Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Kvótakerfið er orðið að harmleik FYRSTA dæmið er hvemig heilbrigðiskerf- ið er hrunið vegna fjár- skorts. Hér væri heil- brigðiskerfi sem ekki þyrfti að búa við skort ef aðeins leigutekjur af óveiddum fiski rynnu tii þess en ekki í vasa sæ- greifanna. Kvótakerfið í íslenskum sjávarút- vegi er glæpur sem vinnur gegn almennri velferð. Lágkúran í stjórnsýslunni eykst hratt. Þótt gjaldþrot togaraútgerðarinnar blasi við virðast fáir taka eftir því. Af hveiju er verið að sameina fyrirtæki í sjávarútvegi ef þau ganga vel? Haidið þið virkilega að það sé af mannkærleika sprottið að sægreifamir eru nú að reyna að selja hlutabréf í útgerðinni? Haldið þið að þessir kænu menn séu að bjóða hlutabréf í fullskuldsettum ryðkláf- um? Nei, þeir eru að selja þér hluta- bréf í þinni eigin auðlind. Þeir eru að reyna að koma úr landi eins miklu fé og þeir geta áður en spilaborgin hrynur. Hafið þið tekið eftir því að Krist- ján Ragnarsson getur hoppað inn í sjónvarpssal þegar honum þóknast? Þessi eini maður getur þeytt stjórn- sýslumönnum þessa lands í hringi. Hann heldur bankakerfinu í sjálf- heldu þvi skuldsetning sjávarútvegs- ins er orðin svo gífurleg að erfitt virðist að snúa við. Sannleikurinn er hins vegar sá að það vantar skyn- semi og hörku til að snúa vörn í sókn. Menn segja gjarnan, hvað er betra en núverandi kvótakerfi? Svar- ið er, það er allt betra. En hér gefur að líta hugmynd að leikreglum sem vert er að skoða. Ef einstaklingar löggjafarvaldsins vilja láta gott af sér leiða og vilja reyna að draga í land og gera góða hluti áður en þeir fara undir sex fetin skal nú hafist handa strax í haust. Nú legg ég hér fram mínar hugmyndir um réttláta fiskveiðistjórnun: 011 leiga og sala aflaheimilda verði án tafa stöðvuð og tekin úr gildi 1. Smábátar (krókabátar) afla- toppur 8 tonn á stærðartonnið en séu tveir menn á eða einn á sjó og annar við t.d. beitingu eða verkun þá bæt- ist 2 tonn við þannig að tonnin verði 10 á stærðartonnið. Af innvigtuðu aflaverðmæti greiðist 5-10% í ríkis- sjóð. Verki menn sjálfir þá skal allur afli fara í gegnum löggilta vigt. All- ir sjómenn eigi rétt á afskiptum af því hvernig fé það sem þeir greiði í ríkissjóð í aflagjald sé notað. 2. Bátar sem völdu kvóta á sínum tíma og eru með aflaheimild undir þeim mörkum að ná 8 tonnum á stærðartonnið eigi kost á því að fara í krókakerfið. Stærð þeirra skiptir ekki máli en hámarkstoppur þeirra fari aldrei yfir 60 tonn þó þeir séu 10-20 tonn. (Rök: Jöfnuður og nýtingargildi flotans.) Sama gildir um afla- gjald í ríkissjóð. 3. Bátar í kvótakerf- inu sem völdu aflahá- mark samkvæmt reynslu, þeir haldi sínu aflahámarki á meðan þeir sem þess öfluðu, lifa og starfa sjálfir við veiðamar, aflinn gangi ekki í erfðir og sé hvorki framselj- anlegur eða hafi útleigurétt. Sama gildir um aflagjald. 4. Öll dregin veiðarfæri út fyrir 24 mílur samkvæmt línu dreginni með landi. 5. Innfjarðarækju megi taka á „Sannleikurinn er hins vegar sá að það vantar skynsemi og hörku til að snúa vörn í sókn,“ skrifar Garðar Björg- vinsson hér og heldur áfram:. „Menn segja gjarnan, hvað er betra en núverandi kvóta- kerfi? Svarið er, það er allt betra.“ báta með minni vél en 180 hestöfl. Einnig kola með ef notuð er gamla nótin sem var dregin til bátanna þar sem þeir liggja fyrir akkeri. 6. Bátar innan við 20 tonn megi vera með lagnet fyrir kola á vissum tíma á ári á sandbleiðum með því skilyrði að legið sé yfir netunum og þau aldrei skilin eftir í sjó. Þau séu síðan dregin inn á innan við 12 tíma fresti. Netafjöldi skuli ekki fara yfir 40 net á mann. Þorskurinn í slíkum netum reiknast inn í aflatoppinn. 7. Allar trollveiðar skuli víkja út fyrir 100 mílur samkvæmt línu frá ystu nesjum. Öllum fiski sem veiddur er innan 200 mílna skuli landað inn- anlands. Togarar og önnur skip haldi sínu aflahámarki. Togarar sem og aðrir heyri undir sama aflagjald. Afli sem talinn er utan 200 mílna sé undanþeginn gjaldtöku og utan við aflatopp. Eftirlitsmaður sé alltaf um borð í öllum togveiðiskipum. Garðar Björgvinsson 8. Allir bátar og öll skip færi að landi allan afla, slóg og alla lifur aðskilið. Allt sjávarfang fari í vinnslu. Sé ekki farið eftir fyrirmæl- um hvað nýtingu varðar, skal það kosta kyrrsetningu skips í tvo mán- uði fyrir fyrsta brot. 9. Þeir einstaklingar sem hafa tek- ið við fé fyrir óveiddan físk úr sam- eign þjóðarinnar skuli skila fénu í ríkissjóð, ella verða lögsóttir. Rök fyrir þessu eru þau að sam- kvæmt stjórnarskránni og sam- kvæmt fyrsta kafla laganna nr. 38 um stjórn fiskveiða er skýrt tekið fram að fiskurinn í sjónum og allur auður sem á landgrunninu er innan 200 mílna sé sameign þjóðarinnar. Þeir sem lagt hafa út fé fyrir afla- heimildir haldi þeim. Öll eignarheim- ild á sjávarafla óveidd verði strikuð út því nú skal unnið í framtíðinni með hag þjóðarheildar að leiðarljósi og að allir skuli jafnir fyrir lögum. Allir fá að njóta þess eins og kostur er á að njóta frelsis að vissu marki við veiðar, s.s. að veiða einhver tonn í sumarfríi o.s.frv. Vinnubrögð Landssambands smábátaeigenda Þeir félagar Arthúr Bogason og Örn Pálsson, forystumenn Lands- sambands smábátaeigenda, eru mætir og góðir menn. En þeir þurfa að taka upp allt aðrar vinnuaðferðir, skilvirkari og ákveðnari stjórnsýslu. Vinnubrögð þeirra hingað til hafa leitt af sér að nú er svo gott sem búið að leggja af allan strandveiði- flotann sem stundar náttúruvænar veiðar með önglum. Af hveiju haldið þið að stærstu fiskkaupendur heims, náttúruvernd- arsamtök og áhugamenn um nátt- úruvernd séu nú svo sterkt inni í okkar málum í sjávarútvegi sem og annarra fiskveiðiþjóða? Hvað haldið þið að sé langt í það að stöðva verði kaup á fiski á íslandi ef gloríutrollið verður ekki tekið úr umferð, hætt að framleiða það og selja til annarra þjóða? Athugið að það er ekkert vandamál að snúa bréfum yfir á önnur tungumál. Við erum ekkert einir í heiminum. Við eigum ekki fiskinn í sjónum. Fiskurinn f sjónum er matarforðabúr þjóðanna og fiskimiðin þurfa ákveðna stjórnsýslu og góða vemd. Þær þungavinnuvélar sem nú eru að ieggja lífríki heimshafanna í auðn verða komnar í naust innan 12 ára. Það eru kannski fáir sem gera sér grein fyrir því hvemig 50 tonna troll að eigin þyngd fer með botninn þar sem það er dregið af mörg þúsund hestafla vélum sem eru að spúa út koltvísýringi á sama tíma. Og í vinnslunni um borð fara sex flöskur af freoni út í andrúmsloftið í hveijum túr. Verið er að þróa hljóðtækni og fleira vegna náttúrulegrar töku fi- skjar í heimshöfunum. Á meðan er einn maður á íslandi að stefna þjóð- inni í gjaldþrot með barnalegri frekju og fjárfestingum í þungavinnuvélum sem senn eru að fara í brotajárn. Höfundur er sbátasmiður og smábátasjómaður. Kennt verður í Iþróttahúsinu við Strandgötu Kennsla hefst laugard. 7. september. 13 vikna námskeið. Þriðjud. Miðvikud Föstud Laugard. 10-12 áraX 8- 9 ára 10-12 áraX 9- 11 áraXX X = Kennt tvisvar í viku / XX = Nemendur sem hafa þjálfað áður tvisvar í viku 6-7 ára 9-11 áraXX Kennari: Guðbjörg Amardóttir lauk þriggja ára kennaranámi við Danshögskólan í Stokkhólmi árið 1989 og sérhæfði sig i barnadönsum, klassískum ballett og nútímadansi. Gjöld fyrir nám haustið 1996: Einu sinni i viku kr. 7.800 / Tvisvar í viku kr. 14.000 Innritun og upplýsingar í síma 554 0577 eftir kl: 17:00 taaaaaaaaBBaaaaaaaaaaaBaBaaaBasaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaai Siðanefndir stéttarfélaga eru þær virkar almenningi til heilla? NÚ ER það svo að í hveiju stéttarfélagi starfar siðanefnd. Hlutverk slíkrar nefndar er að úrskurða hvort félagi hafi gerst brotlegur við siðaregl- ur síns félags. Þær veita einnig áminn- ingu. Leggja mat sitt á hvort frekari refsing- ar sé þörf. Hinn almenni borg- ari hefur heyrt mikið um siðanefnd presta. Það er svo álitamál hvort hún starfi af sanngirni. En skyldu siðanefndir lögfræð- inga, lækna og félagsráðgjafa vera virkar? Almenningur hefur lítið heyrt um þær nefndir, svo okkur er ekki kunnugt um það. Ég nefni þessar stéttir ekki af handahófi. í forsjárdeilum koma þær við sögu. Gefum okkur að við samvistarslit tekur móðir barnið með sér. Faðir- inn vill umgangast barnið eins mikið og kostur er. Ekki er gott á milli þessara foreldra og bitbeinið verður barnið. Konan notar öll þau ráð sem hún getur til að koma í veg fyrir samvistir föður og barns. Hentugt er að bera við veikindum barns. Þá er komið að ábyrgð læknis. Læknir gefur út læknis- vottorð að barn megi ekki vera utan dyra vegna hálsbólgu, eyrna- bólgu, kvefs og vægs hita. Hann bætir einnig við að óæskilegt sé að ferðast með barn t.d. í flugvél. Það sem verst er að læknir gefur út vottorð sem móðir getur notað gegn föðurnum. Þessi vottorð geta byggst á skoðun sem er orðin 3-5 daga gömul. Foreldrar þekkja þessa kvilla hjá börnum sínum. Ástand barns með þessa sjúkdóms- greiningu getur breyst mjög mikið eftir fáeina daga. Ég taía nú ekki um sé lyfjameðferð í gangi. Er það ekki umhugsunarvert að læknir gefi út læknisvottorð á þessum forsendum? Er þetta ekki brot á siðareglum lækna? Lögfræðingar, sem hafa skjól- stæðinga í forsjárdeilum, lenda í ýmsu. Móðirin telur sig hæfari aðilann til að hafa barnið og bygg- ir mál sitt á hefðum. En skyldu hinir lærðu fræðingar aldrei mis- stíga sig? Alveg örugglega!!! Með áherslubreytingu á gögnum sem liggja fyrir. Oftúlkun á t.d. læknis- vottorði. Hótun í garð gagnaðila skjólstæðingi sinum til framdrátt- ar. Þetta hljóta að vera vafasöm Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum atriði hjá lögfræðingi. Hversu oft skyldu þessi brögð vera notuð gegn föður í forsjár- deilu? Örugglega oft!! Skyldu aðrir lögfræð- ingar bera hagsmuni starfsbræðra sinna fyrir bijósti þó það bitni á skjólstæðingi þeirra? Þeir einir geta svarað því. Hefur siða- nefnd fengið kvört- unarmál af slíku tagi inn á sitt borð? Eflaust. En hvernig skyldi sú nefnd af- greiða slík mál? For- vitin spyr. Hafi faðir verið hindraður í að umgangast barn sitt, eða samvistir skornar mikið niður á þeim for- sendum að barnið sé veikt, hvert leitar hann þá? I hveiju sveitarfélagi er félags- málaráð og barnaverndarnefnd, þangað leitar hann. Því minna sveitarfélag því erfiðara. Þeim er mikill vandi á höndum leiti faðir eftir aðstoð þeirra. Samkvæmt lög- Bamastofa hefur yfir- umsjón með starfs- mönnum barnaverndar- nefnda, segir Helga Dögg Sverrisdóttir, og þar starfar kærunefnd. um ber barnaverndarnefnd að gæta hagsmuna barnsins. Þótt barn dvelji hjá móður sinni (oft þvingað) þýðir það ekki að því líði vel. Enn síður að það eigi að vera þar. I þeim tilvikum sem móðir fer með barnið af heimilinu er ógem- ingur fyrir föður að fá barnið. Eina vonin er dómstólarnir. Ég hef velt því fyrir mér hvort aðilar félags- málaráða og barnaverndarnefnda séu hlutlausir. Ég ætla að leyfa mér að efast um að svo sé í öllum tiifellum. Verði faðir var við að gjörðir starfsmanna séu hlutdræg- ar að óathuguðu máli, hefur hann tvo möguleika. Ef um menntaðan félagsráðgjafa er að ræða er siða- nefnd stéttarfélags viðkomandi möguleiki. Barnastofa hefur yfir- umsjón með störfum starfsmanna barnaverndanefnda og þar situr kærunefnd. Hægt er að koma sín- um málum á framfæri við þá að- ila. En!! Hefur barnastofa fengið mál inn á sitt borð? Hafa einhveij- ir úrskurðir fallið? Höfum við, al- menningur, heyrt um mál af þessu tagi? Nei!! Hví ekki? Ef þessir aðil- ar geta svarað væri það gott. Þetta eru málefni sem öllum koma við. Starfa siða/kærunefndir í þágu almennings eða taka þær afstöðu með félags og/eða starfsmönnum sínum? Þeir sem geta svarað þess- um spurningum, vinsamlegast komið þeim á framfæri við almenn- ing. Höfundur er sjúkraliði. Helga Dögg Sverrisdóttir 9\brw/}Á\\^ - Gteðavara Gjafavara — matar- og kaflistcll. Állir veróflokkar. ^ D VERSLUNIN Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versate. Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.