Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU ERLEINIT Morgunblaðið/Alfons Á skaki í blíðunni ÓLAFUR Helgi Ólafsson var á skaki í blíðunni á Breiðafirði um daginn. Hann er hér að blóðga þann gula og virðist taka lífinu með ró í lok kvótaársins. Samstarfssamningur IS og UTRF Breyttar áherzlur í nýjum samningi FORSVARSMENN íslenskra sjáv- arafurða eru nýkomnir til landsins úr viku heimsókn til Kamtsjatka í Rússlandi þar sem fram fóru samn- ingaviðræður um áframhaldandi sam- starf þeirra við rússneska útgerðar- fyrirtækið UTRF. ÍS hefur á síðasta ári séð um rekstur, framleiðslu og sölu á því sem lýtur að fiskveiðum og bolfiskverkun UTRF. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs ÍS, segir að með samning- unum sé verið að endumýja samstarf- ið við UTRF, en með nokkuð breyttum áherslum. Hann er bjartsýnn á að samningar takist. Að sögn Guðbrands er nú verið að semja um ákveðin skilyrði við fjár- mögnunaraðila svokallaðra Sterkod- erfrystiskipa UTRF. UTRF er með skipin á leigu og segir Guðbrandur að tryggja þurfi að IS komi meira inn í rekstur þeirra. Hann segist vongóð- ur um að svo verði því dæmin sýni að rekstur gangi betur í Rússlandi með tilkomu vestrænna aðila. „Við viljum komast betur inn í rekstur þessra skipa. í því felst meðal annars að koma fleiri Islendingum upp í brú til að stýra veiðunum. Þannig teljum við að ná megi betri árangri." Markað sér ákveðnar línur Ennfemur standa _nú yfir samn- ingaviðræður um að ÍS annist rekst- ur á móðurskipum UTRF. Guðbrand- ur segir að á síðusta ári hafi ÍS markað sér ákveðnar línur varðandi rekstur þeirra skipa og vonast hann til að hægt verði að ganga frá samn- ingi um móðurskipin í Moskvu í kringum 20. september. Guðbrandur segir að í samningum um frystiskip- in sé þriggja ára samningsákvæði og einnig verði reynt að semja til þriggja ára varðandi rekstur móður- skipanna. Rússarnir ánægðir Guðbrandur segir að almennt hafi Rússarnir verið ánægðir með störf íslendinga á Kamtsjatka. „Þeir fá mun betri upplýsingar um reksturinn en á undanförnum árum, auk dag- legra uppgjöra á veiðum og vinnslu. Þá hefur kostnaður við innkaup dreg- ist verulega saman og við höfum fengið gott verð fyrir afurðir fyrir- tækisins, sérstaklega á alaskaufsa- hrognum, sem skipta gríðarlegu máli fyrir fyrirtækið," segir Guð- brandur Hafrannsóknastofnun Ráðstefna um fjöl- stofnarannsóknir HAFRANNSÓKNASTOFNUN gengst fyrir ráðstefnu um fjölstofna- rannsóknir við ísland í upphafi næstu viku. Ráðstefnan verður haldin í ráð- stefnusal Scandic Hótel Loftleiðir og stendur frá klukkan 9.00 til 17.00 dagana þriðja og fjórða september. Markmið ráðstefnunnar er að gera grein fyrir niðurstöðum og meta árangur þeirra verkefna, sem unnið hefur verið að innan ramma svo- nefndar fjölstofnaáætlunar Hafrann- sóknastofnunar frá árinu 1992 auk skyldra verkefna á vegum annarra rannsóknastofnana. Fjallað verður um efni ráðstefnunnar í stuttum er- indum (20 mínútur hvert), á sex þemafundum og með veggspjalda- sýningu. Alls verða flutt 25 erindi og 10 veggspjöld sýnd. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra setur ráðstefnuna á þriðju- dagsmorgun. Síðan verða flutt erindi um dýrasvif og uppsjávarfiska, Botn- dýr og fæðu botnfiska og fæðuþætti og atferli þorsks. Þá verða kynnt veggspjöld um fæðu fiska. Daginn eftir verða erindi um fæðuvistfræði sjófugla, fæðunám sjávarspendýra og fjölstofnalíkan byggt á útbreiðslu, göngum, vexti og áti fiska. Loks verður samantekt og almennar um- ræður í ráðstefnulok. Niðurstaða nefndar um barnaklám á alnetinu Hægt að finna þá sem dreifa klámi á netinu Stokkhólmi. Morgunblaðið. „ALNETIÐ er aðeins spegilmynd af þjóðfélaginu. Framboð á bama- klámi eykst alls staðar og þá eins á netinu en ritskoðun er ekki leiðin til að beijast gegn því,“ segir Trond Waage, umboðsmaður barna í Nor- egi. Á blaðamannafundi í gær kynnti Waage niðurstöður starfs- hóps um barnaklám á alnetinu á ráðstefnu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og óháðra samtaka um kynferðislega misnotkun barna í gróðaskyni. Þar kom fram að tækni- legir möguleikar eru á að elta uppi þá sem dreifa barnaklámi á netinu og alþjóðlegt samstarf á þessu sviði er í burðarliðnum. Líkt og lögregla væri til staðar í þjóðfélaginu þyrfti að koma á netlögreglu án þess að tjáningarfrelsi væri skert. Fyrir mánuði fengu norsk barna- verndarsamtök tvo sérfræðinga í lið með sér til að leita uppi barnaklám á netinu. Waage sagði að í ljós hefðu komið ýmsir harla óhugnanlegir hlutir og sagðist vonast til að hann ætti ekki eftir að sjá slíkt efni aft- ur. Hvorki væri ætlunin að sýna myndir né gefa upp netföng, en ein leitin hefði gefið 5.438 efnisatriði á netinu sem tengdust barnaklámi. Þó talan geti virst há má ekki gleyma að atriði á netinu skipta hundruðum þúsunda ef ekki milljón- um. Efnið sem fannst var af þrennu tagi: klámbúðir á netinu, netverk þeirra er sækjast eftir kynferðislegu samneyti við börn og samtalsslóðir þeirra, svokallaðar „chatlines". Eins og í hinum raunverulega heimi eru auðvitað til klámbúðir á netinu og sumar þeirra hafa barnaklám á boð- stólum. Til að komast inn í þær nægir yfirleitt að gefa upp greiðslu- kortanúmer og kaupin fara síðan fram út á kortið. Búðirnar selja ljós- myndir, sögur og stutt myndbönd. Netlögregla I hvert skipti sem umræður um klám eða barnaklám á netinu blossa upp heyrast þær raddir að ritskoða verði netið. Waage segir að slíkar tillögur komi fyrst og fremst frá þeim sem lítið vita um netið því þeir sem þekkji til þess geri sér ljóst að það sé ekki rétta leiðin. Hins vegar sé hægt að nota netið til að leita uppi glæpastarfsemi og það sé rétta leiðin. Alþjóðalögreglan Int- erpol undirbýr nú að láta til skara skríða á netinu og lönd eins og Holland og Þýskaland eru þegar farin að huga að barnaklámi á net- inu. En netið hefur engin landa- mæri og því dugir ekki annað en alþjóðlegt samstarf. Rétt eins og lögreglan vakir yfír lögum og regl- um í öðrum samskiptum þurfi ein- hvers konar netlögreglu. Allir, sem fara út á netið, eru merktir tölvu sinni og það þarf tölu- verða þekkingu til að sleppa undan því númeri. Netið er því ekki sam- safn nafnlausra notenda. Þó eru til nokkrir staðir á netinu sem miðla alveg nafnlausum skilaboðum, svo- kölluð „remailing system". Stærsti slíki staðurinn er í Finnlandi og var komið á fót til að hjálpa fólki í lönd- um eins og Burma, Kína og víðar þar sem hætta er á að einræðis- stjórnir reki samskipti þeirra er beij- ast fyrir lýðræði og mannréttindum. Þessi aðstoð hefur þó þann galla að hún getur líka verið notuð af þeim sem vilja hylja slóð sína af glæpsamlegum ástæðum. Í gær til- kynnti sá sem rekið hefur þessa þjónustu í Finnlandi að henni yrði lokað, af fyrrgreindum ástæðum. Waage sagði að nokkuð væri um að áhyggjufullir norskir foreldrar hringdu á skrifstofu umboðsmanns- ins því börn þeirra væru farin að nota netið og þeir hefðu áhyggjur af að það væri fullt af klámi. Svo væri auðvitað ekki en það væri til þar eins og annars staðar. Nú væru einstakir netþjónustuaðilar famir að loka fyrir ákveðið efni, þannig að sá sem hefði nettengsl sín þar gæti til dæmis ekki sótt sér klámefni. For- eldrar gætu því til dæmis skipt við slíka aðila. Einnig væru til forrit sem hægt væri að setja í tölvu sína og sem lokuðu úti einstök efni eins og klám. En af því að krakkarnir væru foreldrunum yfirleitt snjallari í tölvu- tækni væri ekki ólíklegt að þeir sneru á foreldrana og kæmust fram hjá slíkum hindrunum ef þeir hefðu í alvöru hug á því. Reuter Hvar liggja mörkin í myndbirtingum? Stokkhólmi. Morgunblaðið. NOTKUN myndefnis í umfjöllun fjölmiðla um barnavændi hefur töluvert borið á góma á ráðstefnu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og óháðra samtaka um kynferðis- lega misbeitingu barna í gróða- skyni. Vestrænir fjölmiðlar birta iðulega myndir af vændisbörnum, þar sem þekkja má börnin, meðan vestrænir menn á höttunum eftir þeim eru sýndir með andlitin hulin. Og barnaverndarsamtök hafa líka freistast til að nota áhrifamiklar myndir til að vekja athygli á starf- semi sinni. Yfírleitt eru myndir af vændis- börnum þannig að barnið er greini- lega í hlutverki fórnarlambsins. Meðal bamaverndunarsamtaka er nú áhugi á að breyta þessu og sýna oftar myndir af börnum, sem hefur verið komið úr vændi og lifa nú venjulegu lífi. Vandinn við það er að myndirnar geta birst aftur og aftur og fylgt börnunum lengi. Því er lögð áhersla á að hætta með öllu að birta myndir, þar sem börn- in þekkjast. Fyrir rúmu ári var sýndur í sænska sjónvarpinu þáttur um aldraðan Svía, sem tekinn var á hótelherbergi í Tælandi með ung- um dreng. Andlit Svíans var hulið, en drengurinn var sýndur nakinn, án þess að nokkur tilraun væri gerð til að hylja andlit hans. Með- al þeirra sem láta myndbirtingu til sín taka á ráðstefnunni er al- menn eining um að slíkt eigi ekki að koma fyrir. Víða í Evrópu er rætt um hvort ekki sé rétt að birta myndir af þeim, sem hafa hvað eftir annað orðið uppvísir að því að leita á böm og þá eins þá sem hafa orðið uppvísir að mökum við börn á erlendri grund. í Bretlandi em samtök, sem beijast fyrir réttindum bama og í fréttabréfi þeirra birtast reglulega bæði myndir og nöfn slíkra manna. Hvort fjölmiðlar eigi að standa að slíku er enn umdeilt mál. Fórnar- lamba Dutroux leitað BELGÍSKA lögreglan, sem leitar að hugsanlegum iíkum ungra stúlkna undir húsi barnaníðings- ins Marcs Dutroux, kvaðst í gær hafa fundið tvo „heita bletti“ þar sem líklegt væri talið að lík hefðu verið grafin. Við leitina er notað breskt rat- sjártæki, sem finnur holrúm í jörðinni. „Með tækinu hafa fund- ist tveir staðir undir kjallara hússins sem þykja áhugaverðir,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Ekki verður grafið á þessum stöðum fyrr en á mánudag þar sem lögreglumennirnir eru orðn- ir mjög þreyttir eftir tveggja vikna leit. Leitarhundar, sem hafa verið notaðir, verða einnig hvíldir um helgina. Húsið er í bænum Jumet, ná- lægt borginni Charleroi, og at- hyglin hefur einkum beinst að stórri geymslu úr múrsteini á lóðinni. Ráðgert er að rífa geymsluhúsið og fjarlægja stein- steypt gólf þess og grafa fimm metra ofan í jörðina. Þegar hafa fundist lík tveggja átta ára gamalla stúlkna, sem Dutroux gróf í garði annars húss nálægt Charleroi. Ennfremur var tveimur stúlkum, 12 og 14 ára, bjargað úr leyniklefa í kjall- ara hússins þar sem Dutroux hafði haldið þeim og nauðgað. Hann hefur játað að hafa rænt tvejmur stúlkum til viðbótar. A myndinni er einn af sam- verkamönnum Dutroux leiddur í réttasal í Neufchateau þar sem birt var ákæra á hendur honum um aðild að bilaþjófnaði sem tengist rannsókn málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.