Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Niðurstaða rannsókna á TWA-slysinu Sprenging við eldsneytistank MEÐ hjálp flókinna tölvulíkana hefur tekist að finna þann stað sem sprenging virðist hafa orðið í Boeing-747 breiðþotu bandaríska flugfélagsins TWA, sem splundrað- ist á flugi skömmu eftir flugtak frá Kennedy-flugvellinum í New York með þeim afleiðingum að allir sem um borð voru, 230 manns, fórust. Fleiri vísbendingar um að sprengja hafi grandað þotunni hafa fundist síðustu daga. Stjórnendur rann- sóknarinnar á örlögum þotunnar telja sig þó enn ekki geta fullyrt opinberlega, að um sprengjutilræði hafi verið að ræða. Rannsókn á braki þotunnar hefur leitt í ljós tvær hnefastórar holur í bökum tveggja sæta lengst til hægri í 23. sætaröð. Holurnar hafa mynd- ast vegna einhvers sem flogið hefur af gífurlegu afli aftan frá í gegnum stálplötu í sætisbökunum. Samsvar- andi göt hafa ekki fundist á öðrum sætum þotunnar. Sætisröð 24 hefur ekki fundist og talsvert vantar af sætum í raðir 20-27, en svo heppi- lega vildi til, að í 747-þotum TWA eru sætisröð- og númer merkt á stólarmana. „Það er við þennan stað í þot- unni sem hún tættist í sundur," sagði maður sem vinnur að rann- sókn á slysinu í tölvulíkönunum. Sætin tvö eru beint uppaf aðal elds- neytistanki þotunnar og um fimm metrum aftan við fremri rót hægri vængs. Benda tölvutilraunir til þess, að sprengja, sem falin hafi verið undir sæti eða undir gólfi farþega- klefans, hafi sprengt gat á skrokk þotunnar og síðan leitt til stærri sprengingar er kviknaði í bensín- gufum í eldsneytistankinum, sem er 15 sentimetrum undir gólfinu. Vitað er um tvö tilræði gegn þotum þar sem sprengja var falin á sama stað. Annars vegar sprakk Boeing-727 þota við Bogota árið 1989 fyrir tilverknað fíkniefna- fursta og fórust 107 manns. Hins vegar sprakk sprengja í þotu á leið frá Manila til Tókío í hitteðfyrra og einn maður beið bana. Atök blossa upp í Mexíkó HREYFING vinstrisinnaðra skæruliða í Mexíkó iivatti í gær aimenning til að rísa upp gegn stjórn landsins. Hreyfingin, sem nefnist Byltingarher al- þýðunnar (EPR), hóf árásir í sex ríkjum í suður- og miðhluta landsins á miðvikudag og a.m.k. 12 manns hafa beðið bana og tugir manna særst. Hún sakar stjórnina um að reyna að bijóta vinstrihreyf- ingarnar Uandinu á bak aftur með pyntingum og morðum. Á myndinni eru nokkrir liðsmenn hreyf- ingarinnar á blaðainannafundi. Fullyrt að ratsjá hefði hindrað flugslysið á Svalbarða Aðflugið að flug- vellinum sagt erfitt Ósló. Mor^unbladið. RATSJA hefði komið í veg fyrir flugslysið á Svalbarða á fimmtu- dagsmorgun reynist það rétt að Túpolev-þotu Vnúkovo-flugfélags- ins hafi borið af leið, miðað við aðflugsstefnuna að flugvellinum í Longyear-bænum. Þetta er mat Kjell-Ivar Leikfoss, deildarstjóra í norska loftferðaeftirlitinu. Yfir- maður Svalbarðadeildar stofnun- arinnar er hins vegar ekki á sama máli, telur að ratsjá hefði ekki haft úrslitaáhrif. Ratsjá er aðeins á stærstu flug- völlum Noregs en hefði hann verið í Longyear-bænum, hefðu flugum- ferðarstjórar þar getað fylgst með aðfiuginu og þegar séð að þotan var komin allt of langt í norður. Túpolev-vélin var í aðflugi að eystri braut flugvallarins. Aften- posten fullyrðir að vélin hafi verið komin 4-5 km norður af aðflugs- geislanum að flugvellinum. Að- stoðarýslumaðurinn á Svalbarða hefur lýst efasemdum sínum um að þetta sé rétt en loftferðaeftirlit-. ið hefur hins vegar ekki tekið undir þá gagnrýni. Að því er segir í Aftenposten telja margir flugmenn aðkomuna erfiða að flugvellinum, flogið sé um Aðventudal, sem sé varðaður bröttum fjallshlíðum á báðar hlið- ar, og að ekki bæti úr skák ef eitthvað sé að veðri. í bæklingi norska loftferðaeftirlitsins eru flugmenn varaðir við sviptivindum og mikilli ókyrrð við völlinn. Fimmfalt meiri slysahætta Flugstjórar vélarinnar virðast enga grein hafa gert sér fyrir því að hveiju stefndi, því ekki barst neyðarkall frá vélinni. í aðflugi að vellinum er notast við hringvita- vísi (ADF) svokallaðan, en þá stilla flugmenn miðunartæki vélarinnar við senditíðni hringvita á jörðu niðri. í flugtuminum er vélin mið- uð út frá senditíðni flugvélarinnar. Flugmenn Túpolev-vélarinnar höfðu haft samband við flugturn einu sinni er slysið varð. Bretland og ríkjaráðstefna ESB Vilja takmarka valdsvið ESB London. The Daily Telegraph. BREZKA ríkisstjómin hefur nú hleypt af stokkunum nýjustu árás sinni á Evrópusambandið (ESB), með áætlun um meiri takmarkanir á pólitískt vald þess. Utanríkisráðuneyti Bretlands birti í fyrradag uppkast að áætlun, sem myndi - ef það verður sam- þykkt - hindra að ESB gæti af- greitt nokkur yfírþjóðleg lög fram hjá ríkisstjórnum aðildarlandanna nema það sýni fram á að markmið- um löggjafarinnar verði bezt náð með samevrópskri löggjöf. Uppkastið er fjögurra blaðsíðna skjal um nálægðarregluna (sub- sidiarity) sem brezka stjórnin hafði heitið í Hvítbók um Evrópustefnu hennar og út kom fyrr á árinu. Uppkastið er nýjasta framlag Breta til ríkjaráðstefnu ESB, sem hófst í marz á þessu ári og á að ljúka fyrir árslok 1997, og markar nýja atlögu Breta til að takmarka EVRÓPA^ valdsvið ESB. En víst má telja að hinar aðildarþjóðir sambandsins muni á ríkjaráðstefnunni veita kröftuga inótspyrnu gegn tilraun- um Breta til að minnka áhrif ESB. Ríkjaráðstefnan hefur það hlut- verk að endurskoða grundvallarlög Evrópusambandsins, Maastricht- sáttmálann. Nálægðarreglan Nálægðarreglan (subsidiarity) er sú meginregla, að ákvarðanir séu teknar á því stjórnvaldsstigi sem næst er gildissviði hinnar nýju löggjafar, sem þýðir í meginatrið- um að sem flestar ákvarðanir skuli teknar á stjórnvaldsstigi ríkis- stjórna aðildarlandanna, en á hinu yfir- (eða sam-)þjóðlega stigi ESB eingöngu í þeim tilvikum þar sem það þykir nauðsynlegt. Þessi meginregla var samþykkt í samningaviðræðunum um Ma- astricht-samninginn, en Bretar eru þeirrar skoðunar að setja verði nánari reglur um hvernig afla skuli nálægðarreglunni brautargengi. Þeir telja að stofnanir ESB standi sig illa í að beita reglunni. Samningamenn Breta á ríkj- aráðstefnunni munu þrýsta á um að uppkasti þeirra verði bætt við þann hluta Maastricht-sáttmálans, sem fjallar um nálægðarregluna. Það mun væntanlega verða rætt á fundi embættismanna í Brussel um miðja næstu viku. Tillögur F AA um endurbætur á Boeing-737 þotum Endurbætur á 737-400 nátil fjögurra þátta BANDARÍSKA flugmálastjórn- in (FAA) hefur lagt til við eing-flugvélaverksmiðjurnar, að hönnun og búnaði allra gerða 737-þotunnar verði breytt til þess að auka öryggi þeirra, svo sem fram kom í Morgunblaðinu fyrir helgi. Tillögurnar koma til framkvæmda frá og með októ- ber næstkomandi, verði á þær fallist, en þær em í níu liðum. Talsmaður Boeing sagði í sam- tali við Morgunblaðið að verk- smiðjurnar hefðu sjálfar áður lagt til við flugrekendur, jafnvel fyrir mörgum árum, að nokkrir þættir þeirra yrðu teknir upp. Fjórir þættir tillagna FAA af níu varða 737-400 þotuna, sem eru sömu tegundar og þotur Flugleiða. Samkvæmt upplýs- ingum FAA nemur kostnaðurinn við þessa undirtegund, að með- taldri vinnu og varahlutum, um 2.800 dollurum, jafnvirði 185 þúsund króna, á flugvél, en þá er miðað við þotur bandarískra flugfélaga. Fullar endurbætur á eldri tegundum, 737-100 og 737-200, samkvæmt tillögum FAA, gætu numið frá 30-45 þúsund dollurum á flugvél. í fyrsta lagi er um að ræða hreyfibúnaði hliðarstýra 737-400. Komið hefur í ljós, að tæring í varamótor stýrisins getur valdið núningsskemmdum er leitt gætu til þess að hliðar- stýrið hreyfist óumbeðið eða læsist í beygju. Ráð við þessu er regluleg prófun á varamót- ornum á 250 flugstunda fresti og tæringarpróf á 3.000 stunda fresti. í versta falli, ef skemind- ir koma í ljós, þarf að skipta um hreyfibúnað mótorsins. í öðru lagi leggur FAA til við Boeing, að verksmiðjurnar skoði hvort ekki megi veija betur bún- að við aðalhjól þotunnar. Reynsl- an sýni, að háþrýstiþvottur í hjólahúsinu geti Ieitt til tæringar í vökvakerfum lendingarbúnað- arins. Lagt er til að innan þriggja mánaða verði viðhalds- reglum breytt þann veg að tekið verði fyrir háþrýstiþvott lend- ingarbúnaðarins. I þriðja lagi hefur komið fyr- ir, að krómhúð á soggreinum í stýramótorum 737-400 flugvéla hefur viljað flagna af. Talið er að krómflygsur gætu að hluta til stíflað lokur í mótorunum og þannig hindrað fulla hreyfingu hæðar-, halla- og hliðarstýra. Lagt er til, að innan 18 mánaða verði stýramótorarnir skoðaðir og skipt um rör þar sem það á við. í fjórða lagi eru nokkur dæmi þess að hliðarstýri hafi óumbeð- ið leitað til annarrar hvorrar handar. Annars vegar að því er talið er vegna bilunar í tengibún- aði geigunardeyfis af völdum bilaðrar legu eða slits eða hins vegar vegna tæringar í rafspól- um geigunardeyfisins. Segir í samantekt FAA, að skyndileg og fyriivaralaus geigun flugvél- ar af völdum slíkrar bilunar gæti valdið meiðslum á fólki um borð. Leggur FAA til, að innan 3.000 flugstunda verði ástand geigunardeyfa kannað og leið- réttingar á virkni þeirra fram- kvæmdar ef samvirkni þeirra er ekki eðlileg. Slík athugun fari síðan fram á 6.000 flugstunda fresti. Jafnframt, að vissar raf- spólur í geigunardeyfum verði endurnýjaðar innan 18 mánaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.