Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRDÍS SIG URÐARDÓTTIR + Þórdís Sigurð- ardóttir var fædd á Eyrar- bakka 10. apríl 1914. Hún lést 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Guð- mundsdóttir, Gutt- ormssonar frá Kálfhaga í Flóa, og konu hans Guðrún- ar Erlensdóttir. Faðir Þórdísar var Sigurður Sigurðs- son, Pálssonar er ættaður var frá Björk í Flóa, síðar bóndi víða í Ölfusi og fyrri konu hans Þórdísar Jónsdóttur. Þórdís átti eina systur Guðrúnu og er hún búsett að Smiðjuvegi 19 í Kópavogi. Eiginmaður Þórdísar var Einar Ágúst Jónsson vega- verkstjóri og bóndi á Sveins- stöðum í Álftaneshreppi, f. 27.8. 1900, d. 1.5. 1969. Þeirra börn eru: 1) Jón Helgi, kvænt- ur Guðbjörgu Andrésdóttur, búsett í Borgarnesi. 2) Sigríð- Hún Þórdís móðursystir mín hefur nú kvatt þennan heim. Dísa frænka eins og við kölluðum hana var mér annað og meira en móður- systir og frænka því Sveinsstaðir voru mitt annað heimili í 10 ár á uppvaxtarárum mínum. Ég var 8 ára er ég kom til þeirra Gústa og Dísu til sumardvalar, en sumar- dvölin mín varði í 10 sumur og reyndar tvo vetur að auki. Umhyggja hennar á þessum árum varð mér gott veganesti út í lífið, því það er svo margt sem ég lærði af samskiptum við þau Gústa og Dísu. Dísa ólst upp hjá foreldrum sín- um á Eyrarbakka til 7 ára aldurs, en þá veiktist faðir hennar og fór hún þá til Sigurðar afa síns og konu hans Sigríðar Gísladóttur að Öxnalæk í Ölfusi. Þegar Dísa var 15 ára lést afi hennar og fór hún þá að vinna fyrir sér í vist og kaupavinnu. Nítján ára gömul réðst Dísa sem kaupakona að Miðhúsum í Álfta- neshreppi og þar hitti hún verð- andi eiginmann sinn, Einar Ágúst Jónsson. Fyrstu búskaparár sín bjuggu ur Björk, maður hennar var Frið- geir Friðjónsson frá Hofstöðum (skildu), síðar var Sigríður í sambúð með Herbert Baxt- er (skildu). Börn Sigríðar eru: Ingi- björg Þórdís Frið- geirsdóttir, gift Aðalsteini Guðna- syni og eiga þau tvö börn, Jón Ágúst Friðgeirsson, lést þriggja ára 1968, Erla Friðgeirsdótt- ir, ógift, Jón Þór Friðgeirsson, sambýliskona hans er Herdís Halldórsdóttir og eiga þau eina dóttur, og Bjarki Her- bertsson, býr hjá móður sinni. 3) Helga Ásdís, gift Þórði Björnssyni og eiga þau tvo syni, Ágúst, hann er i sambúð með Jónínu Gísladóttur og eru þau búsett í Svíþjóð, og Jón Inga, sem býr í foreldrahúsum. Utför Þórdísar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þau í sambýli við Jón bróður Gústa á Miðhúsum, en fluttu í Þverholt í Álftaneshreppi 1946 og bjuggu þar til 1955 er þau keyptu Sveins- staði í Álftaneshreppi. Gústi vann sem vegavinnuverk- stjóri á sumrin og í mörg ár var Dísa matráðskona vegagerðar- manna. En eftir að þau hófu búskap sinnti Dísa búskapnum á sumrin, en Gústi vann áfram hjá vegagerð- inni meðan heilsa hans leyfði. Á Sveinsstaðaheimilinu var gestkvæmt, enda voru þau Gústi og Dísa afar gestrisin og félags- lynd. Það var því oft margt um manninn og þá sýndi Dísa best þá ríku hæfileika sína að taka á móti og matbúa handa mörgu fólki. Þau Gústi og Dísa bjuggu á Sveinsstöðum, ýmist í sambýli við Jón son sinn og Guðbjörgu konu hans, eða Sigríði og Friðgeir, þar til Gústi lést 1. maí 1969, en Dísa hélt áfram búskapnum til hausts- ins 1970 er hún flutti í Borgarnes. í tuttugu og sjö ár hafði Dísa búið í Borgarnesi og þar leið henni vel. Fyrstu árin bjó hún í sambýli við t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR MAGNÚSSONAR múrarameistara, Hvanneyrarbraut 48, Siglufirði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-4 á Hrafnistu fyrir góða umönnun. Fyrir mína hönd og annarra aðstand- enda, Magnús Kr. Jónsson. MINNINGAR Sigríði dóttur sína, en síðar lengi ein á Sæunnargötunni. Síðustu árin var hún svo bústýra hjá Finn- boga þar til heilsan gaf sig og hún fór á Dvalarheimilið í Borgarnesi sl. haust. Eftir að Dísa flutti í Borgames komum við hjónin oft við hjá henni er við áttum leið um. Dísa kunni vel að meta þessar heimsóknir okkar. Það var einnig fastur liður hjá okkur bræðrum að heimsækja Dísu frænku þegar við fórum í veiðar í Álftá, en þá tók hún á móti okkur með miklum myndar- skap. Dísa var glaðlynd kona og lét mótbárur eða veikindi ekki buga sig. Mildur hlátur hennar lyfti ætíð brúnum þeirra sem til hennar leit- uðu. Umburðarlyndi hennar þegar erfiðleikar steðjuðu að varð til þess að margir sóttu hana heim og ræddu við Dísu um vandamál sín, enda átti hún auðvelt með að benda á allt það jákvæða í fari manna og laða fram ný viðhorf til mál- anna. Þegar að leiðarlokum er komið leita minningar um góða frænku upp í hugann, ekki síst hlý hand- tök eða koss á kinn í kveðjuskyni. Þá urðum við um leið að lofa því að koma við næst þegar við ættum leið um Borgarnes. Þannig var hún Dísa frænka alltaf reiðubúin að taka á móti sínu fólki og enginn fór án þess að fá veitingar og það svo um munaði. Ég er þess fullviss að nú hefur hún Dísa mín öðlast frið í nýjum heimkynnum og fund- ið ljósið sem lýsa mun henni á nýjar brautir. Við Auður viljum votta börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum okkar samúðarkveðjur. Megi góður guð geyma minn- ingu um þig, Dísa mín. Bragi Michaelsson. Það er komið að kveðjustund, hún Dísa mín er dáin, og minning- arnar hrannast upp. Eg var ein af krökkunum sem voru svo láns- amir að fá að dvelja hjá Dísu og Gústa i sveitinni lengri eða skemmri tíma. Ég á þeim svo margt að þakka og dvöl mín hjá þeim var fjársjóður í barnssál, sem ég mun njóta alla tíð. Dísa hafði svo einstakt lag á börnum og gat alltaf sett sig í þeirra spor þótt ýmsir væru dyntirnir í þeim. Hún passaði vel upp á að borgarbörnin fengju nægju sína af kjarngóðu fæði. Oft hvatti hún mig, horuðu kvefgjörnu rengluna, að leggjast út í sólina, það gæfi mér vítamín. I bernskuminningunni sé ég mann koma gangandi upp mýrina miklu utan við Þverholt. Dísa býð- ur honum að setjast inn í hlýtt eldhúsið og spyr frétta um leið og hún færir hann úr gúmmískónum og rennblautum ullarsokkunum, sem hún svo þurrkar á kolavél- inni, gefur honum heitt vatn í fóta- bað og síðan þerrar hún fætur hans vel á eftir og færir honum hressingu. Svona var umhyggja hennar fyrir öðrum. Þegar ég eitt sinn fékk að dvelja hjá þeim hjónum á Sveinsstöðum í tvær vikur með tveimur dætrum mínum og langt gengin með þá þriðju, fór Dísa út í fjós á hveijum morgni og fleytti ofan af mjólkinni handa mér svo ég fengi það besta. Dísa stóð alltaf sterk og traust við hlið eiginmanns síns. Mér er það minnisstætt að þau sýndu hvort öðru virðingu og ást, hún hlédrægari en ákveðin, alltaf tilbú- in til að hjálpa. Dísa var matráðs- kona í áraraðir „í veginum hjá Gústa“ og „skúrinn“ var eldhúsið og matsalurinn. Það er óskiljanlegt hvernig hægt var að athafna sig við vinnuna við þessar aðstæður. Margur ungur drengur hefur þroskast og mannast af því að fá að vera hjá Dísu og Gústa í vega- vinnunni. Dísa var vinur vina sinna og gaf mikið af sér. Hún var svo skemmti- legur persónuleiki. Stundum sagði hún ekki mikið en augun sögðu því meir og brosið hennar oft fjar- rænt. Ég veit að hún sá og fann meir en margur annar. Við áttum oft yndisleg og löng samtöl seinni árin í síma og fannst mér þau allt- af mjög uppörvandi. Eftir að Dísa missti Gústa sinn flutti hún í Borgarnes. Það var sama hvar hún bjó, heimilið henn- ar var alltaf eins og umferðarmið- stöð, fólk kom og fór. Og alltaf var það sama hlýjan sem tók á móti manni eða kvaddi. Fyrir marga var Dísa miðpunkturinn í Borgarnesi. Þótt aldurinn færðist yfir Dísu eins og okkur hin var svo skemmti- legt að fylgjast með því hvernig hún var alltaf að bæta við þroska sinn á ýmsan hátt. Þegar henni fannst tími til kominn lagði hún sjálf inn umsókn á Dvalarheimilið í Borgarnesi. Þar ætlaði hún að vera sitt síðasta æviskeið, sem varð aðeins eitt ár. Við Steinarr, móðir mín og dæt- urnar fjórar biðjum þér, kæra Dísa, Guðs blessunar með þakklæti fyrir allt sem var. Þakka þér fyrir ástúð þína og umhyggju. Elsa Pétursdóttir. Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir, og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin sem falla. (T.G.) Sorgin gleymir engum. Hún Dísa frænka mín er dáin. Ég minnist bemsku minnar. Mér fannst Dísa alltaf svo sérstök. Hún var sú stoð sem ég vissi alltaf af. Frænkan sem sendi mér jólagjafir og jólakveðjur. Hún var til, systir hennar mömmu, bjó í sveitinni og hjá henni var Bragi bróðir. í minningunni sé ég að það hvíldi alltaf í huga mínum sérstakur ljómi yfir Dísu frænku, manninum hennar og börnum í Þverholti og síðar Sveinsstöðum, Gústa, Jonna, Diddu og Helgu. Mér fannst þau alltaf vera svo nálæg, þótt þau væm í rauninni langt í burtu. Ég á Eyrarbakka, þau í Borgarfirðinum. Það var gaman á sumrin að koma í sveitina til Dísu. Þar fannst mér alltaf vera sólskin, góður mat- ur, grænmeti og nóg af beijum. Dýrin voru ekki langt undan; hund- ur, köttur, kýr, hestar og hænsni. Einnig var þar heyskapur, hlaða, bílar og vinnuvélar. Þetta var æv- intýraheimur. Mér fannst þau svo rík þarna í sveitinni að eiga þetta allt saman. Barnið hugsar oft meira en uppi er látið. Dísa var mér ætíð ljúf og góð. Brosið hennar yljaði. Hún var allt- af svo falleg og talaði svo fallega um allt og alla. Hlátur hennar mildur, sérstakur, aðlaðandi. Hún trúði á ljósið, boðbera englanna. Minningarnar um hana eru Ijúfar. Og því er ég hryggur. Héma gengum við saman og hingað kom vorið fyrst, inn í litla garðinn. Eg man, að blómin byijuðu að springa út í maí. Þá bmnnu stjamanna Ijós I grænkandi mnnum. Hér skinu bros hennar, mild eins og haust- Ijós á heiðum. Hér heyrði ég rödd hennar skjálfa I kvöld- ljóðum vorsins. Og nú er hún farin og hún kemur aldrei aftur. Aldrei framar kemur neitt, sem er liðið.“ (T.G.) Bömum, tengdabömum, bama- bömum, bamabamabömum, ætt- ingjum og vinum hennar Dísu minnar votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín, elsku Dísa mín. Sigrún Alda Michaelsdóttir. Hulda Tryggvadóttir var fædd á Akur- eyri 2. ágúst 1931. Hún lést á Land- spítalanum 21. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Tryggvi Bogason og Stefanía Brynj- ólfsdóttir. Systkini Huldu eru Stefán, f. 1942, Brynjólfur, f. 1945, og Soffía, f. 1948, öll búsett á Akureyri. Hulda fluttist ung til Reykjavíkur og bjó fyrst um sinn á Nesvegi 52. Ég kynntist Huldu frænku best þegar ég komst á unglingsár og þurfti að fara til Reykjavíkur til að kaupa mér föt fyrir skólann. Það þótti nefnilega svo flott að „fara suður“ á þeim árum. Alltaf gisti ég í Kópavoginum hjá Huldu, Kristjáni og Björgu. Það skipti engu máli hvenær ég Hulda giftist 1. apríl 1955 Kristjáni Hermannssyni sjó- manni og byggðu þau sér heimili á Kársnesbraut 85 í Kópavogi þar sem þau bjuggu alla tíð. Þau eignuðust eina dóttur, Björgu, f. 16. janúar 1959. Kristján lést árið 1990. Hulda stofn- aði og rak verslun- ina Horn á Kárs- nesbraut 84 um 35 ára skeið. Útför Huldu fór fram frá Digraneskirkju 30. ágúst. kom eða hvað ég ætlaði að vera lengi, ég var alltaf velkomin og mér leið eins og ég ætti þar heima. Ég veit að það á ekki bara við um mig heldur líklega öll mín frændsystkin líka. Til dæmis kenndi Hulda okkur flestum á strætó. Árið 1992 flutti ég til Reykja- víkur og leigði þar litla kjallara- íbúð. Búskapurinn var auðvitað fátæklegur en það kom aldrei að sök því ég hafði alltaf aðgang að öllu hjá Huldu frænku. Ég, Hulda og Björg vorum vanar að sitja í eldhúsinu, drekka kaffi og tala um heima og geima. Þá voru stundirnar fljótar að líða, því Hulda hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Hún sagði okkur frá sínum æskuárum á Akureyri, stundum voru sögurnat' bráðfyndnar, en jafnframt alltaf mjög fræðandi. Þessar yndislegu stundir okkar eru og verða alltaf til með mér. Elsku Hulda mín, þú gafst mér svo mikið sem enginn getur tekið frá mér. Þakka þér fyrir það. Hærra, enn þá hærra lít! hvar skarta blómin rauð og hvít. Lít upp, lít upp - Eg tylli mér á eplagrein að kveða þér minn óð er sorgir sefað fær og mönnum frið og gleði Ijær. Fell ei tár - ó fell ei tár! Blómið mun gróa næsta ár. Ver sæll, uns þiðnar vetrarmjöll! Ég svíf I himinsblámans höll. Ver sæll - ver sæll! (Hulduljóð.) Þín frænka, Sigríður Magnúsdóttir. HULDA TR YGG VADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.