Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
Gosstöðvasvæðið
Staðsetning langsniðs
frá Grímsvötnum og
norður fýrir gosstöðvar
Stækkað á myndunum hér neðar
Grímsliall
Grímsvötn
JSkulís
Ishelia
Bdrðarbutiga
msvötn
Kerlingar"
JuiignaAr
; j'ókull
Hlaupfarvegur
Grímsvatnahlaupa.
I staerstu tjlaupum
fer vatnið beint
fram á sandinn
‘þkidamcrMufjj
i& svæ&i
Hæð, ÞRIÐJUDAGUR1. október
m.y.s.
SUÐUR
2.000 ------------------------
Gos hefst undir jöklinum
NORÐUR
Sigkatlar myndast yfir gosstöðvum
Bræðsluvatn rennur
til Grímsvatna
Jökuiís
Gosid nær upp úr jökli
NORÐUR
Hæð, MIÐVIKUDAGUR 2. október
m.y.s.
SUÐUR
2.000 -r55555----------
Nýr sigketili
Bræðsluvatn rennur
til Grímsvatna
Jökulís
Gosvirkni eykst norðar
Sigketill
Bræðsluvatn rennur
til Grímsvatna
Jökulís
Gosvirkni heldur minni
’N0RÐUR
Sigketillinn stækkar
Bræðsluvatn rennur
til Grímsvatna
Jökulís
Hryggur Irá 1938
Berggrunur
(móberg)
Berggrunur
Hryggur frá 1938
(móberg)
Ovirkar
gosrásir
Virkar gosrásir
Berggrunur
! i 'sr— íí
1 Virkar gosrásir Í1
MORGUNBLAÐIÐ
1
FRETTIR
Hæpið að hlaup
hafi áhrif
á fiskistofna
JÓN Ólafsson haffræðingur á Haf-
rannsóknastofnun telur ólíklegt að
stórhlaup úr Grímsvötnum geti haft
áhrif á fískistofna við suðurströnd-
ina eða viðgang þeirra.
„Það fer auðvitað eftir aðstæðum
hverju sinni hvernig þetta blandast
og dreifíst. Við gerðum kannanir
eftir Skeiðarárhlaupið í vor og þá
kom í ljós að þetta hafði dreifst
mjög ört og hratt í burtu af svæð-
inu,“ sagði Jón.
Jón sagði að áhrifin af ferskvatni
sem flyst til sjávar skiptu vistkerfið
við strendur landsins vissulega miklu
máli á vorin og sumrin sérstaklega,
en núna teldi hann að þetta hefði
tiltölulega lítil áhrif.
„Á vorin og sumrin eru áhrifin
frekar hagstæð vegna þess að fersk-
vatnsblandaði sjórinn er léttari en
úthafssjórinn og lóðrétt blöndun í
honum verður minni. Þörungablóm-
inn byijar fyrst í þessum ferskvatns-
blandaða strandsjó á vorin, og mikið
ferskvatn stækkar það svæði."
Rannsóknaskipið Árni
Friðriksson á vettvang
út í sjóinn sem er efnafræðilega
annað umhverfi. Þá hverfa líklega
sum þessara efna úr upplausn, falla
út, önnur halda áfram í upplausn
og dreifast með sjónum. Síðan eru
spurningar um það hvað verður um
allan þennan aurburð og hvort hann
sé það mikill að vatnið skríði eitt-
hvað með botninum eða hvort þetta
blandist eftir yfírborðinu.
Á ferðinni geta verið efni sem eru
óæskileg lífríkinu en önnur eru ef til
vill góð viðbót svo sem næringarsölt-
in. Það eru því ótal spumingar en
menn verða að fara á staðinn til að
fá svör við þeim,“ sagði Jón Ólafsson.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson
fer á vettvang þegar hlaup hefst,
en að sögn Jóns verður reynt að
meta hvað gerist þegar ferskvatn,
grugg og efni í upplausn koma í
sjó. Gerðar verða mælingar á hita,
seltu og gmggi, og næringarsölt
verða efnagreind.
Sagði Jón að þar sem svo stórt
hlaup sem vænst er væri einstæður
atburður liti hann svo á að afla yrði
allra mögulegra gagna um það sem
gerðist þegar hlaupvatnið kæmi út
í sjó.
„Þetta hlaupvatn ber með sér eld-
fjallagas, gjall og gosefni sem venju-
legt vatn úr jökulám gerir ekki. Það
eru því ýmsar spurningar um hvað
gerist þegar þetta hlaupvatn kemur
Biskup
hvetur fólk
til bæna
HR. ÓLAFUR Skúlason bisk-
up íslands sendi í gær frá sér
eftirfarandi tilkynningu:
„Biskup fslands beinir því
til landslýðs að biðja almáttug-
an Guð um að vemda þjóðina
frá þeirri vá sem af náttúru-
hamfömm getur leitt. Hann
biður presta landsins að hafa
eldgosið og afleiðingar þess í
huga er þeir huga að bænar-
efnum nk. sunnudags. Ljóst
liggur fyrir að biðja þess að
enginn bíði tjón á heilsu sinni
eða missi líf sitt. Sérstaklega
þarf að biðja almáttugan Guð
um að vaka yfir björgunar-
mönnum svo og öðmm þeim
sem þurfa að verða á eða ná-
lægt vettvangi svo sem rann-
sóknarmönnum og frétta-
mönnurn."
Rafmagnslínan á Skeiðarársandi
Hámarkstjón
hundrað milljónir
SÉRFRÆÐINGAR Landsvirlqunar
gera ráð fyrir að flóð á Skeiðarár-
sandi gæti í versta falli valdið um
hundrað milljóna króna tjóni á raf-
magnsstaurum og línum.
Rafmagnslaust verður á Kirkju-
bæjarklaustri og nágrenni fyrst eftir
að línan rofnar, meðan verið er að
gera ráðstafanir til að koma raf-
magni á að nýju. Að sögn Þorsteinn
Hilmarsson, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar, þyrfti það ekki að
taka nema klukkustund.
Kílómetri af rafmagnslínum og
staumm af þeirri gerð sem em á
Skeiðarársandi kostar um 15 millj-
ónir króna. Likiegt hámarksstjón af
flóðinu samkvæmt áætlunum Lands-
virkjunar er um 6-7 kílómetrar af
línum. Þorsteinn segir að ólíklegt sé
talið að undirstöður rafmagnsstaur-
anna eyðileggist þó möstrin gefi eft-
ir. Styrktarstaurar ganga 10-11
metra ofan í sandinn og sennilega
verði hægt að reisa ný möstur ofan
á þeim. Þorsteinn segir að bráða-
birgðaviðgerðir á línunni eftir flóð
taki fáeina daga.
Skeiðarárhlaup
Litlar truflanir þótt
ljósleiðarmn rofni
ENGAR eða mjög óverulegar trufl-
anir verða á símasambandi þótt ljós-
leiðarastrengir fari í sundur vegna
flóða á Skeiðarársandi.
Jón Kr. Valdimarsson, yfirtækni-
fræðingur hjá Pósti og síma, segir
að þótt ljósleiðarastrengurinn rofni
á sandinum verði hvergi sambands-
laust. Símtöl verði sjálfkrafa leidd
hina leiðina í kringum landið. „Á
hámarksálagstímum gæti farið svo
að ekki yrði hægt að anna nema
um 80-90% af símtölum. En við
höfum líka örbylgjusamband milli
Hafnar og Víkur sem hefur fimm
hundruð talrásir sem bætast við
átta þúsund rásir á strengnum norð-
ur eftir.“
Viðgerðir á strengnum gætu tek-
ið allt að nokkrum vikum, en Jón
segir að þær séu ekki mjög kostnað-
arsamar. „Það kostar um sex
hundruð þúsund að leggja einn kíló-
metra af strengnum en ef leggja
þarf langar vegalengdir verður
kostnaðurinn hlutfallslega minni."