Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 37

Morgunblaðið - 31.08.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 37 MINNIIMGAR + Guðfríður Guð- brandsdóttir fæddist 26. október 1909 í Skálmholti í Villingaholts- hreppi. Hún lést á heimili sínu 20. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hólm- fríður Hjartardótt- ir og Guðbrandur Tómasson, sem þar bjuggu. Skálm- holtssystkinin voru 13. Guðfríður ólst upp hjá foreldrum sinum í Skálmholti og var ell- efta barn þeirra. Hin eru Hjör- leifur, f. 1894, d. 1979, Kristín, f. 1895, d: 1991, Tómas, f. 1897, d. 1984, Guðrún, (eldri) f. 1899, d. 1954, Þorsteinn, f. 1900, d. 1981, Friðbjörn, f. 1902; Hall- dór, f. 1903, d. 1976, Olafur, f. 1905, d. 1916, Þorbjörn, f. 1906, Guðrún, f. 1908, d. 1996, Kristinn, f. 1911, d. 1983, og Guðni, f. 1913, d. 1914. Þar að auki ólu þau upp 14. barnið, fósturdótturina Lilju M. Frans- dóttur, f. 1922. Eiginmaður Guðfríðar var Þórður Guðmundsson, f. 3. desember 1905, bóndi í Kíl- hrauni á Skeiðum. Þau giftu sig 9. maí 1937 og þá tók Guð- fríður við húsmóðurstörfum í Kílhrauni, en Þórður hafði þegar tekið við búinu af for- eldrum sínum, Arnbjörgu Þórðardóttur og Guðmundi Vigfússyni. Börn þeirra hjóna eru tvö. 1) Arnbjörg, f. 22. mars 1938. Eig- inmaður hennar er Guðmundur Jó- hannsson, f. 30. september 1931. Heimiii þeirra er á Selfossi og eru börn þeirra fimm. 2) Guðmundur, f. 1. október 1939, bóndi í Kílhrauni. Eiginkona hans er Kristjana Kjartans- dóttir, f. 24. desem- ber 1937, og eiga þau einn son. Börn Kristjönu frá fyrra hjónabandi eru fimm. Langömmubörn Guðfríðar eru nú orðin níu. Einnig ólu þau upp, frá 10 ára aldri, bróður- dóttur Guðfríðar, Hólmfríði Guðbjörgu Tómasdóttur, f. 6. ágúst 1937. Eiginmaður lienn- ar er Jón Guðmundsson, f. 3. ágúst 1933. Þau eru búsett í Reykjavík og eru þeirra börn fjögur. Þau hjón bjuggu í Kílhrauni þar til Þórður lést 6. maí 1971, en síðan bjó Guðfríður áfram með Guðmundi syni sínum til ársins 1974 er hann tók alfarið við búi, ásamt Kristjönu, konu sinni. Þá fluttist Guðfríður á Selfoss og stofnaði þar heimili fyrir sig á Fossheiði 50. Útför Guðfríðar fer fram frá Ólafsvallakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það fækkar enn í stóra systkina- hópnum frá Skálmholti. Nú þegar Guðfríður föðursystir. mín hefur kvatt eru aðeins tveir bræður, þeir Friðbjörn og Þorbjörn, á lífi ásamt fósturdótturinni Lilju. Af öllum ættingjum og vinum var Guðfríður alltaf kölluð Fía, Fía í Kílhrauni. Fía frænka mín fluttist ekki langt frá æskustöðvunum þeg- ar hún hóf lífstarf sitt sem húsmóð- ir í Kílhrauni, því lönd Skálmholts og Kílhrauns liggja saman, þótt þau tilheyri hvort sínum hreppi. Ég held að þetta hafi hæft nokkuð vel per- sónueiginleikum hennar. Hún var hæglát kona, sem ekki barst mikið á, og var ekki mikið fyrir að gera víðreist um dagana. Hún var heima- kær með afbrigðum og vildi sem minnst að heiman fara. Trygglyndi og skyldurækni voru áberandi með- al mannkosta hennar. Fjölskylda hennar; afkomendur og frændfólk, voru henni mikils virði og fylgdist hún vel með velferð þeirra. Þegar faðir minn, bróðir Guðfríð- ar, brá búi nokkru eftir að móðir mín hafði látist, frá fimm ungum börnum, fór ég að Kílhrauni til Fíu og Þórðar og þar átti ég heimili alfarið í þijú ár og síðan þrjú sumur við viðbótar, eftir að ég fór að heim- an í skóla á vetrum. í Kílhrauni átti ég athvarf og mitt annað heim- ili meðan ég þurfti á að halda. Ég vil því færa frænku minni og fjöl- skyldu hennar þakkir fyrir þann stuðning sem ég naut hjá þeim á erfiðum tímum. Börnum mínum var iíka vel tekið og fyrir kom að Fía hljóp undir bagga vegna veikinda eða annarra ástæðna meðan þau voru lítil. Þegar Tómas sonur minn stálp- aðist var hann nokkur sumur í sveit í Kílhrauni, og þar lærði hann öll venjuieg störf sem tíðkuðust til sveita á þeim tíma, og er slíkt ómet- anlegt í sjóð reynslunnar. Þótt lífið hafi skipað honum á annan starfs- vettvang, hefur hann oft vitnað til þess gagns, sem hann hefur haft af þeim lærdómi. Þórður heitinn var góður bóndi og búnaðist þeim vel. Þau voru líka samhent í að virða gildi nýtni og snyrtimennsku. Það var mjög kært með þeim hjónum og augljóst að þau báru virðingu hvort fyrir öðru. Mikil gestrisni var eitt af aðals- merkjum Kílhraunsheimilisins. Það voru oft glaðir dagar, og margt um manninn í Kílhrauni og ekkert sjálf- sagðara en taka á móti fólki, bæði til lengri og skemmri dvalar, jafnvel þótt húsrými væri ekki mikið á nú- tíma mælikvarða. í Kílhrauni sann- aðist það oft, ekki síst yfir sumar- tímann, að þar sem nægt er hjarta- rými þar er nægt húsrými. Sama var að segja um aliar veitingar, í Kílhrauni var alltaf hlaðið borð, aldrei var komið að tómum kökuboxum hjá frænku minni, í þeim efnum var hún alltaf viðbúin, þótt óvænta gesti bæri að garði. Þótt húsmóðurstörfin hafi verið aðalstörf frænku minnar þekkti hún þó vel til annarra starfa. Auk þess að vinna öll algeng störf á heimili foreldra sinna, sem upp- komin stúlka, starfaði hún einnig við fiskvinnu og saumaskap, bæði í Reykjavík og á Suðurnesjum. Einnig síðar, þegar hún fluttist frá Kílhrauni að Selfossi, þá komin á sjötugsaldur, var starfsdegi hennar ekki lokið. Hún hafði alla tíð verið fremur heilsuhraust og vön að vinna, svo henni þótti ekki tiltöku- mál að hefja störf í þéttbýlinu. Hún réðst til vinnu hjá fiskverkunarfyr- irtækinu Straumnesi og síðar hjá Sláturfélagi Suðurlands, en hjá Sláturfélaginu starfaði hún fram yfir sjötugsaldur. Síðustu árin eftir að hún hætti störfum utan heimilis lifði hún kyrrl- átu lífi í litlu íbúðinni sinni, og sá að mestu um sig sjálf, undir ná- kvæmu eftirliti barna sinna og ijöi- skyldna þeirra. Það var hennar gæfa, jafn heimakærrar konu, að fá að sofna útaf í sínu eigin rúmi. Hún var hress í máli og komin á fætur þegar Arnbjörg dóttir hennar talaði við hana í síma um kl. 10 að morgni. Þær afréðu að hún kæmi til hennar til hádeginu, en þegar Arnbjörg kom var hún öll. Það veldur trega meðal þeirra nánustu og tekur tíma að venjast því að rúm einstaklings innan fjöl- skyldu sé skyndilega tómt, þótt þetta sé leið okkar allra. Ég og fjöl- skylda mín sendum aðstandendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Hólmfríður Tómasdóttir. Hún elsku langamma er dáin og komin til guðs. Okkur langar að þakka þér, elsku langamma, fyrir hvað þú varst góð við okkur. Fyrir alla hlýju vettling- ana og sokkana sem þú pijónaðir á okkur, kökurnar, kókið, og maltið sem þú áttir alltaf til þegar við litum inn hjá þér, og fallegu jólasveina- klukkustrengina sem þú heklaðir. Oft stoppuðum við hjá langömmu á Ieiðinni heim úr skólanum og þá gaf hún okkur svo oft nammi úr skál- inni sinni. Takk fyrir allar heimsóknirnar, núna undir það síðasta alltaf með Öddu ömmu. Takk fyrir að fá að eiga þig svona lengi hjá okkur, en núna ertu farin til Guðs þar sem Þórður langafi beið eftir þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S.E.) Eggert, Ágústa og Brynjar. GUÐFRIÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR + Lúcinda Árna- dóttir fæddist á Saurbæ í Vatnsdal 14. apríl 1914. Hún lést í Landspítalan- um 17. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Árni Ólafsson, bóndi og rithöfundur, og Þórunn Hjálmars- dóttir, húsfrú og saumakona. Lúc- inda átti einn bróð- ur, Sigtrygg Árna- son, yfirlögreglu- þjónn í Keflavík, f. 29. júní 1915, d. 29. ágúst 1990, kona hans Eyrún Eiríksdóttir, f. 23. ágúst 1912, d. 2. apríl 1988. Lúcinda ólst upp hjá foreldr- um sinurn, lengst af á Kárastöð- um í Svínavatnshreppi, en 16 ára gömul, er foreldrar hennar slitu samvistir, fór hún að vinna hjá vandalausum, fyrst í Húna- þingi og síðan í Reykjavík. í Reykjavík hóf Lúcinda sam- búð með Jóni Þorsteini Jóns- syni og eignuðust þau tvö börn, Oldu Þórunni, fulltrúa hjá Iðn- tæknistofnun, maki Magnús Eyjólfsson, börn þeirra eru Jón Þórarinn, Linda Hrönn og Sig- urður Haukur, og Hauk Viðar, rafvirkjameistara, sem lést 1. nóvember 1995, maki Hildeg- Það er sárt til þess að hugsa að geta ekki hitt þig aftur, elsku amma. Þú varst mér alltaf ákaflega góð og ég á margar dýrmætar minningar um samverustundir okk- ar og ég mun alltaf minnast til- hlökkunar minnar sem var alltaf mikil þegar halda átti norður til ömmu að Skinnastöðum þar sem öll dýrin voru og maður fékk alltaf mjólk og kökur áður en farið var að sofa. Sveitin verður ekki söm ard Durr, þau slitu samvistir, börn þeirra eru Sigrún Lára og Sverrir Viðar. Lúcinda og Jón hættu sambúð 1944 og fluttist hún þá norður í Húna- vatnssýslu ásamt börnum sínum. Árið 1945 hóf Lúcinda búskap í Vatnsdalshólum með seinni manni sínum Vigfúsi Magnússyni, f. 25. september 1923, d. 22. okótber 1987. Sjö árum síðar fluttust þau að Skinnastöðum í Torfalækj- arhreppi þar sem þau bjuggu til dánardægurs. Börn þeirra eru Magnús, lést af slysförum, Árni, lögreglumaður í Reykja- vík, maki Björk Kristófersdótt- ir, börn þeirra Kristín Linda, Vigfús Þór, Arnar Bjarki og Lúcinda, Anna Guðrún, gjald- keri hjá sýslumanninum á Blönduósi, maki Kristófer Sverrir Sverrisson, hennar son- ur er Magnús Guðmundsson, Vignir Filip, bóndi á Skinna- stöðum, og andvana fætt stújkubarn. Útför Lúcindu verður gerð í dag frá Þingeyrarkirkju og hefst athöfnin klukkan 14. og áður án þín. Þegar ég heimsótti þig á spítal- ann stuttu áður en þú lést kvaddir þú mig í hinsta sinn með kossi og straukst mér blíðlega um vangann og þá fann ég að jarðvist þinni var að Ijúka. En ég veit að þér líður vel núna hvar sem þú ert og þig umlykur friður og hlýja. Ég hugsa um þolinmæði, ég hugsa um traust. Ég hugsa um kraft, ég hugsa um hvatningu. Ég hugsa um ást, ég hugsa um skiln- ing. Ég hugsa um ömmu. Lúcinda Árnadóttir. í dag er borin til grafar frá Þing- eyrarkirkju Lúcinda Árnadóttir frá Skinnastöðum. Hún hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða í langan tíma sem hún bar með miklu æðru- leysi. Lúcinda var glæsileg kona og mikil húsmóðir á fjölmennu heimili, þar sem gestrisni réð ríkjum hjá þeim Lúcindu og Vigfúsi manni hennar sem látinn er fyrir nokkrum árum. Kynni okkar Lúcindu voru í gegnum starfsemi kvenfélaganna. Hún var formaður Kvenfélagsins Vonarinnar í Torfalækjarhreppi og formaður orlofsnefndar Sambands austur-húnvetnskra kvenna í nokk- ur ár. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem árum saman hafa sýnt tóvinnu við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi vegna heimsókna skóla- barna og móttöku gesta. Hún strokkaði smjör er starfsmönnum mjólkurstöðvarinnar á Blönduósi var boðið í heimsókn og sýndi þeim gömul vinnubrögð. Þeim fækkar óðum þessum ágætu konum sem juku hróður litla safnsins á bökkum Blöndu. Konur sem komu langan veg hvert sinn sem kallað var, allt var það í sjálf- boðavinnu. Þær sem látnar eru áður voru Auðbjörg Albertsdóttir og Jó- fríður Kristjánsdóttir. Seinna lágu leiðir barna okkar saman, Önnu Guðrúnar og Kristófers, þá urðu kynni meiri. Elsku Lúcinda, ég þakka góða vináttu um leið og ég sendi börnum þínum, tengdabörnum og barna- börnum innilegar samúðarkveðjur og þakka góða viðkynningu á liðn- um árum. Samstarfskonur í safninu senda kveðjur og þakkir fyrir góðar samverustundir. Guð blessi þig. Elísabet Þ. Sigurgeirsdóttir, Blönduósi. Það er alltaf sárt að kveðja gamla vini frá unglingsárum. Ekki síst þegar vináttan hefur varað yfir hálfa öld, verið traust frá því fyrsta til hins síðasta. Lúcinda Árnadóttir húsfreyja á Skinnastöðum, A-Hún. verður kvödd frá Þingeyrarkirkju 31. ágúst. Lúcinda gekk undir nafn- inu Dadda, meðal Qölskyldu og vina sinna. Vinátta okkar stóð frá árinu 1945 er ég kom norður að Haga í Þingi og að Vatnsdalshólum. Vin- kona mín bjó nokkur ár í Vatnsdals- hólum með seinni manni sínum, Vigfúsi Magnússyni, en vorið 1952 fluttu þau að Skinnastöðum og stofnuðu þar nýbýli, var allur þeirra búskapur með miklum myndarbrag. Ég efa þó ekki að þau hafa mátt mikið á sig leggja og oft haft lang- an vinnudag, heimilið fljótt fjöl- mennt og gestagangur mikill. En það töldu þau hjón Dadda og Vig- fús ekki eftir sér. Þau voru sam- hent og glöð, vinamörg og búnaðist vel. Barnabörnin voru á sumrin í sveit hjá afa og ömmu, einnig börn vina þeirra. Vigfús lést á besta aldri 1987. Maðurinn minn, Reynir Vil- bergs, er lést í nóvember 1995 hafði verið í sveit sem drengur í sjö sum- ur í Haga í Þingi hjá Bjarna Jóns- syni og fjölskyldu, en þar var einn- ig Vigfús flest þau ár. Reynir og Vigfús bundust þar vináttu er ent- ist þeim ævilangt. Reynir saknaði vinar síns mikið er hann lést. En vinátta okkar hjóna við Döddu var söm og áður. Við fórum norður á hvetju sumri og vorum þar í góðu yfirlæti eins og áður, þar til Reynir treysti sér ekki til að keyra lengur, er voru tvö síð- ustu sumrin sem hann lifði. Dadda kom oft suður til barna sinna er bjuggu hér í Reykjavík og lá hún sína síðustu legu hér á Landspítalanum. Ég kvaddi hana þar 2. ágúst, þar sem ég var að fara í frí erlendis og vonaðist til að sjá hana aftur er ég kæmi heim, en sú von brást. Hún hafði kvatt þetta líf. Við hjónin áttum þeim Döddu og Vigfúsi stóra skuld að gjalda, fyrir alla þeirra vináttu og velgjörning. Sonur okkar, Þorsteinn, var í sveit á Skinnastöðum frá 6 ára fram yfir fermingu, ein sjö sumur. Hann bast því öllum á heimilinu miklum tryggðarböndum. Hann er nú kvæntur og á konu og fjögur börn. Þorsteinn biður fyrir sérstakar kveðjur til Döddu sinnar frá sér og konu sinni og börnum, en hann er erlendis eins og er, svo hann getur ekki fylgt henni síðasta spölinn. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að vaka yfir fjölskyldu hennar, með þökkum frá okkur fyrir liðin ár. Blessuð sé minning Lúcindu Árnadóttur. Steinunn. t amma og Móðir okkar, tengdamóðir, langamma, GUÐIMÝ JENNÝ ÁSMUNDSDÓTTIR, Lokastíg 20, Reykjavík, áður til heimilis á Eyrarvegi 17, Grundarf irði, andaðist í Landspítalanum 15. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurbjörg Karlsdóttir, Axel Schiöth, Vilborg Karlsdóttir, Ásmundur Karlsson, Elínborg Karlsdóttir, Halldóra Karlsdóttir, Lúðvik Karlsson, Gunnar Þ. Karlsson, Margrét Guðmundsdóttir, Erlendur Hálfdánarson, Lára Kr. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LÚCINDA ÁRNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.