Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 21 Korn- birgðir aukast AUKIN uppskera víða um heim og minni eftirspurn, sér- staklega í Kína, bendir til að samdráttur verði í innflutningi á korni, í kjölfar tímabils þeg- ar verð var hið hæsta sem orðið hefur, að því er alþjóða kornráðið greindi frá í gær. Kornbirgðir hafa verið tald- ar hættulega litlar í heiminum að undanförnu en líklegt að þær aukist nokkuð á næstunni. Fleiri sendir úr landi FRAKKAR segjast hafa sent 88 ólöglega innflytjendur frá Afríku úr landi í tveimur flug- vélum á miðvikudagskvöld þrátt fyrir mótmæli vinstri- manna og tilraunir stéttarfé- laga til að hindra flutningana. Málefni innflytjenda hafa verið í brennidepli í Frakklandi eftir að lögregla réðist til at- lögu gegn 300 mótmælendum frá Afríku, sem höfðu lagt undir sig kirkju í París. Deilt um sölu fjölmiðlarisa FJÁRMÁLAMÁLAMENN úr röðum blökkumanna í Suður- Afríku hafa keypt stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, sem gefur m.a. út dagblöðin Business Day, Sunday Times í Jóhannesarborg, og Financial Mail. Salan er sögð mikilvægt skref í þeirri viðleitni að auka umsvif blökkumanna í við- skiptalífinu og Nelson Mand- ela forseti fagnaði henni. Blöð- in hafa oft gagnrýnt stefnu stjórnar Mandela og blaða- menn óttast að sjálfstæði rit- stjórnanna verði skert. Walesa styð- ur Samstöðu LECH Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, hefur lýst yfir stuðningi við Samstöðu í þing- kosning- unum, sem haldnar verða í Pól- landi á næsta ári, en segir að hann verði ekki í fram- boði sjálfur. Walesa kvaðst á fundi stjórnarand- stöðunnar í Szczecin á fimmtu- dag ætla að nota öll sín áhrif í kosningabaráttunni. Serbi skotinn í Kosovo SERBNESKUR lögregluþjónn hefur verið skotinn til bana í héraðinu Kosovo, að því er serbneska lögreglan sagði á fimmtudag. Þetta er fimmta árásin á lögreglu í Kosovo í mánuðinum. Mikil spenna ríkir í Kosovo þar sem meirihluti íbúa er af albönskum uppruna. Polaris-bátn- um lagt BRESKl sjóherinn hefur nú lagt síðasta Polaris-kafbátun- um. Kjarnorkuknúnir Polaris- kafbátar vopnaðir kjarnorku- vopnum voru notaðir frá 1968. ERLENT Átök í Bosníu Bann við vopnum brotið Reuter BILL Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, og A1 Gore, varaforsetaframbjóðandi veifa til fagn- andi áhorfenda ásamt konum sínum, Tipper Gore og Hillary Rodham Clinton, við lok flokksþings demókrata í Chicago á fimmtudagskvöld. Flokksþing eykur forskot Clintons Chicago, Washington. Reuter. FYRSTU vísbendingar gefa til kynna að afsögn Dicks Morris, póli- tísks ráðgjafa Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, muni ekki hafa áhrif á fylgi Clintons og samkvæmt skoð- anakönnun, sem gerð var í gær, daginn eftir að flokksþingi demó- krata í Chicago lauk, hefur hann nú 20 prósentustiga forskot á Bob Dole, forsetaefni repúblikana. Flokksþingi demókrata lauk með ávarpi Bills Clintons, sem tók við tilnefningu flokks síns til forseta- framboðs með rúmlega klukku- stundar langri ræðu. Þar hamraði Clinton 18 sinnum á því að hann yrði „brúin inn í 21. öldina" og tal- aði mikið um framtíðina og börn. Hann sagði einnig að Dole horfði til fortíðar og tókst að draga fram ald- ur andstæðings síns án þess að gera það berum orðum. Samkvæmt skoðanakönnun Re- uíer-fréttastofunnar eru 40% Bandaríkjamanna þeirrar hyggju að Dole, sem er 73 ára, sé of gamall til að vera forseti. Bandaríkjaforseti gagnrýndi hug- myndir Doles um að lækka skatta um 15% og kvaðst mundu leggja áherslu á að ráða niðurlögum fjár- lagahallans. Clinton vék einnig að utanríkis- málum og sagði meðal annars að veita ætti nokkrum af hinum nýju lýðræðisríkjum í Austur-Evrópu inn- göngu í Átlantshafsbandalagið til að „frelsi þeirra verði aldrei aftur vafa undirorpið". Bandaríkjamenn hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í heiminum. „Við getum ekki verið lögreglu- þjónn heimsins, en þar sem gildi okkar og hagsmunir eru í húfi verða Bandaríkjamenn að bregðast við og taka forystu," sagði forsetinn. Afsögn ráðgjafa Clintons, Dicks Morris, sem hefur verið eignað lyk- ilhlutverk í kosningabaráttu forset- ans, var lýst sem reiðarslagi fyrir demókrata. Morris er sagður hafa verið í tygjum við vændiskonu í rúmt ár og leyft henni að hlýða á símtöl við Clinton og lesa ýmis gögn, sem ekki áttu að vera á hvers manns vitorði. Morris hefur ekki neitað ásökun- unum, en kvaðst segja af sér til þess að forðast þá „meinfýsnu" umræðu, sem mál hans gæti hleypt af stað. Talsmaður Clintons sagði að forsetinn mundi áfram vera í sambandi við Morris, sem er kvænt- ur og faðir, þótt ekki mundi hann þiggja af honum ráð. Skoðanakannanir benda til þess að þetta „kynlifshneyksli11 muni ekki skaða Clinton. Samkvæmt könnun sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem tók til 1.011 skráðra kjósenda, hefur Clinton 54% fylgi, Dole 34% fylgi og Ross Perot 8%. Belgrad, Mahala. Reuter. SIR Michael Walker, yfirmaður friðargæsluliðs Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í Bosníu, sakaði í gær múslima og Serba um að hafa beitt vopnum í alvarlegustu átökun- um sem blossað hafa upp í landinu frá því friðarsamkomulagið var undirritað í Dayton í desember. Fyrstu fregnir hermdu að átökin hefðu hafist á fimmtudag þegar serbneskir lögreglumenn, vopnaðir kylfum og rifflum, hefðu ráðist á óvopnaða múslima í Mahala, þorpi sem er nú á yfirráðasvæði Serba og svæði þar sem vopn eru bönnuð. Rannsókn leiddi hins vegar í ljós að múslimarnir voru einnig vopnað- ir. Hermenn NATO handtóku um 46 serbneska lögreglumenn, sem sakaðir eru um að hafa skotið á múslimana. Enginn lést í árásinni en margir múslimanna eru alvar- lega sárir eftir barsmíðar Bosníu- Serba. Mahala hefur verið mannlaust um nokkurn tíma. Múslimar hafa verið að koma sér þar fyrir að nýju enda veitir Dayton-friðarsamkomu- lagið þeim rétt til þess. Mjög lítil kjörsókn Sárafáir flóttamenn hafa greitt atkvæði utan kjörstaða í þing- og forsetakosningum í Bosníu, sem fram fara um miðjan september. Kennir Öryggis- og samvinnustofn- un Evrópu (ÓSE), sem hefur um- sjón með undirbúningi og fram- kvæmd kosninganna, slælegri póst- þjónustu urn hversu seint kjörgögn hafa borist. Um miðjan dag á fimmtudag hafði enginn kosið í Belgrad og á öðrum stöðum mátti telja kjósendur á fingrum annarrar handar. Alls geta rúmlega 600.000 flóttamenn greitt atkvæði á sextíu stöðum og býst ÖSE við að kjósendum fari nú fjölgandi þar sem kjörgögn hafi nú borist flestum. Ítalía í allri sinni dyrð Draumaferð sælkerans Vikuferð 7. september Sögufrægar borgir, ólýsanleg náttúrufegurð, nafntogaðir vínkjallarar og besti matur sem þú hefur á ævi þinni bragðað. Fararstjóri er Randver Þorláksson. TBT (E) 0AT%AS» ÚRVAL ÚTSÝN Lágmúla 4: stmi 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: stmi 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. HOTELISLAHIO LAUEAROAESKVOLO: Ojf dantaðu í ljúfum tónum við úrvah dæ?urflu?ur Jóns íi?urðf s onar: KOI ^Ur Veitu ekki aö horta svona alltaf á miq, Bjartar stjömur blika, Göinul saqa, Komdu í kvöld, Vorkvöld við flóann, Upp undir Eiríksjökli, Kvöldsiqlinq, “ " Júllnótt, Huqsaðu heim, Éq vil fara - upp í svcit, Fjórir kátir þrestir, Borqin scftir, Við qluqqann, Siqlinq, Éq qleymi þér aldrei, W'SmmWmmm tq fann þiq. tq mun aldrei qleymaþér, Oskaðumiqá morqun, Éq er alltaf fyrir öllum, Lóa litla á Brú, Éq er kominn heim, Bella mí, 1 qraenum.Édens qarði, Saqan af Nínu oq Geira, I kjallaranum, Ó, nema éq, Óli rokkari, Hvað vaistu að qera í nótt ofl. löq. Söngvarar Hjarclis Beirsdúttir Jan Kr. Ólafssan frá Bildudal. Trausti Jónssan. Olafur Bachmann úr Logum. JónKr. Olafsson Hjómweit HjörduarGeindóttur leikurhjrirdawi. tiQTEL jjsLAND Baráapantanir i síma SGB - 7711
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.