Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 23 Mengun og matarsýkingar Matareitrun hefur færst í vöxt á síðustu árum, meðal annars hérlendis. Margrét Þorvaldsdóttir kynnti sér helstu mengunarvalda í matvælum. IMýtt Sjálffestur útihitamælir NÝJUNG í útihitamælum fæst nú hér á landi. En það er mælir úr plasti sem þarfnast engra festinga því hánn festir sig sjálfur með sog- skál á rúðurnar. Útihitamælirinn fæst meðal ann- ars hjá Húsasmiðjunni Skútuvogi. Fitulítið majónes HELLMAN’S Low fat majónes fæst nú í verslun- um hérlendis. Majónesið er mjög fitulítið en i 100 g eru ein- ungis 5,9 g af fitu og 147 hitaein- ingar. Auk þess inniheldur það enga mettaða fitu og er kólesterólfrítt. í Bandaríkjunum er Hellman’s • fitusnauða majónesið mikið notað sem viðbit á samlokur. VÍÐTÆKAR matareitranir, sem komið hafa upp hér á landi, í Japan og nú síðast á Indlandi, þar sem hundruð manna hafa sýkst, hafa orðið til að neytendur vilja meiri fræðslu um hvaða hættur geti leynst í matnum. Mengun í matvælum getur verið af ýmsum ástæðum: efnamengun, efnaíblöndun og náttúruleg mengun, en hún getur orðið af völdum bakter- ía, sveppaflóru, orma, sníkjudýra, myglu eða annarra örvera. Það sem greinir þessa mengunarþætti frá öðr- um er að þeir koma fljótt fram. Matareitrunartilfellum hefur fjölg- að mjög á seinni árum. I mörgum tilvikum virðist fólk telja að um magakveisu geti verið að ræða, en þúsundir dauðsfalla eru raktar til matareitrunar árlega. Sýkingar eru sérstaklega hættulegar ungum börn- um, öldruðum og sjúkum eða öðrum viðkvæmum einstaklingum með skert ónæmiskerfi. Kæruleysi við framleiðslu helsta orsökin Orsakir eitrunar verða í flestum tilfellum nú sem áður vegna kæru- leysis við framleiðslu eða slæmrar meðferðar matvæla, lélegrar geymslu eða á lokastigi framleiðsluferlis. Meðal náttúrulegra mengunar- valda má nefna: Aflatoxin er eiturefni í myglu sem getur verið í hnetum, korni og maís og getur það einnig verið í kjöti dýra sem hafa verið alin á aflatoxin-meng- uðu fóðri. Aflatoxin er talið geta valdið lifrarkrabbameini. Botulinumer baktería sem lifír án súrefnis og getur borist við slæma meðhöndlun við niðursuðu. Því skal forðast bólgnar niðursuðudósir og dósir með leka við saum eða sam- skeyti. Þó að botulismi sé sjaldgæfur getur hann valdið dauða. Sjúkdóm- seinkenni geta komið fram í tauga- og sjóntruflunum og þreytu. Campylobacterer rakin til saur- mengunar við slátrun eða vinnslu kjöts, kjúklinga eða mjólkurvara. Sjúkdómseinkenni eru mjög slæm magabólga og niðurgangur. Escherichia coli er mjög algeng orsök magaverkja og niðurgangs hjá ungu fólki og þeim sem eru á ferða- lögum. Venjulega er hún ekki hættu- leg, þó er eitt afbrigði hennar mjög hættulegt, það orsakaði dauða nokk- urra barna sem neyttu mengaðra hamborgara í Seattle fyrir u.þ.b. ári. Hepatitis er vírus sem orsakar lifr- arbólgu. Sjúkdómseinkennum svipar til innflúensu. Vírusinn berst aðal- lega frá einstaklingum sem þegar hafa smitast af vírusnum og með- höndla matvæli af kæruleysi. Hepat- itis getur í vissum tilfellum valdið dauða, þó að í fleiri tilfellum valdi hann langvarandi röskun á starfsemi lifrarinnar. Listeria er önnur varasöm bakter- ía sem getur borist við gáleysislega meðhöndlun við vinnslu á kjötmeti og mjólkurvörum eins og mjúkum osti. Listeria getur valdið dauðsföll- um — allt að 25 prósent hjá ungum og öldnum einstaklingum og eru sjúkdómseinkenni svipuð mildri innflúensu. Listeria getur stuðlað að heilabólgu og heilahimnubólgu. Þessi baktería olli faraldri 1985 sem leiddi til a.m.k. 40 dauðsfalla. Ciostridium perfingens er baktería sem kemur fyrir í pottréttum, sósum eða öðrum réttum sem eru látnir standa við stofuhita í nokkrar klukkustundir. Bakterían veldur sjaldnast dauða en hún getur orsakað óþægilega magaverki og niðurgang. Salmonella er baktería sem getur þrifist í kjúklingum, rauðu kjöti, svínakjöti, eggjum, fiskmeti og mjólkurvörum og nú nýlega í niður- skornum melónum (erlendis). Salm- onella veldur flestum matarsýking- um bæði hér á landi og víða annars staðar. Sjúkdómseinkennin eru bólga í þörmum með krampa, niðurgangi og ógleði sem getur varað í viku. Paralytic skelfískeitrun er alvarleg matareitrun sem orsakast af þör- ungablóma. Þessi skelfiskeitrun get- ur valdið svima, öndunarerfiðleikum, ógleði og röskun á einbeitingu. Árið 1993 kom hér upp matareitrun sem rakin var til neyslu á skelfiski. í kjöl- farið var varað við tínslu kræklings í Hvalfirði tímabundið. Staphylococcus aureus er baktería sem finnast í hálsi og nefi og getur borist í mat við handfjötlun. Þessi baktería getur fjölgað sér hratt við stofuhita og getur þá valdið matar- eitrun. Sýkingar af völdum bakter- íunnar koma oftast fram í unnum kjötvörum, upphituðum mat, mjólk- urafurðum og sterkjuríkum réttum, búðingum og sósum. Trichinosis getur komið fram eftir neyslu á kjöti af villtum dýrum og svínakjöti sem inniheldur orminn trichinella. Þessi ormur er ekki í svín- um hér á landi en fólk sem ferðast erlendis ætti að gæta þess að borða ekki snöggsteikt kjöt af svínum eða villtum dýrum. Sjúkdómseinkennin geta verið vöðvaverkir, hiti og vökv- auppsöfnun. Sýkingar af völdum þessara mengunarþátta má í flestum tilfell- um fyrirbyggja með góðu hreinlæti og góðri kælingu matvæla. Einnig er gott að hafa í huga orð ágæts gerlafræðings sem sagði að senni- lega hefði ekkert bjargað íslending- um frekar frá matareitrun í gegnum aldirnar en góð suða á mat. Hnetubikar HJÁ Dairy Queen ísbúðinni við Hjarðarhaga er nú hægt að kaupa hnetubikar en það er nýjung hjá ísbúðinni. Um er að ræða mjólkur- ís, heita súkkulaðisósu, og saltaðar og ristaðar spænskar hnetur. Tæknisprey á tilboði NÝR andlitsfarði frá No7 er kominn á markað. Farðinn er með ljósbrjót- andi efnum sem eiga að gefa óað- finnanlega áferð og fela fínar línur og hrukkur. Innihald farðans er aðallega silí- kon og vatn auk annarra næringar- og bætiefna. Andlitsfarðinn fæst í sjö litasam- setningum og er í úðaformi. í versl- unum fæst farðinn á sérstöku tilboðs- verði, 790 krónur. Minnislykill Eurocard í AUKNUM mæli þurfa korthafar nú að muna leyninúmer bæði á kred- itkortum og debetkortum og á bankabókum. Eurocard kreditkorta- fyrirtækið hefur nú sent viðskipta- vinum sínum minnislykil. Um er að ræða miða í sígildri kortastærð með mismunandi lituðum reitum og þar geta korthafar eftir vissum reglum skráð hjá sér númerin. Óheimilt er að geyma leyninúmerin á sama stað og kortin. PiNTIUM TÖLVUR jfiii mm 1 frðkr. P stgr. PENTIUm MARGMIDLUHARTOLVUR fra kr. stgr. CASIO REIKNIUÉLAR afsláttur G-SHOCK ÚR 9% afsláttur 28.8 B MÖDEH ii 5 ÁRA ÁBYRGD nn ■ 1 frá kr. stgr. 10% stgr. afsláttur af öllum öðrum vörum f dag. Kaffí og Pepsi. BIEKSPRAUTU- f frákr PRENTAH 1M II 0 stgr. UUR SENIVIRSIA FVRIR NIEIRA EN 15.000 KR. FÁ GEHHS CASI0 BAKP0KA Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 569 1500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.