Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Staða barna með krabbamein því að örfá stéttafélög hafa tekið af skarið og aukið fjölda veik- indadaga félags- manna þegar sjúkt barn er annars vegar að því er virðist utan kjarasamninga. Sjúkrasjóði VR og Iðju má nefna sem dæmi en þeir veita allt að 30 dögum í slíkum til- fellum. Þetta framtak stjórnenda nefndra sjóða er lofsvert og ætti að vera öðrum til eftirbreytni. T ryggi ngastofnu n ríkisins (TR) Þorsteinn Ólafsson STYRKTARFE- LAG krabbameins- sjúkra barna (SKB) verður 5 ára þann 2. september í ár. Á þeim tímamótum fer vel á því að staldrað sé við og staða krabba- meinssjúkra barna og fjölskyldna þeirra skoðuð hér á landi. Um leið er kastljósinu beint að langveikum börnum almennt. Fjárhags- erfiðleikar Ekki var meira ráð gert fyrir sjúkum börnum í ís- lensku stjórnkerfi en svo að fram til ársins 1992 fengu foreldrar langveikra barna umönnunarbæt- ur greiddar af Tryggingastofnun ríkisins á þeim forsendum að und- anþága var veitt frá 10. gr. laga númer 41/1983 um málefni fatl- aðra. Þótt umönnunarbætur væru greiddar var algengt að foreldrar barna með krabbamein lentu í fjár- hagserfiðleikum í kjölfar veikinda barnsins vegna tekjumissis og kostnaðarauka. 23. desember 1991 voru sam- þykktar breytingar, lög nr. 79/1991, á lögum um almanna- tryggingar þar sem réttur fjöl- skyldna sjúkra barna á umönn- unarbótum var staðfestur. Segja má að það að öðlast rétt á bótum í stað þess að fá þær skv. undan- þágu hafi verið skref fram á við en því miður hefur það skref engu breytt hvað varðar fjárhagslega afkomu fjölskyldna alvarlega veikra barna. Fólk í vinnu öðlast rétt á laun- uðu veikindafríi þegar það verður sjálft sjúkt. Þegar sjúk börn eru annars vegar á starfandi foreldri rétt á 7 veikindadögum á ári að hámarki. Þegar haft er í huga að foreldri alvarlega sjúks barns er oft frá vinnu svo mánuðum skiptir til að annast barnið er ofangreint þvílíkt óréttlæti að einstakt hlýtur að teljast meðal siðmenntaðra þjóða. Ólíkt betur er fjárhagslega búið að fjölskyldum sjúkra barna í Skandinavíu en hér. Munurinn verður hvað mestur ef Norðmenn eru skoðaðir til samanburðar en þeir greiða 100% bætur fyrir laun- atap fyrstu 260 virku dagana frá sjúkdómsgreiningu og 65% bætur 520 daga til viðbótar ef á þarf að halda. Enn er algengt að fjölskyldur barna með alvarlega sjúkdóma lendi í fjárhagsþrengingum og af og til sjá velunnarar slíkra fjöl- skyldna sig tilneydda að hrinda af stað fjársöfnun fyrir þær. Stjórnvöld, vinnuveitendur og stéttafélög þurfa hið allra fyrsta að taka höndum saman til að afmá þennan ljóta blett af þjóðfélagi okkar. Ekki verður skilið við ofangreint án þess að vekja athygli á og fagna Lengi hafa aðstandendur sjúkra barna deilt á þjónustu TR en hún á að sjá um umsýslu og fram- kvæmd laga um almannatrygg- ingar. Þegar hefur verið minnst á umönnunarbætur en aðstandend- ur sjúkra barna geta sótt um ýmislegt fleira til TR. Það skal skýrt tekið fram að óánægja for- eldra sjúkra barna hefur átt við rök að styðjast en of langt mál væri að rekja þau hér. Karl Stein- ar Guðnason, forstjóri TR frá 1. október 1993, virðist hafa áttað sig á þeirri staðreynd enda hafa jákvæðar breytingar í þessu sam- bandi átt sér stað undir hans stjórn. Helstu breytingar má rekja til þess að félagsráðgjafi var ráð- inn til stofnunarinnar m.a. til að koma á bættri þjónustu þegar langveik börn eru annars vegar, barnalæknir var ráðinn til að meta umönnunarbætur og síðast en ekki síst var stofnuð nefnd innan TR, þar sem fulltrúar frá foreldrahóp- um eiga sæti, tii að fjalla sérstak- lega um þjónustu stofnunarinnar við sjúk og fötluð börn yngri en 16 ára og foreldra þeirra. Þótt margt þurfi enn lagfæringa við er ástæða til að hrósa TR fyrir bætt viðhorf. Sálfélagslegur stuðningur Með sálfélagslegum stuðningi er m.a. átt við eftirfarandi. ★ Áfallahjálp þegar barn greinist með alvarlegan og stundum lífs- hótandi sjúkdóm. Stór áföll sem hafa langvarandi áhrif á fjölskyld- ur eins og t.d. alvarleg veikindi barns móta fjölskylduna fyrir lífs- tíð. Oft er það afgerandi fyrir framtíðarhorfurnar á hvern hátt fjölskyldan er studd fyrstu skrefin þ.e. þegar holskeflan er að dynja yfir. Ofangreint á ekki síður við þegar börn deyja af völdum alvar- legs sjúkdóms. ★ Fræðslu um a) réttindi gagnvart heilbrigðis- kerfinu, b) bætur frá almannatryggingum, hjálpartæki o.fl., c) réttindi gagnvart menntakerf- inu d) réttindi gagnvart félagskerfinu Enn er algengt, segir Þorsteinn Olafsson í fyrri grein sinni, að fjöl- skyldur barna með al- varlega sjúkdóma lendi í fjárhagserfiðleikum. e) foreldrahópa eða einstaka for- eldra sem geta miðlað af reynslu og þekkingu og e.t.v. gefið ann- an stuðning. ★ Fyrirbyggjandi sálfræðiþjón- ustu og félagsráðgjöf. Fjölskylda sem lendir í þeirri kreppu sem oft fylgir því að barn innan hennar greinist með alvar- legan sjúkdóm þekkir sjaldnast það ferli sem bíður hennar né þær andlegu og félagslegu hættur sem kunna að leynast nær eða fjær í tíma. Niðurstöður rannsókna benda til þess að með fyrirbyggj- andi aðgerðum sé hægt að koma í veg fyrir margs konar seinni tíma vandamál. Ef vel á að vera þarf þverfagleg teymi til að veita þá sálfélagslegu þjónustu sem hér er til umræðu. Læknir, hjúkrunarfræðingur, sál- fræðingur, félagsráðgjafi, sjúkra- kennari, sjúkrahússprestur ásamt foreldri sjúklingsins er upptalning sem hljómar ekki óeðlilega í þessu sambandi enda eru dæmi um slík teymi víða erlendis. Ljóst er þó að sálfræðingar og félagsráðgjaf- ar gegna mjög veigamiklu hlut- verki þegar sálfélagslegur stuðn- ingur er annars vegar. Á íslandi eru þijár barnadeildir starfandi, tvær í Reykjavík og ein á Akureyri. Því miður verður að fullyrða að varla sé gert ráð fyrir sálfélagslegum stuðningi á barna- deildunum þremur. Því til rök- stuðnings má benda á að hvorki sálfræðingur né félagsráðgjafi eru ráðnir við neina þeirra. Enginn vafí Ieikur þó á því að það starfs- fólk sem vinnur við deildirnar og í sumum tilfellum utan þeirra ger- ir sitt besta til að annast sjúk börn og aðstandendur þeirra eins og aðstæður og tími leyfa. Hjá heilbrigðisráðherra liggur frá síðastliðnu vori sameiginlegt erindi frá Umhyggju og Þroska- hjálp þar sem gerð er grein fyrir ofangreindu ásamt beiðni um úr- bætur. t Utan barnadeildanna er nánast engan kerfisbundinn, sálfélagsleg- an stuðninga að hafa ekki einu sinni í skólum landsins þar sem umrædd börn fara oft halloka í kjölfar sjúkdóma. Vegna mikillar þarfar á slíkum stuðningi tók SKB það ráð að greiða fyrir félagsmenn þjónustu sálfræðings. HöTundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameins- sjúkra hurna. Flutningur ríkis- stofnana — styrk byggðastefna! A FYRSTA kjör- tímabili Davíðs Odds- sonar sem forsætisráð- herra í samstjórn með Alþýðuflokknum skip- aði hann nefnd til að skoða hvaða ríkisstofn- anir væru eðlilega sett- ar utan Reykjavíkur og nágrennis. Jafnframt átti að skoða hvernig þær gætu sinnt sínu hlutverki jafn vel eða betur á landsbyggðinni og jafnframt treysta stjórnsýslu í sessi á þeim stöðum sem stofn- unum yrði valinn stað- ur. Einn reynslumesti fyrrverandi þingmaður var skipaður formaður nefndar sem skilaði tillög- um og skýrslu um hvernig mætti uppfylla sett markmið, ekki einvörð- ungu þáverandi stjórnarflokka held- ur nánast stefnumörkun allra stjórn- málaflokka sem starfa og hafa starf- að á Islandi. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson var formaður nefndarinnar og að mínu mati skilaði hún góðu verki í fyllingu tímans. Viljayfirlýsingar Svo sem fram hefur komið hafa allir flokkar á stefnuskrá að efla landsbyggðina með flutningi stofn- ana þangað. En þegar staðið hefur til að láta eitthvað úr verða rísa upp ótrúlegustu aðilar og mótmæla. Einnig upphefjast raddir um að best fari á að allt sé í Reykjavík. Tillögur hafa sést um flutning einstakra stofnana og allt til þess að núver- andi forseti, hr. Olafur Ragnar Grímsson, og formaður Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, settu fram tillögu um flutning 95 ríkisstofnana út á land. Til að framfylgja tillögum nefndar forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, ákvað Össur Skarphéðinsson að flytja veiðistjóraembættið norður til Akureyrar. Állt stofnanakerfi ríkis- ins fór á annan endann út af því máli, þó var um mjög fámenna stofn- un að ræða. Sá sami Össur ætlaði að flytja Landmælingar Islands á Akranes og var allt undirbúið til að sá flutningur gæti farið fram þegar „landsbyggðarþingmaðurinn" Hjör- leifur Guttormsson setti fram tillögu um rannsóknarnefnd til að athuga starfshætti Össurar sem umhverfis- ráðherra. Þessi vinnubrögð Hjörleifs dugðu til að ekki varð úr flutningi Land- mælinga þá þó að sannanlega hefði verið búið að útvegá glæsilegt hús- næði fyrir stofnunina á Akranesi, verulega ódýrara en húsnæðið á Laugaveginum. Tímamótaframkvæmd Um mánaðamótin júní/júlí kynnti Guðmundur Bjarnason ákvörðun sína um að fiytja Landmælingar ís- lands til Akraness. Undirritaður fagnaði þessari aðgerð í útvarps og blaðaviðtölum í byijun júlímánaðar og taldi og telur enn að Guðmundur Bjarnason hafi unnið tímamóta verk sem verði í minnum haft og til fyrirmyndar fyrir aðra ráðherra ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Mjög skynsamlegt er að gefa starfsfólki svo góðan tíma (2 og 1/2 ár) til að meta hvort það vill flytjast búferlum með stofnuninni eða hvort það vill búa áfram í Reykjavík og stunda vinnu á Akranesi sem engum vandkvæðum verður bundið eftir að Hvalfjarðargöng verða opnuð. Til upplýsinga fyrir það fólk sem á í hlut þá er Akranes verulega flölskylduvænn staður sem býður upp á mjög góða þjónustu fyr- ir íbúana og stendur í ýmsu framar höfuðborg Islands hvað varðar þjón- Akranes er verulega fjölskylduvænn staður, segir Gísli S. Einars- son. Bærinn býður upp á mjög góða þjónustu ustu við íbúa sína. Ég bendi þeim sem í hlut eiga á að kynna sér vel það sem í boði er á Akranesi. Framhaldsaðgerðir Undirritaður skorar á aðra ráð- herra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að fylgja fordæmi umhverfisráðherra og sýna styrk sinn með því að flytja starfsemi hinna ýmsu stofnana út á land að hluta eða öllu leyti. Það sem blasir augljósast við er að eðlilegt er að flytja skip Landhelg- isgæslunnar t.d. til Reykjaness, Ak- ureyrar og ísafjarðar þó höfuðstöðv- ar verði áfram í Reykjavík. Sama máli gegnir um Vegagerðina h.f. Eðlilegt er að efla starfsemina í Borgarnesi, Blönduósi og Selfossi, þó höfuðstöðvar verði í Reykjavík. Rarik til Egilsstaða, Húsnæðisstofn- un í landsfjórðungana, Siglingamál til Vestmannaeyja, Vestfjarða og Austfjarða, svo nokkuð sé nefnt. Það er mín sannfæring að með flutningi nefndra stofnana og fleiri verði ekki einvörðungu um að ræða eflingu stjórnsýslu á landsbyggðinni heldur felist í aðgerðinni möguleikar til hagræðingar og sparnaðar, lands- mönnum öllum til hagsbóta. Undirritaður hyggst fara þess á leit við stjórnarþingmenn að flytja sameiginlega þingsályktunartillögu um flutning stofnana byggða á skýrslu nefndar forsætisráðherra, ef ráðherrar sýna ekki dug í þessum efnum, að fordæmi umhverfis — og landbúnaðarráðherra Guðmundar Bjamasonar sem hér með eru færðar þakkir fyrir dug og vinnusemi. Höfundur er þingmaður Alþýðu- flokksins á Vesturlandi. Gísli S. Einarsson Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.