Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 17
Stöð 3 skiptir um
afruglarakerfi
Nýja kerfið
ekki búið
fjölrásaaf-
ruglun
NÝIR afruglarar Stöðvar 3 eru
ekki búnir fjölrásaafruglun, líkt
og þeir afruglarar sem upphaf-
lega átti að nota. Hins vegar
bjóða þeir, að sögn Heimis
Karlssonar, sjónvarpsstjóra
Stöðvar 3, upp á fjölmarga áður
óþekkta möguleika sem kynntir
verða síðar.
Heimir segir að ekki hafí
verið ekki hægt að fínna afr-
uglarakerfi fyrir evrópskt sjón-
varpskerfi, sem fullnægði einn-
ig þeim skilyrðum sem sett
hefðu verið. Hann segir þetta
afruglarakerfi hins vegar geta
sinnt þáttasölusjónvarpi, eða
„pay-per-view“ eins og það
nefnist á ensku, og það hafi
verið talið skipta meginmáli.
Eins og fram kom i fréttum
Morgunblaðsins, hefur Stöð 3,
sem Árvakur hf., útgáfufyr-
irtæki Morgunblaðsins, er hlut-
hafi í , rift samningum við
bandaríska myndlyklaframleið-
andann Veltech, vegna van-
efnda. Hafa nýir evrópskir
myndlyklar þegar verið valdir.
„Auðvitað hefði verið betra
að geta boðið upp á fjölrása
afruglun eins og upphaflega var
stefnt að en það reyndist ekki
hægt,“ segir Heimir. „Þær
markaðsrannsóknir sem við
höfum gert benda einnig til
þess að áhorfendur séu fyrst
og fremst að líta til þáttasölu-
sjónvarpsins, en fjölrásaafrugl-
unin vegi ekki mjög þungt,"
segir Heimir.
Pjársvikamálið
gegn Thyssen
Handtöku-
skipun dregin
til baka
Berlín. Reuter.
DÓMSTÓLLINN í Berlín, sem
rannsakar ákærur í fjársvika-
máli, sem forstjóri Thyssen-
samsteypunnar í Þýzkalandi er
bendlaður við, tilkynnti í gær,
að handtökuskipunin, sem gef-
in hafði verið út á hendur for-
stjóranum verði dregin til baka.
Talsmaður dómstólsins sagði
í gær að ekki væri lengur talin
hætta á að forstjórinn, Dieter
Vogel, láti sig hverfa úr landi,
en sú var aðalástæðan sem
gefin hafði verið fyrir útgáfu
handtökuskipunarinnar.
Þann 9. ágúst sl. var Vogel
handtekinn, en látinn laus strax
gegn tryggingu.
Mamma
má ég lifa?
hringdu í síma 897 4608
Messías Fríkírkja
VIÐSKIPTI
Kaupfélag Skagfirðinga stefnir á skráningu á hlutabréfamarkaði
* -
Utgáfa B-deilarbréfa íathugun
STJÓRNENDUR Kaupfélags Skagfirðinga á
Sauðárkróki hafa til athugunar að setja B-deild-
arbréf í félaginu á markað. Þórólfur Gíslason
kaupfélagsstjóri telur að félagið eigi þar fullt
erindi.
Kaupfélag Skagfirðinga er lang öflugasta
fyrirtækið á Sauðárkróki. Auk hefðbundins
verslunarreksturs og þjónustu við héraðsfólk á
félagið tvo þriðju hlutafjár í Fiskiðjunni Skagfirð-
ingi hf. en það fyrirtæki hefur vaxið mjög á
síðustu árum. Þórólfur Gíslason segir að stundum
sé tilhneiging til að gera samfélagslegar kröfur
til fyrirtækisins. Hins vegar sé nauðsynlegt að
slíkt uppfylli ítrustu kröfur um hagkvæmni og
því sé góður rekstur besta trygging héraðsins.
í þessu sambandi segir hann æskilegt að fara
með fyrirtækið út á hlutabréfamarkaðinn. Þá
verði gerðar öðruvísi kröfur til stjórnenda þess
og það sé besta tryggingin til að hafa í heiðri
rekstrarleg sjónarmið til lengri tíma.
Samvinnufélög hafa möguleika á að stofna
svokallaða B-deild stofnsjóðs og setja bréf í
henni á markað. Það hafa Kaupfélag Eyfirðinga
og Sláturfélag Suðurlands gert. Reiknar Þórólf-
ur með að í haust verði ákveðið hvort B-deildin
verði gerð virk.
Fiskiðjan á Opna tilboðsmarkaðinn
Fiskiðjan Skagfirðingur er eins og áður segir
í meirihlutaeigu Kaupfélags Skagfirðinga.
Spurður að því hvort hugmyndin sé að fara með
hlutabréf þess einnig á markað segist Þórólfur
telja eðlilegra að byrja á kaupfélaginu sjálfu.
Hann segir að því stefnt að skrá hlutabréf Fisk-
iðjunnar á Opna tilboðsmarkaðnum, það verði
athugað á næsta ári, og síðar verði þau skráð
á Verðbréfaþingi íslands.
Kaupfélagið mun nota söluverð B-deildarbréf-
anna til að greiða niður óhagkvæmar skuldir
og lækka fjármagnskostnað. Einnig til hag-
kvæmra fjárfestinga. Meðal annars hefur verið
ákveðið að kaupa hlut í nýju sjávarútvegsfyrir-
tæki sem ákveðið hefur verið að stofna um rekst-
ur hraðfrystihúss Kaupfélags Héraðsbúa á Reyð-
arfirði.
Verð óður
Allt að 64.000 kr.
verðlækkun á
Skoda Felicia
Seljum síðustu bílana afSkoda Felicia árgerð 1996 á einstöku sértilboði.
959.000 \ 895.000
FIUCIA Combi
HMMMMmmSPm*.
FELICIA
Aukabunaður a mynd; álfelgur
Skoda Felicia 1300
Verð nti frá
1‘NIUII
Fyrirtæki og stofnanir
Bjóðum einnig vsk-útgáfu á einstöku verði, eða frá 659.000 kr.
Komdu núna í Jöfur og tryggðu þér glænýjan
Skoda Felicia á sértilboði.
Söluaðilar Jöfurs a landsbyggðinni
Akranes: Bflver, fsafjörður: Bílaþjónusta Daða, Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga,
Akureyri: Skálafell, Húsavfk: Skipaafgreiðsla Húsavfkur, Egilsstaðir: Bflasalan Fell,
Höfn: Egill H. Benediktsson, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn, Selfoss: Bflasala Suðurlands
19 4 6 - 1 9 9 «
Nýbýlavegur 2
Síml: 554 2600