Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 10
1Ö LÁÚGARDAGUR 31. ÁGÚST'Í996 MORGÚNBLAÐIÐ FRÉTTIR Strandaði bát grunað- ur um ölvun TRILLAN Gríma-Sól KÓ 10 strandaði utanvert á norðanverðu Snæfellsnesi í fyrrinótt. Einn mað- ur var um borð. Hann þráaðist við að koma með björgunarsveitar- mönnum í land og var lögregla kvödd til. Farið var út í bátinn á gúmmíbjörgunarbát og maðurinn færður til yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann fékk að fara frjáls ferða sinna seinnipartinn í gær, en hann er grunaður um ölvun. Báturinn var fluttur af björgunarsveitar- mönnum inn til Rifs, þar sem hann var tekinn á land. Hann er mikið skemmdur eða nánast ónýtur. Málavextir eru þeir að klukkan 4.33 barst Reykjavíkurradíói neyðarkall frá Grímu-Sól KÓ 10, sem er fimm tonna triila skráð í Kópavogi, um að báturinn væri strandaður skammt vestan við Grundarfjörð, en báturinn hafði farið frá Grundarfirði um hálfum öðrum tíma áður, samkvæmt upp- lýsingum lögreglu. Björgunar- sveitin í Grundarfirði var þegar kvödd út og síðan björgunarsveit- ir á utanverðu Snæfellsnesi þegar í ljós kom að sú staðarákvörðun sem báturinn gaf upp var röng og að hann var strandaður norður af bænum Brimilsvöllum í Fróðár- hreppi talsvert miklu vestar. Björgunarsveitir frá Grundarfirði og Oiafsvík héldu á staðinn, sem og björgunarbátur björgunar- sveitarinnar á Rifi, Gísli J. Jo- hnsen. Þyrla Landhelgisgæslunnar var jafnframt þegar kvödd út. Hún fór í loftið rúmlega fimm og var yfir bátnum um hálftíma síðar. Ekki kom til kasta þyrlunnar og lenti hún aftur í Reykjavík um klukkan hálf sjö. Jafnframt var hafrann- sóknarskipinu Bjarna Friðrikssyni, sem var um 12 mílur í burtu stefnt á strandstað, en snúið frá þegar ljóst var að ekki þurfti á aðstoð þess að halda. Eðvarð Árnason, yfirlögreglu- þjónn á Snæfellsnesi, sagði að björgunarsveitarmenn hefðu kom- ið á strandstað um klukkan hálf sex um morguninn. Þá hefði bátur- inn verið laus af strandstaðnum, en verið stjórnlaus og farið í hringi fyrir utan. Maðurinn hafi neitað aðstoð björgunarsveitarmanna og lögreglu. Grunur leiki á að um ölv- un við skipstjórn hafi verið að ræða. Maðurinn hafi verið hand- tekinn af lögreglunni og færður Morgunblaðið/Alfons ÞYRLA Landhelgisgæslunnar yfir bátnum út af strandstaðn- um í fyrrinótt. Morgunblaðið/Magni Óskarsson GRÍMA Sól var dregin til liafnar á Rifi af Gisla J. Johnsen, björgunarbáti björgunarsveitarinnar á staðnum. Hellissandur Rif Grundar- fjörður Ólafsvík "N" \ v""lvSvr . Báturinn fór frá Grundarfirði, strandaði við Brimilsvelli og var dreginn þaðan til Rifs Wk ,*; Brifnilsvellir lOkm til yfirheyrslu. Hann hafi fengið að fara fijáls ferða sinna seinni- partinn í gær og teldist málið upp- lýst. Sjópróf myndu fara fram næstu daga. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hefur maðurinn áður verið sviptur réttindum til skip- stjórnar vegna sams konar brots og hefur ekki gild réttindi til að stjórna skipi. Björgunarbátur björgunarsveit- arinnar á Rifi, Gísli J. Johnsen tók bátinn í tog inn til Rifs, þar sem hann var strax settur á bílpall og fluttur til Reykjavíkur að kröfu tryggingarfélags bátsins. Báturinn er mikið skemmdur eins og fyrr sagði og ef til vill ónýtur, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Opið hús í dag kl. 13-17 Álfaskeið 80 - Hf. - 2ja Frábært verð 4,7 millj. Skemmtil. 54 fm 2ja herb. íb. á 1. hæð í góðu fjölbýli. Suðursv. Góð sameign. Laus strax. Bflskúrsréttur. Verið velkomin til Kristjönu. 39503. Nánari upplýsingar gefur: Hraunhamar fasteignasala, sími 565 4511. rrn Hrn rrn 111711 lárusþ.valdimarsson,framkvæmdastjóbi ÖUL I luU UUL |u/U ÞÓRBUR H. SVEINSSDN HDL., LÖGfilLTUR FflSTEIGNflSflLI Til sýnis og sölu m.a. eigna: Sérþvottahús - langt.lán - lækkað verð Á vinsælum stað við Leirubakka. 3ja herb. íbúð 84,4 fm á 1. hæð. Rúmgott sér þvotta- og vinnuherbergi við eldhús. Herbergi fylgir í kjallara. Snyrting þar. Langtímaián um 3,7 millj. Verð aðeins 5,8 millj. Glæsileg eign á Grundunum í Kópavogi Einbýlishús á 1 hæð, 132,5 fm nettó. 4 svefnherb. Bílskúr 30 fm. Ræktuð glæsileg lóð 675 fm. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Á vinsælum stað í Vogunum Rúmgóð samþ. 2ja herb. íbúð í kjallara. Sérinngangur. Þríbýlishús. Gott verð. Tilboð óskast. Hraunbær - Rofabær - gott verð Einstaklingsíbúð við Hraunbæ. 2ja herb. íbúð við Rofabæ. Gott verð og góð kjör. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Leitum að m.a.: góðri 3ja til 4ra herb. íbúð í borginni með bílskúr. Ennfremur að ein- býlishúsum og raðhúsum i borginni og nágrenni. Sérstaklega óskast eignir á einni hæð. Traustir fjársterkir kaupendur._ • • • Opið í dag kl. 10-14. Einbýlis- og raðhús óskast í smáíbúðahverfi og sérhæðir við Safamýri og í Hlíðum. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 kjarni málsins! Borgarleikliússtj óri kveðst endurskipuleggja Engin upplausn í leikhúsinu „ÞAÐ ER engin upplausn í Borgar- leikhúsinu og engar stórkostlegar brejrtingar yfirvofandi“, segir Þór- hildur Þorleifsdóttir, ieikhússtjóri Borgarleikhússins, um uppsagnir á öllum starfsmönnum í markaðs- og söludeild hússins, „ég er bara að endurskipuleggja þessa svokölluðu markaðs- og söludeild. Það er ekki þar með sagt að allir séu farnir úr deildinni en það er venja að segja öllum upp þegar svona skipulags- breytingar eru gerðar. Þau fimm sem voru hér fyrir geta auðvitað sótt um aftur; þau þeirra sem ekki telja að nýtt skipulag henti sér sækja kannski ekki um, ég veit það ekki og ætla ekki að svara fyrir annað fólk.“ „Mér þykir mest áríðandi að kom- ið sé á betra skipulagi sem fyrst. Eins og skipulagið er nú eru sölu- og kynningarstörfin of tengd hérna. Þetta kerfi er ekki nógu skilvirkt." Þórhildur hefur þegar auglýst starf miðasölustjóra í húsinu laust til umsóknar og síðar verður starf leikhúsritara auglýst. Athugasemd frá Landsvirkjun LANDSVIRKJUN hefur óskað eftir birtingu á meðfylgjandi athuga- semd, sem ekki fékkst lesin í frétta- tíma Sjónvarps: „Vegna fréttar sjónvarpsins í fyrrakvöld um málefni Landsvirkj- unar óskar Landsvirkjun eftir því að eftirfarandi yfirlýsing verði lesin upp í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld: „Landsvirkjun lýsir furðu sinni á fréttaflutningi Sjónvarpsins í fyrra- kvöld af arðsemi hugsanlegra samn- inga við Járnblendifélagið og Col- umbia Ventures. Útreikningar fréttastofu Sjón- varpsins í fréttinni standast engan veginn. Þá vekur sérstaka athygli að engra heimilda var getið. Lands- virkjun telur ámælisvert að frétta- stofan bregði upp mynd af niður- stöðum útreikninga sinna undir merki Landsvirkjunar og gefi þar með í skyn að þeir séu frá Lands- vírkjun komnir. Svo er ekki og fréttastofan gerði enga tilraun til þess að bera þá undir Landsvirkjun. Lögum samkvæmt ber Lands- virkjun að sýna stjórnvöldum fram á að samningar sem fyrirtækið ger- ir um söíu á rafmagni til stóriðju valdi ekki hækkun á rafmagnsverði til almennings og er það forsenda þess að leyfi fáist til að gera slíkan samning og ráðast í framkvæmdir vegna þeirra. Aðdróttanir fréttastof- unnar um að fyrirtækið sækist eftir samningum við stóriðjufyrirtæki þar sem gert er ráð fyrir að almenning- ur taki á sig hluta tilkostnaðarins í formi hærra rafmagnsverðs eiga sér enga stoð og geta ekki þjónað öðrum tilgangi en þeim að leggja stein í götu þeirra samningaviðræðna sem nú_standa yfir.“ Ég vona að vinnubrögð eins og þau að koma í húsakynni Landsvirkj- unar til þess að sviðsetja fréttir eins og gert var í fyrradag án þess að tala þar við nokkurn mann teljist til mistaka. Virðingarfyllst, Halldór Jónatansson forstjóri." Nýr yfir- maður Varnar- liðsins •YFIRMANNASKIPTI fóru fram hjá Varnarliðinu í gær, föstu- dag. Stanley W. Bryant, flota- foringi lét af störfum sem yf- irmaður Varn- arliðsins og tók John E. Boying- tonyngri, sem einnig er flota- foringi í Banda- ríkjaflota, við. Stanley W. Bryant hefur verið yfirmaður varnarliðsins undanfarin tvö ár. Hann tekur brátt við stjórn fjórðu flugmóðurskipadeildar Banda- ríkjaflota sem á heimahöfn í Nor- folk í Virginíu. John E. Boyington hóf feril sinn í Bandaríkjaher sem þyrluflug- maður í Víetnam. Hann varð flug- liðsforingi í flotanum árið 1973 og stundaði m.a. eftirlitsflug frá Kefiavík um skeið í upphafi ferils síns sem að mestu leyti hefur ver- ið á sviði eftirlitsflugs og kafbáta- leitar úr lofti. Hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á því sviði m.a. í flotamálaráðuneytinu og undanfarin tvö ár stjórnað eftir- litssveitum Bandaríkjaflota á vest- anverðu Kyrrahafi með aðsetur í Japan. Boyington er flugvélaverk- fræðingur að mennt og hefur að auki meistaragráðu í stjórnun nýtingar þjóðarauðs. Eiginkona hans er Susan Hice og eiga þau tvö börn. Bryant
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.