Morgunblaðið - 31.08.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 31.08.1996, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 M0RGUNBLA.Ð1Ð BYGGÐARAFMÆLIÁ SAUÐÁRKRÓKI „FRAMTÍÐ Sauðárkróks", lítil stúlka í berjamó uppi á Nöfunum, brekkunum sem setja svo mikinn svip á Sauðárkrók. Morgunbiaðið/Ásdis Menning’in er for- senda byggðarinnar Sauðkrækingar ætla ekki að gleyma sér í hátíðarhöldum í tilefni af 125 ára afmæli byggðar á Króknum en þau munu standa í heilt ár. Um leið og þeir skoða söguna og grundvöll mannlífsins ætla þeir að horfa til framtíðar og reyna að styrkja bæinn í samkeppninni. Helgi Bjamason ræddi við forystumenn Sauðárkróksbæjar og formann afmælisnefndar. BYGGÐ á Sauðárkróki hófst árið 1871 eða fyrir 125 árum með því að Árni Einar Ámason klénsmiður tók sér fyrstur manna búsetu á mölunum innan við Gönguskarðsárós eða í Sauðár- króknum, ásamt ráðskonu og tveimur bömum þeirra. í Sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason segir að þegar Árni fluttist til Sauðárkróks hafí hann ákveðið að helga sig iðn sinni og stunda hvorki landbúskap né sjáv- arútveg. Hins vegar hafi hann ákveðið að hafa greiðasölu og hýsa gesti, jafnskjótt og húsrúm leyfði. Upp frá því var klénsmiðstitill hans lagður fyrir óðal en vertsheitið fylgdi honutn æ síðan. Frá því Árni vert settist að á Sauðárkróki árið 1871 hefur þar verið búið og í ár halda Sauðkræk- ingar þvi upp á 125 ára afmæli byggðar á staðnum. Á næsta ári eru mörg afmæli. Þá verða liðin 140 ár frá því konungur gaf út opið bréf um iöggildingu Sauðár- króks sem verslunarstaðar frá árs- byijun 1858. Þá verða einnig liðin 90 ár frá því Sauðárkrókur varð sérstakt sveitarfélag með skiptingu Sauðárhrepps og 50 ár frá því Sauðárkrókur fékk kaupstaðarrétt- indi. Auk þessa eiga ýmis félög og fyrirtæki afmæli á þessum árum. Vegna þessara tímamóta í sögu Sauðárkróks ákvað bæjarstjórn að tímabilið frá 20. júlí 1996 til jafn- lengdar að ári yrði afmælisár á Sauðárkróki. Byrjað var með mikl- um hátíðarhöldum 20. júlí en síðan rekur hver atburðurinn annan allt árið. FORYSTUMENN Sauðárkróksbæjar og afmælisnefndar, f.v. Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri, Steinunn Hjartardóttir forseti bæjarstjórnar og Árni Ragnarsson formaður afmælis- nefndar. Styrkja menningar- grunninn Sérstök afmælisnefnd hefur undir forystu Árna Ragnarssonar arkitekts unnið að undirbúningi og framkvæmd hátíðarhaldanna. Árni segir að þetta tilefni sé notað til að vinna að ýmsum hlutum úr sögu bæjarins sem nauðsynlegt hafi verið ráðast í. Sögu staðarins og menningarhefðum hafi hingað til ekki verið gerð nægileg skil. Hann nefnir nokkur dæmi. Á afmælisárinu verður minnst 50 ára rithöfundartíðar Guðrúnar frá Lundi en þá verður hálf öld liðin frá því Dalalíf kom út. íbúar Sauð- árkróks og aðrir landsmenn verða minntir á það hvar hún bjó og skrifaði sínar sögur. Dagskrá verð- ur um Jónas Kristjánsson lækni og minnir Árni á að hugmyndir hans um náttúrulækningastefnuna hafi orðið til á Sauðárkróki og þar hafi Náttúrulækningafélag íslands verið stofnað. Á það verður ræki- lega minnt að frá Sauðárkróki hefur alveg fram á þennan dag komið fjöldi manna sem staðið hefur í fremstu röð í listalífi og stjórnsýslu landsins. Dagskrá verð- ur gerð um fjölda manna og kvenna, settar upp sýningar og haldnar ráðstefnur og fundir um ýmis mál. Manna frjáls- lesrastir SKAGFIRÐINGAR halda upp á lýsingu Sveins Páissonar á héraðsbúum en hún birtist í ferðabók hans sem rituð er 1791-1797. Þess má geta að höfundur var sjálfur Skag- firðingur: „Skagfirðingar eru vanari ferðalögum en öll önnur landsins börn. Og í stað þess að fólk í sumum öðrum sveit- um ferðast aldrei og er, að kaiia má, mannfælið og hefur einhvern heimóttarsvip, þá eru Skagfirðingar manna fqalslegastir, fljótir tii og op- inskáir í viðmóti. En þegar aðrir finna í skapferli þeirra hinn ósvikna hermennsku- brag, ásamt fijálslegri og óþvingaðri framkomu er illa þolir kúgun, þá kallast það að þeir séu hvatvísir, óstýril- átir og þrætugjamir. Og af því að þeir sýna óttaleysi um ýmsa aðra fram, þá eru þeir álitnir drambsamir, orðhvatir og auk þess montnir, af því þeir taka Sunnlendingum langt fram í hreinlæti og klæðaburði. Þeir eru þannig hugrakkir, opinskáir, örlynd- ir, alvarlegir og göfuglyndir. Þeir unna réttsýni, og mjög má róma gestrisni þeirra . . . Nokkurs konar héraðsótti veldur því, að Skagfirðingar hafa mestar mætur á háttum og siðum sjálfra sín, enda þótt sumt sé betra hjá ná- grönnunum og má ef til vill telja þetta til lýta með íbúum þessa héraðs, og ætti það að hverfa."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.