við hesthús sín. „ÉG MÁ haga mér eins og ég vil, mér er sagt að það fylgi þessu engar kvaðir,“ segir Sveinn Guðmundsson sem bæj- arstjórn Sauðárkróks kaus heiðursborgara á hátíðarfundi fyrr í sumar. Sveinn er nafn- kunnasti hrossaræktarmaður landsins. Sveinn er þriðji maðurinn sem kosinn er heiðursborgari á Sauðárkróki. Áður hafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi Jón Þ. Björnsson skólasljóri og Ey- þór Stefánsson tónskáld. Jón er látinn en Eyþór lifir í hárri elli. Sveinn er fæddur á Sauðár- króki og hefur búið þar alla ævi. Hann segist líta á útnefn- inguna sem viðurkenningu fyr- ir störf sína, „ekki er það útlit- ið!“, og hann meti hana mikils. Sveinn hætti í kjötinu í kaupfélaginu fyrir fjórum árum, þá sjötugur að aldri, en segist ekki hafa setið auðum höndum síðan. Hann hafi nú betri tíma fyrir hestana og fé- „Hvert samfélag hefur sín sér- kenni sem eftirsóknarvert er að halda í. Á tímum miðstýrðra ijöl- miðla er hætta á að þetta gleym- ist, ekki bara hér, heldur á stöðum allt í kringum landið. Menn gefa lítið fyz-ir sögu byggðarlaganna. Við lítum hins vegar svo á að ef byggðirnar eiga að lifa og dafna þurfa þær menningargrunn og hann ætlum við að styrkja hér á Sauðárkróki á afmælisárinu," seg- ir Árni Ragnarsson. , Sauðárkróksbær hefur gefið út fundargerðir Ræðuklúbbs Sauðár- króks 1894 til 1902 en í þessum klúbbi fóru fram skemmtilegar umræður um framfaramál bæjar- ins. Ræðuklúbburinn hefur nú ver- ið endurreistur og verður fundað nokkrum sinnum á afmælisárinu. Bærinn hefur keypt hús sem ætlað er fyrir minjasafn. Fjöldi muna er til í eigu bæjarins og verið er að safna viðbót. Meðal annars hefur komið til tals að setja þar upp nokkur verkstæði handverks- manna enda áttu iðnaðarmenn rík- an þátt í uppbyggingu bæjarins. I tengslum við afmælið eru ýmsar framkvæmdir á umræðustigi, með- al annars að endurgera Kaupvang- storg og endurbyggja Gamla skól- ann. Brattur bæjarmórall Sauðárkrókur hefur vaxið stöð- ugt meginhluta þess tíma sem lið- inn er frá því að Árni vert fiutti þangað. Árni Ragnarsson segir að frá byrjun hafi samfélagið verið magnað, bæjarmórallinn alltaf ver- ið mjög brattur og framfarahugur í fólki. Hann segir að þetta helgist ef tii vill af því að Skagafjörður, með Hóla sem miðpunkt, hafi ver- ið höfuðstaður landsins meginliluta þess tíma sem það hefur verið byggt. Steinunn Hjartardóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að mannlífið sé enn á sömu nótum. „Mér finnst glaðværð einkenna mannlífið hér, ánægja með sjálfa sig og aðra. Fólk hefur gaman af að skemmta sér og tekur sjálft þátt í félags- lagsstörf liestamanna. Verkin séu óþijótandi. „Ég hef gert hluti sem ég áður gat ekki sinnt með fullu starfi,“ segir hann. Sveinn sér alveg um hirðingu hestanna yfir veturinn en Guð- mundur sonur hans annast tamninguna. Hann segir að þeir feðgar séu með ýmislegt efni- legt í gangi, þeir bindi vonir við 2-3 stóðhesta sem séu að fara í tamningu og eigi auk þess hryssur í uppvexti. Stærsti rekstur frá Sturlungaöld Sveinn Guðmundsson er for- maður hestamannafélagsins Léttfeta á Sauðárkróki og í nágrenni og segir stoltur frá velheppnuðum sumarferðum félagsins. Síðast fóru 60 manns í þriggja daga ferð út á Skaga og voru 262 reiðhestar í rekstr- inum. „Ég tel að það hafi ekki í annan tíma verið svo margir reiðhestar í rekstri og einhver sagði að það þyrfti að fara aft- starfi en lætur ekki aðra mata sig. Til dæmis byijaði leikstarf hér snemma og hefur oft verið öflugt og sönglíf er mikið. Almenn þátt- taka er í íþróttum og hesta- mennsku og er íþróttahúsið sam- komuhús bæjarins á veturna," seg- ir Steinunn. Framsækin fyrirtæki Afmælisnefndin leggur á það áherslu að gleyma sér ekki í hátíð- arhöldum, heldur nota afmælisárið til frekari átaka fyrir bæinn til að auka styrk hans í ört vaxandi sam- keppnisþjóðfélagi. „Um leið og við skoðum söguna og hyggjum að grunninum munum við horfa til framtíðar," segir Árni Ragnarsson. í þessu sambandi nefnir hann ímynd bæjarins, segir að frekar hljótt hafi verið um Sauðárkrók í fjölmiðlum og því þurfi að breyta. Nauðsynlegt sé að koma því á framfæri hvað í honum býr, bæði við bæjarbúa sjálfa og aðra lands- menn. Snorri Björn Sigurðsson bæjar- stjóri segir að sér virðist oft sem bæjarbúum og öðrum sé það alls ekki ljóst hvað mörg góð fyrirtæki eru í bænum, mörg í fremstu röð á sínu sviði. Þau vinni þróunar- starf og séu í beinu sambandi og samvinnu við erlend fyrirtæki og stofnanir. Það sé í samræmi við það hvað Króksarar séu opnir fyr- ir erlendum samskiptum. Hann segir að bæjaryfirvöld hafi einnig verið framsækin. Á Sauðárkróki sé boðið upp á meiri þjónustu en í öðrum sveitarfélögum af sömu stærð. Telur hann að þjónustan og fjöl- breytni atvinnulífsins séu ástæð- urnar fyrir örum vexti bæjarins. Frá því árið 1971 að haldið var upp á 100 ára afmæli byggðar á Sauðárkróki hefur íbúunum fjölg- að úr 1.649 í 2.769 eða um nærri 70%. Segir Snorri Björn að fjölgun- in hafi lengi verið yfir landsmeðal- tali og meiri en í sjálfri höfuðborg- inni. Fiskiðjan Skagfirðingur hf. er stærsta fyrirtækið á Sauðárkróki, ur á Sturlungaöld til að finna svipuð dæmi. Ég hef ekki kynnt mér það en er ekki einu sinni viss um að svo margir reiðhest- ar hafi verið í liðsafnaði vegna bardaganna þá,“ segir Sveinn. Hann telur að framtíðin sé björt í hestamennskunni. Áhug- inn sé mikill og heilu fjölskyld- urnar taki þátt. Hins vegar seg- ist hann ekki eins viss um keppnirnar, segir að áhugi á þeim fari minnkandi. Spennan sé ekki eins mikil og áður, sömu hestarnir og knaparnir ár eftir ár og menn geti séð það nokkuð fyrir hveijir sigri. Sveinn er ánægður með þró- un mála í ræktunarstarfi sínu. Segir að sonur sinn og tengda- dóttir, Guðmundur Sveinsson og Auður Steingrímsdóttir, séu komin inn í þetta með sér og þar sé ræktunin í góðum hönd- um. Það sé mikilvægt því stöð- ugt styttist í þann tíma er hann sjálfur þurfi að leggja á sinn síðasta en mikilvægt sé að halda ræktuninni áfram. Það mégi ekki henda sem allt of oft hafi gerst að góðri ræktun Ijúki með fráfalli frumkvöðlanna. Hrossarækt skili ekki góðum árangri nema á löngum tíma. „Hvert samfélag hefur sín sér- kenni sem eftir- sóknarvert er að halda í. A tímum miðstýrðra fjöl- miðla er hætta á að þetta gleymist, ekki bara hér, heldur á stöðum allt í kringum landið.“ eitt af kvótahæstu fyrirtækjum landsins. Snorri Björn segir að Fiskiðjan hafi verið að brydda upp á ýmsum nýjungum í starfi sínu. Hún hefði til dæmis keypt pökkun- arstöð til að pakka fiski í neytenda- umbúðir og tekið upp samvinnu við sjávarútvegsfyrirtæki í öðrum landshlutum. Steinullarverksmiðj- an hf. er eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi. Loðskinn hf. flytur gærur um hálfan hnöttinn til að vinna hér til útflutnings og dótturfyrirtæki þess hefur að loknu miklu þróunarstarfi hafið sútun og framleiðslu á vörum úr fiskroði. Trésmiðjan Borg hf. er að sögn bæjarstjórans ein virtasta tré- smiðja landsins og er kölluð til þar sem menn vilja vanda sérstaklega vel til verka. Máki hf. er í sam- starfi við erlenda aðila um þróun kerfis til endurnýtingar á vatni í fiskeldi og er að rækta Miðjarðar- hafsfisk. Dögun hf. er lítil en vel rekin rækjuverksmiðja og Króks- verk hf. er gott verktakafyrirtæki með verkefni víða um land. Loks nefnir Snorri Björn öflugasta fyrir- tæki bæjarins, Kaupfélag Skag- firðinga, sem hann segir að sé eitt af fáum kaupfélögum landsins sem náð hafi verulegum árangri í rekstri á síðustu árum. Undir okkur sjálfum komið Steinunn Hjartardóttir og Snorri Björn Sigurðsson eru bjartsýn á framtíð staðarins. „Ég tel að skil- yrði séu til áframhaldandi vaxtar, ef við höldum atvinnulífinu í lagi,“ segir Steinunn. Snorri Björn tekur í sama streng. „Ég get ekki annað séð en skilyrði til vaxtar séu góð ogjafnvel betri en árið 1971 þegar við héldum upp á 100 ára byggðar- afmæli. Ég efast um að þeir sem þá voru í forsvari fyrir bæjarfélag- ið hafi séð það fyrir sér að hér myndu búa nærri 2.800 manns eftir 25 ár. Skilyrðin eru fyrir hendi og það er síðan okkar sjálfra að sjá til þess að málin þróist á réttan hátt,“ segir Snorri Björn. Sauðárkrókur hefur upp á ýmis- legt að bjóða í samkeppninni um fólkið og atvinnuna. Getið hefur verið um fjölbreytt atvinnulíf og öflug og framsækin fyrirtæki, svo og góða þjónustu bæjarins. Snorri Björn segir að ekki megi gleyma hitaveitunni sem er ein sú ódýrasta í landinu og f]ölbrautaskólanum. Hann sér fyrir sér aukningu í sjáv- arútvegi og að þjónusta aukist með yfirtöku heimamanna á ýmsum þjónustuþáttum sem nú eru í Reykjavík. Þá minnir hann á að Sauðárkrókur sé hluti af því snjó- létta og öfluga héraði sem Skaga- fjörður er. Varðandi samgöngur og fjarlægðir frá stóra markaðs- svæðinu á höfuðborgarsvæðinu segir hann að styrkur Sauðárkróks liggi í því að vera réttu megin við Akureyri! MIKILL og almennur íþróttaáhugi er á Króknum. íþróttahúsið er samkomustaður bæjarbúa yfir veturinn og líf og fjör á íþrótta- vellinum á sumrin, eins og sést á myndinni sem tekin var á knatt- spyrnuæfingu hjá strákunum í Ungmennafélaginu Tindastóli. Pínu rosalega bit MÁLFAR fólks á Sauðárkróki, eins og víðar, einkennist nokkuð af staðbundnum orðatiltækjum og áhersluorðum. í Króksbók Rotaryklúbbs Sauðarkróks er safnað saman ýmsum fróðleik um bæinn, meðal annars málfarið: „Þegar manni er vottað að hann hafi staðið sig vel, er sagt á Króknum: Þú ert pínu góður, maður! Hafí hann þótt standa sig afbragðsvel er sagt: Þú ert pínu rosalega góður! Pínu þykir eitt alfínasta orðið á Króknum og yfirgengur öll önnur áherslu- aukandi orð. Pínu flott! Verði Króksarar undrandi segjast þeir vera vita bit. Verði þeir mjög undrandi, segjast þeir vera al- veg vita gjörsamlega krossbit. Allt þetta má þó stytta í - pínu rosalega bit, maður. Það þykir gott að nota mikið b- og u-hljóð, eins og t.d. í ufrum, þegar farið er yfir um. Spurt er. Kvumin habbðiruða fyrir handan? Og svarað: Ég habbðiða gott þegar ég var kominn ufmm. Áfram er spurt: Kvurn fjandann varstu að gera ufrum? Ég var hjá höbbðingj- um, maður, og þú hebbðir habbt svoldið pínu gott af að koma með!“ í þessu sambandi er rétt að geta þess að það að fara austur yfir Héraðsvötn kalla Króksarar að fara yfir um - ufrum. Það er því fyrirhafnarlítið fyrir þá að fara „yfir um“ oft á dag. í Króksbókinni kemur einnig fram að þegar farið er til Reykjavíkur er stundum talað um að fara út á land - en aldrei í bæinn. Þegar farið er í bæinn er ferðin innanbæjar á Sauðár- króki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.