Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Eyþings Tillaga um fleiri stöðug’ildi Skóla- þjónustu felld AÐALFUNDUR Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu sem haldinn var í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit felldi tillögu Skólaráðs Eyþings um að fjölga stöðuheimildum á skrifstofu Skólaþjónustu Eyþings um eina, úr 10,5 í 11,5. Fram kom í máli nokk- urra fulltrúa á þinginu að varast skyldi að gera samtökin að bákni og hvatti til að mynda Valgerður Hrólfsdóttir á Akureyri til þess að menn stæðu á bremsunni. Fram kemur í greinargerð með tillögu Skólaráðs að Skólaþjónusta Ey- þings muni verða í vandræðum með að sinna sómasamlega þeirri þjón- ustu sem menn vænta af henni verði ekki aukið við stöðuheimildir á skrifstofunni. Hvalaskoðun SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Húsavíkur gengist fyrir hvalaskoðunarferð frá Húsavík á sunnudaginn 15. septem- ber næstkomandi. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að skrá sig hjá Snædísi Gunn- laugsdóttur eða Guðjóni Ingvarssyni á Húsavík fyrir 12. september næst- komandi. Þeir sem hafa áhuga geta einnig skráð sig í sameiginlegan kvöldverð. Á fundinum var samþykkt tiliaga þar sem skorað var á Alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir breyt- ingum á lögum og reglum þannig að endurgreiðsia verði á virðisauka- skatti á tækjum og búnaði ætluðum til slökkvi- og björgunarstarfa. Einnig var samþykkt tillaga um að skora á íjármálaráðherra að beita sér fyrir breytingum á reglugerð um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila þannig að heimilt verði að endurgreiða virð- isaukaskatt af meðhöndlun og söfn- un urgangs til endurvinnslu. Á fundinum var einnig ákveðið að breyta aðalfundartíma samtak- anna og hafa hann í byijun júní hvert ár. Stjórn samtakanna var endurkjörin á aðalfundinum en for- maður er Einar Njálsson bæjar- stjóri á Húsavík. Beint flug frá Akureyri Fram kom í máli formannsins við upphaf aðalfundarins að fyrirhugað er að halda fund starfshóps samtak- anna og fulltrúa Flugleiða vegna möguleika á að koma á beinu flugi frá Akureyri á leiðinni Hamborg- Kaupmannahöfn-Akureyri og Ak- ureyri-Kaupmannahöfn-Hamborg. Gert er ráð fyrir að hugmyndin verði kynnt ferðaskrifstofum í Þýskalandi í lok september. /-----------------------------------------------------------\ Sjálfstæðisfólk á !\orðurlandi cystra takið eftir! Nú cr það hvalaskoðunarferð frá Húsavík sunniulapnn 15. sepíember kl. 14.00. Miðaverð cr kr. 2.500 pr. mann. Þátttakendur skrái sig hjá Snædísi Gunnarsdóttur í síma 464 1504 eða hjá Guðjóni Ingvarssyni í síma 464 1040 og 464 2020 fyrir 12. september. Sameiginlegur kvöldverður verður í boði fyrir þá sem hafa áhuga. Sjálfstæðisfélag Húsavíkur. V____________________________________—______________________/ Akureyrarbær auglýsir tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi Með vísan til greina 4.4. og 4.4.1. í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi austan Krossanesbrautar. í deiliskpiulagsstillögunni er m.a. gert ráð fyrir breyttu gatnaskiu- lagi og breytingum á lóðum fyrirtækja á svæðinu, skilgreint er nánar svæði fyrir olíubirgðastöðvar og gerð grein fyrir hafnar- mannnvirkjum og lóðum fyrir hafnsækna starfsemi. Deiliskipulagstillagan, uppdráttur og greinargerð liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, og skrifstofu Akureyrarbæjar, Oddeyrarskála, Strandgötu, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mánudagsins 30. september 1996, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 30. september 1996. Þeir, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna framkvæmdar deiliskipu- lagsins, er bent á að gera við það athugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar. Hafnarstjóri Akureyrarhafnar. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta í kirkjunni 1. september kl. 11. Guðsþjónusta á Fjórðungs- sjúkrahúsinu kl. 11. á sunnudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Al- menn samkoma á morgun kl. 20. Edna og Arne Kallevik frá Nor- egi syngja og tala. Allir velkomn- ir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá unga fólksins kl. 20.30 í kvöld. Safnaðarsam- koma á morgun, sunnudag kl. 11. Hjónin Ester Jacobsen og Vörður Traustason sem hafa verið að vinna á heimili fyrir fíkniefnaneytendur í Noregi síðastliðið ár boðin velkomin heim. Vakningasamkoma kl. 20 á sunnudag, Ester og Vörður tala. Bæn og iofgjörð n.k. föstu- dag kl. 20.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN Eyra- landsvegi 26; Messa kl. 18 í dag, laugardag og á morgun kl. 11. Messa í Kaþólsku kirkjunni á Isafirði á laugardag kl. 18 og sunnudag kl. 11. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson í návígi við hrefnu á Skjálf- andaflóa HORÐUR Sigurbjarnarson, skip- stjóri á Knei rinuni frá Húsavík, brá sér í sjóinn í hvalaskoðunar- ferð um Skjálfandaflóa nýlega og heilsaði upp á hrefnu sem svaml- aði í kringum bátinn. Hrefnan virt- ist kunna ágætlega við uppátæki skipstjórans en Hörður sem klædd- ur var þurrbúningi fékk þó ekki koma alltaf of nærri henni. Til- gangur Harðar með þessu uppá- tæki, var að kanna viðbrögð hrefn- unnar en samkvæmt því sem Morg- unblaðið kemst næst hefur þetta ekki verið gert áður hérlendis við þessar aðstæður. Fljótlega eftir að Hörður kom um borð aftur lét hrefnan sig hverfa í hyldýpið. Framkvæmdum við nýbyggingu Menntaskólans á Akureyri lokið Morgunblaðið/Kristján KNÚTUR Otterstedt, formaður byggingarnefndar, afhendir Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra húsið við skólasetningu 22. september. Kennslurými skól- ans tvöfaldast FRAMKVÆMDUM við nýbyggingu Menntaskólans á Akureyri lauk nú um mánaðamótin en húsið verður formlega afhent við skólasetningu MA 22. september nk. Tryggvi Gíslason, skólameistari MA, segir að tilkoma nýbyggingarinnar sé hrein bylting í rekstri skólans enda mun kennslurýmið tvöfaldast. Nem- endafjöldi í vetur er svipaður og undanfarin ár eða um 600 og þar af hefja um 200 nýnemar nám við skólann nú í haust. Nýbyggingin er um 3.000 fer: metrar að stærð með geymslum. í húsinu eru 9 vel búnar kennslustof- ur, bókasafn með lestraraðstöðu fyr- ir um 80 nemendur, salur sem rúm- ar alla nemendur skólans og verður einnig notaður til kennslu, skemmt- ana- og fyrirlestrahalds. Einnig eru í húsinu skrifstofur og vinnuherbergi kennara. Tryggvi segir mikla bót að því að geta náð til allra nemenda skólans á einum stað. Nýr skóli á gömlum grunni „Þetta er bylting í rekstri skólans og við segjum hér að nýr skóli rísi á gömlum grunni. Meðalstærð á kennslustofum var hér 34 fermetrar sem er helmingur af því sem ætlast er til í grunnskólum," sagði Tryggvi. Undirbúningur fyrir tengingu við nýju bygginguna er í fullum gangi og einnig er verið að vinna að ýms- um breytingum á gamla skóla vegna nýbyggingarinnar. Fyrsta skófl- ustungan að nýbyggingunni var tek- in 17. júní 1994 og húsið hefur því aðeins verið um 2 ár í byggingu. Upphaflega átti að ljúka fram- kvæmdum á þremur árum en Tryggvi segir að Héraðsnefnd Eyja- fjarðar hafi heimilað að hraða fram- kvæmdum. Eining Skýr krafa um launa- hækkanir VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Ein- ing hélt fund í vikunni með fisk- vinnslufólki á félagssvæði Ein- ingar í Eyjafirði þar sem rætt var um kröfugerð í komandi kjarasamningaviðræðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Ein- ingar, sagði að á fundinum hefði komið fram skýr krafa um umtalsverðar launahækk- anir í komandi viðræðum við atvinnurekendur. „Einnig kom ýmislegt annað upp á borðið og snertir fisk- vinnslufólk en krafan um launa- hækkanir var mest áberandi. Það góðæri sem nú er gefur mönnum möguleika á hækkun launa.“ I vikunni ákvað stjórn Hrað- frystihúss Olafsfjarðar að leggja bolfiskvinnslu á vegum fyrirtækisins niður frá og með næstu áramótum og um óá- kveðinn tíma. í kjölfarið var um 60 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp frá næstu áramótum. „Það hefur alltaf verið þann- ig að á einhveijum stöðum hafa hlutirnir gengið illa en þannig er það ekki með heildina. Þessi tíðindi frá Ólafsfirði eru vissu- lega mjög dapurleg og reiðar- slag fyrir þetta byggðarlag. Tæplega fjórðungur okkar fé- lagsmanna í Ólafsfirði starfar hjá HÓ og auðvitað vonar mað- ur að þessar aðgerðir komi ekki til framkvæmda." Björn segir það þó ekki breyta þeirri staðreynd að hlut- irnir séu á uppleið og því sé kominn tími til að launafólk fái að njóta þess. Fundurinn með fiskvinnslufólki var sá fyrsti í fundaröð með starfsgreinum innan Einingar. Krabbameinsfélagið Vetrarstarf- ið að hefjast VETRARSTARF Krabba- meinsfélags Akureyrar og ná- grennis hefst með opnu húsi á skrifstofu félagsins næstkom- andi mánudag, 2. september, frá kl. 20 til 22. Opið hús verð- ur að venju fyrsta mánudag í hveijum mánuði. Undanfarin ár hafa samtökin Styrkur - samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra haft veg og vanda af opnu húsi en sú breyting verður nú á að Krabbameinsfélagið mun sjálft efna til þeirra. Fyrirhugað er að í vetur verði boðið upp á fyrirlestra um ýmis- legt sem varðar málefnið, sjúk- dóminn og afleiðingar hans sem og forvarnir. Fyrirhuguð blettaskoðun frestast um óákveðinn tíma vegna aðstæðna í heilsugæslu. Fastur viðtalstími á skrif- stofu er frá kl. 13 til 16 dag- lega og eftir samkomulagi á morgnana. Nemendur sýna SÝNING á verkum nemenda á sumarnámskeiði Arnar Inga Gíslasonar verður haldin í Kiettagerði 6 á morgun, sunnu- daginn 1. septmber, frá kl. 14 til 18. Fóikið sem sótti námskeiðið kom víða að af landinu, m.a. frá Vestmannaeyjum, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og Keflavík svo einhveijir staðir eru nefndir. Nemendur fóru um Eyjaljörð meðan á námskeiðinu stóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.