Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 39 Þó að nú se sorg og tár og tregi, tómlegt allt nú sé,um stundj Þá lifír minning björt sem blóm á sumardegi, um blíðan dreng sem horfmn ér á Guðs síns fund. (Guðmundur Skúlason.) Þín, Fanney Dögg. Þær sorgarfréttir bárust okkur að morgni laugardags 24. ágúst að elsku afí okkar væri látinn, en um hann afa okkar eigum við góðar minningar sem við geymum í hjört- um okkar. Það var mikið áfall fyrir einu og hálfu ári þegar þau fluttu úr sveitinni á elliheimilið Grund hér í Reykjavík og hættu með búskap. Það er tómlegt að koma í sveitina, engin amma, afi eða Jonni og eng- inn Lubbi eða kýr eða kindur. Það er þó huggun að við höfum ennþá nokkra hesta. Samt er það nú þann- ig að við viljum helst hafa alla hluti óbreytta. Dýrin voru afa allt, hann þekkti þau öll með nöfnum og hann notaði sín merki til að kalla á þau. Alltaf var har.n með úttroðna vasa af molum fyrir hestana og sig líka því að hann var mikill sælkeri. Öll sumur vorum við í sveitinni hjá þeim. Þó við séum mörg barnabörn- in var alltaf nóg pláss fyrir okkur öll. En öll prakkarastrikin sem við gerðum sá afí alltaf og stundum héldum við að hann væri með aug- un í hnkkanum, en reyndar var raunin sú að afi átti kíki svo hann gat fylgst með okkur og öðru sem gerðist í sveitinni. Við kveðjum þig, elsku afi okk- ar, með ást og virðingu. Elsku amma og Jonni, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefí, glaðir vér megum þér síðan fylgja' í friðarskaut. (V. Briem.) Eva, Jón Þorgeir og íris. Ég vil minnast góðs vinar míns og frænda, Þorgeirs Jónssonar á Möðruvöllum í Kjós, sem kvaddur er í dag. Ég kynntist Geira og Ingi- björgu, konu hans fyrst þegar ég kom að Möðruvöllum 9 ára gamall og ætlaði að vera snúningastrákur hjá þeim bændum um sumarið, vin- áttan hefur haldist alla tíð síðan. Ég var í sveit á Möðruvöllum fjögur sumur. Geiri og Jónmundur bróðir hans kenndu mér, ungum drengn- um, hvernig umgangast ætti dýrin og náttúruna. Þetta var þroskandi og góður tími. Ég var svo heppinn að fá að kynnast sveitalífinu, og sjá hvað þeir þurftu að hafa mikið fyrir lífinu, tæknin var ekki sú sama og í dag. Geiri var sérstaklega lag- inn við að galta hey. Tæknin er nú önnur í dag þar sem allt hey er rúllubaggað og ekki þarf að bíða eftir þurrki. Geiri var léttur í lund og tók þátt í galsa okkar krakk- anna. Hann var ákveðinn og vildi ekki að við óhlýðnuðumst, hann var fylginn sér og við þorðum ekki ann- að en að hlýða honum. Geiri átti góða hesta og hafði unun af því að bregða sér á bak. Mér er sérstaklega minnisstæð merin hans, sem hann fékk gefins, það var hún Vinda. Geiri mátti ekki selja hana, enda stóð það aldrei til. Þessi meri var sérstaklega þýð, og vel byggð. Geiri naut þess að sitja hana og fara á kappreiðar á Kjalar- nesi. Hann hafði unun af að tala um Vindu og hestana sína. Það hafa margir gæðingar komið frá Möðruvöllum. Ég vil sérstaklega þakka Geira fyrir alla greiðasemina sem hann hefur veitt mér um ævina, þegar ég bað hann um að fá lánaða hesta fyrir mig, börnin mín og aðra sem hafa verið á mínum vegum. Hann var alltaf tilbúinn hvenær sem ég bað hann, ef hestarnir voru ójárnaðir var járnað fljótt, hann var einkanlega laginn járningamaður. Geiri var mjög barngóður og sá ég það best þegar ég var með Kittý og Markús, börnin mín, hjá honum og hann var að sýna þeim nýfædd lömbin, hvað hann geislaði af gleði þegar þau voru að klappa lömbun- um hans. Á hveiju hausti fór ég með þeim frændum að smala fénu, Geiri var alltaf efsti maður í göngum á með- an hann hafði heilsu til. Þetta var einstaklega ágægjulegur tími fyrir mig, að fara í göngur á haustin. Við vorum ekki lengi en það var oft erfitt, allra veðra var von. Mér er það mjög minnisstætt hvað frændi minn var geislandi glaður þegar féð var komið í réttirnar. Mig hafði dreymt um að byggja mér sumarbústað, og þá helst ná- lægt Möðruvöllum. Ég spurði Þor- geir og Jónmund frændur mína hvort ég mætti byggja mér bústað í landinu þeirra. Geiri sagði að ef einhver fengi að byggja sumarbú- stað í landinu þeirra þá væri það ég. Þá varð ég mjög ánægður og þakklátur. Ég byggði bústaðinn minn, Lækjarbakka 1981. Þessi staður er mér mjög kær og þarna hef ég átt margar ánægjustundir. Þetta treysti böndin milli okkar frændanna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveiin er sér góðan getur. Árni Friðrik Markússon. Til elskulegs afa míns. Ég var ekki há í loftinu þegar ég var komin út til að hjálpa þér, enda eitt það skemmtilegasta sem ég gerði að koma í sveitina til þín, ömmu og Jonna. Ég man eftir einum páskum þeg- ar við vorum hjá þér og þá eins og siður er voru páskaeggin falin og í þetta skiptið voru þau falin í stofu- glugganum, en ég mátti ekkert vera að því að leita að eggjunum því ég var svo upptekin við að hjálpa þér að mjólka og gefa rollunum, að þegar við komum inn var bara ein stór súkkulaðiklessa í stofu- glugganum. Þú varst einkar laginn við dýrin og gast nánast fengið þau öll til að vera vinir þínir. Eins og t.d. roll- an sem labbaði alltaf við hliðina á þér og vék sér ekki frá. Og þegar Grána gamla kom og hneggjaði fyrir utan gluggann af því að folald- ið hennar þorði ekki yfir ána. Ég ætlaði alltaf að koma og vera hjá ykkur ömmu í sveitinni og hjálpa ykkur um leið og ég var búin með skyldunámið, en ég fædd- ist nokkrum árum of seint, því þið voruð flutt í burtu. Einu sinni man ég eftir því að þú gafst mér fimmtán krónur og það var eins og þú hefðir gefið mér allan heiminn, það var nefnilega ekki verðgildið sem skipti sköpum, heldur var hugurinn svo mikill og það var það sem gerði gjöfina svona yndislega. En núna, elsku afi minn, ætla ég að kveðja þig í seinasta skiptið og veit það að núna líður þér vel, sitjandi þarna uppi og fylgist með okkur. Og ég veit það líka að það verður gaman þegar við verðum aftur saman - enn á ný allt til enda eilífðar. Veit nokkur næsta árið hver nár mun hníga í gröf? Án boða feigðarfárið oft fírrir lífsins gjöf. Þó vanti ei veðrið mjúka oft vorlauf bleik sjást fjúka. En hver af oss, sem eftir þreyr, með elsku tregar þann, sem deyr. Jóna Björg. + Kristinn Jónas- son fæddist 17. ágúst 1914 í Tungn í Stíflu. Hann lést 24. ágúst síðastlið- inn á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Jónas Jósafats- son og síðari kona hans Lilja Kristín Stefánsdóttir, síðast búendur á Knapp- stöðum í Stíflu, börn þeirra voru níu. Árið 1955 gekk Kristinn að eiga Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Berghyl í Fljótum. Kristinn og Guðrún bjuggu í Tungu og Knappstöðum í Stíflu þar til Kallið er komið og sól er sest, að því kemur að kvöldar og menn og konur færast um set. Mér varð hugsað til þessa ferils í lífskeðjunni þegar mér var tjáð andlát Kristins Jónassonar, gamals sveitunga og vinar, þá fannst mér við hæfí að festa á blað fáeinar línur og rifja upp nokkur minningarbrot frá sam- veru okkar sem við deildum með okkur heima í Tungu. Það mun hafa verið í fardögum 1930 að leið- ir okkar lágu fyrst saman, er Krist- inn (eða Kiddi í Tungu eins og hann var almennt kallaður af sveitungum sínum og vinum) réðst sem vinnu- maður á æskuheimili mitt Tur.gu, ég þá á ellefta árinu en hann tæpra 16 ára. Þetta var á þeim ánim sem menn urðu að treysta meira á mátt sinn og megin, fremur en á tæknina og vélarnar. Snemma mun það hafa komið fram að það var liðsauki að nýja vinnumanninum, hann var ós- érhlífinn og samviskusamur og gekk til hverra starfa sem til féllu. Torfrista var eitt meðal margra verka sem til féllu á vorin og var hún bæði kaldsöm og erfið og gekk Kristinn að henni sem öðru. Mér eru minnisstæð mörg vor er sauð- burður stóð yfir, að það voru æði margar næturnar sem ekki var langur svefntími hjá vinnumannin- um, því Kristinn lagði alla alúð sína við að fylgjast helst með hverri kind sem bar og ég held að megi segja að lokinni þeirri annatörn, er sauð- burðinum lauk, hafi miklu oki verið létt af Kristni. Gekk þá í garð ró- legri tími þar til heyskapur byijaði, sem var á þeim tíma frumstæður miðað við nútímann, því þó sláttuvél væri komin á heimili okkar, þá var mikill orfasláttur. Þá var nánast hvert strá bundið í bagga og flutt á klökkum heim. Heybandsleiðin þaðan sem íjarst var frá bæ var ca. 5-6 km. Iðulega þegar bundið var frá þessum stað voru um 20 hross sem flutt var á. Á þessum stórbind- ingardögum fóru þeir æði oft á milli, sem kallað var, fóstri minn og Krist- inn og ég liðléttingurinn með þriðju lestina. Það þurfti athygli til að fylgj- ast með svona löngum heybandslest- um, að ekki snöruðust af þeim bagg- arnir og sitthveiju fleira þurfti að BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 "Á" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Borgar Apótek 1974 að þau fluttu til Akureyrar. Þeim varð tveggja barna auðið. 1) Sig- urlína Kristín, f. 1956, húsmóðir á Deplum i Stíflu. Maki Haukur Ást- valdsson og eiga þau tvær dætur. 2) Guðmundur, járn- smiður að mennt, kvæntur Birnu Sævarsdóttur; þau eru búsett í Stykkishólmi og eiga tvo syni. Utför Kristins fer fram frá Barðskirkju í Fljótum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. fylgjast með og var Kristinn velvak- andi fyrir þessu. Vorið 1934 var byggt steinhús í Tungu, þar komu margir við sögu, öll steypa hrærð á höndum og vinna öll upp á erfiðasta máta. Allt bygg- ingarefni — annað en mölina, þurfti að fiytja á hestum frá Haganesvík um 18 km leið. Kristinn kom þar mikið við sögu ásamt fóstra mínum. Oft var ég með þeim í förum. Segja má að með ólíkindum sé að þessar ferðir gengu snurðulítið. Og ef eitt- hvað gerðist óvænt þá var leyst fljótt og vel úr því af þeim Kristni og fóstra mínum. Snemma gerðist Kristinn virkur félagi í UMF Von í Stíflu og var fram til síðustu lífdaga þess ötull liðsmaður í þeim félagsskap. Þegar ráðist var í að stækka félagsheimil- ið voru þær ótaldar vinnustundirnar sem Kristinn lagði fram af hugsjón einni saman til að koma því verki áfram, segja má að hann hafi verið potturinn og pannan í því verki. Inn á milli hinna stríðandi tíma komu afþreyingar- og gleðistundir og þar var Kristinn vel liðtækur og hrókur alls fagnaðar og ég held ég megi segja að á dansleikjum sem haldnir voru og hann var á, var hann ávallt fyrstur út á gólfíð til að taka dans- sporið. Mér er kunnugt um að eftir að hann flutti til Akureyrar ávann hann sér traust og virðingu innan verkalýðsstéttarinnar og var fulltrúi hennar á sambandsþingum. Krist- inn var sterkur fundarmaður og beitti orðsins brandi í málflutningi sínum. Hann var dagfarsprúður og jafngeðja. Eftir að hann hvarf af vinnu- markaðnum fyrir aldurs sakir lagði hann fyrir sig bókband og náði langt í þeirri iðn og mun hafa verið búinn að binda hundruð bóka. Þó leiðir okkar skildu fyrir langalöngu þegar ég flutti úr sveitinni, þá fýlgdist ég ávallt með honum úr Qarska. Um Ieið og ég votta frænku minni og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur, þá kveð ég þig, gamli góði félagi, og bið þér Guðs blessunar. Lif þú í friði. Guðmundur Jóhannsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRIR BEIMEDIKTSSON, Melgerði 12, Reykjavík, lést í Landakotsspítala 28. ágúst. Jarðsungið verður frá Fossvogkirkju miðvikudaginn 4. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Björg Gunnlaugsdóttir, Hilmar Þórisson, Guðlaug I. Ólafsdóttir, Þorbjörg Þórisdóttir, Ari H. Ólafsson, Benedikt Þórisson, Elínborg B. Sturlaugsdóttir, Steinunn Þórisdóttir, Eyjólfur Brynjólfsson, Herdis Þórisdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Gunnlaugur Þórisson, Sigrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir minn og afi okkar, BJÖRIM ÞORKELSSON, Huidulandi 1, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 29. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhann Dagur Björnsson, Valdimar Þór Jóhannsson, Jón Kristófer Jóhannsson, Kristjana Margrét Jóhannsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐRÍÐUR STEINSDÓTTIR, Glaðheimum 8, (áður Heiðargerði 62), Reykjavík, lést í Landspítalanum 30. ágúst. Jónas K. Guðbrandsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts sonar okkar og bróður, SKÚLA FRIÐRIKSSONAR, Byggðarholti 11, Mosfellsbæ. Aðstandendur. KRISTINN JÓNASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.