Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 197.TBL.84.ARG. LAUGARDAGUR 31. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sagt að nikótínmagni sé stjórnað á laun FBI stefnir tóbaksfyrirtæki New York. Reuter. BANDARÍSKA dómsmálaráðu- neytið hefur hafið rannsókn á meintum svikum er varða nikótín- magn í sígarettum, að því er banda- ríska sjónvarpsstöðin CBS greindi frá í gær. Hart hefur verið deilt á tóbaksfyrirtækin að undanförnu og í liðinni viku ákvað stjórn Bills Clintons forseta að skilgreina tóbak sem fíkniefni er skyldi því heyra undir Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) til að auðvelda baráttu gegn reykingum barna og unglinga. Að sögn CBS hefur bandaríska alríkislögreglan (FBI) birt fram- kvæmdastjórum tóbaksfyrirtækis- ins Philip Morris stefnur þar sem þeim er gert að bera vitni fyrir kviðdómi í Washington til þess að skera megi úr um hvort ákærur skuli birtar. Þá hefur fyrirtækinu einnig verið gert að láta af hendi skjöl er varða framleiðslu þess. í frétt CBS segir að samskonar stefn- ur kunni að verða birtar öðrum tó- baksfyrirtækjum innan tíðar. Sígarettureykingar og meintar afleiðingar þeirra hafa verið ofar- lega á baugi hjá bandarískum lög- fræðingum, en dómsmálaráðuneyt- ið hefur ekki sinnt þessu máli fyrr en nú. í frétt CBS segir að birting stefnanna sé augljóst merki um að saksóknarar í ráðuneytinu kunni að hafa í hyggju að birta ákærur. Avaninn magnaður? Ekki kom fram í fréttinni að hvaða þáttum rannsókn ráðuneytis- ins mundi beinast í smáatriðum. Fréttaskýrendur benda hinsvegar á að í síðasta mánuði höfðaði Connecticut-ríki mál á hendur tó- baksfyrirtækjum og gaf þeim að sök að stjórna á laun nikótínmagni í sígarettum til þess að magna ávana neytenda. Einnig voru þau sögð fela niður- stöður rannsókna, sem gerðar hefðu verið á vegum framleiðendanna og bentu til að nikótín væri ávanabind- andi, hafa bundist samtökum um að ná tangarhaldi á börnum með markaðssetningu sem beint var að þeim og loks um að stjórna nikótín- magninu. ¦ — Handtak í Jerúsalem PALESTÍNSKUR drengur í fylgd föður síns grípur í byssuhlaup hjá ísraelskum landamæraverði i gamla borgarhlutanum í Jerúsal- em í gær. Yasser Arafat, f orseti heimasljórnarinnar, kallaði Pal- estínumenn til bænahalds í gær til þess að mótmæla stefnu Isra- ela varðandi Jerúsalem og land- nám gyðinga á Vesturbakkanum. Israelska lögreglan var með sér- stakan viðbúnað og hindraði menn í að komast inn í borgina. Fundur fulltrúa ísraelsstjórnar og Palestínumanna um ágrein- ingsmálin á fimmtudag bar engan árangur. Reuter Reuter Kúarekstur í París JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, hét því í gær á fundi með bændum í París að styðja þá og styrkja eftir megni en ótti við kúariðu og ódýr innflutningur frá Austur-Evrópu hafa valdið því, að verð á nautakjöti er nú um 20% Iægra en fyrir ári. Um 1.500 bændur frá ölluni héruðum landsins komu saman við Eiffel- turninn til að mótmæla ástand- inu og höfðu þeir með sér 26 kýr, sem sumar höfðu verið reknar allt að 350 km á þremur vikum. „Við sögðum honum, að við töpuðum 40.000 kr. á hverj- um grip en hann kvaðst ekki geta bætt okkur það allt vegna fjárlagarammans," sagði Nat- halie Telemaque, sem tók þátt í mótmælunum. Slysið á Svalbarða Svarti kassinn fundinn Ósló. Morgunblaðið. NORSK og rússnesk yfirvöld eru ekki á einu máli um hvernig eigi að standa að því að fínna og bera kennsl á lík þeirra sem fórust með þotu rússneska Vnúkovo-flugfélagsins á Svalbarða á fímmtudag. Norðmenn vilja flytja líkin til Tromso þar sem úrskurðað verði um dánarorsök en Rússar eru því andvígir, telja að það verði einungis til að gera aðstand- endum enn erfiðara fyrir. Flugriti Túpolov-þotunnar, „svarti kassinn" svonefndi, sem reyndar er rauður á litinn, fannst í gær og vona menn að upplýsingar í honum leiði í ljós orsök slyssins. Ekki er að fullu Ijóst hversu marg- ir voru um borð, en talið er að þeir hafi verið 140 eða 141. í gær var sagt að 69 farþegar hefðu verið frá Ukraínu og hinir hefðu verið Rúss- ar. Lýst var yfir þjóðarsorg í Úkra- ínu í gær vegna slyssins. Rússar sendu í gær tvær flutn- ingavélar til Longyear-bæjarins til að flytj.a líkin til Rússlands og með vélunum komu einnig björgunar- menn og þjálfaðir fjallgöngumenn. Afar erfitt er að komast að braki og líkamsleifum er lentu að hluta til í bröttum klettahlíðum. ¦ Aðflugið/22 Eplaveisla hjá öpunum Tókýó. Reuter. UM 100 apar, sem lifa villtir vestur af Tókýó, hafa tekið upp á því að ræna eplum frá bænd- um í grennd við borgina. Áður létu dýrin sér nægja að hnupla kartöflum og gulrótum. Eplin þykja mikið hnossgæti og seljast fyrir sem svarar 180 kr. stykkið. „Nokkrir apar sáust í júlí hafa á brott með sér epli í plastpokum," sagði embættis- maður á svæðinu. Samkvæmt shinto-trú Jap- ana eru apar heilagir sendiboð- ar guðanna og því ekki ráðlegt að skjóta þá. Lebed semur við Tsjetsjena um að fresta sjálfsLðLi Khasavjúrt í Ðagestan, Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggisráðs Rússlands, náði í gærkvöldi samningum við helsta stríðsleiðtoga uppreisnarmanna í Tsjetsjníju, Asl- an Maskhadov, um að frestað yrði ákvörðun um fullt sjálfstæði Kákasushéraðsins þar til í lok ársins 2000. Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráð- herra Rússlands, sagði fyrr í gær að Borís Jelts- ín forseti hefði íagt blessun sína yfir friðarhug- myndir Lebeds sem kom á vopnahléi Rússa og Tsjetsjena fyrir skömmu. Samningafundurinn fór fram í Dagestan, grannhéraði Tsjetsjníju. „Við vorum að undirrita yfirlýsingu og þar er kveðið á um grundvallar- atriði í sambúð Rússneska ríkjasambandsins og Tsjetsjenska lýðveldisins," sagði Lebed er hann ræddi við fréttamenn í gærkvöldi. „Þetta er búið, stríðinu er lokið. Síðan munum við, af fullri skyn- semi, rólega og með raunsæi í fyrirrúmi, koma samskiptum okkar í lag." Lebed, sem Jeltsín fékk víðtæk völd til að binda enda á stríðið, hætti viðræðum um pólitíska lausn á deilunni um síðustu helgi til að ræða lagalegar hliðar hennar við stjórnina og tryggja sig gagn- vart ónefndum andstæðingum sínum í Moskvu. Tsjernomyrdín forsætisráðherra kvaðst hafa átt langt samtal við forsetann í síma í gær og gæti því staðfest, að hann hefði fallist á áætlun Lebeds. Jíar-Tass-fréttastofan sagði að Lebed hefði rætt við Jeltsín í síma fyrir brottförina til Dagestan og staðfesti hinn fyrrnefndi það en sagði ekkert um hvað þeim hefði farið á milli. Stríðið í Tsjetsjníju hefur staðið í 20 mánuði og kostað meira en 30.000 manns lífið. Rúss- neski herinn hefur beðið margan auðmýkjandi ósigur fyrir aðskilnaðarsinnum sem réðu að mestu yfir höfuðstaðnum Grosní er samið var vopnahlé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.