Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum Nemendur allstað- ar að af landinu Vestmannaeyjum - Stýrimanna- skólinn í Vestmannaeyjum hefur 32. starfsár sitt 2. september nk. er skólinn verður settur. Við skól- ann hafa verið starfrækt bæði 1. og 2. stig skipstjórnarmenntunar en skólinn er fyrsti stýrimanna- skólinn sem tók til starfa utan Reykjavíkur. Að sögn Friðriks Asmundssonar, skólastjóra, hefur aðsókn að skólanum undanfarin ár verið svipuð og sagðist hann vonast til að svo yrði einnig nú. Hann sagði að um mitt sumar hefðu verið komnar 17 umsóknir um setu í 1. stigi sem væri mun meira en undanfarin ár en síðustu daga hefðu einhveijir hætt við skólagöngu þannig að þeir yrðu eitthvað færri en áætlað hefði verið en fjöldinn lægi þó ekki enn nákvæmlega fyrir. Hann sagðist þó vonast til að aftur ætti eftir að fjölga þótt stutt væri í byijun skólaárs því einhveijir sem ekki hefðu sótt um væru að velta fyrir sér að hefja nám. Hann sagði að Stýrimannaskól- inn í Eyjum væri mjög vel búinn til menntunar skipstjórnarmanna og öll nýjustu og bestu tæki væri Boðið upp á heimavist og íbúðir fyrir fjöl- skyldur að finna í skólanum. Þar væri m.a. nýr siglinga- og fiskveiði- hermir þar sem líkja mætti eftir ýmiskonar veiðum og siglingum um hafnir innanlands sem utan. Þá væri nýr GMDSS búnaður í skólanum ásamt flestum hugsan- legum siglinga- og fiskleitartækj- um. Afspurn góð af skólanum Friðrik sagði að frá stofnun Stýrimannaskólans í Vestmanna- eyjum hefði mikill fjöldi nemenda komið ofan af landi til náms í Eyjum og svo yrði einnig nú. Hann sagði að heimavist hefði alltaf verið starfrækt við skólann og einnig hefðu stjórnendur skól- ans séð um að útvega fjölskyldu- mönnum, sem væru aðkomnir, húsnæði til leigu. Þetta hefðu margir nýtt sér enda væri sjálf- sagt að aðstoða menn við að fá íbúðir og það hefði alltaf gengið vel. Friðrik sagði að samfara fækk- un í skipaflota landsmanna hefði aðsókn að skipstjórnarnáminu á landinu öllu dregist saman en skólinn í Eyjum hefði þó náð að halda að nokkru sínum hlut, þrátt fyrir það, og að framboð skip- stjórnarmenntunar hefði aukist á landinu og væri það trúlega vegna þess að afspurn af skólanum væri góð og þeir nemendur sem hefðu stundað nám við hann gætu borið vitni um að hann útskrifaði menn vel undirbúna til að takast á við þau verk sem þeirra biðu á sjón- um. Nemendum ávallt reynst auðvelt að fá pláss Þá hefði það alltaf verið sér- stakt við Stýrimannaskólann í Eyjum að nemendum hefði alltaf reynst mjög auðvelt að fá pláss á skipum eða vinnu í landi með náminu til að létta sér róðurinn fjárhagslega meðan á náminu stæði og safna sér um leið sigl- ingatímum. Morgunblaðið/Silli Ný flot- bryggja í Húsavík- urhöfn Húsavík - Tekin hefur verið í notkun ný flotbryggja í Húsavíkurhöfn en skortur hefur verið á viðleguplássi fyrir smábáta, sérstaklega þá sem ekki eru í daglegri notk- un. Við nýju bryggjuna hafa 10 bátar fast viðlegupláss og gef- ur það aukið rými til athafna við Norðurgarðinn sem er aðal athafna- og viðlegupláss smábátaútgerðarinnar. Opnir bátar, gerðir út frá Húsavík, munu vera um 50 talsins. Álagiðjókst aðeins Flateyri - ÁLAGIÐ hjá Páli Þor- steinssyni, heilsugæslulækni á Flat- eyri hefur að hans sögn heldur auk- ist síðustu vikurnar, vegna deilu heilsugæslulækna. Páll Þorsteinsson læknir sagði í samtali við Mbl að álagið hefði aukist aðeins hjá sér síðustu vikurnar, hann hefði t.d. þurft að sinna læknisverkum á Pat- reksfirði, en svæði hans afmarkast af Flateyri og Þingeyri. Páll sagði að til hefði staðið af hans hálfu að hætta, en hann hefði ákveðið að fresta því en færi hins- vegar í frí nú um mánaðamótin ág- úst-september. Til stæði að ráða læknanema sem yrði á Þingeyri og myndi hann sinna Flateyri einnig. Aðspurður um almennt heilsufar þá kvað Páll að það væri með nokkuð góðu móti, ekkert alvarlegt hefði komið uppá enn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Melgresið slegið með þýskum hertrukk Fagradal - Bjarni Jón Finnsson hefur nú í sumar hannað og smíðað sláttuvél framan á Bens Unimak hertrukk. Vélin er ör- ugglega sú eina sinnar tegundar því að honum hefur tekist að nota ótrúlegustu hluti og fá þá til að virka svo sem sláttu greið- una sem er bandsagarblað og bandsagarblaðið snýst á felgum af Saab 900. Bjarni Jón var að prófa sláttu vélina þegar fréttaritari var á ferð í Vík. Bjarni var að slá melkolla suður af Víkurkaupt- úni og taldi að vélin virkaði mjög vel. Hann vonast eftir að geta notað vélina til að slá 10 tonn af melgresi í haust og er Landgræðsla ríkisins tilbúin að kaupa allt fræ sem hann getur safnað. Nýtt hótel í Jökulsárhlíð Egilsstöðum — Nýtt hótel hefur risið í Hlíðarhreppi við þjóðveg 917 á leið til Vopnafjarðar þegar farið er yfir Hellisheiði. Hótelið heitir Hótel Svartiskógur og er um 30 km frá Egilsstöðum. 17 rúm eru í hótelinu í eins og tveggja manna herbergjum. Öll tveggja manna herbergin eru með baði. Boðið er upp á mat fyrir hótelgesti. Það eru hjónin Helga Jónsdóttir og Benedikt Hrafnkelsson sem réðust í þessa uppbyggingu en þau eru bændur á Hallgeirsstöðum. Þau hafa bæði verið með kindur og refi en hafa þurft að horfast í augu við búsháttabreytingar eins og fleiri bændur í landinu. Þau hafa því hallað sér að ferðaþjón- ustu, auk þess sem Benedikt rekur steypustöð en Helga hefur í nokk- ur ár rekið sumargistingu að Brúa- rási. Hótel Svartiskógur er staðsett í náttúrulegum skógi sem hefur verið friðaður frá 1962 en þá voru líka gróðursett í hann barrtré sem eru orðin hávaxin í dag. Helga og Benedikt eru bjartsýn á reksturinn, þau ætla að reka Svartaskóg sem heilsárshótel og bjóða enn fremur upp á aðstöðu til veisluhalda en húsakynnin bjóða upp á að hægt er að halda rúmlega 100 manna veislur. Morgunblaöið/Anna Ingólfsdóttir HELGA Jónsdóttir og Benedikt Hrafnkelsson, eigendur Hótels Svartaskógar. HÓTELIÐ er í fallegum skógi. Morgunblaðið/Theodór. Kolskeggur í Klettaborg Borgarnesi - í leikskólanuin Klettaborg í Borgarnesi er gjarn- an bryddað upp á margs konar tilbreytingu fyrir unga mann- fólkið sem þar dvelur. í sumar kom til dæmis hestamaðurinn Bjarni Guðjónsson í heimsókn með hestinn sinn, Kolskegg og fengu öli börnin að fara á bak. Anægjan skein úr hverju andliti og enginn var hræddur við hest- inn, enda er Kolskeggur svo mik- ill ljúflingur. Bjarni rekur reiðskóla fyrir börn og unglinga í aðstöðu hesta- manna að Vindási ofan Borgar- ness á sumrin. Sagði Bjarni það nauðsynlegt að vera með þæga hesta og sérstaka hnakka fyrir yngstu börnin og svo yrðu allir alltaf að vera með reiðhjálma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.