Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilbrigðisyfirvöld ákveða frekari aðgerðir Styrkja öryggisþjón- ustuna við sjúklinga HEILBRIGÐISYFIRVÖLD hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að styrkja enn frekar lágmarks- læknisþjónustu um land allt í sam- vinnu við Læknafélag íslands. Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að samvinnan við LÍ um neyðarþjónustu á landinu fari vax- andi. Neyðarþjónusta lækna á Vopnafirði og Djúpavogi Heilbrigðis- og fjármálaráð- herra fóru yfir stöðu mála með landlækni í gær vegna breyttra aðstæðna eftir að uppúr slitnaði í samningaviðræðum heilsugæslu- lækna og ríkisins. Ákveðið var að koma á neyðarþjónustu lækna á Vopnafirði og Djúpavogi en þar hafa engir læknar verið til staðar og hefur stjórn LÍ fallist á að hvetja heimilislækna til að ganga til sam- starfs við ráðuneytið um það. Héraðshjúkrunarfræðingar ráðnir á næstu dögum Ráðnir verða átta héraðs- hjúkrunarfræðingar til starfa með héraðslæknum til að skipuleggja og styrkja starfsemi hjúkrunar- fræðinga um land allt, skv. upplýs- ingum Kristjáns. Er þegar farið að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa. Einnig verður unnið að styrk- ingu sjúkrahúsanna á landsbyggð- inni þar sem þess er talin þörf vegna ástandsins. Nær það m.a. til sjúkrahússins á Neskaupstað, þar sem álag hefur verið mjög mikið undanfarnar vikur og verður athugað í samvinnu við LÍ hvort hægt sé að fá lækni til starfa þar. I bréfi LÍ til ráðuneytisins í gær er ítrekað að læknar séu sammála því að tryggja beri neyðarþjónustu á landinu en tekið er fram að LÍ geti ekki unað því lengur að þessi vinna sé innt af hendi án endur- gjalds og fór félagið fram á það við ráðuneytið að gengið verði strax til samninga við félagið um þetta. Kristján sagði að gengið yrði frá því að læknar fengju greitt fyrir þessa vinnu. Sveinn Magnússon, varafor- maður LÍ, segir að aldrei hafi stað- ið á læknum að sinna neyðartilvik- um. Læknar hafa sinnt neyðar- þjónustu frá 1. ágúst og er pirring- ur í læknum sem hafa sinnt þessu verkefni undanfarinn mánuð, að sögn Sveins. Nauðsynlegt sé því að ganga frá þessum málum. 30 sjúkrahúslæknar segja stöðum sínum lausum Morgunblaðinu barst í gær yfirlýsing frá 30 sjúkrahúslæknum: „í dag höfum við 30 sjúkrahús- læknar ákveðið að segja stöðum okk- ar lausum. Um er að ræða flesta lækna við minni sjúkrahús og hjúkr- unar- og elliheimili á iandsbyggð- inni. Uppsögnin kemur í kjölfar yflr- lýsingar okkar frá 22.8. síðastliðn- um. Ástæða uppsagnarinnar er stað- an í samningaviðræðum heilsugæslu- lækna og samninganefndar ríkisins en ekkert hefur þokast áfram þótt nú sé liðinn einn mánuður frá því uppsagnir heilsugæslulækna tóku gildi. Nú hefur slitnað upp úr samn- ingaviðræðum og sjáum við okkur því ekki lengur fært að starfa ein- ungis í hlutastarfi við óbreyttar for- sendur. Virðingarfyllst. Kristján G. Guðmundsson og Páll N. Þorsteinsson, læknar við Sjúkra- húsið Blönduósi. Ágúst Oddsson, læknir við Sjúkrahúsið Bolungarvík. Bragi Stefánsson og Þórir V. Þóris- son, læknar við Dvalar- og hjúkrun- arheimilið Dalbæ, Dalvík. Gísli Bald- ursson, Gunnar H. Gíslason og Pétur Heimisson, læknar við Sjúkrahúsið, Egilsstöðum. Gísli Baldursson og Þórir Kolbeinsson, læknar við Dval- ar- hjúkrunarheimilið Lund, Hellu. Sigfús Ólafsson, læknir við Sjúkra- húsið, Hólmavík. Gísli G. Auðunsson, Guðmundur Björgvinsson, Guð- mundur Óskarsson, Ingimar S. Hjálmarsson og Sigurður V. Guð- jónsson, læknar við Sjúkrahúsið, Húsavík. Gísli Júlíusson læknir við Sjúkrahúsið, Hvammstanga. Einar Axelsson, læknir við Sjúkrahúsið, Isafirði. Hjörtur Þór Hauksson, læknir við Dvalar- og hjúkrunar- heimilið Hombrekku, Ólafsfirði. Lár- us Þór Jónsson, læknir við Dvalar- heimilið Jaðar, Ólafsvík. Jón B.G. Jónsson og Þorsteinn Bergmann, læknar við Sjúkrahúsið, Patreksfírði. Björn Blöndal, Þorsteinn Þorsteins- son og Örn Ragnarsson, læknar við Sjúkrahúsið, Sauðárkróki. Anna K. Jóhannsdóttir, læknir við Sjúkrahús- ið, Siglufírði. Hannes Sigmarsson og Rúnar Reynisson, læknar við Sjúkra- húsið, Seyðisfirði. Jón Bjarnason, læknir við Sjúkrahúsið, Stykkis- hólmi. Baldur Friðriksson, læknir við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Sunda- búð, Vopnafírði.“ Fyrsti heilsuleikskólinn opnaður Stefnt að meiri vellíðan nema INGIBJÖRG Pálmadóttir opnaði formlega í gær fyrsta svo kallaða heilsuleikskólann, Heilsuleikskól- ann Skólatröð Kópavogi, en um er að ræða hluta af verkefni um heilsueflingu sem heilbrigðisráðu- neytið og embætti landlæknis hafa staðið að í um tveggja og hálfs árs skeið. Stærsti hluti þessa starfs hefur verið í samvinnu við fjóra bæi, Húsavík, Höfn, Hafnar- fjörð og Hveragerði. Unnur Stefánsdóttir leikskóla- stjóri á Leikskólanum Skólatröð segir að verkefnisstjórn átaksins um heilsueflingu hafi ákveðið að beina áherslunni að yngri kynslóð- um íslendinga og verði haft sam- starf við skóla á öllum skólastig- um. Meiri meðvitund um heilsu Skólarnir munu kallast heilsu- skólar og er þeim ætlað að sinna margvíslegum verkefnum, svo sem næringu, hreyfingu, streitu og notkun tóbaks og vímuefna í samstarfi við kennara, nemendur og foreldra. Markmiðið sé að auka vellíðan nemenda og gera þá með- vitaðri um eigin heilsu. Skólatröð fagnar árs afmæli í dag. Verkefnið var í undirbúningi frá maí síðastliðnum og hafa kennarar skólans staðið að þróun þess, í samvinnu við næringarráð- gjafa og uppeldisfræðing. Skólinn fékk 200 þúsund króna styrk frá ráðuneytinu til að taka að sér hlutverk heilsuleikskóla. Unnur segir að í upphafi hafi verið sett það markmið í starfi skólans að þar væru heilsusam- legir hættir í hávegum hafðir, þannig að ekki þurfi að koma á óvart að Skólatröð hafi orðið fyrir vali að hálfu ráðuneytisins. Ólafur Ólafsson landlæknir ávarpaði nemendur og gesti í gær við vígslu heilsuleikskólans fyrir hönd Heilsueflingar, en við sama tækifæri var tekið í notkun nýtt leiksvæði við skólann. Stefnt var að því að bjóða gestum að reyna það, þar á meðal ráðherra, en vegna votviðris var ákveðið að stytta athöfnina og þar á meðal þennan lið hennar. Morgunblaðið/Árni Sæberg DR. GUÐFINNA kynnti meginhugmyndir árangursstjórnunar fyrir starfsfólki Ráðhússins í gær. Stjórnir norrænu heimilislæknafélaganna þinga í Reykjavík Heilsugæslan á að vera grund- völlur heilbrigðisþj ónustunnar KLAS Winell, HANNA Salm- CARL Eric OLE Svendsen, HANS Kristian Finnlandi enpohja, Finn- Thors, Svíþjóð Danmörku Bakke, Noregi landi STJÓRNIR norrænu heimilis- læknafélaganna, sem setið hafa á samráðsfundi á Hótel Loftleið- um undanfama daga, hafa sent frá sér ályktun um ástandið í heilbrigðismálum hér á landi vegna uppsagna heimilislækna. I ályktuninni segir meðal ann- ars að stjórnir norrænu heimilis- læknafélaganna bregðist hart við þróuninni á íslandi þar sem heilbrigðisþjónusta landsmanna sé í hættu og biður stjórnvöld að heQa samningaviðræður hið bráðasta til að tryggja heilbrigð- isþjónustuna. Jafnframt benda stjórnirnar á að það sé almennt viðurkennt í heiminum að heilsu- gæslan eigi að vera grundvöllur heilbrigðisþjónustunnar. Siðferði íslenskra lækna aðdáunarvert Klas Winell situr í stjórn finnsku heimilislæknasamtakanna og er jafnframt varaforseti Evrópusam- taka heimilislækna. Hann segir samtökin _ líta ástandið í heilsu- gæslu á íslandi mjög alvarlegum augum og að þau muni taka það til umfjöllunar á næstunni. Hann kveðst hafa fylgst með gangi mála á íslandi um hríð og hann telur læknisþjónustu hér á landi vera í háum gæðaflokki. Hann segist dást að siðferði íslenskra lækna, sem sinni neyðarþjónustu þrátt fyrir uppsagnirnar. Óskiljanleg staða Hanna Salmenpohja, formaður samtaka finnskra heimilislækna, tekur í sama streng og landi henn- ar og leggur mikla áherslu á hlut- verk frumheilsugæslunnar fyrir fjölskylduna og samfélagið. Carl Eric Thors, formaður sam- taka sænskra heimilislækna, segir það mikið jafnréttismál að allir þegnar þjóðfélagsins hafi aðgang að góðri heilsugæslu. í flestum öðrum löndum séu menn sammála um það að öflug heilsugæsla sé grundvöllur allrar heilbrigðisþjón- ustu. Ole Svendsen, formaður sam- taka danskra heimilislækna, harm- ar mjög þá stöðu sem upp er kom- in í íslenska heilbrigðiskerfinu. Hann segir þróunina hér ganga í þveröfuga átt við það sem gerist annars staðar í Evrópu, þar sem það sé lykilatriði að allir íbúarnir hafi aðgang að læknum í heima- byggð sinni sem síðan vísi til sér- fræðinga, gerist þess þörf. Formanni samtaka heimilis- lækna í Noregi, Hans Kristian Bakke, þykir staðan hér því sem næst óskiijanleg. Hann álítur að ef norskir heimilislæknar hefðu lagt niður störf eins og hér þá væri heilbrigðiskerfið gersamlega hrunið. Þar í landi sé heilsugæslan grundvöllur allrar heilbrigðisþjón- ustu og sé honum kippt undan hrynji allt kerfið. Námskeið í árangurs- stjórnun REYKJAVÍKURBORG hefur samið við bandariska fyrirtækið LEAD Consulting um að halda námskeið í árangursstjórnun fyr- ir yfirmenn í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Dr. Guðfinna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, annast framkvæmd námskeiðs- ins. Námskeiðið miðar að því að ná sem bestum árangri í störfum stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Ráðgjafar frá LEAD Consulting verða hér eina viku í mánuði næstu 7 mánuði vegna nám- skeiðshaldsins. Dr. Guðfinna er menntuð í stærðfræði og hegðunarsálfræði með sérstakri áherslu á fram- kvæmdastjórnun. Sérgrein henn- ar er að hjálpa fyrirtækjum að hrinda áætlunum sínum og fram- tíðarsýn í framkvæmd með fræðslu og skipulagningu. Verk- efnum hennar fer ört fjölgandi og er LEAD Consulting í sam- starfi við mörg þekktustu ráð- gjafafyrirtæki í Bandaríkjunuin. Meðal viðskiptavina Guðfinnu eru General Electric, Union Carbide, landbúnaðar-, heil- brigðis- varnarmála- og iðnaðar- ráðuneytin í Bandarikjunum. Hér á landi hefur hún m.a. unnið fyrir fjármálaráðuneytið. I i i L ( * í i |l I ‘ Í i i Í i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.