Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Pjárhagsvandi SHR og Ríkisspítala HANN ætti að tóra af þessu fram að næsta leikári Friðrik minn. Það korrar enn í honum . . . Fleiri fólks- bílar fara yfír Kjöl MIKIL umferð hefur verið um Hveravelli í sumar. Umferðin á Kjalvegi hefur aukist ár frá ári og landverðir telja að hún hafi enn aukist í sumar. Halldóra Guðmarsdóttir og Róbert Þór Haraldsson hafa starfað sem land- og skálaverðir Ferðafélags íslands á Hveravöll- um í sumar. Þau komu 8. júní á staðinn eða mun fyrr en þau áttu von á vegna þess hvað Kjalvegur opnaðist snemma í ár. Þau hætta um helgina til að fara í skóia. Maður er kominn til að taka við af þeim og verður hann eitthvað fram í september og er það í fyrsta skipti sem opið er svo lengi. Halldóra og Róbert segja að umferðin hafi verið jöfn og þétt í allt sumar og fólk að koma allan sólarhringinn. Þau segja að mest- ur tími þeirra fari í að afgreiða og upplýsa ferðafólk og sjá um skálana á Hveravöllum og í Þjófa- dölum. Vegna þess hvað umferðin er orðin mikil er minni tími í eig- inlega landvörslu en æskilegt er að þeirra mati og segjast þau eiga von á því að þriðja landverð- inum verði bætt við næsta sumar. Síðastliðið sumar keyptu um 11 þúsund manns einhveija þjón- ustu á Hveravöllum. Mun fleira fólk fer þar I gegn og telur Rób- ert Þór að tvöfalda megi fjöld- ann, að minnsta kosti. Þau telja að umferðin hafi enn aukist í sumar, þó engar tölur liggi enn fyrir um það. Halldóra og Róbert segja að töluverðar breytingar hafi orðið á umferðinni frá því aðgengi að Hveravöllum batnaði að norðanverðu, meðal annars með brú á Seyðisá. Umferð fólks- bíla hafi aukist en það fólk þurfi meiri þjónustu en hefðbundið ferðafólk sem er með allt með sér í bakpokum. 68 manns geta gist í skálum Ferðafélagsins í einu og hefur oft verið fullt í sumar. Algengast er að fólk gisti eina nótt, en í sumar hefur það aukist mjög að fólk dvelji tvær nætur án þess að landverðirnir hafi skýringar á því. Forréttindi á fjöllum Þetta er fyrsta sumarið hjá Róberti og Halldóru á Hveravöll- um, en Róbert hefur þó unnið áður sem landvörður. Úthaldið er langt. Þau hafa aðeins fengið frí í einn dag í allt sumar, segjast ekki geta gefið sér meira frí því áiagið verði svo mikið á það þeirra sem eftir er á staðnum. Halldóra segir mjög mikla vinnu felast í landvörslunni á Hveravöllum en starfið sé jafnframt mjög gefandi og Róbert Þór segir það forrétt- indi að fá að vinna á fjöllum. Sjónvarpið og Rás 2 Mikil ásókn í lausar stöður FIMMTÍU manns hafa sótt um tvær stöður fréttamanna hjá Sjónvarpinu og eina ársstöðu sem þar er til boða, og þijátíu og níu manns hafa sótt um stöðu dagskrárgerðar- manns hjá Rás 2. Umsóknirnar voru lagðar fyrir á fundi útvarpsráðs á miðvikudag og segir Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson formaður ráðsins að um fyrstu umfjöllun hafi verið að ræða. Hann búist við að ráðið muni fjalla um umsóknir um stöður hjá Sjón- varpinu á mánudag og stöðu hjá Rás 2 viku síðar. Hafa látið af störfum Hjá Sjónvarpinu eru lausar stöð- ur sem Árni Snævarr og Þorfinnur Ómarsson gegndu áður, auk þess sem laus er ársstaða vegna leyfis Sigrúnar Ásu Markúsdóttur. Staða dagskrárgerðarmanns á Rás 2 losn- ar vegna brotthvarfs Önnu Kristíne Magnúsdóttur. Gerð er krafa um háskólamennt- un eða reynslu af fréttamennsku fyrir stöður fréttamanna, og krafa gerð um reynslu af starfi við fjöl- miðla fyrir stöðu dagskrárgerðar- manns að sögn Viðars H. Eiríksson- ar, fulltrúa hjá Ríkisútvarpinu. Hann segir ekki tiltekið nákvæm- lega hvenær nýir starfsmenn þurfa að hefja störf, en óskað sé eftir að fólk geti komið til starfa hið fyrsta. Flestir þeir einstaklingar sem gegndu áðurnefndum störfum hafa látið af þeim. Uppfræðslufulltrúi RKI í Kákasus Tölur segja afar lítið um ástandið Allt er nú með kyrrum kjörum í Kákasus- lýðveldinu Georgíu en því fer þó víðsfjarri að ástandið þar sé gott, að sögn David Lynch, sendi- fulltrúa Rauða kross ís- lands í Georgíu, en hann hefur aðsetur í höfuðborg- inni Tblisi. Lynch er í stuttu fríi hér á landi en hann hefur starfað í Georgíu í hálft annað ár. í næstu viku heldur hann þangað aftur og þaðan mun leið hans að öllum líkindum liggja til Tsjetsjníu sem hefur verið svo mjög í fréttum að und- anförnu vegna ófriðarbáls- ins sem þar geisar. „Það er sagt að um 80% fólks í Georgíu sé án atvinnu og það er sjálfsagt ekki orð- um aukið. Árið 1993 var hagvöxturinn neikvæður um 45% en ástandið hefur nú batnað tölu- vert á þeim tíma sem liðinn er. En það hefur litla þýðingu að tína einhveijar tölur til, þær segja afar lítið um ástandið. Óg því er heldur ekki auðvelt að lýsa. Það sem sagt er opinberlega um það og ástand- ið, eins og það blasir við okkur, er um margt ólíkt.“ - Er allt með kyrrum kjörum í Georgíu? „Já að mestu leyti, það er ekki barist enda er rússneskt friðar- gæslulið sem gætir þess að ekki sjóði upp úr á milli Georgíu og aðskilnaðarsinna í Abkhazíu-hér- aði, þar sem ófriður var og er einna mestur. Ofbeldi er mikið, glæpum hefur fjölgað og ítök mafíunnar sterk en þetta kemur fyrst og fremst niður á minni- hlutahópum. Ástandið er þannig að við erum aldrei á ferli eftir að kvölda tekur. í Abkhazíu er ástandið enn verra, skæruliðar láta æ meira til sín taka, fara yfir til Georgíu í ýmsum tilgangi, t.d. hefnda. Ástæða þess er fyrst og fremst hin sterku fjölskyldubönd sem eru jafnvel enn sterkari en hér á landi. Mönnum ber skylda til hefnda ef eitthvað er gert á hlut fólks úr fjölskyldunni en einnig skylda til að aðstoða hver annan. Það hefur orðið mörgum til bjargar þegar ástandið hefur verið sem verst. Efnahagsástandið er einnig verra en í Georgíu, Abkhazía er einangruð, menn komast hvorki til héraðsins eða frá nema eiga til þess peninga. Og andrúmsloftið er mun þrúgaðra en í Georgíu. Það finnur maður þegar komið er til Abkhazíu en þá er farið í gegnum stöðvar Georgíumanna, svo Rússa, sem sjá um friðargæslu, og að síð- ustu Abkhaza sjálfra. Víða er hvorki rafmagn né rennandi vatn að hafa og fólk reiðir sig á matargjafir hjálparstofnana.“ - Hver er staða Edúards Shevardnadz- es, forseta Georgíu? ,Hún er býsna sterk. Morgunblaðið/Golli David Lynch. ► David Lynch er fæddur 30. september 1960 í Bretlandi. Hann lauk námi frá The Royal Military Academy í Sandhurst og var atvinnuhermaður í sex ár, síðast höfuðsmaður. Þá lauk hann námi úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1993. Hann sótti nám- skeið Rauða krossins fyrir sendifulltrúa árið 1993 og sama ár var hann sendur til starfa á Papúa Nýju-Gíneu. Þar starfaði hann í sex mánuði. Tæpu ári síðar hélt hann til starfa fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins í Georgíu þar sem hann starfar enn. David Lynch hefur búið á íslandi síðustu níu ár og er ís- lenskur ríkisborgari. Hann er kvæntur Elínu Eiríksdóttur og eiga þau tvö börn, Rebekku Sigrúnu, 7 ára, og Eirík Anton sem er ársgamall. „Líklega er best að lýsa mínu starfi sem uppfræðslu. Ég ber ábyrgð á að dreifa upplýsingum um Rauða krossinn í landinu og að eiga samskipti við yfirvöld, til að tryggja öryggi okkar og okkur vinnufrið. Uppfræðslufulltrúar kynna t.d. ákvæði Genfar-sátt- málans sem er afar mörgum ókunnur. Höfum við meðal annars fengið að fræða georgíska emb- ættismenn, hermenn og fanga- verði um Rauða krossinn og Genf- ar-sáttmálann. Við beitum ýmsum aðferðum í starfí okkar; í Bosníu nýttu uppfræðslufulltrúar sér fyrst og fremst útvarp, í Georgíu komum við upplýsingum á fram- færi í sjónvarpi og dálítið í dag- blöðum. Hvað varðar sjónvarpið höfum við fengið georgíska sér- fræðinga til að hjálpa okkur, m.a þekktan handritshöfund." --------- - Og svo ætlar þú til Tsjetsjníu, þar sem barist hefur verið af hörku? „Að öllum líkindum fer ég þangað eftir sex vikur. Það er ekki Kynnir Rauða krossinn og semur við stjórnvöld Hann sýnir litla einræðistilburði, dansar línudans á milli héraðs- stjóranna, sem eru tiltölulega valdamiklir. íbúar landsins átta sig flestir á því hversu mikilvægt það er gagnvart umheiminum að hafa mann á borð við hann í for- ystu, auk þess sem hann tryggir góð tengsl við Rússa. Hæfíleikar hans sem stjórnmálamanns sjást einna best á því að hann skuii enn vera við völd, eftir allt það sem á undan er gengið. En hann er að verða gamall maður.“ - Hvert er þitt hlutverk hjá Rauða krossinum? nema sjö tíma akstur frá Tblisi á sumrin en það er ekki þar með sagt að ég komist þangað á svo stuttum tíma. Ég hef aldrei komið þangað þó að ég hafi haft tölu- verð samskipti við starfsmenn Rauða krossins þar. Ég á að sam- stilla starfsemi Rauða krossins í Tsjetsjníu, í Ingúsetíu, Ossetíu, Dagestan og Kabardínó-Balk- arskaja. Vegna átakanna í Tsjetsjníu getur vissulega verið hætta á ferðum en hún er einfald- lega hluti af starfinu. Maður reyn- ir að fara varlega og hegða sér af skynsemi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.