Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996
MINNINGAR
SÓLVEIG
SNORRADÓTTIR
+ Sólveig Snorra-
dóttir var fædd
í Keflavík 16. júlí
1956. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
nesja 24. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Snorri Hólm Vil-
hjálmsson, múrara-
meistari, fæddur
25. júní 1906, að
Skeggjastöðum í
Mosfellssveit,
Kjósas., d. 25. ágúst
1979, og kona hans
Sólbjörg Guð-
mundsdóttir húsfreyja, fædd
4. maí 1913, í Stóra-Nýjabæ í
Krýsuvík, d. 28. sept. 1966. Þau
hjuggu á Þórustíg 15, Ytri-
Njarðvík. Þeirra börn eru:
Kristín, fædd 5. maí 1934, d.
1. júlí 1967, Guðmundur, fædd-
ur 28. mars 1936. Hólmfríður,
fædd 20. apríl 1938, Vilhjálmur
Heiðar, fæddur 26. maí 1942,
og Anna Halldóra, fædd 16.
mars 1947, d. 31. des. 1984.
Eftirlifandi eiginmaður Sól-
veigar er Jón Einar Guðmunds-
son, fæddur 18. apríl 1950, í
Vestmannaeyjum. Jón er
starfsmaður á Keflavíkurflug-
velli. Þau giftu sig 4. ágúst
1979. Þeirra synir eru: Kristinn
Sólberg Jónsson,
fæddur 13. maí
1979, og Snorri
Hólm Jónsson,
fæddur 3. janúar
1990. Dóttir Jóns
frá fyrra hjóna-
bandi er Nikólína
Jónsdóttir, fædd 16.
janúar 1974, unn-
usti hennar er
Hannibal Þ. Ólafs-
son, fæddur 1. sept.
1971. Þeirra dóttir
er Sigrún, fædd 17.
júlí 1995.
Sólveig og Jón
bjuggu fyrstu búskaparár sín í
Vestmannaeyjum og einnig
nokkur ár í Njarðvík, sl. 3 ár
hafa þau búið að Elliðavöllum
5 í Keflavík. Vorið 1972 lauk
Sólveig landsprófi frá Skóga-
skóla, einnig nam hún einn vet-
ur í Húsmæðraskóla Reykjavík-
ur 1973-1974. Eitt ár dvaldi
hún í Svíþjóð hjá sænskum
hjónum, við barnagæslu og
heimilishjálp. Hún útskrifaðist
frá Sjúkraliðaskóla Islands 29.
apríl 1977. Undanfarin ár hefur
hún starfað sem sjúkraliði á
Sjúkrahúsi Suðurnesja.
Útför Sólveigar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Við fengum fréttirnar að morgni
laugardagsins 24. ágúst. Solla var
dáin. Hún sem hafði þurft að horfa
á eftir svo mörgum nánum ættingj-
um, þurfti sjálf að heyja stríðið við
þennan illvíga óvin sem krabba-
meinið er okkur öllum. Við vildum
ekki trúa því þegar við fréttum að
það hefði fundist krabbamein hjá
Sollu. Ekki hún líka, er ekki komið
nóg hjá einni ijölskyldu. Solla var
þess fullviss frá fyrsta degi að hún
myndi sigrast á þessu. Með þennan
sterka lífsvilja, baráttuþrek og
bjartsýni, hóf hún stríðið við sjúk-
dóminn sem hafði höggvið svo djúp
skörð í fjölskyldu hennar. Við hlið
hennar í þessari baráttu stóð Jón
maður hennar eins og klettur. Og
synir hennar tveir, Snorri Hólm og
Kristinn Sólberg, gáfu henni ríka
ástæðu til að beijast af alefli. Þeg-
ar læknarnir höfðu gert allt sem í
mannlegu valdi stóð hélt Solla sjálf
áfram. Hún drakk allskyns jurta-
seyði sem Jón bruggaði handa henni
í von um að fá nokkur ár í viðbót
með honum og sonum þeirra tveim-
ur.
Það var alltaf svo gott að heim-
sækja Jón og Sollu. Þau höfðu þessa
einstöku útgeislun að manni fannst
maður alltaf svo velkominn. Meira
að segja undir það síðasta þegar
við heimsóttum þau á sjúkrahús
Keflavíkur. Þá var þessi útgeislun
með þeim, við vorum hjartanlega
velkomin, og okkur leið vel í návist
þeirra, þó að Solla væri orðin það
veik að við gerðum okkur fulla grein
fyrir því í hvað stefndi. Þó að Jón
hafi verið henni Sollu sinni ómetan-
legur stuðningur þá áttu þau hjónin
marga góða að. Ber þar fyrst að
nefna Sólbjörgu og eiginmann
hennar. Þau hafa tekið Snorra litla
í fóstur svo að Jón gæti verið sem
mest upp á spítala hjá Sollu. Að
öllum öðrum ólöstuðum færðu þau
þeim hjónum dýrmæta gjöf, þ.e.
fullvissuna um það að Snorra liði
vel og skorti ekki athygli og ást á
meðan þau einbeittu sér að því að
Solla næði aftur heilsu.
Ekki má gleyma Kidda, þó hann
telji sig vera orðinn fullorðinn þá
verður hann alltaf litli drengurinn
þeirra Sollu og Jóns. Drengurinn
sem átti alla þeirra ást og athygli
í þau 12 ár sem hann var einkabarn-
ið þeirra og þegar Snorri litli fædd-
ist þá tvöfaldaðist bara ástin sem
þau deildu niður á drengina sína.
Elsku Jón minn, þú ert að kveðja
yndislegan lífsförunaut, en við erum
þess fullviss að svo hjartahlý kona
sem hún Solla þín var á sársauka-
lausa daga í vændum hjá himnaföð-
urnum. Við þökkum þér innilega
fyrir að leiða þessa lífsglöðu og
Birting n fmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer
5691181.
Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri Iengd en Iengd annarra greina um
sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti-
metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfeet einnig auðveld í úrvinnslu.
hláturmildu konu inn í líf okkur og
leyfa okkur að njóta samvistar við
hana þennan tíma sem hún var hjá
okkur.
Megi Almættið styrkja þig og
drengina í þessari miklu lífsreynslu
sem á ykkur er lögð.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvflast.
Leiðir mig að vötnurti,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafn síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(23. Davíðssálmur.)
Kær kveðja frá
tengdamóður, börnum
hennar, tengdabörnum
og barnabörnum í
V estmannaeyjum.
Elsku Solla, nú ert þú komin til
ástvina þinna, til foreldra þinna,
systra þinna, Stínu og mömmu Bíb-
íar, og til frænda þinna, Ómars og
Magnúsar Þórs. Eg veit að þau
hafa öll tekið vel á móti þér og þér
líður vel núna eftir þau erfiðu veik-
indi sem þú hefur mátt þola. Mér
finnst samt svo erfitt að kyngja því
að þú sért dáin, að við eigum ekki
eftir að sjá þig meira, heyra þig
hlæja og sjá þig brosa framan í
okkur. Eg skil ekki tilganginn með
þessu, hvað er guð að hugsa, að
leggja þetta allt á eina úölskyldu.
Þú nýorðin fertug, mamma var 37
ára þegar hún dó, Stína 33 ára.
Ómar bróðir 10 ára og Magnús Þór
níu ára. Eg vona að Lillý frænka
hafi haft rétt fyrir sér þegar hún
sagði mér þegar þú varst kistulögð
á þriðjudaginn að það hlyti að vera
einhver tilgangur með þessu sem
ég eigi eftir að fá botn í seinna meir.
Þegar ég rifja upp minningarnar
um Sollu, kemur fyrst upp í hugann
hávær og skemmtilegur hlátur,
þegar hún, mamrna og Lillý hitt-
ust. Þá var mikið fjör, því þegar
þær systurnar komu saman yfir
kaffibolla var oft á tíðum hlegið svo
mikið og hátt að maður hálfpartinn
skammaðist sín. Ég gleymi því held-
ur aldrei þegar Solla kom með Jón
í fyrstu heimsóknina í Vogana til
að kynna þennan myndarlega mann
frá Vestmannaeyjum fyrir fjöl-
skyldunni. Þau voru svo ástfangin
og hamingusöm að engin orð fá því
lýst enda kysstust þau á mínútu
fresti þannig að það var nær
ómögulegt að halda uppi samræð-
um við þau. Þegar Solla og Jón
bjuggu í Vestmannaeyjum buðu þau
mér eitt sinn í viku heimsókn. Það
var skemmtilegur tími, því Jón tók
mig með sér á lundaveiðar. Ég fékk
að fara á nokkrar fótboltaæfingar
hjá íþróttafélaginu Þór og hitti fullt
af skemmtilegu fólki. Þetta var
yndislegur tími sem ég mun geyma
í minningunni. Ég veit að Sollu
þótti ákaflega vænt um tengdafor-
eldra sína í Vestmannaeyjum, þau
Herdísi og Guðmund, og náði vel
til systkina Jóns og hún og Lína,
dóttir Jóns frá fyrra hjónabandi,
urðu góðar vinkonur.
Solla var einstaklega lífsglöð
kona, hún var svo hress og drífandi
í öllu. Hún hafði mikinn áhuga á
öllu félagsstarfi og kom víða við í
þeim efnum. T.d. veit ég að hún
átti oft frábærar hugmyndir þegar
hún var að skipuleggja skemmti-
kvöld sjúkraliða við Sjúkrahús Suð-
urnesja. Hún náði að minnsta kosti
að gabba mig í eitt eða tvö skipti
til að koma í jólasveinabúning á
jólafund þeirra og gera grín og
skemmta samstarfskonum sínum.
Solla var líka góður listamaður.
Hún hafði gaman af því að teikna
og mála myndir. Hún hafði sér-
stakan áhuga á því, enda bera fal-
legar myndir á veggjum heimilis
þeirra Jóns gott vitni um það.
Mér fannst Solla standa sig sér-
staklega vel í veikindum sínum. Það
var með ólíkindum hvað hún tók
þessu öllu með stakri ró og jafnað-
argeði. Hún var alltaf svo jákvæð
þegar ég heimsótti hana. Hún var
búin að segja mér að hún ætlaði
utan í haust með Jóni, hún ætlaði
að heimsækja okkur Önnu Mar-
gréti á Selfossi, fara til pabba og
Rögnu og skoða nýju íbúðina þeirra
í Engihjallanum í Kópavogi og fieira
og fleira. Það var henni mikil gleði
að geta boðið ættingjum, vinum og
samstarfsfólki til fagnaðar sem hún
hélt 16. júlí sl. á 40 ára afmælis-
degi sínum á heimili Óla og Sól-
bjargar. Þar mættu um 80 manns
í veisluna. Þetta var frábær stund
sem lifir í minningunni um Sollu
frænku. Ég heyrði síðst í Sollu þeg-
ar hún hringdi í okkur Önnu Mar-
gréti 11. ágúst sl. og óskaði okkur
til hamingju með nýfæddan soninn,
þrátt fyrir að vera orðin mikið veik.
Hún bar alltaf hag annarra fyrir
brjósti.
Elsku Jón, Kiddi og Snorri Hólm,
ég og fjölskylda mín vottum ykkur
okkar dýpstu samúð á þessum erf-
iðu tímum.
Magnús Hlynur Hreiðarsson
og fjölskylda Selfossi.
Okkur langar með örfáum orðum
að minnast starfsfélaga og vinkonu
okkar, Sollu, sem nú er horfin frá
okkur eftir erfiða baráttu við þann
sjúkdóm sem hún að lokum laut í
lægra haldi fyrir. Tómlegt er á
deildinni okkar núna og þegar við
göngum fram hjá stofu 13 og lítum
ósjálfrátt þangað inn en engin Solla
liggur þar lengur og við finnum
fyrir miklum söknuði. Þetta er í
annað sinn sem sjúklingur á stofu
13 deyr sem við höfðum hjúkrað
lengi og þótti orðið vænt um. í fyrra
skiptið var það elsku litli frændi
þinn, Magnús Þór, sem kvaddi okk-
ur eftir erfið veikindi og var þá
ekki síður erfitt að sætta sig við
það. Þegar við sitjum hér og reynum
að skrifa þessar fátæklegu línur
bijótast margar minningar fram í
hugann, yfirleitt skemmtilegar
minningar því þú varst alltaf hrókur
alls fagnaðar þegar við komum
saman, hvort sem það var á sjúkra-
liðafundum, vorferðalögum, jóla-
fundum eða bara í vinnunni.
Fyrir tveimur árum talaðir þú
um að þig hefði alltaf langað til að
sungið yrði „Lóan er komin“ fyrir
utan sjúkrahúsið áður en lagt væri
af stað í vorferðina, við drifum í
því að syngja það þá og sögðum í
gamansömum tóni að það væri fyr-
ir Sollu. Nú í ár komst þú ekki með
okkur vegna veikinda þinna og
sungum við lagið fyrir þig áður en
við lögðum af stað.
Við munum sakna þess að hafa
þig ekki með okkur á vaktinni, þeg-
ar við gátum sest niður eftir umbún-
að og talað saman, áttir þú það til
að spá fyrir okkur í bolla, var þá
oft mikið skrafað og hlegið. Solla
hafði mikinn áhuga fyrir kjörum
sjúkraliða, var í ýmsum nefndum
fyrir okkur varðandi kaup og kjör,
við þökkum henni fyrir hönd okkar
allra í sjúkraliðadeildinni fyrir vel
unnin störf.
í júlí síðastliðnum þegar þú hélst
upp á 40 ára afmælið þitt, þá mik-
ið veik, þótti okkur vænt um að fá
að vera með þér þennan dag og sjá
þig svo glaða og ánægða. Það er
eftirminnileg stund. Elsku Solla, við
vitum að nú þegar þú hefur fengið
hvíldina líður þér vel og ert búin
að hitta ástvini þína sem farnir
voru á undan. Orð megna ekki að
tjá hug okkar á þessari stundu, við
eigum eftir að sakna sárt góðrar
vinkonu og vinnufélaga.
Elsku Jón, Kiddi, Snorri, Lillý,
Sólbjörg og ÓIi, þið hafið staðið sem
klettur við hlið Sollu. Við biðjum
góðan Guð að gefa ykkur sem og
öðrum nákomnum styrk á þessari
stundu og leiða ykkur um ókomna
framtíð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
. Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Solla, minning þín lifir.
Fyrir hönd sjúkraliða á Suður-
nesjum,
Hrafnhildur og Unnur.
Það er eins og eitthvað bresti
innra með manni þegar kær ástvin-
ur deyr. Það er erfitt að kveðja
unga konu í blóma iífsins frá tveim-
ur ungum sonum og ástríkum eigin-
manni. Henni var afar kær dóttir
Jóns, hún Lína. Það var mjög kært
á milli þeirra, ég man í fyrrasumar
þegar Lína eignaðist litlu stúlkuna
hvað Solla var hreykin þegar hún
sagði: „Ég er líka orðin amma!“
Fyrir rúmu ári greindist Solla
með illvígan sjúkdóm. Þrátt fyrir
alla þá tækni sem læknavísindin
búa yfir varð ekki við neitt ráðið.
Við vildum ekki trúa öðru en allt
færi vel, því okkur fannst að tjöl-
skyldan væri búin að fá sinn skerf
af sorginni.
Veikindastríð Sollu var erfitt en
lífsviljinn var ótrúlegur, hún var svo
þakklát fyrir að fá að vera hér á
sjúkrahúsinu í Keflavík á sínum
vinnustað, innan um allt það kær-
leiksríka fólk sem þar vinnur. Ekki
má gleyma strákunum á sjúkrabíln-
um sem voru alltaf boðnir og búnir
að keyra hana heim, hvenær sem
heilsa hennar leyfði, það var að-
dáunarvert hvað Jón var natinn við
að snúast í kring um Sollu og elda
þann mat sem henni þótti bestur.
Þess á milli var hann við sjúkrabeð
hennar en sem betur fer var hann
ekki einn, því Sólbjörg móðursystir
hennar og Óli maður hennar hafa
hugsað um Snorra litla þegar á
þurfti að halda, og þar á hann gott
skjól. Snorri litli sem er aðeins sex
ára kynntist sorginni fyrst fyrir
tveimur árum, þegar Magnús Þór,
frændi hans dó, aðeins 9 ára gam-
all, og svo nú mamma hans.
í sumar þegar Solla fór að tala
um afmælið sitt sagðist hún vilja
hafa ærlegt deildarpartý og vina-
fagnað, það voru allir boðnir og
búnir til að verða við þeirri ósk,
fjölskyldan, samstarfskonur og vin-
konur létu ekki sitt eftir liggja, þær
komu með þvílíkt meðlæti sem var
svo gott og skreytt sem líktist lista-
verkum. Það mun seint gleymast
þeim sem komu til þessa fagnaðar
á nýja heimilinu hjá Sólbjörgu og
Óla. Aðeins tveimur dögum fyrr
héldum við að hún næði ekki afmæl-
isdeginum, en lífsviljinn var dauð-
anum yfirsterkari, það var eins og
hún fengi einhvern kraft við þetta,
því nokkrum dögum seinna fór hún
að tala um að gaman væri að fara
í öðruvísi bíltúr en með sjúkrabíln-
um. Það var búið að kanna mögu-
leika á að fá bíl sem tæki hjóla-
stól, hún var með símanúmerið og
ætlaði að hringja þegar hún væri
upplögð, hún var ákveðin í því hvert
hún ætlaði að fara, en því miður
hrakaði henni áður en til þess kæmi,
það var önnur og lengri ferð sem
beið hennar.
Elsku Lillý, nú ert þú búin að
horfa á eftir þriðju systurinni, öllum
í blóma lífsins, auk annarra ást-
vina. Elsku Sólbjörg mín, missir
þinn er einnig mikill því þú leist á
Sollu eins og stóru systur þína.
Kiddi minn og Snorri litli, söknuður
ykkar er mikill. En við vitum núna
að mömmu líður vel, hjá góðum
Guði þar sem engin þjáning er til.
Jón minn, það er erfitt að horfa
á eftir ástríkri eiginkonu í blóma
lífsins en það hefur verið aðdáunar-
vert hvað þú ert búinn að standa
þig vel. Björtu minningarnar milda
sorgina þungu.
Öðrum ástvinum votta ég mína
dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk
í þessari miklu sorg.
Guðrún E. Olafsdóttir.