Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þorgeir Jóns- son var fæddur 12. ágúst 1921. Hann lést 24. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Bergþór Guð- mundsson, fæddur 18. júlí 1888, dáinn 28. maí 1939, og kona hans Ólöf Jónsdóttir, fædd 8. júní 1883, dáin 28. apríl 1922. Systkini Þorgeirs: Jón- mundur, fæddur 1920, Ólöf, fædd 1924, Anna Kristín, fædd 1927, Svanlaug fædd 1929. Dæturnar Ólöf, Anna Kristín og Svanlaug eru börn Jóns og Margrétar Jóns- dóttur frá Litlabæ en hún kom sem bústýra að Möðruvöllum eftir að Ólöf Jónsdóttir dó 1922. Jónmundur er sá eini af systk- inunum sem enn er á lífi. Eftirlifandi eiginkona Þor- geirs er Ingibjörg Sveinbjörns- dóttir frá Hámundarstöðum í Vopnafirði, fædd 12. janúar 1915. Börn þeirra eru Guðbjörg Eygló, fædd 23. september 1951, hennar maður er Reynir Pálmason og eiga þauþrjú börn og eitt barnabarn, Ólöf Jóna, fædd 10. desember 1952, maður Elsku pabbi okkar. Við sendum þér okkar hinstu kveðjur, og okkar dýpsta þakklæti fyrir allt. Ungum þér áður ægði’ ei vetrarhriðin, búinn við öllu þó brysti’ á él. Stakur að stórum steinatökum varstu, liðmikill og virkur vel. Misskift er milli manns og verka frægðum. Lítið oft miklu lofi nær. Arvakri, eini íslenski bóndinn lúann einn að launum fær. Saknar þín sveitin. Sýndi jörð þín kæra merki fljótt, er þín sól var sest. Förlast mun Fróni, ef framtíð ei við heldur verkum þeirra’ er vinna best. Varmt ertu vafinn viðkvæmum þökkum: kyrra af minningum birtu ber. Ástvinir allir, er þú tryggur reyndist þig kveðja blítt og þakka þér. (Kolb. Högnason.) Blessuð sé minning þín og biðjum hennar er Sigurður Ásgeirsson og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn en fyrir átti Ólöf eina dótt- ur, Jón Bergþór, fæddur 20. desem- ber 1955, Jón var um tíma í sambúð með Svanhvíti Al- bertsdóttur og eiga þau saman einn son en fyrir átti Svan- hvít eina dóttur. Jón giftist seinan Orapin Chaksukha- iw og á hún tvær dætur. Hug- rún, fædd 25. apríl 1960, henn- ar maður er Ólafur Sigurjóns- son og eiga þau tvö börn. Aður en Ingibjörg kom að Möðruvöll- um átti hún synina Viðar Þór- hallsson, f. 28. maí 1936, hann Iést af slysförum 12 ára gam- all, og Kára Jakobsson, f. 10. nóvember 1946, kona hans er Elín Ingimundardóttir og eiga þau tvö börn. Þorgeir bjó að Möðruvöllum ásamt eiginkonu sinni og bróð- ur allt þar til fyrir hálfu öðru ári að þau fluttust á elliheimilið Grund og hafa búið þar síðan. Útför Þorgeirs verður gerð frá Reynivallakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. við góðan Guð að geyma þig um heila eilífð. Hvíl í friði. Börnin. Guð blessi ætíð þín ófarin spor, aftur hann gefi þér sólskin og vor. Engu gæska Hans gleymir. í hjarta þitt les hann sem letur á bók og lætur þig finna að það sem hann tók Hann hjá sér í himnmum geymir. (Guðrún V. Gísladóttir.) Með þessum fáu línum vil ég kveðja tengdaföður minn Þorgeir Jónsson frá Möðruvöllum í Kjós. Ég kom fyrst að Möðruvöllum fyrir tæpum 20 árum. Þar kynntist ég fyrst þessum mikla heiðursmanni. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn og fá að vera með honum í hinu daglega amstri. Það var gaman að fylgjast með því hvernig hann náði sambandi við allar skepnurnar; skildi hann vel þarfir þeirra og auðséð var á þeim að þær voru mjög hændar að þess- um velgjörðarmanni sínum. Ég minnist þess eitt sinn er við gengum út úr bænum að eitt hrossið kallaði til hans og var auðséð að það þekkti hver þarna var á ferð. Þá minnist ég þess einnig eitt haustið, þegar búið var að smala í réttina og Þorgeir gekk um til að leita að sínu fé, að ein rollan elti hann um allt eins og hundur og vék ekki frá honum, líklega hefur henni fundist hún vera örugg í návist hans. Mörg slík atvik upplifði ég með honum og þótti stráknum af mölinni þetta oft með ólíkindum. Þorgeir var frekar grannvaxinn og frár á fæti og fórum við stundum saman að leita að hrossum eða til að smala. Var oft gaman að spjalla við hann þá um liðna tíma og hvern- ig hlutirnir hefðu breyst í tímans rás. Þorgeir hafði tekið við búinu ungur að árum og var auðheyrt að þessi staður var honum allt, enda var hann ekki mikið gefinn fyrir ferðalög nema kannski á hestum. Líklega hefur þessi staður gefið honum allt það sem aðrir kannski sækja til fjarlægra landa. Daginn eftir að Þorgeir dó þurfti ég að leita eftir hrossum fram á dalnum. Hafði ég þá á tilfinning- unni að ég væri ekki einn á ferð, heldur væri Þorgeir þar kominn með mér. Er gott til þess að vita að hann mun ennþá fylgja okkur þótt á öðru tilverusviði sé. Elsku Ingibjörg og Jónmundur og aðrir ættingjar og vinir, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Þú gafst mér ijós er lýsti upp myrkrið svarta, þú leiddir mig því gleyma ég aldrei vil. Þú kveiktir von, í litlu hrelldu hjarta, með hlýju brosi veittir þráðan yl. Ég þakkir færi því nú skilja leiðir. Þigg þú litla gjöf úr hendi mér. Ég bið að þínir vegir verði greiðir, ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. (Guðrún V. Gísladóttir.) Ólafur Sigurjónsson. Elsku afi minn, þá er víst komið að kveðjustund sem ekkþer auðvelt að standa frammi fyrir. Ég hitti þig síðast um jólin þegar ég kom í heim- sókn til Islands, þú varst svo ijúfur og indæll og alltaf var jafn þægi- legt að koma til ykkar ömmu á Grund, setjast hjá ykkur og spjalla. Stundum reyndi maður að ímynda sér að við værum bara í stofunni uppi á Möðruvöllum, en þaðan og frá Hjálmsstöðum í Laugardal á ég mínar fallegustu minningar sem barn í sveitinni hjá ömmum og öf- um. Ég var svo heppin að foreldrar bæði mömmu og pabba koma úr sveit, ekki svo langt frá höfuðborg- inni, þannig að þangað fórum við flestar helgar og í lengri fríum, jafnt sumar sem vetur. Þar dvöldum við frændsystkinin til skiptis í lengri eða skemmri tíma. Sá tími er yndis- legur í minningunni og gerðum við margt ævintýralegt, með eða án samþykkis afa. Afi var bóndi fram í fingurgóma og gat hvergi annars staðar hugsað sér að vera en i sveitinni sinni. Þar voru rætur hans og þar vildi hann eyða sínum dögum, sem hann og gerði þar til hann, nauðbeygður vegna veikinda sinna, varð að bregða búi og flytja til Reykjavík- ur. Hann og Jónmundur bróðir hans sáu í sameiningu um búskapinn. Minnist ég margra stunda með þeim í fjósinu, sér í lagi á veturna þegar kolsvartamyrkur var utandyra og stjörnubjartur himinn lýsti upp tún- ið þar sem hestarnir voru ævinlega. Afi og Jonni þá í sitthvorum básnum að sinna störfum sínum, seytlandi hljóðið í mjaltavélunum og Ríkisút- varpið malandi, ósköp notalegt. Reyndi ég gjarnan að hjálpa til og þvoði spenana á kúnum fyrir mjalt- ir, enn í dag man ég eftir lyktinni af fingrunum eftir það, hálf- skrýt- in en þó ekki vond. Á sumrin var yfirleitt meira líf í tuskunum og við krakkarnir sóttum og rákum kýrn- ar, fyrir og eftir mjaltir, þá var meira af fólki, enda heyskapurinn á fullu og nóg að gera. Á þannig dögum hafði amma líka nóg að gera í matseldinni. Afi var rólegheitamaður að eðlis- fari, hann var mikill hestamaður og lifði og hrærðist með hestum. Honum þótti ákaflega vænt um þá, talaði við þá og gaf þeim gjarnan mola sem hann hafði víst nóg af í vösunum, bæði fyrir sjálfan sig og bestu vini sína, hestana, enda komu þeir hlaupandi til hans hvar sem þeir sáu hann. Afi kenndi okkur að umgangast hestana sína, beisla þá og kemba svo eftir reiðtúrana. Afi var ekki hrifinn ef honum fannst að hestum hans væri misbeitt og ef taumhald og gangur var ekki eins og það átti að vera. Ég held að afi hafi gert öll sín beisli sjálfur. Sé ég hann í anda sitjandi niðri í kjallara við saumavélina sína, skera út leð- ur, mýkja það í einhveijum olíum og sauma stykkin saman með mis- munandi grófum hringlaga nálum. Þannig eyddi hann frítíma sínum, rólegur, íhugull, raulandi eða flaut- andi og lét sig engu skipta vanda- mál heimsins sem ekki beindust beint að honum og lét hverjum degi nægja sina þjáningu. Ég hef aldrei kynnst óstressaðri manni en honum afa, í hans huga var klukka ekki til, allt tók sinn tíma, eftir það var hægt að huga að öðrum hlutum, hvort sem það var að fara inn að borða, snúa heyinu eða fara í fjós- ið. Þetta olli oft óróleika þegar aðr- ir vildu drífa hlutina af, en afi réð og fyrir okkur mínútukerfisbörnin virkaði þetta sem sældarlíf. Afi bjó ÞORGEIR JÓNSSON t Minn ástkæri eiginmaður og faðir okkar, BÁRÐUR JÓHANNESSON, Frakkastig 12a, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 21. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Kærar þakkir til allra vina okkar og vandamanna fyrir sýnda samúð og sérstakan hlýhug. Ósk Auðunsdóttir, börn,tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR, til heimilis á Miklubraut 62, Reykjavík, lést í Landakoti þann 23. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét, Steinunn og Þuríður J. Árnadætur. t GUNNAR GÍGJA er látinn. Aðstandendur. t Ástkær eiginmaður, sonur, bróðir og mágur, OLGEIR FRIÐGEIRSSON húsgagnasmiðameistari, Háabarði 11, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 2. september kl. 13.30. íris S. Sigurberg, Rósbjörg Jónatansdóttir, Guðrún Friðgeirsdóttir, Nanna K. Friðgeirsdóttir, Hjörtur Gunnarsson, Birna Friðgeirsdóttir, Bjarki Magnússon, Einar Friðgeirsson, Margrét Eiriksdóttir. líka til hnakka og gerði það snilldar- lega, held ég að öll börnin hans eigi hnakk eftir hann. Á fermingar- daginn fékk ég einn slíkan sem ég met mikils þó ég hafi alls ekki not- að hann sem skyldi. Hann gaf einn- ig nokkrum elstu barnabörnunum hnakk eða þar til hann hætti þess- ari iðju sinni. Einnig sendi hann mig á reiðnámskeið sem var mjög gaman og lærdómsríkt. Ég á margar góðar minningar úr Kjósinni með afa, ömmu og Jonna. Þær tengjast einnig sérstak- lega frændsystkinum mínum Evu og Ingimundi, við erum elstu barna- börnin og brölluðum við mikið sam- an. Stundum vöktum við fram á nótt og biðum þar til allir voru sofn- aðir, þá læddumst við ýmist inn í eldhús og bjuggum til súkkulaði- krem sem amma var vön að nota á skúffukökur og hámuðum í okkur af mikilli græðgi, eða þá að við fórum út og vöktum Gumma á hin- um bænum, en þarna var tvíbýli. Það var líka oftar en ekki að ég vildi fá að sofa uppí hjá ömmu og afa sökum myrkfælni. Þau notuðu eina stóra sæng á þeim tíma og var ég í miðjunni, var ég ýmist að kafna úr hita eða krókna úr kulda og því alltaf rífandi sængina upp og nið- ur. Stundum var afi ansi þreyttur á þessu brölti í mér og neyddist oft til að fara í annað herbergi til að fá svefnfrið, fékk ég þá stundum samviskubit þótt hann segði ekkert og gæti maður ímyndað sér að hann hafi verið illa sofinn við störfin daginn eftir. Að koma upp á Möðruvelli yfir jól var mjög friðsælt. Við keyrðum þangað í kolniðamyrkri og sáum svo ljósglætu í glugga töluverðan spöl áður en maður kom að bænum, svo kom maður inn og óhætt er að segja að þetta var eins og hátíð í bæ. Lítið jólatré úti í horninu á stofunni og gamalt jólaskraut hér og þar sem hefur fylgt fjölskyldunni í gegnum áranna rás, þetta er svo sannarlega tími sem ég sakna og á eftir að geyma í minningunni. En tíminn líður og mennirnir eldast og hlutirn- ir geta ekki alltaf verið eins, en eitt er víst að Kjósin, sveitin hans afa, verður alltaf á sínum stað og þangað get ég alltaf farið og mun gera með mína fjölskyldu þegar ég vil fá ró og næði. Elsku afi minn, við eigum öll eftir að sakna þín, við vitum að nú líður þér vel og einn góðan dag hittumst við á ný og tekur þú á móti okkur með opnum örmum. í fyrsta skipti á æfinni á ég engan afa, þar sem Pálmi afi kvaddi fyrir rúmum fjórum árum, nú þarf ég að venjast þeirri tilhugsun, en mik- ið er ég fegin að hafa orðið þess aðnjótandi að hafa kynnst ykkur báðum. Ég vil votta ömmu minni, börnum hennar, Jonna og öllum öðrum mína dýpstu samúð. Þín, Ingibjörg. Hinn 24. ágúst lést elskulegur afi minn. í fyrstu vildi ég ekki trúa þessu, sætti mig ekki við það. Ósk- aði þess svo innilega að ég hefði getað kvatt hann, séð hann einu sinni enn, haldið í höndina á honum og sagt honum hvað mér þætti vænt um hann. Seinna áttaði ég mig á því að líklega hefði hans vitj- unartími verið kominn. Afi var bú- inn að vera veikur í töluverðan tíma og ég veit að núna líður honum vel. Mér er alitaf minnisstætt hversu vel afi tók á móti mér þegar ég kom í heimsókn og hvernig hann hiýjaði mér á fingrunum þegar við komum úr fjósinu. Ég man það líka að það var gott að skríða upp í rúm til þín og fá að kúrast hjá þér. En nú ertu farinn, elsku afi minn, það er þó huggun harmi gegn að ég á margar góðar minningar um þig og þær fara aldrei. Ég ætla að kveðja þig nú í síðasta sinn, ég veit að leiðir okkar eiga eftir að liggja saman þótt seinna verði. Minning þín lifir. Elsku Ingibjörg amma og Jonni frændi, aðrir ættingjar og vinir, megi Guð vera með ykkur ölium.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.