Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 GADDAVIRSBUTAR OG ONNUR DJASN OÐRUM HIMOTTUM? Gull hefur lengi komið við sögu mann- anna. Bæði sem tákn hins góða og hins illa. Ingu Rún Sigurðardóttur langar í skínandi íkon. Hvað gerir gull svona eftirsóknarvert ef það getur kostað blóðsúthellingar. Hvað er gull? EULL: Frumefni, sætistala 79, efnatákn Au, bræðslu- mark 1064C . . . Þetta segir ekki allt. Þessum eðalmálmi fylgja margar sögur. Þjóðsögur. Hver vildi ekki eiga gæs sem verpir gulleggjum? Eða kistu fulla af dýrindis gersemum, hringum og höfuðdjásnum? í Andabæ tek- ur Jóakim Aðalönd sundsprett í peningatankinum sínum, innan um alla gullpeningana. Ekki fer hann heldur úr húsi án þess að vera með happapeninginn á sér. Gull hefur verið kveikjan að mörgum kvikmyndahandritum. James Bond hefur forðað gull- forða Bandaríkjamanna frá því að lenda í höndum ósvífinna glæpa- manna. Mynd Chaplins, Gullæðið, er áreiðanlega bæði ein fyndnasta og sorglegasta saga sem nokkru sinni hefur verið sögð á hvíta tjaldinu: Sagan af bláfátæka gull- leitarmanninum í Yukon, sem verður ríkur á endanum, eftir margvíslegt andstreymi. Margur t/erður á guUinu ginntur Gulli fylgir ríkidæmi. Margir hafa freistað gæfunnar, gerst gull- grafarar og leitað að gulli í von um að finna þó ekki væri nema smáklump. I dag er verið að kanna hvort gull finnist hér á landi, í nýtanlegu magni. Auðveldara væri að leita að ull en hún er því miður ekki eins verðmæt. Gullleit er heldur aldrei auð- velt viðfangsefni. Gullgerðarmenn fyrri alda keppt- ust við að finna Ieið til að breyta óæðri málmum í gull. Þeim tókst ekki ætlunarverk sitt en leiða má líkur að því áð sú uppskrift hefði orðið ekki síður gróðavænleg en hin leyndardómsfulla kók- blanda. Enginn sekkur er að silki urðinn, þn gull gegmi Gull er bæði mikið notað í lík- ingum og einnig sem tákn. Það er mjög myndrænt. Talað er um að sólin slái gullnum bjarma á um- hverfi sitt. I dagrenningu eru morgungeislarnir ljósgylltir og lif- andi en sólarlagið er margslungn- ara. Roðagyllt og rómantískt. Allir vita hvað átt er við þegar sagt er að einhver sé gull af manni. Sumir eru með hjarta úr gulli. Það eru líka til gullfiskar og gullregn. Þessir algengu skrautfiskar eru þó ekki úr gulli, heldur aðeins kenndir við það og gullregn er trjátegund! Englar bera gyllta geislabauga. Einn þekktasti foss landsins kallast Gullfoss og eftir 50 ára hjónaband höldum við upp á gullbrúðkaup. Gull kemur eitt- hvað við sögu hjá okkur flestum. Helst í kringum skímir, fermingar og aðrar stórhátíðir. Giftingar- hringar eru oftast nær úr gulli. Tákn eilífðarinnar. Annað gull sem margir vilja eignast er ólymp- íugullið. Það fá aðeins þeir fremstu í sinni íþrótt og fylgir því mikill heiður. Ekki er allt gull sem gláir Þar sem gull er dýr málmur er oft líkt eftir ásýnd þess. Til er ýmis gulllitaður fatnaður. Við hann er hægt að fá gullskó í stíl. Ekki má gleyma augnskuggan- um, naglalakkinu eða varalitnum. Allt gyllt. Glimmerföt með gullþráðum hafa oft náð miklum vinsældum. Glys- gjarnir hrífast jafnan af því sem gyllt er. Hrafnar eru einnig glysgjamir og sanka gjarnan að sér því sem glampar á. Þeirra djásn eru yfirleitt ekki jafnfögur og þau sem mannfólkið skreytir sig með. í hrafns- hreiðrum finnast gaddavírs- bútar og járnarusl frekar en hálsmen eða gulltönn. Gull- tennur eru einmitt nýjasta skrautið. Þegar brosað er getur verið mikil prýði að því að sjá glampa á gullið og maður ljómar allur. IMser gull talar, gefur %/ernldin hljáð Gulli, eins og öllum auðæf- í, fylgir vald. Enginn ætti að misnota þetta vald. Ofgnótt gulls þjakar okkur þó ekki enn- þá. Auðæfum þessa heims er ójafnt deilt niður á jarðarbúa. Hvernig skyldi þetta vera úti í geimnum? Lýsingum sem séð hafa geim- i geimverar, ber mjög oft saman um að það lýsi af þeim. Birtan er svo mikil að líta verður undan. Ferðast geimvemr um í gullskipum? Þær koma með friði. I leit að ull . . . Ljósmyndir/Áslaug Snorradóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.