Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 42

Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 42
42 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS ÖRLYGUR LARUSSON + Magnús Örlyg- ur Lárusson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1980. Hann lést af slysförum 17. ágúst síðastliðinn í Grafningshreppi við Þingvallavatn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 27. ágúst. Aðfaranótt sunnu- dagsins 18. ágúst bár- ust okkur þau miklu sorgartíðindi að frændi okkar, Magnús Örlygur, hefði látist af slysförum að kvöldi laugardagsins 17. ágúst. Skyndilega dró fyrir sólu og allt virtist svo óraunverulegt. Spumingar eins og „hvers vegna?“, „hver er til- gangurinn?“ gerast áleitnar. Við slík- um spumingum fást að sjálfsögðu engin svör. Við verðum aðeins að trúa að þeir sem guðimir elska deyi ungir. Við vitum líka að elsku frændi okkar, Magnús Örlygur, fær hlýjar móttökur handan móðunnar miklu. Magnús Örlygur var hávaxinn og myndarlegur piltur, sem miklar vonir voru bundnar við. í vor náði hann þeim áfanga að ljúka grunnskólanum og framhaldsskólinn blasti við. Hann hlakkaði til að takast á við ný við- fangsefni og naut þar dyggs stuðn- ings foreldra sinna. Framtíðin virtist björt og fögur. En enginn má sköpum renna. Á einu andartaki er lífsneist- inn slökktur, án alls fyrirvara. Rósin sem var rétt að byija að springa út er rifin upp með rótum á morgni lífs- ins. Eftir sitja harmi slegnir ástvinir sem fá engin svör við spumingunum „hvers vegna“, „hver er tilgang- urinn?" tímamót geisla ungling- ar yfirleitt af ánægju, vissum áfanga er lokið og við tekur spennandi óvissa framhaldsskóla- áranna. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er og nú er ævi Magnúsar Örlygs öll. Það kemur alltaf illa við okkur sem störfum með unglingum þegar einhver úr þeirra hópi fellur frá. Það er nú einu sinni svo að í líf- legu starfí og leik ungl- inganna virðist dauðinn fjarlægur, en fjarlægðin er ekki mikil og slys gera ekki boð á undan sér. Ungmenni eru hrifin frá okkur án þess að ná fullorðinsá- mm, eftir stöndum við mannlegar verur og margar spurningar vakna en fátt verður um svör. Vissulega er það huggun harmi gegn að eiga minningar um góðan dreng. Magnús Örlygur var mjög heilbrigður unglingur, hann var virk- ur nemandi í skólalífinu, tók þátt í íþróttamótum fyrir hönd skólans og var skólanum til sóma. Slíkir ungl- ingar eru þó ætíð fyrst og fremst sjálfum sér og fjölskyldu sinni til sóma og við þeim virðist framtíðin brosa. En lífíð fer ekki eftir neinni forskrift og þungt högg fellur, eftir standa foreldrar, systur, ættingjar og vinir og eiga erfítt með að ná áttum. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við starfsfólk Laugalækj- arskóla þig Magnús Örlygur og biðj- um alla góða vætti að vemda sálu þína að eilífu. Við vottum foreldmm þínum, systrum og öðmm ættingjum dýpstu samúð á erfíðri stundu. Jón Ingi Einarsson, skólastjóri. Elsku Lalli frændi, Ragga, Jónína, Matthildur og aðrir ástvinir Magnús- ar Öriygs, Guð gefi ykkur styrk og þol til að standast þá þungu raun sem ykkur er ætlað að ganga í gegn- um. Hugur okkar allra er hjá ykkur. Hví fólnar jurtin friða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt i skyndi hin besta lífsins gjöf? (Bjöm Halldórson frá Laufási) Fjölskyldurnar, Rauðagerði 30 A og B. Það var dapurleg frétt sem fjöl- miðlar fluttu okkur í síðustu viku, enn eitt ungmennið hafði látið lífíð af slysfömm. Fómarlambið að þessu sinni var Magnús Örlygur Lámsson sem lauk gmnnskólanámi sínu frá Laugalækjarskóla síðast liðið vor. Magnús Örlygur stundaði nám við Laugalækjarskóla síðustu þijá vetur, hann var því einn af þeim rúmlega sextíu unglingum sem luku námi sínu við skólann síðast liðið vor. Við slík Hvað getur maður sagt þegar sextán ára unglingur er hrifsaður burt frá ástvinum sínum? Hann sem átti allt lífíð framundan. Maður stendur máttvana eftir og spyr sig hver sé eiginlega tilgangurinn. Hvort sem við komumst að því eður ei, þá breytir það ekki þeim sársauka sem situr í bijóstinu og nístir þá sem eftir sitja. Foreldrar og systur horfa nú á eftir einkasyni og bróður, enn eitt bflslysið hefur tekið sinn tol! og hrifsað fallegan dreng sem átti bjarta framtíð fyrir sér. Hann Magnús var góður drengur með fallegt blik í augum og gott hjartalag. Margan morguninn hitti ég hann er hann var á leið í skólann og alltaf kastaði hann á mig kveðju og stundum smá- spjall. Nú fyrir rúmri viku hitti ég hann, þá var hann að koma heim úr vinnunni og sagði mér að hann hefði fengið sumarstarf í Kassagerð- inni sem honum líkaði ágætlega en nú færi skólinn að bytja og væri hann búinn að fá inni í MS og hlakk- aði til að takast á við ný verkefni og kynnast nýjum krökkum. Ég horfði á hann og dáðist að hversu skemmtileg blanda hann væri af for- Minmngargremar og aðrar greinar Eins og kunnugt er birtist jafnan mikill Qöldi minningargreina í Morgunblaðinu. Á einum og hálf- um mánuði í byijun árs birti blaðið 890 minningargreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þess- um tíma. Vegna mikillar Qölgunar að- sendra greina og minningar- greina er óhjákvæmilegt fyrir Morgunblaðið að takmarka nokkuð það íými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minn- ingargreinum og almennum aðs- endum greinum. Ritstjórn Morg- unblaðsins væntir þess, að les- endur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. MINNINGAR eldrum sínum þó svo að hann væri nauðalíkur pabba sínum, svo mjög að ég er viss um að gömlu skólafélag- ar okkar hefðu þekkt hann sem son Lalla. Ég horfði á eftir honum inn sundið og hugsaði með mér að þama færi drengur sem mikið ætti eftir að verða úr, en að þetta væri í hinsta sinn í þessu jarðlífi sem ég sæi hann. Nei!!, enginn veit sína æfína fyrr en öll er og nú er komið að skilnaðar- stundu í bili að minnsta kosti. Elsku Ragga, Lalli, Jónína og Matta, ykkar missir er mikill og erf- titt að skilja hvers vegna svona yndis- legur drengur er hrifsaður frá ykkur í blóma lífsins en þið eruð samhent fjölskylda og ég veit að sá tími kem- ur að þið getið horft björtum augum fram í tímann. Ég bið ykkur guðs blessunar og blessuð sé minning Magnúsar Örlygs. Gulla og fjölskylda. Kæri Maggi. Nú kveð ég þig með brostið hjarta. Ég mun ætíð minnast þín. Elsku Lalli, Ragga, Jónína og Matta. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Petra. Ungur maður á sautjánda ári er hrifínn burt í bílslysi. Hann hefur vart hafíð ferð lífsins. Ferðin endar svo skjótt og að því er virðist svo tilgangslaust eitt sumarkvöld við Þingvallavatn. Enn erum við minnt á að vegir lífsins eru órannsakanleg- ir og stöndum agndofa frammi fyrir staðreyndinni að Maggi er frá okkur tekinn. Maggi var tíður gestur á heimili okkar. Þessi dagfarsprúði drengur varð hugljúfi okkar allra. Maggi hafði ríka réttlætiskennd, velti fyrir sér ýmsum málefnum tilverunnar og það var gaman að ræða við hann. Honum fylgdi hugarró og birta sem hafði áhrif allt í kring um hann. Við tókum líka eftir því hversu gott sam- band var milli Magga og foreldra hans sem tóku mikinn þátt í hugðar- efnum hverrar stundar. Fyrr í sumar var frumsýnt í sjón- varpinu nýtt myndband sem vekja átti ungt fólk til umhugsiinar um vímuefni og hættur þeirra. I því léku Maggi og félagar hans þögla vini söguhetjunnar og kvöddu hana að lokum í krikjugarðinum. Maggi var verðugur fulltrúi hinnar heilbrigðu kynslóðar sem nú vex úr grasi á ís- landi og berst gegn vágestum tryll- ingsins' í heiminum. Körfuboltinn var honum hugleik- inn og hann var góður sóknarmaður. Hann átti sinn hlut í velgengni KR- liðsins undanfarin ár, margfaldir ís- lands-, bikar- og Reykjavíkurmeist- arar. Ef leikinn er körfubolti á himn- um bætist nú örugglega góður þriggja stiga maður í liðið þar. Minningin um hinn hugljúfa, hrausta og vel gerða dreng er sterk. Foreldrum hans, systrum og ástvin- um biðjum við Guðs mildi. Líf Magnúsar Örlygs var á sinn hátt vottur um fegurð mannlífsins og gæði þess sem er. Fyrir hin stuttu kynni við hann verðum við ævinlega þakklát. Vertu sæll, kæri vinur. Davíð Þór Þorsteinsson og fjölskylda. Það var sunnudagsmorgunn, Lár- us, faðir Magga, hringdi í mig og sagði mér frá þessum hörmulega slysi, að hann Maggi okkar væri dáinn. Ég átti erfítt með að átta mig á því að svona ungur drengur væri tekinn frá okkur á jafnskjótan hátt, ég starði út í loftið til að reyna að meðtaka þessi sorglegu tíðindi, það var ekki fyrr en ég hitti foreldra hans, að ég gerði mér grein fyrir því að hann væri dáinn. Maggi hóf að æfa og leika körfu- bolta 11 ára gamall með KR, þar naut ég þess heiðurs að þjálfa Magga í fjögur góð og minnisstæð ár. Körfuboltinn átti hug hans allan og lagði hann mikið á sig til að geta stundað aðaláhugamálið af eins mikl- um krafti og hann gerði. Flokkurinn sem Maggi æfði og lék með var mjög sigursæll og hampaði flokkurinn þremur Islands-, tveimur bikar- og fímm Reykjavíkurmeistar- atitlum, að auki var Maggi valinn í æfíngahóp fyrir verkefni drengja- landsliðsins sumarið 1995. Það sést á þessu að Maggi og fé- lagar voru hæfileikaríkir í körfunni og stóð hann sig vel í öllu sem við kom þessum hópi. Það munu því all- ir sem umgengust Magga sakna góðs og trausts félaga. Lárus og fjölskylda, ég sendi ykk- ur mínar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfíð í þessum sorg- lega missi sonar og bróður. Minningin um Magga lifir í hugum okkar allra. Ingi Þór Steinþórsson. Okkur setur hljóð, verðum harmi slegin þegar við fáum fregnir af því að einn úr okkar hópi, vinnufélagi okkar, hefur snögglega verið svipt bami sínu í hörmulegu slysi. Við þekktum þig, elsku Maggi, í gegnum mömmu sem var alltaf svo afar stolt af þér og fylgdumst við með þér í leik og starfi gegnum árin. Þú á leið í þínar keppnisferðir fullur af áhuga hveiju sinni. Hið jarðbundna líf lét þig ekki ósnortinn og varst þú óvenju ábyrgur miðað við ungan aldur, þú varst bæði hagsýnn og hugsandi og veltir fyrir þér ýmsum þáttum hins daglega lífs. Þú þreyttir samræmdu prófín í vor ásamt mörgum öðrum unglingum. Það var stolt mamma sem sagði okkur frá því að Maggi hennar stóð sig vel og náði góðum árangri. Sá árangur mun örugglega nýtast þér á æðri stöðum. Við skiljum ekki og eigum erfítt með að sætta okkur við af hveiju þú varst hrifínn burtu frá þinni fjölskyldu en Guð hlýtur að hafa sínar ástæður. Elsku Ragnhildur okkar, Lárus, Jónína, Matthildur og aðrir aðstand- endur. Sorg ykkar er mikil, megi góður Guð gefa ykkur styrk og vera með ykkur öllum. Góður drengur lif- ir í minningu ykkar. Samstarfsfólk, Deild A-2. Ég skrifa þessi fátæklegu orð til minningar um vin minn og bekkjar- bróður, Magnús Örlyg Lárusson. Ég var staddur hjá frænda mínum í Dallas, Texas, laugardaginn 24. ágúst þegar Gísli vinur minn hringdi í mig og sagði mér þessar hræðilegu fréttir. Áfallið var griðarlegt, dreng- ur sem ég er búinn að þekkja stóran hluta ævi minnar farinn svona snögglega. Eg kynntist Magga þegar hann + Ragnar Þorvaldsson fæddist á Akureyri 25. febrúar 1947. Hann lést 11. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 23. ágúst. Vinur minn og félagi í áratugi, Ragnar Þorvaldsson, lést 11. ágúst síðastliðinn, langt fyrir aldur fram. Við Ragnar höfum verið samheijar frá því á unglingsárum en báðir kepptum við og störfuðum fyrir íþróttafélagið Þór í áratugi. Á árum áður lékum við saman í liði bæði handbolta og fótbolta, með IBA og Þór. Hann var oftast kallaður Raggi „Long“ enda mjög hávaxinn og lang- flestir þekktu hann undir því nafni. Raggi var ekki fæddur íþrótta- maður en hann náði langt vegna áhuga og eljusemi við æfingar og sá mikli kraftur endurspeglaðist í öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur í lífinu. Hann var hæglátur maður og vann sin verk í hljóði og var ekki mikið fyrir að miklast af eigin verkum. Raggi hafði hins vegar ákveðnar skoðanir á ýmsum málum, m.a. um hvað hann taldi félaginu sínu fyrir bestu og lét þær óspart í ljós. Eftir að keppnisferli okkar beggja lauk lágu leiðir saman á ný. Á mínum 10 ára formannsferli í Þór var Raggi sá maður sem ég hafði hvað mest samskipti við enda var hann að vinna fyrir félagið á nánast öllum vígstöðv- um. Það skipti ekki máli hvað hann kom inn í N-bekkinn í Laugames- skóla árið 1990 og hef verið með honum í bekk ætíð síðan. Maggi féll strax vel inn í hópinn, stundaði fé- lagslífið af krafti og var einnig góð- ur íþróttamaður. Maggi var alltaf frekar ræðinn og hef ég átt við hann margar samræður um allt milli him- ins og jarðar. Ég gleymi aldrei sög- unni sem við skrifuðum eitt sinn saman í ensku árið 1994 og lásum svo upp fyrir bekkinn við það miklar vinsældir að menn muna eftir henni enn þann dag í dag. Minningarnar um Magga eru margar og góðar, bæði úr Laugames- og Laugalækjar- skóla, og munu þær lifa um ókomna tíð. Maggi minn, þakka þér fyrir þessi tæpu sjö ár sem ég hef þekkt þig, minningin um þig mun lifa. Að lokum vil ég votta fjölskyldu, vinum og vandamönnum hans mína dýpstu samúð. Jóhann Bjarni Kolbeinsson. Elsku Maggi. Hveijum hefði dottið í hug að þú ættir eftir að fara svona fljótt frá okkur. Þú sem varst okkur svo góður vinur og félagi. Flest kynntumst við þér þegar þú byijaðir í Laugarnes- skólanum í ellefu ára bekk. Þú féllst strax inn í hópinn og allar stelpurnar urðu skotnar í þér, þú varst svo feim- inn og sætur. Ef einhver fæddist brosandi þá varst það þú. Eftir útskriftina úr Laugalækjar- skóla lágu leiðir okkar í ýmsar áttir og í sumar vorum við öll strax farin að fjarlægjast. En þegar við misstum þig fundum við strax hvað hópurinn er sterkur. En hann mun aldrei verða samur án þín. Það hefur myndast skarð sem verður aldrei fyllt upp í aftur. Elsku Maggi okkar. Nú þegar þú ert farinn eru minningamar um þig það eina sem við eigum eftir og þær eru okkur dýrmætari en nokkuð ann- að. Við vottum þínum nánustu okkar dýpstu samúð. Að lokum viljum við birta ljóð sem Maggi skrifaði í skólablað Laugar- nesskóla í 7. bekk. Körfubolti er góð íþrótt. Yfir völlinn kemst mjög fljótt. Ef maður getur hlaupið, það er gaman að horfa á áramótaskaupið. Við elskum þig öll, Maggi. Þú varst yndislegur. Þínir vinir úr Laugalæk. tók sér fyrir hendur, ef það var í þágu félagsins var það gert fljótt og af einurð. Það kom því ekki á óvart þegar kona mín var beðin að aðstoða við nokkur verkefni fyrir stjórn hand- knattleiksdeildar Þórs á síðastliðnum vetri, að Raggi var alltaf sá maður sem hún nefndi að hefði einnig verið á staðnum. Raggi gat verið seinheppinn á velli og eru til margar skemmtilegar sögur af honum. Sjálfur hafði hann hvað mest gaman af að rifja þessar sögur upp og þær eiga eftir að lifa meðal félaga hans um ókomin ár. Á þeim tíma sem synir mínir, Sigur- páll Árni og Geir Kristinn, léku hand- bolta með Þór var Raggi yfirleitt að starfa fyrir handknattleiksdeildina, fór með í ferðir og var mikið í kring- um leikmennina. Sigurpáll Ámi og Geir Kristinn, sem nú búa í Reyja- vík, hafa ætíð borið mikla virðingu fyrir Ragga. Eftir að ég tilkynnti þeim um andlát hans hringdu þeir oft í mig næstu daga á eftir og fannst mér eins og þeir vonuðust til að ég segði þeim að fréttin af andláti Ragga væri ekki sönn. Nú er Raggi hins vegar kominn á æðra tilverustig og því vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar nota þetta tækifæri og senda öllum ættingjum hans og vinum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Með Ragnari er geng- inn einhver ötulasti félagsmaður sem íþróttafélagið Þór hefur átt. Hans er sárt saknað. Aðalsteinn Sigurgeirsson. RAGNAR ÞOR VALDSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.