Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Fréttir eða fordómar Frá Sverri Páli Erlendssyni: AÐ UNDANFÖRNU hafa íslensk- ir fjölmiðlar sagt ótt og títt frá ungum manni sem lenti í þeirri ógæfu að stinga annan mann með hnífi í Reykjavík. ítarlega hefur verið tíundað í hvert eitt sinn að þessi ungi maður sé frá Tælandi en sá sem fyrir stungunni varð hafi verið Islendingur. Aður hefur iðulega verið sagt frá með sama hætti ef útlent fólk eða af erlend- um uppruna hefur unnið viðlíka voðaverk eða á annan hátt brotið gegn íslenskum lögum. Hirði ég ekki um að tíunda það nánar. Þessi fréttafiutningur er sér- kennilegur, ekki síst í því ljósi að iðulega verða viðlíka atburðir og íslenskt fólk brýtur af sér svo frá er sagt í fjölmiðlum án þess að getið sé þjóðernis hlutaðeigandi né uppruna hérlendis. Á árum áður var hent að því gaman er ritstjóri Dags sáluga tilgreindi um afbrot á Akureyri að utanbæjar- maður, drukkinn utanbæjarmaður eða ölvaður ökumaður ættaður af Austurlandi hefði komið þar við sögu. Því gamni fylgdi sannarlega nokkur alvara, meðal annars sú að hreinsa bæjarmenn af grun.um að gera það sem ekki mátti. Nú er sú tíð löngu liðin. Fordómar Fréttaflutningur af því tagi sem ég nefndi í upphafi er mun alvarlegri og hættulegri. Reyndar er gersamlega ástæðulaust að tilgreina ætterni eða uppruna örfárra úr hópi ógæfumanna og afbrotamanna, sem við sögu koma hér á landi, eingöngu vegna þess að þeir eru útlendir. Einasta afleiðing þessa fréttaflutnings er að ala á kynþáttafordómum sem nógir eru fyrir hérlendis. Það er alrangt að afbrot útlends fólks eða af erlendu bergi séu á nokkurn hátt öðruvísi og síst af öllu alvarlegri en þau sem íslendingar sjálfir vinna. Það er jafnrangt að útlendingar eða fólk af erlendum ættum sé vont fólk. Það er sorglegt að sjá íslenska fjölmiðla viðhafa kynþóttafordóma af þessu tagi og magna upp sakir á hendur útlendingum fyrir það eitt að vera útlendingar. Nóg er sök ógæfumanna fyrir, hvaðan sem þeir koma. SVERRIR PÁLL ERLENDSSON Ásvegi 29 IS 600 Akureyri RAFGEYMAMARKAÐUR SÓLARRAFHLÖÐUMARKAÐUR HLEÐSLUTÆKJAMARKAÐUR Aðeins í dag laugardag kl. 10 -16 Veruleg verðlækkun - Ótrúleg gæði Bensínleysi á Þingvöllum er bagalegt Frá Önnu S. Snorradóttur: HVER skyldi vera meining þeirra sem stjórna ferðamálum landsins með því að hafa ekkert bensín til sölu á Þingvöllum? Sjaldan hef ég orðið sárgramari en þegar ég beið þess í bíl að komast sem fyrst á slysadeild eftir vélsleðaslys á Lang- jökli. Við höfðum ekið stystu leið frá jöklinum, þ.e. Kaldadal til Þingvalla, en það átti, samkvæmt upplýsingum við jökulinn, að stytta leiðina til Reykjavíkur um 37 km, eða jafnvel meira. Þar sem við áttum nóg bens- ín til Þingvalla slógum við til þótt við óttuðumst að vegurinn væri vondur sem og kom á daginn. En er til Þingvalla kom var ekki hægt að kaupa dropa af bensíni. Hvílíkt? Einhver talaði um mengunarhættu og hefi ég aldrei heyrt aðra eins skynhelgi! Hvers vegna má selja bensín við Mývatn? Ef bensíntankar eru það, sem menn óttast, ætti að mega selja fáeina lítra í mjög þéttum og læstum kútum til þeirra sem eru í nauð. En sé það ætlun forráða- manna að halda þessu til streitu til frambúðar ber þeim skylda að aug- lýsa það dyggilega bæði í ferðabækl- ingum, blöðum, sjónvarpi og í út- varpi kvölds og morgna: Ferðamenn! Munið! Það er ekkert bensín fáanlegt á Þingvöllum! Það má orða þetta á ýmsa vegu og nógir fræðingar til slíks en í guðanna bænum takið fram við Ríkisútvarpið að þið óskið ekki eftir að þessar augíýsingar verði sungnar eða „poppaðar" því að þá tekur enginn mark á þeim og flestir loka tækinu, en látið lesa skýrt og á þrem tungumálum a.m.k. Það ber nauðsyn til að vekja sérstaka at- hygli á þessum tiltekna stað þar sem engum kemur í hug að ekki sé hægt að fá slíka fyrirgreiðslu í allri sölu- mennskunni sem þar fer fram. Mér er sagt að fjöldi erlendra ferða- manna komi með bensín með sér sökum þess, hve dýrt það er hér, en varla eru það aðrir en þeir sem koma með feijunni til Seyðisfjarðar. Hinir, sem tekið hafa bíl á leigu og koma að norðan og austan og ætla kannski að fara Kaldadal til Þing- valla og bæta á tankinn á þessum rómaða stað, grípa í tómt. Það er ekkert grín fyrir bláókunnugt fólk að stranda á Þingvöllum vegna bensínleysis. Heldur ekki heimafólk sem hefir lent í slysi. Það var alveg komið að mér að biðja manninn minn að hringja á flugvél til að koma mér sem fyrst undir læknishendur og ef ekki hefði verið fyrir einstaka elskusemi og greiðvikni séra Sigurðar Árna Þór- arinssonar, eiginmanns þjóðgarðs- varðar, séra Hönnu Maríu Péturs- dóttur á Þingvöllum, sem gaf okkur bensín, nóg til þess að við mættum komast áfram, veit ég ekki nema kallað hefði verið á þyrluna. Slík vinsemd í neyð verður seint full- þökkuð. ANNA S. SNORRADÓTTIR, Hofteigi 21, Reykjavík. Sérfrœðingar í rafgeymum BÍLDSHÖFÐA 12*112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1515 • FAX 577 1517 JilíliarðfMnMaÖáíi - kjarni málsins! STYRKTARFELAG KRABBAMEINSSIÚKRA BARNA S K B 5 ána aimæli SKB Af því tilefni eru velunnarar félagsins, félagsmenn og aðrir er áhuga hafa á málefnum langveikra bama hvattir til að líta við á skrifstofu SKB á Suðurlangsbraut 6 (7. hæð) á milli kl. 10.00 og 18.00 mánudaginn 2. september. Auk starfsfólks SKB verða formaður félagsins og fulltrúar frá starfandi hópum innan þess á staðnum til að svara fyrirspumum. Blöð og bæklingar munu liggja frammi. Boðið verður upp á veitingar. Við viljum nota þessi tímamót og þetta tækifæri til að þakka velunnurum SKB fyrir veittan stuðning. Án ykkar væri félagið vanmáttugt. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.