Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 26
SKYEBNST iisiim í EIL ÍFBtNA Ekki þarf að fara lengra en út á Faxaflóa til að komast inn í nýjan heim. Bræðurnir Þórhallur og Rolf Johansen fóru á skak í nágrenni við höfuðborffina og Pétur Blöndal skyggndist með þeim inn í eilífðina og krækti í ýsur í leiðinni. m |Ú FÖRUM við áð fiska,“ |^^|segir Rolf Johansen og 1 BSS leggur af stað í fyrsta veiði- túr sinn á bátnum Mími um langa hríð. Undanfarið eitt og hálft ár hef- ur báturínn nefnilega legið við bryggju í Danmörku þar sem Rolf hefur sinnt viðskiptaerindum. Þórhallur bróðir hans er með í fór. Þeir eru aldir upp á Reyðarfirði og sjómennskan er þeim í blóð bor- in. „I sjávarplássum úti á landi er mest spennandi að vera á skaki,“ segir Rolf og af svipnum að dæma virðist hann alls ekki ósáttur við hlutskipti sitt. Enda breyttust áhugamálin lítið þótt Rolf flyttist ungur til Reykja- víkur. Hugurinn var ennþá bundinn við hafið og fyrir 25 árum keypti hann sinn íyrsta bát, sem var 17 fet. Síðan hefur hann stækkað fjórum sinnum við sig, þar til hann festi kaup á Mími sem er helmingi lengri eða 34 fet. „Ég hætti hjá fyrirtækinu um áramótin og Pétur Haraldsson, tengdasonur minn, tók við. Ég hafði sinnt viðskiptum í fjörutíu ár og var búinn að fá nóg.“ Eftir stutta þögn bætir hann glettnislega við: „Það má því segja að ég sé orðinn trillu- karl.“ Blessun páfans Rolf segist hafa spreytt sig á öðrum áhugamálum,_en ekkert hafi fallið honum í geð: „Ég reyndi golf, en hitti aldrei kúlurnar, átti tvo hesta, en var alltaf hálfhræddur við þá, spreytti mig á laxveiði, en veiddi aldrei neitt. Mér líður ein- faldlega best á skaki.“ Af upptalningunni að dæma er það engin furða. Ekki heldur þegar litið er yfir hafið, upp í himininn og horfst í augu við sólina. Veðrið er dásamlegt. Eða hvað? „Við verðum líklega að snúa við,“ segir Þórhallur. Rolf kinkar kolli. Þeir beina sjónum sínum að reyk- háfinum á Brautarholti og stromp- inum á Sementsverksmiðjunum á Akranesi. Reykurinn er láréttur sem gefur til kynna að það sé of hvasst til að veiða — of mikið rek. „Ef reykstrókurinn stendur beint upp í loftið er það eins og páf- inn lyfti hendi og blessi veiðarnar,“ Morgunblaðið/Árni Sæberg ROLF Johansen með það eina sem er þjóðlegra en íslenski fáninn — þorsk. ÞAÐ GETUR oft verið mikil kúnst að hitta á fiskitorfuna. ÞÓRHALLUR rennir fyrir fisk. Til hliðar við hann má sjá hluta aflans. segir Rolf. „Þetta er nokkuð óbrigðul vísbending sem gott er að fara eftir.“ Það kemur fljótlega i ljós þegar veiðarnar hefjast að bræðurnir reyndust sannspáir. Öldugangur- inn er alltof mikill til þess að hægt sé að veiða af nokkru viti. Veiðar- færin eru því dregin inn og stefnan tekin í átt að landi. Jafnframt er ákveðið að reyna aftur þegar viðr- ar. „Maður verður að fara á sjó þegar gefur á sjó — ekki aðeins þegar maður vill fara,“ segir Rolf í kveðjuskyni og lofar að hóa í blaðamann þegar páfinn gefur veiðunum blessun sína. Farið til tunglsins „Það er eins og þú sért að fara til tunglsins," segir Rolf stríðnislega við blaðamann, sem hefur búið sig vel fyrir sjóferðina að þessu sinni. Það liggur vel á Rolf. Hann stýrir bátnum úr höfn og segir: „Nú fisk- um við eitthvað." Allt lofar vissulega góðu. Reykj- arstrókurinn frá Sementsverk- smiðjunum á Akranesi er eins og stigi til himna og sjórinn svo spegil- sléttur að blaðamaður undrar sig á því að ekki heyrist brothljóð þegar báturinn brýtur sér leið um hann. Rolf lætur blaðamann svo um að stýra fleyinu út Faxaflóa og fylgir í SJÓSTANGAVEIÐI MEÐ BRÆÐRUNUM ÞÓRHALLI OG ROLF JOHANSEN Afhverju stafar andremma? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Andremma Spurning: Eykst andremma með aldrinum? Getur andremma stafað af vandamáli í meltingunni, eða er hún vegna tanna? Svar: Það er nokkuð útbreiddur misskilningur að andremma stafí af meltingartruflunum eða sjúk- dómum í meltingarfærum, hún gerir það næstum aldrei. Andremma getur einstaka sinn- um stafað af sykursýki, lifrarbil- un, nýrnabilun eða öði-um alvar- legum sjúkdómum sem þá er mun brýnna að fást við en andremm- una. Það getur einnig verið óþægileg lykt út úr fólki sem reykir, borðar hráan hvítlauk eða sterkt krydd. Það er þó talið að í meira en 98% tilfella stafi andremma af bakteríugróðri í munnholi og hálsi. Þessar bakter- íur valda yfirleitt ekki sjúkdóm- um en þær geta lifað í skemmdum tönnum, milli tanna, á tungunni og hálseitlunum. Þessar bakteríur gefa frá sér brennisteinssambönd sem hafa óþægilega lykt og valda andremmu. Til eru kannanir sem sýna að flest fólk óttast að það sé stundum andfúlt þó að fæstir séu það. Eitt af vandamálunum með andremmu er að maður finnur ekki sjálfur lyktina vegna aðlög- unarhæfni skynfæranna en sumir draga þá ályktun af viðbrögðum annarra að þeir séu sennilega andfúlir. í flestum tilfellum er hægt að losna við andremmu með því að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir. Fara þarf reglulega til tann- læknis til að tryggja að ekki sé um skemmdir í tönnum að ræða. Hreinsa þarf tennurnar a.m.k. tvisvar á dag með rækilegri tann- burstun og einnig þarf að hreinsa milli tanna með tannþræði. Sumir mæla með tannkremi sem inni- heldur bökunarsóda en flest venjuleg tannkrem duga ágæt- lega. í matvörubúðum og lyfja- búðum fást ýmiss konar munnskolvötn sem innihalda bakteríuheftandi efni og er gott að nota slík munnskol reglulega. Ef ljós skán er á tungunni er gott að skafa hana með skeið (ekki of fast) á undan annarri munn- hreinsun eða bursta hana með tannbursta. Þeir sem eru með gervitennur mega ekki gleyma að hreinsa þær vel og reglulega. Sykurlaust tyggigúmmí (inniheld- ur oftast xylitól eða sorbitól í stað Þreyta í augum sykurs) getur einnig gert gagn og eins er gott að drekka mikið af vatni. Ef hugsað er vel um tennur og hreinlæti í munni ætti andremma ekki að aukast með aldrinum. Spurning: Er hægt að gera eitt- hvað við því að ég þreytist mjög í augunum? Ég sit við tölvu mest- allan daginn í vinnunni. Svar: Það er ekki eðlilegt að þreytast mjög í augunum þó að maður sitji mestallan daginn fyrir framan tölvuskjá og sjálfsagt mál að finna á því bót. A þessu máli eru tvær hliðar, það sem hægt er að gera við tölvuna og það sem hægt er að gera fyrir augun. Ef við byrjum á tölvunni er ýmislegt hægt að gera til að minnka álagið á augun. Finna þarf réttar stilling- ar fyrir birtu og skerpu og rétta fjarlægð frá skjánum. Oft er hægt að velja milli þess að horfa á ljósa stafi á dökkum bakgrunni eða dökka stafi á ljósum bakgrunni en mismunandi er hvað hentar hverj- um og einum þó að ýmislegt bendi til að dökkir stafir á ljósum grunni þreyti augun minna. Mörg algeng forrit, t.d. Word og Excel frá Microsoft, bjóða upp á þann möguleika að velja stærð leturs á skjánum en stórt letur þreytir augun að jafnaði minna en smátt letur. Að lokum má nefna skjásíur sem kosta lítið og festar eru fram- an á skjáinn en sumir virðast þreytast minna ef slík sía er til staðar. Hvað augun varðar er rétt fyrir spyrjanda að fara til augnlæknis og láta athuga sjón og hvort ein- hver augnsjúkdómur sé til staðar. Flesta augnsjúkdóma er hægt að lækna eða bæta og sjón er hægt að laga með gleraugum. Rétt er að benda á að sjónin getur breyst skyndilega og t.d. þegar fólk verð- ur nærsýnt með aldrinum er oft eins og það gerist í stökkum. Spurning: Stundum næ ég ekki andanum, þ.e.a.s. get ekki andað nógu djúpt. Getur þetta verið byrjunin á asma? Svar: Astma er algengur sjúk- dómur, bæði í börnum og fullorðn- um, sem leggst jafnt á karla sem konur. Oftast kemur sjúkdómur- inn í köstum sem stundum koma án sýnilegrar ástæðu en stundum vegna einhvers áreytis og má þar nefna ryk, lykt, kalt loft, brenni- Erfitt með öndun steinsgufur, streitu, sýkingu í öndunarfærum, áreynslu, skyndi- legar veðurbreytingar, rauðvín o.fl. Öndunarerfíðleikarnir eru venjulega ekki það að sjúklingur- inn geti ekki andað nógu djúpt heldur miklu frekar ei’fiðleikar við útöndun, sem krefst áreynslu og tekur óeðlilega langan tíma. Oft fylgja þessu verkir fyrir brjósti, hósti og blásturshljóð við útöndun. Vegna öndunarerfiðleikanna get- ur öndunin orðið grunn og hröð. Lýsing spyrjanda passar því ekki alls kostar við byrjandi astma þó að svo gæti samt verið. Ýmislegt annað getur valdið öndunarerfið- leikum eins og t.d. hjartabilun og blóðtappi í lunga og eins geta þeir verið af sálrænum toga. Ef ein- hver brögð eru að öndunarerfið- leikum er ástæða til að leita lækn- is. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 fsíma 569 1100 og brófum eða símbrófum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.