Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ London. Reuter. FLUGVÉLASMIÐIR og við- skiptavinir þeirra munu fagna betri tíð á flugsýningunni í Farnborough sem hefst í næstu viku, en nú hefur sala á nýjum flugvélum tekið kipp, flugsam- göngur aldrei verið meiri og nýjar flugvélategundir koma á markaðinn. Skipuleggjendur sýningar- innar segja þessa sýningu verða 10 af hundraði stærri en sú síð- asta, sem fram fór árið 1994. Vænzt er um 250.000 gesta á sýninguna til að beija 1.165 sýningargripi augum, þeirra á meðal 200 nýjar flugvélar. Sú vél sem líkleg er til að verða senuþjófur þessarar sýn- ingar er nýja Eurofíghter- Bandaríkin Fær ValuJet rekstrar- leyfi? LOFTFERÐAEFTIRLIT Banda- ríkjanna (FAA) afhenti á fimmtu- dag flugfélaginu ValuJet á ný rekstrarleyfið sem það missti fyrir tveim mánuðum vegna flugslyss er þota félagsins hrapaði í Flórída. Er talið líklegt að samgönguráðu- neytið staðfesti ákvörðunina í næstu viku. 110 fórust í slysinu. Talið er að eldur hafi komið upp í súrefni- skútum sem áttu að vera tómir samkvæmt merkingum og eldur- inn breiðst út. Flugfélagið kennir undirverktaka um mistökin. Samtök flugfreyja hyggjast mótmæla Ráðamenn ValuJet fögnuðu ákaft í gær en ráðuneytið, sem segir rannsókn á rekstri og fjár- málum félagsins ekkert misjafnt hafa leitt í ljós, verður að bíða í viku með að leyfa því að hefja flug á ný til að tækifæri gefist til and- mæla. Samtök flugfreyja segjast ákveðin í að mótmæla úrskurðin- um, þau vilja að háttsettir menn hjá félaginu verði reknir. Telja samtökin að um yfirhylmingu sé að ræða af hálfu FAA og ráðu- neytisins er vilji ekki að upp kom- ist í yfirheyrslum hve mikið þau hafi vitað um lélegt öryggiseftirlit hjá ValuJet áður en slysið varð. ---------» » ♦ Efnahagur Japans Uppsveiflan hæg Tokyo. Reuter. NÝJUSTU tölur úr þjóðarbúskað Japana staðfesta að efnahagsþró- unin er á réttri leið með að rétta úr kútnum, en sá hagvöxtur sem lesa má úr tölunum er þó ekki nægilega mikill til að ýta undir vonir um að uppsveifla væri komin af stað. Iðnaðarframleiðsla jókst í júlí um 4,1 prósentustig frá fyrri mán- uði, en hagfræðingar höfðu spáð 3,4% vexti framleiðslunnar. Þrátt fyrir þetta spáir japanska iðnaðar- og utanríkisviðskiptaráðuneytið ekki meira en 1,1% hagvexti á ársfjórðungnum júní til september. „Tölurnar sýna að efnahaginn skortir styrk, en heldur áfram á braut hægfara umbóta. Þær stað- festu ennfremur að engin hætta sé á niðursveiflu ...,“ sagði Yozo Nishimura, hagfræðingur Tokyo- Mitsubishi bankans. LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 19 VIÐSKIPTI Flugvélasmiðir bjartsýnir á söluaukningu orustuþotan, sem hönnuð hefur verið og framleidd í samstarfi Breta, Þjóðveija og ítala. Kostnaður við hönnun og undir- búning framleiðslu hennar nem- ur 12 milljörðum punda, um 1200 milljörðum króna. Undanfarin átta ár hafa rúss- neskar herflugvélar notið mestrar athygli á Farnborough- flugsýningunum. Þótt Eurofíg- hter-þotan muni sjá til þess að undantekning verði á því í ár er víst að ný orustuþota Rússa, Sukhoi Su-37a.ð nafni, muni vekja mikla athygli. Samkeppni í smíði farþegaþotna hörð Samkeppni í farþegavéla- smíði er hörð um þessar mundir og munu nýjustu vélarnar frá Boeing-verksmiðjunum banda- rísku og Airbus-smiðjunum evr- ópsku vera fremstar í flokki í þeim slagi. Báðar verksmiðjurn- ar hafa stórar nýjar farþegaþot- ur á boðstólum og eiga í harðri baráttu um viðskiptavini. Á Farnborough-sýningunni 1990 var sett met í fjölda pant- ana á nýjum vélum. Þá voru lagðar inn pantanir fyrir 130 flugvélum að samanlögðu verð- mæti um 1400 milljarða króna. Ekki er gert ráð fyrir að þetta met verði slegið í ár, en framleiðendur eru bjartsýnir á að aukning pantana verði tölu- verð frá síðustu tveimur sýning- um, 1992 og 1994, sem liðu m.a. undir efnahagssamdrættinum á Vesturlöndum. Hagnaður stóru framleiðend- anna hefur aukist mikið á síð- ustu árum. Samanlagður hagn- aður þeirra á síðasta ári var um 5,2 milljarðar punda, en árið áður var hann 1,6 miHjarðar og árið þar áður var tap upp á 4,1 milljarða punda. I togstreitu risanna tveggja Boeing og Airbus er Boeing með greinilegt forskot sam- kvæmt pöntunum þessa árs. En Airbus hefur sagzt ætla sér að auka hlut sinn á heimsmark- aði stóru farþegaflugvélanna úr 30-40 af hundraði í 50 af hundraði um aldamótin. fi i ii cr (f c í? s- i ri $ fi 11 fj*j i i i í; i n g ! ÍI : M Jl (I f !i fc í I! fí i! I: i ÍH H Í fi I n ^ m m Trust handskannar Litur og svart/hvítt 4oodpi TILBOÐ DAGSinS lr. 9.901 LisMhr: 19.900 TrustPentlumioo 8 MB minni - l GB diskur 5 hraða geislaspilari 16 bita 3D hljóókort • 15W hátalarar FM-stereo útvarpskort - Megapak 3 14" litaskjár - Windows 95 IILBOfl BBSSIII! EMUIMNl It 1)5.900 Lisiauerð hp: 159.900 ,**hi*w m. Windows geislaprentari 4 bls/mín - 600 dpi upplausn WPS - „Windows Printing Systcm" Arkamatari fyrir 1OO blöö TILBOD D Q 6 SI n S'. e: n Lisiauerð Hr: 3fl.900 a i b canon BJC-210 uertu meo í Wmi'Vm I H * 0 Lita-bleksprautuprentari 360 dpi upplausn Arkamatari fyrir l OO blöö TILBOfl Ð B B SI n s: It 10.909 Lislauerð hr: 2a.90D Nýjustu bílalcikirnir á sórstöku tilboösvcröi: ■Need for speed - speclal edlllon1 oo 'Grand Prlx 2' Af þessu tilefni mun Guöbergur mæta meö Porschebifreiðiria sem hann liefur margsinnl stýrt til sigurs í íslandsmeistaramótinu í ltally-Cross. «9»M FflHflFEni 5 Sími 533 2323 FAH 533 2329 IOlVHKlOr@ltB.IS n r- r m n n ii r*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.