Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SKÁKSVEIT Digranesskóla. F.v. Gunnar B. Björgvinsson, Hjalti Rúnar Ómarsson, Steinar Aubertsson, Víðir Smári Petersen og Emil Hjörvar Petersen. Jóhann langefstur í Sviss SKAK Wintcrthur, Sviss, 20. — 31. ágúst 150 ÁRA AFMÆLISMÓT WINTERTHUR SKÁKFÉLAGSINS Jóhann Hjartarson, stónneistari, hefur örugga forystu á alþjóðlegu skákmóti í Winterthur í Sviss. Þegar tvær umferðir eru ótefldar hefur Jóhann vinningsforskot á eina keppinaut sinn, enska stórmeistarann Daniel King. JÓHANN vann Martin Ballmann ■ frá Sviss í áttundu umferð, en í þeirri níundu á fimmtudaginn gerði hann jafntefli við hollenska stórmeistarann Paul Van der Sterren með svörtu. Van der Sterren komst í síðustu áskorenda- keppni FIDE, en er aðeins í miðjum hópi keppenda í Winterthur. Það virð- ist fátt geta komið í veg fyrir sigur Jóhanns á mótinu, hann hefur þeg- ar lagt King að velli. Þetta er frábært vega- nesti á Ólympíumótið í Jerevan, sem hefst eftir aðeins tvær vikur. I síðustu tveimur um- ferðunum teflir Jóhann við þá Kelecevic frá Bos- níu og Svisslendinginn Pelletier. Staðan eftir 9 umferð- ir: 1. Jóhann Hjartarson 7 'A v. 2. King, Englandi 6 'A v. 3. Gallagher, Englandi 5'A v. 4. -8. Ballmann, Sviss, Van der Sterren, Hollandi, Kelecevic, Bosníu, Zligcr, Sviss og Hug, Sviss 4'A v. 9.-10. Vogt, Þýskalandi og Pellctier, Sviss 4 v. 11. Forster, Sviss 2 'U v. 12. Huss, Sviss 2 v. Digranesskóli í 3. sæti á EM Norðurlandamót barnaskóla- sveita 1996 fór fram í Árósum í Danmörku um síðustu helgi. Þeir skólar sem sigra á landsmótum sinna landa keppa á þessu móti sem haldið er árlega. Gestgjafalandið fær þó að tefla fram tveimur sveit- um. Sveit Digranesskóla úr Kópa- vogi sigraði á íslandsmótinu í vor og keppti því fyrir íslands hönd. Sveitin lenti í þriðja sæti með 12 vinninga af 20 mögulegum. Úrslit keppninnar: 1. Danmörk, A sveit 13'A v. 2. Svíþjóð 13 v. 3. ísland 12 v. 4—5. Noregur 8 v. 4—5. Danmörk, B sveit 8 v. 6. Finnland 5 'A v. Eins og sjá má á vinningatölum þriggja efstu sveitanna var keppnin mjög spennandi. Digranesskóli tapaði engri viðureign, sigraði þrjár þjóðir og gerði jafntefli við tvær þeirra. Hið sama er að segja um sænsku sveitina, sem sigr- aði A-sveit Dana naumlega í síðustu umferð. Sigurvegararnir töpuðu því bæði fyrir Svíum og íslendingum, en bættu ríflega fyrir það með yfirburðasigrum gegn lægri sveitunum. Sveit Digranesskóla skipuðu þeir Hjalti Rúnar Ómarsson, Steinar Au- bertsson, Emil Hjörvar Petersen, Gunnar B. Björgvinsson og Víðir Smári Petersen. Farar- stjóri var Sveinn Jóhanns- son, skólastjóri, en Adolf H. Petersen var liðsstjóri. Guðmundar Arasonar- mótið 1996 Guðmundur Arason, jáminnflytj- andi, hefur ákveðið að endurtaka alþjóðaskákmótið sem heppnaðist mjög vel í fyrra. Mótið fer fram rétt fyrir jól og er haldið í þeim tilgangi að veita ungum og efnilegum íslenskum skákmönnum tækifæri. íslenskir keppendur verða í meirihluta á mótinu, en auk þess verður keppendum frá Rússlandi, Bandaríkjunum, Englandi, Dan- mörku, Færeyjum, Sviss og Víet- nam boðið til leiks. Ekki er búist við að fleiri alþjóðamót verði haldin á þessu ári, því Taflfélagið Hellir ákvað nýlega að fresta sínu móti fram á næsta ár. Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson BRIDS UNGLINGUM á aldrinum 12-16 áa gefst í næstu viku einstætt tæki- færi til að kynnast bridsiþróttinni, en þá verður haldið ókeypis þriggja daga námskeið i húsnæði Bridssam- bandsins í Þönglabakka 1 í Mjódd. í framhaldi af námskeiðinu I stendur til að stofna sérstaka ungl- . ingadeild innan BSÍ þar sem ungl- I ingum gefst kostur á keppnisspila- mennsku og fræðslu. Námskeiðið fer fram milli kl. 16 og 19 dagana 3., 4. og 5. septem- ber (þriðjuag, miðvikudag og fimmtudag). Tilkynnið þátttöku i síma 587 9360 (Bridssamband Islands) mánudaginn 2. september á skrif- stofutíma. Unglingafræðslan er samvinnu- verkefni BSÍ, Bridsskólans, Brids- félags Reykjavíkur og ferðaskrif- stofunnar Samvinnuferðar/Land- sýnar. Bridsfélag Kópavogs Vetrarstarfið hefst fimmtudag- inn 5. september með eins kvölds tvímenningi. Spilað er í Þinghól, Hamraborg 11. II m s j ó n A r n ó r G . It a £ n a r s s o n Brids fyrir ungt fólk LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 43’ DALMATÍUBLÁGRESI - (Ger. dalmaticum) Dalmatíublágresi (Geranium dalmaticum) Hlíðin mín friða, hjalla meður græna blágresið blíða, beijalautu væna, á þér ástaraugu ungur réð ég festa blómmóðir besta. SVO yrkir Jón Thoroddsen um hlíð- ina sína fögru, Barmahlíð. Blágres- ið blíða, sem hann nefnir í kvæð- inu, er algengt um allt land, en þó minnist ég þess ekki úr sveitinni minni. Mér þótti það einstaklega fallegt í skógarkjarrinu í Norður- árdal þegar ég sá það fyrst og enn fylltist ég aðdáun í sumar þegar ég gekk stíginn milli Gljúfrabúa og Seljalandsfoss en brekkan fyrir ofan var vafin blágresi, mjaðurt og hvönn. Blágresið okkar er eitt úr hópi um 400 systkina og eina tegund blágresjsættkvíslarinnar sem vex villt á íslandi. Blóm af þessari ættkvísl vaxa víða um heim, en flest þau, sem vinsæl eru í garð- yrkju, eru upprunnin í norðan- verðri Evrópu eða Alpafjöllunum, tempraða hluta Asíu eða Norður- Ameríku. Útlit íslenska blágresisins er mjög dæmigert fyrir ættkvíslina. Blöð þess standa á löngum stilk, eru djúpt handskipt og fliparnir margskertir og tenntir. Bæði bik- ar- og krónublöð eru fimm, en krónublöðin hafa grunna skerðingu í endann. Þau eru fjólublá á litinn en blómbotninn er hvítur. En það er aldinið sem gefið hefur ættkvísl- inni nafn, en geranos er gríska heitið á fuglinum trönu. Danir kenna ættkvíslina réyndar við frænda hennar, storkinn, kalla hana storkanef. Aldinið er svo nefnt deilialdin og skiptist í 5 hnetur. Fram úr því gengur löng trjóna — trönunefið. Þegar ald- inið er þroskað rifna flipar upp eftir trjón- unni sem hver ber með sér sitt fræ, sem slöngvast út í loftið. Blágresið er fjölært eins og flestir meðlim- ir ættkvíslarinnar og helstu vaxtarstaðir þess eru bollar og hvammar í hlíðum og giljum, skóglendi og snjódældir til fjalla. Blágresið er fyrirtaks garð- jurt, fjólublái liturinn fallegur og ekki eru síðri afbrigðin rauðbleiku og hvítu, sem finnast stöku sinnum vilit og eru eftirsótt í garða. Blómg- unartími blágresisins er í júní og eini gallinn er hve það er stutt í blóma. Það er hins vegar ekki rétt að segja það um frændsystkini þess, dalmatíublágresið, sem er lík- lega uppáhaldsblágresið mitt. Dal- matíublágresi er ættað frá Júgó- slavíu. Það er trúlega minnsta blágresið sem hér er ræktað. aðeins um 10-15 sm á hæð. Blöðin eru handskipt eins og hjá blágresinu, en heildarlögun þeirra er nánast Iík nýra. Laufið er fallega dökkgrænt og haustlitirnir mjög fallegir, sterk- rauðir eins og hjá mörgum blágres- istegundum. Blómin eru skálarlaga og stór miðað við hæð eða 3 sm. Þau sitja gjaman 2 saman á stuttum blómlegg sem aftur er hluti stærri blóm- skipunar. Þrátt fyrir blágresisnafnið eru biómin fallega bleik á litinn. Margir garð- eigendur kvarta yfir að erfitt sé að finna síðsumarblómstrandi piöntur. Þarna er dal- matíublágresið kjörið. Venjulegur blómg- unartími þess er ág- ústmánuður fram í september en í sumar byrjaði það að blómstra seint í júlí og nú þegar ágúst er allur er það enn í fullum blóma. Þessi blágresistegund er kjörin í steinhæðir en eins er hún skemmti- leg fremst í fjölæringabeðum. Blágresistegundir almennt gera ekki miklar kröfur og eru flestar mjög auðveldar í ræktun. Þær stór- vaxnari eru margar að uppruna skógarbotnsplöntur og þola dálít- inn skugga líkt og íslenska blágres- ið en vilja hins vegar fremur fijóan jarðveg. Þær smávöxnu em aftur á móti flestar fjallaplöntur og vilja því magran jarðveg, sendinn eða jafnvel grýttan. Erfítt getur verið að komast yfir fræ sumra blágres- istegunda og talið er best að sá því að haustinu og að það þurfi að fijósa áður en það spírar, en blágresistegundum má oftast flölga með skiptingu gjarnan síðla sumars. S.Hj. BLÓM VIKUNNAR 341. þáttur llmsjón Á£ús 1 a If j ó r ns (I ó II i r ..opiS um helgar Kolapo __________________________ OQrlllkJölld komlá oflor Fituminni rúllupylsa • gómsætir Hangibögglar Benni er enn og aftur með grillkjötið vinsæla sem undanfarið hefur selst upp um hveija helgi Einnig áleggið góða og nú komin með fituminni rútlupylsu. Hann er líka meö ostafyllta lambaframparta, gómsæta hangiböggla og úrval af annari kjötvöru á sannkölluðu kolaportsverði. O Qlœný hámcri Þú kaupir eitt kíló af ýsuflökum og færð annað frítt Fiskbúðin Okkar hefur smðlað að lægra vöruverði og býður landsins mesta úrval af fiski. Um helgina er boðið upp á glænýja Hámeri, nýjan lax, frábært tilboð á ýsuflökum, hvalkjöt, glænýja smálúðu, fiskibökur, fiskrétti, nýja bleikju, Skötu og sólþurrkaðan saltfisk. KOLAPORTIÐ Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.