Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31.ÁGÚST1996 41
MINNINGAR
MARGRET
BJÖRNSDÓTTIR
SKÚLIFRIÐRIKSSON
+ Margrét Björnsdóttir fædd-
ist á Litlu Borg í Þverár-
hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu
22. mars 1919. Hún lést á Sjúkra-
húsi Hvammstanga 18. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar Margrétar
voru Andrea Bjarnadóttir og
Björn Þórðarson. Andrea var ein
ellefu systkina.
Eftirlifandi eiginmaður
Andreu er Pétur Aðalsteinsson,
f. 12.8. 1920. Pétur og Andrea
eignuðust fjögur börn.
Útför Andreu fór fram frá
Hvammstangakirkju 30. ágúst.
Elskuleg vinkona okkar, Margrét
Björnsdóttir, hefur kvatt okkur að
sinni. Á kveðjustund hrannast upp
allar góðu minningarnar um 30 ára
skeið.
Við kynntumst Margréti, er mað-
ur hennar, Pétur Aðalsteinsson,
kenndi við barna- og unglingaskóla
Eyrarsveitar, Grundarfirði, veturinn
1966-67. Strax tókst góð vinátta
með þeim ágætishjónum og ijöl-
skyldu okkar. Erna Birna naut ekki
hvað sízt umhyggju og vænt-
umþykju Margrétar. Mörgum
stundum eyddi Erna heima hjá
henni meðan við hin vorum í skólan-
um. Aðdáunarvert var, hve Margrét
var umburðarlynd við þetta 6 ára
„skott“, sem fékk að hoppa í dívan-
inum hennar, skoða dótið í skúffun-
um og halda á veskinu fyrir hana,
er þær röltu í búðina. Margrét hafði
nú líka lúmskt gaman af því að litla
skottið gat verið snöggt upp á lagið
og svarað fyrir sig. En Erna pass-
aði líka upp á það, sem Margrét
átti. „Ekki snerta þetta, hún Mar-
grét á það,“ sagði hún, ef einhver
ætlaði að taka eða nota hluti Margr-
étar, og þá kímdi Margrét og vitn-
aði oft í þetta gegnum árin.
Á hverju sumri heimsóttum við
Norðurland, því að marga góða vini
áttum við fyrir norðan, auk Mar-
grétar og Péturs, allt austur í Aðal-
dal. En Erna Birna vildi helst ekki
fara lengra en að Stóru-Borg, beið
hún oftast þar, þar til við tókum
hana í bakaleiðinni.
Er við fluttum til Svíþjóðar árið
1981, fannst Margréti ekki annað
koma til greina en að við ættum
fastan samastað á íslandi. „Annars
sjáumst við aldrei," sagði hún. Þau
hjón buðu okkur að kaupa skika úr
landareign sinni að Stóru-Borg und-
ir sumarhús. Þarna höfum við dval-
ið á hveiju sumri, 2-3 vikur, í ná-
lægð við þessa goðu vini okkar og
notið gestrisni þeirra. Á hverju vori
hreinsuðu þau út allar flugurnar,
er safnast höfðu saman í bústaðnum
og hreinn þvottur beið okkar. Og
marga ferðina áttu þau til okkar,
og alltaf komu þau færandi hendi.
Það voru heimsins bestu kleinur,
ástarpungar og partar, saft, sulta
að ógleymdu súra slátrinu. Gaman
var að sjá þessi samrýndu hjón koma
í bílnum sínum uppi á brekkubrún-
inni, keik og hnarreist og Margrét
með Tátu og seinna Tinnu í fang-
inu. Táta var grá puddeltík, sem
gat sýnt listir og gengið á afturfót-
unum, og ef einhver tók dansspor
við Margréti, trylltist hún og reyndi
að skakka leikinn. Er Táta féll frá
syrgðu þau hjónin hana mjög og
þá kom Tinna í hennar stað, svört
puddeitík, lífleg og skemmtileg.
Hún Margrét var ekki stórvaxin,
en stórbrotin var hún og stór í snið-
um og stór í verkum. sínum, vin-
áttu, tryggð, hjálpsemi og gestrisni.
Hvað þessi smávaxna, fíngerða
kona gat verið eitilhörð af sér, þó
að hún gengi ekki ætíð heil til skóg-
ar, dugnaðarforkur, ósérhlífin og
afkastamikil til allra verka, einörð
í tali og stundum ekki allra. Já, hún
Margrét var sívinnandi, alltaf með
eitthvað á pijónunum, sokka, vettl-
inga og húfur, sem hlýjað hefur
okkur samferðamönnunum. Hún
notaði saumavélina líka óspart og
annaðist saumaskap á sjúkrahúsinu
á Hvammstanga í mörg ár. Margt
handtakið á hún líka í fallega, hlý-
lega húsinu, sem þau Pétur byggðu
sér á Hvammstanga.
Mikill gestagangur hefur alla tíð
verið hjá Margréti og Pétri, bæði á
Stóru-Borg og Hvammstanga.
Skyldir og vandalausir, vinir og
kunningjar hafa notið þeirra höfð-
inglegu gestrisni, öllum tekið opnum
örmum og leiddir að hlöðnu veislu-
borði.
Þau hjón ræktuðu ætíð eigin kart-
öflur. í vor setti Margrét niður í
garðinn sinn í seinasta sinn, eflaust
orðin sárþjáð. Hún nýtur ekki upp-
skerunnar - það vissi hún ef til vill
- en að gefast upp og skilja við
hálfnað verk, var ekki hennar stíll.
Er Margrét lá á sjúkrahúsinu í
sumar, taldi hún kjarkinn í sitt fólk
og uppörvaði það, sjálf var hún sátt.
Góða vinkona, vertu kært kvödd,
með þökk fyrir allt.
Blessuð sé minning þín.
Pétur, kæri vinur, megi Guð
styrkja þig og fjölskyldu þína á erf-
iðri stundu._
Guðrún Ág. Guðmundsdóttir,
Örn Forberg og fjölskylda.
+ Skúli Friðriksson fæddist
í Kópavogi 18. september
1968. Hann lést í Reykjavík
16. ágúst síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Lágafells-
kirkju í Mosfellsbæ 27. ágúst.
Kæri vinur.
Nú ert þú horfinn úr þessari
tilveru og verður erfitt að hugsa
til þess að fá aldrei að hitta þig
aftur eftir 10 ára vináttu, eiga
með þér góða kvöldstund yfir
kaffisopa og ræða um heima og
geima eins og við vorum vanir að
gera, njóta þinna góðu ráða sem
sannir vinir einir geta veitt. Þú
sem varst á beinu brautinni, áttir
framtíðina fyrir þér, ég man að
við ræddum saman í skólanum í
vetur um að þú ætlaðir í tækni-
skólann og varst með þína drauma
kortlagða. Aldrei hefði hvorugan
okkar grunað að svona ætti eftir
að fara. Ég man eftir að ég dáðist
að náungakærleik þínum þar sem
þínar hugmyndir um að verða
prestur og að getað miðlað af
reynslunni gætu nýst, þú sagðir
mér af því þegar þú hittir gamlan
villuráfandi mann sem átti um
sárt að binda og þessa köllun til
að hjálpa honum. Þitt mottó var
að efast um hlutina eða fletta upp
þeirri hlið sem ekki sneri að okkur
hinum, þú hafðir gaman af að
spjalla um pólitík og oftar en ekki
þegar við áttum tal saman komst
þú með annan flöt á umræðunni,
eitthvað sem ég hafði aldrei hug-
leitt. Mér verður margt minnis-
stætt þegar ég hugsa til þín, þú
ert sá eini sem ég hef þekkt, sem
lesið hefur íslendingasögurnar í
einni lotu og búið að þeim fróðleik
sem þar var að finna, slíkur var
áhugi þinn. Eins þegar þú keyrðir
út blóm og sagðir mér frá þínum
hugmyndum um að kaupa fyrir-
tæki sem bjó til kransa fyrir jarð-
arfarir, þú hafðir öðlast einhveija
sálarró sem ég ekki áður þekkti
og þegar þú sagðir mér frá þeirri
tilfinningu að færa þeim syrgjandi
blóm, veita þeim samúð, hversu
góð upplifun það væri.
Nú í seinni tíð hafði ég kynnst
þér upp á nýtt, manni með fast-
mótaðar hugmyndir en í senn
móttækilegur fyrir nýjum stað-
reyndum og sannleika, félaga sem
óx við nánari kynni, traustur í
gegnum súrt og sætt. Ég man
þegar dóttir mín fæddist, varst þú
fyrstur til að láta sjá þig, með
blómvendi, einn stóran og annan
smáan handa þeim mæðgum, til-
búinn að gleðjast með mér í þeirri
gleði sem mér hafði hlotnast. Ég
á eftir að sakna þess að hitta þig
ekki í skólanum í vetur og á örugg-
lega eftir að hugsa oft til þín þeg-
ar heimspekilegar umræður koma
upp eða daglegt þras um pólitík.
Um þig var ég vanur að segja:
Batnandi manni er best að lifa,
og þykir mér sárt að sjá eftir þér
úr þessu jarðlífi, megir þú hljóta
guðs blessun hvar sem þú ert
staddur nú. Foreldrum þínum og
bræðrum votta ég mína dýpstu
samúð og vona að minningin um
góðan dreng verði sorginni yfir-
sterkari.
Þinn vinur,
Árni Hannes Kristinsson.
SVEININA
HALLDÓRA
MAGNÚSDÓTTIR
+ Sveinína Hall-
dóra Magnús-
dóttir var fædd í
Vatnshorni við
Steingrímsfjörð
23. júlí 1905. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi 2.
júlí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Kópa-
vogskirkju 8. júlí.
„Varðveittu hjarta
þitt framar öllu öðru,
þvi þar eru uppsprettur lífsins“
segir í Orðskviðum Salómons.
Elskuleg frænka mín, Sveinína
Magnúsdóttir, er látin. Þegar ég
frétti lát hennar tók þakklæti og
söknuður huga minn. Ég tel að
það hafi verið ríkt í eðli hennar
að varðveita hjarta sitt - hjartalag
hennar gaf henni og öllum sem
hún unni og umgekkst sérstakt
gildi. Góðvild, gleði og dugnaður
var henni eins eðlilegt sem birtan
dögun.
Við vorum systradætur, Ingi-
björg móðir hennar var eldri
systirin, en móðh mín Steinunn
10 árum yngri. Ég minnist þess
að móðir mín sagði með bros á
vör að oft hefði sinn litli lófi verið
í hendi sinnar stóru og góðu syst-
ur - og má með sanni segja að í
hug og hjarta héldi þar hönd í
hönd alla ævina. Þegar móðir mín
lést, löngu um aldur fram, þá kom
Ingibjörg og rétti okkur, börnum
systur sinnar, og föður mínum,
sínar styrku og hlýju hendur, leiddi
okkur og hjálpaði í kærleika. Þetta
var móðir hennar Sveinu frænku
minnar svo hún átti ekki langt að
sækja sína góðu manngerð. Þau
systkinin áttu miklu
foreldraláni að fagna
í umhyggju, erfðum
og fyrirmyndum.
Eftir að faðir þeirra
lést tóku þær systurn-
ar þijár, Ragnheiður,
Sveinína og Ingunn,
ásamt móður sinni, við
búinu í Feigsdal í Arn-
arfirði. Þær mæðgur
ráku búið með reisn
og myndarskap. Þar,
sem annars staðar,
voru þær sífellt veit-
endur bæði innan húss
og utan. Til þeirra var
leitað og sótt hey á vordögum og
þeim svo létt um og þær svo fljót-
ar til að hjálpa nágrannanum, ef
þess var þörf, að rómað var.
Ég kom í sveitina þeirra aðeins
5 ára gömul með Sveinu frænku
minni. Eftir hæga siglingu með
Súðinni frá Bolungarvík til Bíldu-
dals, sundriðum við frænkur yfir
Hvestuvaðal í Arnarfirði áleiðis í
Bakkadalinn. Þetta var eftirminni-
legt fyrir 5 ára telpuhnokka, en
aldrei óttaðist ég neitt því traustið
á frænku minni og tilhlökkun að
koma í sveitina til þess góða
frændfólks míns réð ríkjum í huga
mínum. Umhyggjan og gæðin sem
ég naut öll þau mörgu sumur sem
ég var hjá Guðrúnu frænku minni
og Jósepi á Granda er nokkuð sem
ég bý að alla tíð, en Grandi var
næsti bær við Feigsdal, þar þurfti
ekki vík á milli vina.
Árið 1942 fluttu þær mæðgur
suður og hófu byggingu íbúðar-
húss að Digranesvegi í Kópavogi,
eitt af fyrstu húsum þar um slóð-
ir. Hús sitt skírðu þær Hrófberg.
Það var nafn æskuheimilis Ingi-
bjargar móður þeirra. Á heimili
þeirra i Kópavogi áttu margir
óskráðir heimili, bæði skyldir og
vandalausir, um lengri eða skemri
tíma. Umhyggjan og gæðin fylgdi
þeim mæðgum og ekki síst við þá
sem mest þurftu á kærleika að
halda og geymist í margra minni.
Réttlætiskennd Sveinu kom
skýrt fram i ígrundun hennar og
afskiptum af félags- og verkalýðs-
málum. Gamanið, alvöruna og
gleðina fléttaði Sveina svo
skemmtilega saman að maður man
hana sterkt sem góða, duglega og
með gamansemina í besta lagi, og
ekki veitti af þá frekar en nú í
okkar mislyndu veröld.
Ég stend í mikilli þakkarskuld
við þessa góðu frænku mína og
heimilið á Digranesvegi 24. Þar
naut ég mikils og reyndi, og reyni
enn, að draga lærdóm af - svo
sem mikilvægi þess að greina
kjarnann frá hisminu.
Eitt vitum við öruggt að timi
okkar hér í heimi rennur út og
nú var tíminn kominn hjá henni
Sveinu frænku minni. Með bæn á
vörum og bjartar hugsanir lagðist
hún ávallt til svefns. Og nú, 2.
júlí síðastliðinn, fékk hún að svífa
í svefni milli heimanna. Hún var
þreytt orðin og saknaði horfinna
ástvina.
„En þar bíða vinir í varpa sem
von er á gesti“.
Þegar ég nú kveð þessa góðu
frænku mína þakka ég af alhug
samfylgdina á lífsbrautinni og bið
góðan Guð að vernda hana. Elsku
Ranka mín, þér, Unni og fjölskyld-
unni allri sendi ég einlægan vinar-
hug.
Steinunn Finnbogadóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru
einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess
Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinu-
bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
LEIFJOHAN
KARLSON
+ Leif Johan Karlson fædd-
ist í Svíþjóð 19. maí 1970.
Hann fluttist til íslands fyrir
rúmu ári en lést af slysförum
er hann tók út af Gylli 7. ágúst
síðastliðinn.
Þegar ég vissi að þú værir búinn
að kveðja þennan heim á vit ævin-
týra í öðrum og betri heimi þá
grét ég sáran. Guð hafði gefið
mér átta mánuði til þess að kynn-
ast þér sem ég hefði viljað getað
nýtt betur ef ég hefði vitað að þú
myndir kveðja okkur eftir svo stutt
kynni. En ég þakka Guði fyrir
hveija sekúndu. Þú varst svo
skemmtilegur, það var gott að
tala við þig, heiðarlegur, alvarleg-
ur og brosmildur í bland og ef
maður þurfti á hjálp að halda þá
birtist þú við hlið manns eins og
skot. Þú varst vinur vina þinna.
Þegar ég sit hér og skrifa með
tárin í augunum kemur upp í hug-
ann sú minning þegar við vinirnir,
sem vorum oft saman, fórum á
Ingjaldssand þar sem þú hoppaðir
um fjöll og firnindi að skoða nátt-
úrufegurðina sem þú hafðir svo
mikð yndi af og notaðir hvert
tækifæri til þess að njóta hennar.
Þú kallaðir þennan stað paradís
og nefndir það einhvern tíma að
ef þú mættir velja einn stað í öllum
heiminum til þess að búa á þá
væri það Ingjaldssandur.
Elsku vinur, þú munt alltaf eiga
hluta af hjarta mínu. Ég kveð þig
í hinsta sinn.
í dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið,
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ijúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu i gullnu augnabliki.
(Tómas Guðmundsson.)
Þín vinkona,
Harpa Oddbjörnsdóttir.
Sérfræðingar
í blómnski'oyliiigiim
við «11 ta'kifæri
I® blómaverkstæði
WNNA^
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090