Morgunblaðið - 31.08.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 31.08.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 47 FRÉTTIR Ný áætlun Heims- klúbbs Ingólfs til Karíbahafsins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Á morgun, sunnudag, kemur út hjá Heimsklúbbi Ingólfs og Ferðaskrifstofunni Príma ný áætl- un um ferðir til Karíbahafsins, sem njóta sívaxandi vinsælda. Er bæði um að ræða siglingar á skemmti- ferðaskipum Carnival skipafélags- ins, sem Príma hefur umboð fyrir á Islandi, og dvöl á eynni Dóminík- ana, sem þykir einna fegurst af eyjum Karíbahafs og jafnframt er verðlag þar afar hagstætt. í fréttaviðtali Morgunblaðsins í fyrradag var sagt frá fyrirhuguð- um ferðum Heimsklúbbsins fyrir eldri borgara til Dóminíkana í vet- ur á sérkjörum, og voru viðbrögð- in slík, að nú þegar er upppantað í fyrri ferðina af tveimur. En áætl- un Heimsklúbbsins er miðuð við alla aldurshópa og býður upp á brottför vikulega í vetur, annars vegar á föstudögum til Fort Laud- erdale vegna vikusiglinga frá Miami á skipum Carnival, sem eru eins og fljótandi hallir, yfir 70 þúsund tonn og bjóða mjög full- komna aðstöðu, fullt lúxusfæði og hvers kyns skemmtun. Frá ára- mótum stendur til boða að sigla með hinu nýja Destiny, sem verður stærsta farþegaskip heimsins, yfír 100 þúsund tonn. Á sunnudögum verða brottfarir til New York, þar sem gist er eina nótt, áður en haldið er áfram til Dóminíkana, þar sem Heimsklúbb- urinn hefur fært úr kvíarnar og býður nú vandaða aðstöðu á fimm stöðum, í Puerto Plata, Santo Domingo, Renaissance Capella Beach, Fiesta Bavaro og nýjasta fimm stjörnu hótelinu Riu Palace. I tilefni af útkomu hinnar nýju áætlunar, sem lýsir ítarlega því sem að ofan er talið, verður opið hjá Heimsklúbbnum í Austur- stræti 17, 4. hæð, á morgun, sunnudag, kl. 2-5 síðdegis." EIGANDINN, Jóhanna Guðnadóttir, í hinni nýju verslun. ■ VERSLUNIN hennar hefur flutt sig um set á Laugaveg 35 en var áður á Skólavörðustíg 6b. Verslunin selur kvenfatnað frá Bandaríkjunum, aðallega föt frá Evan-Picone og Jones New York. ■ HREPPSNEFND Skaftár- hrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess ófremdarástands sem skapast hefur vegna kjaradeilna heilsugæslulækna og ríkis. Neyðar- ástand hefur skollið á með lömun heilsugæslulækna, ekki síst í dreifð- um byggðum landsins. Margra ára starf við uppbygginu heilsugæslu í landinu er nú í uppnámi og veruleg hætta á óbætanlegu tjóni þar á blas- ir við. Mikið óöryggi hefur skapast meðal íbúanna, bæði hvað varðar meðhöndlun bráðra sjúkdóma og slysa og ekki síður meðal fólks sem haldið er langvarandi sjúkdómum. Það er nú í mörgum tilfellum án lækniseftirlits. Eins hefur það starfsfólk, sem áfram er við störf, verið sett í óviðunandi stöðu hvað álag og ábyrgð snertir. Hrepps- nefndin skorar á samningsaðila að binda enda á deilu sína hið bráðasta. Á VORÖNN 1996 útskrifuðust samtals 24 einstaklingar sem tölvu- og rekstrartæknar. Var þessi mynd tekin við það tækifæri. Efsta röð: Jónas Þorgeirsson, Halldór Olafsson, Erik Schweitz Ág- ústsson, Gunnar Reynir Pálsson og Eysteinn Kristjánsson. Miðröð: Hjördís Lóa Ingþórsdóttir, Sig- riður L. Hermannsdóttirj Guðný Árnadóttir, Grímur Guðmundsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Hallur Kristjánsson, Kristjana Olöf Örnólfsdóttir, Guðrún M. Njálsdóttir, Elín Ragnarsdóttir og Erling Jóhannesson. Neðsta röð: Berglind Björk Jónsdóttir, Sigrún Ingadóttir, Hrönn Björnsdóttir, Jó- hanna Ágústsdóttir og Sissel Einarsson. Á myndina vantar Ómar Rósenberg Erlingsson, Friðgeir Jónsson, Sigríði Káradóttur og Hafstein Guðmundsson. Tölvu- og rekstrartæknar útskrifaðir úr starfsnámi VIÐSKIPTASKÓLINN og Raf- iðnaðarskólinn hafa undanfarin ár boðið upp á sérstakt tölvu- og rekstrarnám sem er 260 kennslu- stunda skipulagt starfsnám. Markmið námsins er að út- skrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun í fyrir- tækjum, bókhaldi og rekstri og kynna nýjustu tækni þar að lút- andi. Námið byggist að stærstum hluta á tölvuunnum verkefnum sem síðan eru samtvinnuð í eina heild í raunhæfu verkefni. Námið hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum, annast bókhald fyrirtækja og vilja öðlast hagnýta tölvuþekkingu. Ekki er krafist sérstakrar undir- stöðuþekkingar á tölvum áður en nám hefst. ■ AÐALFUNDUR Landssam- bands Gídeonfélaga á íslandi fór fram á landsmóti félagsins sem haldið var í Skálholti að þessu sinni. Á fundinum lét Kári Geirlaugsson af formennsku eftir að hafa setið samfellt í 10 ár í stjórn félagsins. I stjórn félagsins voru kjörnir: Guð- mundur Örn Guðjónsson, forseti, Bjarni Árnason, varaforseti, Gunnar Sigurðsson, gjaldkeri og Gunnar Bjarnason, kapelán. Þeir sjást á myndinni ásamt Sigurbirni Þorkelssyni, framkvæmdastjóra félagsins og Lloyd Brownsworth, svæðisfulltrúa The Gideons Inter- national. ■$. Til íslensku ríkisstjórn- arinnar RÍKISSTJÓRN íslands hefur borist eftirfarandi samþykkt: „Formenn samtaka norrænna háskólamanna, Akademikernes Centralorganisation (Danmörku), Akademikernes Fellesorganisasjon (Noregi), AKAVA (Finnlandi) og SACO (Svíþjóð), sem eru fulltrúar samtals milljón háskólamanna á Norðurlöndunum, hafa fylgst fullir undrunar með þróun vinnulöggjafar á Islandi. Nýja vinnulöggjöfín skerðir grundvallarréttindi laun- þega jafnt sem lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsisréttindi. Við styðjum íslensku launþega- samtökin af fullum hug og heilu hjarta í baráttu þeirra fyrir því að alþjóðlega viðurkenndum' réttindum á vinnumarkaði verði komið á að nýju og þau fest í sessi. Helsinki 30. ágúst 1996.“ Undir yfirlýsingunar rita: Sören Vang Rasmussen, AC Magne Song- voll, AF Anders Milton, SACO og Mikko Viitasalo, AKAVA“ Hátíð í Hlíðunum vegna opnunar 30 km umferðarhverfis í DAG kl. 14 verður tekið form- lega í notkun 30 km umferðar- hverfi í þeim hluta Hlíðanna sem markast af Lönguhlíð, Skógarhlíð og Miklubraut. Markmið þessara aðgerða er að draga úr slysahættu og að gera hverfið umhverfisvænna. Stefnt er að því að fá yfir 85% öku- manna til að aka hægar en 40 km/klst. Af þessu tilefni verður efnt til hverfahátíðar í dag. Hlíðahverfið er annað af tveimur hverfum í Reykjavík þar sem nú standa yfir aðgerð- ir til að lækka umferðarhrað- ann með því að setja leyfilegan hámarkshraða niður í 30 km á klukkustund. Hitt hverfið er hluti af Laugarneshverfi, þ.e. Lækir. Með þessum aðgerðum á að freista þess að draga úr slysum, beina óþarfa umferð frá hverfunum og gera þau vistlegri og vænlegri til íbúðar. Auka á umferðaröryggi Hér er um að ræða tilraun þar sem reyndar verða ýmsar aðferðir til að ná fram meira umferðaröryggi, sérstaklega fyrir gangandi fólk, minni loft- mengun og minni umferðar- hávaða. Þessar aðgerðir eru liður í þeirri áætlun borgaryfir- valda að draga markvisst úr umferðarslysum fram til alda- móta um allt að 20%. Reynslan erlendis frá er sú að með lægri ökuhraða hefur tekist að fækka slysum frá 10-60% og í nýleg- um tölum frá Þýskalandi kem- ur fram að í hverfum sem þess- um hefur slysum fækkað um 40%, segir í frétt frá umferðar- deild. í tillögum umferðarörygg- isáætlunar Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að minnsta kosti tvö til þijú ný 30 km svæði verði gerð árlega fram til alda- móta. Áætlaður kostnaður við þær umbætur í umferðarmál- um sem umferðarnefnd Reykjavíkur stendur fyrir á þessu ári er um 40 milljónir króna. Fjölbreytt dagskrá í tilefni af formlegri opnun 30 km umferðarsvæðisins í Hlíðunum laugardaginn 31. ágúst kl. 14 verður íbúum boð- ið til hverfishátíðar á milli Barmahlíðar og Mávahlíðar. Þar verður fjölbreytt dagskrá á boðstólum, m.a. Leikhópurinn Furðufjölskyldan og umferðar- bangsi lögreglunnar sem skemmta mun yngri kynslóð- inni. Borgarstjórinn í Reykja- vík, Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, heilsar upp á gesti og boðið verður upp á ávaxtasafa og skúffuköku skreytta með 30 km merki. LEIÐRÉTT Ógift Þau mistök urðu við vinnsiu frétt- ar af andláti Ingu Fanneyjar Krist- insdóttur, sem lést af slysförum í Svíþjóð, að hún var sögð hafa verið ókvænt. Að sjálfsögðu átti að segja í fréttinni að Inga Fanney hefði verið ógift. Fréttin birtist á bls. 2 í Morgunblaðinu I gær. Morgun- blaðið biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum. Rangt föðurnafn í frétt á bls. 39 í blaðinu í gær var ranglega farið með föðurnafn Sigurðar Jónassonar skógarvarðar á Norðurlandi vestra, og biður blað- ið velvirðingar á því. Ekki forsetabíllinn í frétt á bls. 4 í gær um heim- sókn forseta Islands til Þingeyrar 1951 var fullyrt að bíll Sveins . Björnssonar stæði á bryggjunni. Nú hefur verið upplýst að umrædd- ur bíll var ekki bíll forsetans heldur bíll sömu tegundar og gerðar, Pac- ard Clipper, sem var í eigu Kristins Bjömssonar bílstjóra í Hnífsdal. Bifreiðin, sem bar einkennisstafina í-250, ók forsetanum um Vestfirði í umræddri heimsókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.