Morgunblaðið - 31.08.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.08.1996, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umferð hleypt á Artúnsbrekku í dag UMFERÐ verður lileypt, á nýja veginn og brúna í Artúnsbrekku í dag kl. 8 og mun verktakinn sjá um þá framkvæmd í samráði við lögregluna. Samkvæmt vegáætlun 1995-98, sem samþykkt var í febrúar 1995, átti að ljúka vega- og brúargerð frá Höfðabakka vestur fyrir Sæbraut á árunum 1995-97. Var miðað við að verk- inu væri skipt í þrjá áfanga eftir áætlun. Áfanga eitt, gatnamót- um við Höfðabakka, var lokið 1995 og áfanga tvö, vegi þaðan vestur yfir Elliðaáa, verður lokið 1. október í ár. Síðasti áfanginn verður boðinn út á næsta ári og lokið við hann 1997, samkvæmt áætlun. Breikkun Vesturlands- vegar frá Breiðhöfða vestur fyr- ir ál Elliðaáa í Reykjavík hófst í febrúar á þessu ári. Verkið skiptist í sex hluta: Breikkun Vesturlandsvegar á 1220 m kafla með þeim að- og fráreinum sem honum fylgja, lenging á steyptum stokki fyrir vestari ál Elliðaáa, gerð steyptra brúa yfir Elliðaár. Brú- in er 65 m löng og 18 m breið eftirspennt bitabrú, lenging á steyptum undirgöngum við Breiðhöfða, landmótun norðan Vesturlandsvegar og gerð göngustíga undir og í kringum Elliðaárbrú. Heildarkostnaður við þennan áfanga er um 330 m.kr. Hönnun annaðist Verkfræðistofan Línu- hönnun, verktakar eru Völur hf. og Sveinbjörn Sigurðsson hf. Eftirlit er í höndum Almennu verkfræðistofunnar. Artúnsbrekka verður enn um sinn vinnusvæði verktaka og mega vegfarendur búast við því að akreinar verði þrengdar tímabundið meðan unnið er við að forma miðdeili, rífa upp ve- grið o.fl. smærri verkþætti. Ökumenn eru beðnir um að sýna starfsmönnum verktaka tillitssemi og aðgát í akstri um Ártúnsbrekku meðan á þessari frágangsvinnu stendur. Framkvæmdum verður að fullu lokið 1. október 1996 fyrir þennan áfanga. Vesturlandsvegur í Artúnsbrekku opnaður Síðasti áfanginn, V semerbrú 1 yfir Sæbraut, verður byggður á næsta ári J Þriðja akreinin var byggð í sumar, en verður ekki tekin í notkun fyrr en næsti áfangi hefur verið byggður, þ.e. ný brú yfirSæbraut Stokkuryfir Vesturálinn Ingvar Helgason hf. Brimborg hf. §| Framlenging á Æ/undirgöngum Ný brú yfir Elliðaárnar Fióðgátt Núverandi götur\ Tekið í notkun nú 1 Ekki tekið í notkun Næsti áfangi Nesti Islenzk stjórnvöld halda umtalsverðu svigrúmi til að veita byggðastyrki til fyrirtækja Litlar breytingar vegna úrskurðar ESA ÍSLENZK stjórnvöld höfðu sitt fram að mestu leyti í glímu við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um það hvaða svæði á Islandi megi njóta byggðastyrkja og hversu háir þeir megi vera. Þak á styrkina var þó lækkað frá upphaflegri kröfu forsætisráðuneytisins. ESA taldi að Suðurnes ættu ekki að njóta byggðastyrkja, að minnsta kosti ekki nema tímabundið, en slíkt töidu íslenzk stjórnvöld sig ekki geta fallizt á; það væri pólitískt óframkvæmanlegt. Þegar horft er til þess að styrkir til landbúnaðar og sjávarútvegs falla utan úrskurð- ar ESA og að flestir byggðastyrkir til annarra atvinnugreina hér á landi hafa verið undir þakinu, sem ESA samþykkti, má almennt segja að úrskurðurinn hafi lítil áhrif hér á landi. Hlutverk ESA er að gæta þess að aðildarríki EFTA haldi samning- inn um Evrópskt efnahagssvæði. Samkvæmt 61. grein samningsins er hvers kyns ríkisaðstoð, sem „raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða fram- leiðslu ákveðinna vara“ bönnuð. Hins vegar eru nokkrar undantekn- ingar frá þessari meginreglu taldar upp í sömu grein. í lið 3.c er tiltek- in „aðstoð til að greiða fyrir þróun ákveðinna greina efna- hagslífsins eða ákveðinna efnahagssvæða enda hafi hún ekki svo óhagstæð áhrif á viðskiptaskilyrði að stríði gegn sameigin- legum hagsmunum." Strjálbýlisskilyrði bætt við reglurnar 1994 Undir þessa undantekningu falla byggðastyrkir í ríkjum EES. Lengi vel var einkum horft til tveggja tölfræðilegra þátta, þegar ákveðið var hvort ákveðin svæði skyldu njóta slíkra styrkja; annars vegar hvort tekjur væru lægri en að með- altali í viðkomandi ríki og hins veg- Með úrskurði Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) um að öll landsbyggðin megi njóta byggða- styrkja og að þeir geti numið allt að 36% af fj árfestingarkostnaði fyrir skatt, halda íslenzk stjórnvöld umtalsverðu svigrúmi til að veita byggðastyrki. Ólafur Þ. Stephensen greinir frá því að ESA hafi haft efasemdir um að Suðurnesin ættu að nj óta byggðastyrkj a. ar hvort atvinnuleysi væri yfir landsmeðaltali. Nú er ljóst að hvor- ugt þetta skilyrði á við t.d. um Vestfirði, þar sem tekjur eru hærri og atvinnuleysi minna én að meðaltali á íslandi. Hér kemur hins vegar til sögu þriðja skil- yrðið, sem bætt var við viðmiðunarreglur EES um ríkis- styrki er Noregur, Svíþjóð og Finn- land stóðu í samningaviðræðum um aðild að ESB árið 1994. Það er hvort viðkomandi svæði sé mjög stijálbýlt, þ.e. íbúar á hvern ferkíló- metra færri en 12,5. Undir þetta falla landsbyggðarhéruðin á Is- iandi, þar sem íbúar á ferkflómetra eru aðeins 1,1. ESA horfði einnig til annarra þátta, svo sem veðurf- ars, einhæfs efnahagslífs og mikill- ar fjarlægðar milli staða á lands- byggðinni. Stofnunin var hins vegar í vafa um að byggðin á Suðurnesjum upp- fyllti þau skilyrði, sem þarf til að hljóta byggðastyrki. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins lagði stofnunin til að Suðurnes yrðu, ásamt höfuðborgarsvæðinu, undan- skilin er byggðaaðstoðarsvæðið yrði afmarkað. Af hálfu forsætisráðu- neytisins, sem fer með byggðamál, var þessu hafnað, ekki sízt með þeim rökum að slíkt væri pólitískt óframkvæmanlegt á íslandi. ESA lagði þá til málamiðlun, sem fól í sér að Suðurnes fengju að njóta byggðastyrkja tímabundið, en for- dæmi eru fyrir slíku, til dæmis í Svíþjóð. Á þetta var heldur ekki fallizt af íslands hálfu. Niðurstaðan er sú að svæði, sem um 40,8% íbúa landsins eru búsett- ir á, má njóta byggðastyrkja. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er þetta ívið hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. í Svíþjóð búa 14% íbúa á byggðaaðstoðar- svæðum, auk þess sem 4% búa á svæði, sem má njóta tímabundinna styrkja. í Noregi er hlutfallið um 30% og í Finnlandi um þriðjungur. Forsætisráðuneytið vildi hæsta þakið í viðræðum um hversu hátt þak á byggðastyrki mætti vera, krafðist forsætisráðuneytið þess í fyrstu að það yrði um 30% af fjárfestingar- kostnaði eftir skatt, en það er há- markið sem viðmiðunarreglur EES tilgreina. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er þetta hámark leyft á afar fáum svæðum innan EES. ESA vildi hafa þakið nær 10% og lokaniðurstaðan varð sú að menn mættust á miðri leið og ríkisstyrkur til þátttöku í byggðaverkefni má nema 17% af fjárfestingarkostnaði eftir skatt, en það samsvarar um 26% af kostnaði fyrir skatt. Auk þess má veita fyrirtækjum, sem falla undir skilgreiningu ESB á litium eða meðalstórum fyrirtækj- um, aukalega 10% styrk fyrir skatt. Langflest fyrirtæki á landsbyggð- inni falla undir þessa skilgreiningu og má því gera ráð fyrir að þau geti fengið styrki, sem nema allt að 36% af fjárfestingarkostnaði fyr- ir skatt. Spurning um svigrúm stjórnvalda Að sögn Sigurðar Guðmundsson- ar, forstöðumanns þróunarsviðs Byggðastofnunar, má almennt segja að byggðastyrkir á íslandi séu litlir miðað við það, sem gerist í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og yfirleitt undir áðurnefndu þaki. Byggðastyrkir hafi jafnframt farið til fyrirtækja á sama svæði og ESA hafí nú samþykkt. Þess vegna megi gera ráð fyrir að hinar nýju reglur breyti litlu í raun um byggðaaðstoð hér á landi, ekki sízt þegar litið sé til þess að þær nái aðeins til þeirra atvinnugreina, sem falli undir samn- ingssvið EES. Þannig séu styrkir til sjávarútvegs og landbúnaðar undan- þegnir reglum EES og þær eigi eink- um við um styrki til iðnaðar, ferða- þjónustu og annarrar þjónustu. „Þetta er fyrst og fremst spurning um að svigrúm stjórnvalda verði áfram fyrir hendi, hvað sem við vilj- um gera,“ segir Sigurður. Fyrst sjávarútvegur er undan- þeginn reglunum, hafa þær engin áhrif á t.d. hina svokölluðu Vest- fjarðaaðstoð, sem veitt var sjávar- útvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum. Aðrir styrkir, til dæmis til almennr- ar atvinnuþróunar og til starfsemi atvinnuráðgjafa, falla innan þess ramma sem ESA setur, að sögn Sigurðar. Stofnunin hefur jafn- framt samþykkt nýja ríkisstyrki, til dæmis til skipasmíðaiðnaðarins. Samkvæmt EES-reglum er ekki leyfilegt að veita einu fyrirtæki sér- stakan styrk; um allar styrkveiting- ar þarf að gera almenna fram- kvæmdaáætlun, sem nær til margra fyrirtækja. Breyting upp úr aldamótum? Kortið, sem ESA hefur nú gefið út af þeim landsvæðum á íslandi, sem mega njóta byggðastyrkja, er í gildi í fimm ár og verður að þeim tíma loknum tekið til endurskoðunar. Ekki er víst að það verði endurnýjað sjálf- krafa, þar sem innan Evrópusam- bandsins eru uppi tillögur um að afnema að nýju stijálbýlisskilyrðið, sem bætt var við byggðastefnu sambandsins vegna inngöngu nor- rænu ríkjanna. Norðurlöndin hafa andmælt þessum hugmyndum, en nái þær fram að ganga getur það haft áhrif á fyrirkomulag byggða- styrkja á íslandi upp úr aldamót- um. Ekki landbún- aður og sjáv- arútvegur ESA og ísland mættust á miðri leið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.