Morgunblaðið - 31.08.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 33
AÐSENDAR GREINAR
Um „valdpresta“
NJORÐUR P. Njarð-
vík, prófessor í íslensk-
um bókmenntum við
HÍ, fjallaði um kirkjuna
í hinum vikulega pistli
sínum, „Meðal annarra
orða“, í Morgunblaðinu
miðvikudag 14.8. sl.
Þar spyr hann sig og
aðra hver eigi kirkjuna
og fjallar m.a. um mál
sem ég er aðili að. Ég
hef oft lesið skrif
Njarðar með áhuga og
til gagns í mínu starfi
sem prestur. Ég varð
aftur á móti fyrir mikl-
um vonbrigðum þegar
ég las þennan pistil
hans þar sem mér
finnst hann lýsa svo mikilli vanþekk-
ingu á stjórnskipulagi kirkjunnar og
reyndar einnig á inntaki kristinnar
trúar.
Um svipað leyti og ég las þessa
grein, gluggaði ég í bók Sigurðar
Nordals „Líf og dauði“, en eins og
kunnugt er var Sigurður heitinn
prófessor í íslenskum bókmenntum
við Hí, eins og Njörður. Ólíkt hafast
þessir tveir menn þó að. í bók sinni,
sem inniheldur sex útvarpserindi frá
1940, fjallar hann mikið um kirkj-
una, kristna trú og um stöðu prests-
Torfi K. Stefánsson
Hjaltalín
ins. Hann játar þar af
hógværð sinni að þar
fari hann út fyrir fræði-
grein sína og hætti sér
á hála braut þar sem
hann sé ekki annað en
hversdagslegur
óbreyttur leikmaður
sem styðst ekki við
neina „hulda dóma“.
Hógværð Sigurðar er
því miður ekki fyrir að
fara hjá Nirði. Hann
talar yfirlætislega um
málið, um kirkju og
presta eins og hann
einn hafi hinn rétta
skilning á því hvernig
kirkjan eigi að tala og
starfa og hvert inntak
og einkenni hins kristna boðskapar
sé. Kirkjan eigi að vera „frjálslynd,
víðsýn, umburðarlynd og óáreitin“,
ef hún vilji standa undir nafni sem
þjóðkirkja, flytja fagnaðarerindið
„fordómalaust" í stað þess að nota
lögmálið sem refsivönd á fólk eins
og gert er í sértrúarsöfnuðunum.
Hann varar við þröngsýni og heldur
því fram að í boðskap Krists séu
„engar kreddur, engar deilur, engir
prestar eða prelátar". Svo er helst
á honum að skilja að hann telji sig
og aðra geta nálgast hina raunveru-
Sumir aldraðir
eru of neikvæðir
það.
TVEIR ritsnillingar
fóru mikinn í Morgun-
blaðinu og Dagblaðinu
fyrir nokkrum dögum í
lýsingum sínum á
vonsku verkalýðsfor-
ustunnar gagnvart öldr-
uðu fólki sem komið er
út af vinnumarkaði.
Þessir snillingar eru
Árni Brynjólfsson fram-
kvæmdastjóri og Þor-
steinn Berent Sigurðs-
son, fv. flugumferðar-
stjóri. Mér fannst vera
tvennt sameiginlegt
með ritsmíðum þeirra.
Þeir eru greinilega báð- Benedikt
ir reiðir og annað hitt Davíðsson
að þeir hirða ekkert um
staðreyndir mála heldur einungis það
að reyna að koma höggi á ímyndað-
an andstæðing, líklega af því að þeir
telja eins og víkingurinn Þorgeir, sem
Ef þessir menn telja sig
vilja vinna eftirlauna-
fólki gagn, segir Bene-
dikt Davíðsson, ættu
þeir frekar að stuðla að
samstarfi samtaka
launafólks og samtaka
aldraðra en geysast
fram á ritvöllinn með
tilhæfulausu geipi...
kannski er tilefni Þor-
steins bara hin furðu-
lega grein Árna Brynj-
ólfssonar sem birtist
nokkrum dögum fyrr.
Árni Brynjólfsson er
maður sem í áraraðir
hefur setið í stjórn líf-
eyrissjóðs og verið
stjórnarmaður i Sam-
bandi almennra lífeyri-
sjóða.
Hann var sem slíkur
harður baráttumaður
gegn tvísköttun lífeyris-
sjóðsiðgjalda, stóð að
mörgum samþykktum
þar um. Það kemur mér
því á óvart ef hann er
nú á annarri skoðun um
Ámi heldur þvi fram í grein
Þorsteinn vitnar til, að hinn ímynd-
aði andstæðingur standi svo vel til
höggsins. Þorstein þennan veit ég
ekkert um eða hvaða hvatir liggja
til hans skrifa. Kannski er manninum
bara svona mikið í mun að tjá sig í
fjölmiðlum að honum fínnist ekki
ástæða til að afla sér heimilda um
það sem hann er að skrifa um, þó
að hann ekki þekki málefnið, eins
og auðsætt er af grein hans. En
ásakanir á samtök launafólks eða
forustumenn þeirra, sem ekki eiga
sér aðra réttlætingu en þá að sá sem
ásakanirnar ber fram telur ímyndað-
an óvin standa vel til höggsins eru
auðvitað ekki svara verðar. En
Deilur innan kirkjunnar,
segir Torfi Stefáns-
son Hjaltalín, standa
milli þeirra sem vilja
boða orðið hreint og
ómengað og hinna sem
vilja gefa fólki sjálf-
dæmi í trúmálum.
legu kirkju á sinn eigin hátt, án
nokkurrar meðalgöngu okkar prest-
anna, líklega fyrir eigin opinberun
þar sem hægt er að upplifa „hina
dýpstu skynjun guðlegs eðlis“.
Njörður talar með vissri óvirðingu
um hina „ytri kirkju" og um prests-
embættið sem að hans mati er ekki
stofnað af Kristi, aðeins lærisveina-
hlutverkið, og heldur því fram að
prestar séu ekki herra safnaðarins
heldur þjónar hans og lærisveinar
Krists á sama hátt og aðrir.
Sigurður Nordal fjallar á allt ann-
an hátt um prestsstarfið. Hann legg-
ur áherslu á prédikunarhlutverk
prestsins og vandann því samfara,
og bendir á að prédikunarstarfið sé
oft og einatt óvinsælt verk og erf-
itt. Prédikarinn verður oft að vaða
elda sem hann mætir, elda kæruleys-
is, efasemda, aðkasts. Meðan Njörð-
ur gagnrýnir prestana fyrir að vera
ekki nægilega fijálslynda og um-
burðarlynda, gagnrýnir Sigurður
kæruleysi almennings gagnvart
kristinni trú. Fólk snúi spariandlitinu
að prestum við venjubundnar at-
hafnir en tekur ekki mark á þeim í
fullri alvöru. Honum finnst þetta
óþolandi ástand, ástand sem valdi
glundroða í hugsun, hræsni og and-
legum doða. Hann ásakar presta
fyrir að eiga sök á þessu ástandi,
sem felst m.a. í því að þeir skirrast
við að leggja út frá hinum stranga
boðskap Krists um sauði og hafra,
helvíti og kvalir. En samkvæmt Nirði
er slíkan boðskap ekki að finna í
orðum Krists, þar séu engar kreddur
eða deilur að finna.
Að mínu mati eiga orð Sigurðar
mun meira erindi til okkar í dag en
orð Njarðar, og lýsa ástandi kirkju-
mála mun betur en skrif Njarðar.
Ég tel að deilurnar innan kirkjunnar
um þessar mundir standi einmitt
milli þeirra sem vilja boða orðið
hreint og ómengað, og hinna sem
vilja gefa fólki sjálfdæmi í trúmálum,
þeirra sem einungis tala eins og
þeir halda að fólk vilji heyra. Njörð-
ur getur kallað hina fyrrnefndu
„valdpresta" ef hann vill og hina
síðarnefndu fijálslynda og umburð-
arlynda en ég er óskup hræddur um
að það sé mikil einföldun á stað-
reyndum.
Við getum reyndar snúið gagn-
rýni hans á okkur „valdprestana"
upp á hann sjálfan og hans starf.
Hvað ætli Njörður segði við því ef
hin fijálsa samkeppni yrði leyfð inn-
an veggja háskólans? Kennarar
væru þá ekki fastráðnir og hefðu
ekki vissar greinar til að kenna held-
ur gætu nemendur valið sér kennara
í þeim greinum sem kenna skuli í.
Og ef nemendum fyndist einhver
kennarinn ekki nægilega „umburð-
arlyndur og víðsýnn" þá fengi hann
enga nemendur. Ljóst er að slíkt
fyrirkomulag yrði mjög vinsælt með-
al nemenda og án efa í þeirra þökk,
en óvíst er að kennararnir myndu
vilja starfa við slíkar aðstæður. Énda
er það svo að kennarar og prófessor-
ar ráða fyrirkomulagi kennslu í há-
skólum, ekki nemendur. Og þeir vilja
veija sínar stöður, njóta starfsörygg-
is. Er nokkuð óeðlilegt við það að
prestar vilji slíkt hið sama?
Ástandið innan kirkjunnar er
þannig að á þessu sviði á höfuðborg-
arsvæðinu ríkir nær algjör glundroði
vegna þess fijálsræðis sem viðgeng-
ist hefur. Það er að mínu mati aðal-
orsök deilna innan kirkjunnar. Prest-
arnir eru í harðri samkeppni sín á
milli um sálirnar, í stað þess að virða
starfsvettvang hver annars og sýna
hver öðrum nærgætni og virðingu.
Fjölskyldu- og vinsælda-prestsfyrir-
komulagið er að gera kirkjuna að
viðundri. Hún gegnir varla lengur
sínu trúarlega hlutverki, heldur er
fyrst og fremst orðin hugguleg um-
gjörð utan um sjálfsdýrkun nútíma-
fólks. Guðsþjónustan er algjört
aukaatriði, hinar kirkjulegu athafnir
og hátíðir tröllríða öllu starfi kirkj-
unnar. Prestar þora því varla að
gegna predikunarhlutverki sínu af
ótta við að missa „kúnnana".
En kirkja sem ekki þorir að segja
til vamms vegna markaðshyggju-
sjónarmiða, er ekki lengur kirkja,
heldur eitthvað allt annað að mínu
mati. Þessu vil ég breyta og því stend
ég í mínu þvargi, flestum til leið-
inda. Ég kalla á leikmenn, ekki að-
eins presta eins og Njörður gerir í
sinni grein, sem geta hafið sig yfir
dægurþrasið og talað máli trúarinn-
ar eins og Sigurður Nordal gerði
heiðarlega tilraun til á sínum tíma.
Því miður er slíks ekki að vænta frá
Nirði P. Njarðvík.
Höfundur er sóknarprestur.
sinni að verkalýðssamtökin hafi sam-
ið um það í kjarasamningum að nið-
ur skyldi falla 15% afsláttur lífeyris-
þega af skattstofni gegn því að hin
gamla krafa Árna, lífeyrissjóðanna
og samtaka launafólks og atvinnu-
rekenda um að undan þiggja 4% ið-
gjaldshluta launafólks skattlagn-
ingu, eins og gert var fram til 1988,
fengist samþykkt.
Ekkert er ijær sannleikanum held-
ur en þetta og það ætti Ámi að vita
þó að nú kjósi hann að láta sem svo
sé ekki.
Hitt á Árni líka að vita að þegar
15% afsláttarreglan var upptekin
1995, lýstu samtök aðila vinnu-
markaðar yfir að sá afsláttur yrði
ekki til þess að niður félli krafa
samtakanna um að undan þiggja
4% iðgjaldið skatti og heldur ekki
að verkalýðshreyfingin félli frá kröf-
unni um að greiðslur úr lífeyrissjóði
hefu ekki áhrif á eftirlaunagreiðslur
frá Tryggingarstofnun. Með þessum
upplýsingum ætti einnig að leiðrétt-
ast rógburður Þorsteins Berents.
Að lokum þetta. Ef þessir menn
telja sig vilja vinna eftirlaunafólki
gagn ættu þeir frekar að stuðla að
samstarfi samtaka launafólks og
samtaka aldraðra en að geysast
fram á ritvöllinn með tilhæfulausu
geipi og vanþekkingar skrif. Ják-
vætt samstarf er það sem hvoru
tveggja þessi samtök þurfa en ekki
neikvæður rógburður. Lítið á björtu
hliðarnar.
Höfundur er fyrrverandi forseti
Alþýðusambands fslands.
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
864 þáttur
FORNIR bragarhættir eru
gæddir miklum þokka. Á elstu
kvæðum eru þeir oft óreglulegir,
í mótun, prýddir óskýranlegum
töfrum upprunans.
Ymr varð á bekkjum,
afkárr söngr virða,
gnýr und goðvefjum,
grétu böm Húna
nema ein Goðrún,
es hón æva grét
bræðr sína berharða
ok buri svása,
unga, ófróða,
þás hón við Atla gat.
(Atlakviða)
Hér var flest úr skorðum geng-
ið og fim mikil orðin, en Guðrún
Gjúkadóttir grét ekki. Hún var
orðin kaldlynd í ótrúlegu og
margbreytilegu hreggi lífsins.
Þorbjörn er norskur maður
nefndur á 9. öld, auknefndur
hornklofi. Það orð getur þýtt
hrafn. Hann sat innarlega í hirð
Haralds hárfagra (lúfu). Hann
var því kallaður hornklofi, að
honum hafði hugkvæmst að láta
hrafn og valkyrju „ræðast við“
í kvæði um hrakfarir óvina Har-
alds í Hafursfirði. Það kvæði er
stundum nefnt Hrafnsmál:
Vitr þóttisk valkyija,
verar né óru
þekkir svá enni fránleitu,
es foglsrödd kunni;
kvaddi en glæhvarma
ok en kverkhvita
Hymis hausrofa,
es sat á horni vinbjarga.
Valkyijan þóttist vitur og
kunni fuglamál, en var ekki
hugarholl mönnum. Hún ávarp-
aði hrafninn.
Nokkur önnur „mál“ eru yfrið
forn: Atlamál in grænlensku,
Eiríksmál, Bjarkamál, Hákon-
armál. Þessi kvæði eru (að hluta
til) undir bragarhætti sem fékk
nafnið málaháttur. Voru kvæð-
in kölluð mál eftir hættinum,
eða hátturinn eftir kvæðunum?
Ekki hétu öll málaháttarkvæði
mál. Eftir þá „óreglu“, sem sjá
má á dæmunum úr Atlakviðu
og Hrafnsmálum og víðar,
hneigðist hátturinn, eins og
gengur, til að taka á sig reglu-
legra form; átta braglínur, fímm
atkvæði í hverri. Tökum dæmi
úr Hákonarmálum, frá síðara
hluta 10. aldar:
Hrauzk ór hervóðum,
hratt á völl brynju,
vísi verðungar,
áðr til vígs tæki;
lék við ljóðmögu,
skyldi land veija
gramr enn glaðværi,
stóð und gollhjalmi.
(Eyvindur Finnsson skáldaspillir).
Skáldið segir frá því að Hákon
Aðalsteinsfóstri fór brynjulaus í
bardagann, en var með gull-
hjálm og gekk glaður fram á
orustuvöllinn.
Nær „regluleg" er þessi vísa
í Skírnismálum (en þau eru þó
að mestu með ljóðahætti):
Heyri jötnar,
heyri hrímþursar,
synir Suttunga,
sjálfir ásliðar,
hve eg fyrirbýð,
hve eg fyrbanna
manna glaum mani,
manna nyt mani.
Um málahátt hefur skrifað
heila bók af ærnum lærdómi
Bruno Sjöros fil.kand. í Helsinki
(Helsingfors), útg. 1906.
Þegar ögn leið út á 11. öld,
tóku skáld, sem kunnu að fara
með dróttkvæðan bragarhátt,
að setja rímorð (hendingar) úr
þeim hætti inn í málaháttarvís-
ur, og verður þá til nýr háttur,
haðarlag. Fyrstur til þessa, svo
að varðveitt sé, var Þormóður
Trefílsson, en varla er þó allt
reglulegt í haðarlagi hans í
kvæðinu Hrafnsmál.
En á 13. öld var allt fínpúss-
að, múr- og naglfast, hjá snill-
ingum eins og Sturlu Þórðar-
syni, enda sagði sjálf drottning
Noregs að hann kvæði betur en
páfinn. En hvað vissi frú Ingi-
björg Eiríksdóttir um kveðskap
Urbans IV.?
Stóð af stórráðum
stýri brimdýra
ógn of úrþvegnar
jarðir vestrgarða.
Færðu hjálmhirða
hausa friðlausir
jöfrar ósvífrum
ótta rándróttar.
Með slíkum glæsileik kvað
Sturla um tengdaföður hennar,
Hákon (V.) gamla Hákonarson.
En þegar allt er svona slétt
og fellt, eru töfrar upprunans
að vísu horfnir, og silfuröldin
að taka við af gullöldinni.
Um hinn forna skáldskapjiafa
ritverk þeirra próf. Einars Ólafs
Sveinssonar og próf. Sigurðar
Nordals orðið mér greinarbest
og notadrýgst - og listrænust.
Hlymrekur handan kvað:
Fór Jóna, og aldrei þeir fund’ ’ana,
fór Þormóður vestur í lundana,
fór djöfull í svínin,
svo þau duttu á trýnin,
en Dýrleifur Jóns fór í hundana.
Ath. í næstsíðasta þætti sagði
ég Skuld ekki virðast hafa verið
kvenheiti hérlendis. Dr. med.
Halldór Baldursson hefur nú
nefnt mér tvær frænkur sínar
með þessu nafni, aðra í Kanada,
og er þeirra getið í heimildum
sem mér hefði verið vorkunn-
laust að kanna, sjá t.d. Víkings-
lækjarætt. H.B. þakka ég kær-
lega fyrir fræðsluna.