Morgunblaðið - 31.08.1996, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 31.08.1996, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk ACTUALtY, IT MU5T BE A NICE CHAN6ET0BE 5ERVEP 8V A CUTE WAITRE5S.. Húsbóndi þinn verður að heiman Það hlýtur reyndar að vera Skilgreindu „sæta“. í dag svo að hann bað mig um skemmtileg tilbreyting að láta að gefa þér matinn... sæta þjónustustúlku þjóna sér. BREF TBL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Horbóndi lætur í sér heyra Frá Erlingi Gíslasyni: í MORGUNBLAÐINU 17. ágúst sl. birtist klaufaleg níðgrein, sem virðist stefnt gegn undirrituðum, að minnsta kosti að hluta til. Það er sorglegt að greinarhöfundur, Rík- harður Pálsson á Háaleitisbraut, virðist engan tilgang hafa með þessu greinarkomi annan en þann að reyna að koma klámhöggi á bara einhvem, að vísu undir yfírskini særðrar feg- urðartilfinningar og eðlislægrar and- úðar á sóðaskap og mannúðarlausri meðferð á skepnum. Auðvitað er Ríkharður ekki svaraverður og vissulega ætlaði ég að láta þetta baknag sem vind um eyrun þjóta en við frekari umhugsun þótti mér lesendur Morgunblaðsins eiga rétt á einhveiju viðbragði við þessum heimskulega rógi. Greinarhöfundur hælir nýlegum framkvæmdum þar sem skreytt er með tijágróðri og blómabeðum að- keyrsla að skála golfvallarins við Grafarholt. Er nú upptalið sem hægt er að hæla honum sjálfum fyrir í þessari grein því nú hvarfia sjónir Ríkharðs yfir ljótar girðingar, kofaræfíl, nagaðar þúfur og víði- ranna og vandlætingin beljar fram. Horbændur skulu fá orð í eyra; miskunnarlausir skepnuníðingar, fulltrúar og lærisveinar Bjarts í Sumarhúsum. Þeir sem hafa haft hesta á þessu svæði um 15 ára skeið (mismunandi reglulega), og teljast því sökudólg- amir, eru undirritaður og Sigurður Sigurðsson, dýralæknir á Keldum, ásamt sonum okkar. Ef Ríkharður trúir okkur til að misþyrma hestum verður hann að bæta í sökudólgahóp- inn skepnueftirlitsmanni Reykjavík- urborgar en hestamir eru þarna með hans vitund og í góðu leyfi. Girðingar eru forgengilegar eins og önnur mannanna verk og þeim þarf að halda við reglulega. Fegurð- argildi þeirra er þó ekki fremst í forgangsröðinni heldur notagildið; hvort þær haldi skepnum innan þeirra marka sem þeim er ætlað. Það er auðvitað ekki auðvelt að skrifa lengi um þessa grein Rík- harðs Pálssonar í alvöru því til við- bótar við hungraðar skepnur í rót- nöguðum móa er þarna ofan á allt annað svo helvíti mikið af heyi og það er svo ljótt og ófrýnilegu segli slegið yfir það. Þrátt fyrir allt þetta hey og ónagaða víðirunna læðist enginn grunur að Ríkharði um að hann hafi ekki algjört neyðarástand fyrir augum. Og Ríkharður virðist jafnsterkur á svellinu hvort sem er til sjós eða lands því yfir heyinu er ekki segl heldur nót (þéttriðið net!!). Og þó þetta tvennt, net og segl, sé bæði að eðli og útliti gjör- ólíkt eru þau samt kannski líkari hvort öðru en að útrýmingarbúðir nazista á stríðsárunum líkist raf- girðingum sem íslenzkir bændur í dag not til að stjórna því hvernig þeir halda búpeningi sínum til beit- ar. Hugmyndatengsl Ríkharðs við Auswitsch gefa tiiefni til áhyggju og ef til vill ætti hann að leita sér meðferðar. Að minnsta kosti ætti pappírsbúkur og flibbamaður á borð við hann að gæta þess að halda sig frekar í sólvermdum, hlýj- um garði heldur en að hætta sér á óvernduð svæði þar sem byggðin stijálast. ERLINGUR GÍSLASON, Laufásvegi 22,101 Reykjavík. Ekkifrétt úr listasögunni Frá Kristni E. Hrafnssyni: LAUGARDAGINN 24. ágúst skrifar Grímur Marinó Steindórsson bréf til blaðsins til að segja alþjóð og for- stöðumanni Listasafns Islands að ég hafí ekki tekið þátt í smíði verksins „Sigling" á Hellissandi. Það er hvorki frétt né listsöguleg uppgötvun en að Grímur þessi sjái ástæðu til að nefna það krefst nokkurra orða frá minni hendi. Fyrst ber að nefna að þetta er alveg hárrétt hjá manninum því ég hef aldrei nokkurn tíma komið ná- lægt listaverki sem heitir „Sigling" sem stendur á Hellissandi og hygg ég að hvorki Grímur Marinó Stein- dórsson né Jón Gunnar Árnason, meintur höfundur þess, hafi gert það heldur. Haldi smiðurinn Grímur öðru fram tel ég það hiklaust listsöguleg- an atburð enda sjaldgæft að ógerð listaverk látinna Iistamanna finnist, nema þá helst í stælingum lélegra sporgöngumanna, en nóg mun vera til af slíku pródúkti víða um land. Hins vegar vil ég benda Grími á að á Hellissandi stendur ágætt verk eftir Jón Gunnar Árnason sem heitir „Skip“ og ég tók þátt í að smíða að hluta ásamt öðrum listamanni til. Það gerðum við í kjallaranum á Korp- úlfsstöðum og veit ég að listasmið- urinn Grímur tók þátt í að Ijúka smíði þess, eftir að ég varð frá að hverfa, og setja það síðan upp á Hellissandi seinna sama ár. „Framagosinn" undirritaður hefur hingað til ekki ætlað sér það stór- virki að breyta listasögunni enda ekki til slíkra verka fallinn, en að taka óbeinan þátt í mótun hennar á líðandi stund er ánægjulegt hlut- skipti. Hvar járnsmiðurinn Grímur Marinó ól sinn mann meðan ég skóp mín augnablik með höfundi verksins „Skip“ veit ég ekki, en svo mikið veit ég að ekki var hann í því stóra verki að koma sjálfum sér með öðr- um ógleymanlegum hætti á spjöld listasögunnar. Ætli hann sér það hins vegar, verður hann að gera það með eigin verkum en ekki annarra og una við listaþátíðina eins og hún skrifar sig sjálf. Eins konar ekki- fréttir af öðrum geta þar engu um breytt. Listaverkið „Sigling“ eftir Jón Gunnar Árnason stendur norðan Kaupvangsstrætis á Akureyri. KRISTINN E. HRAFNSSON, Mjóstræti 3,101 Reykjavík. Allt efni sein birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.