Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 47 FRETTIR FORSTÖÐUMENN söfnunar kvenfélaganna, Sigrún Sigurðardóttir, Kvenfélagi Bessastaðahrepps, Guðbjörg Vilhjálmsson, formaður KSGK, og Margrét Eggertsdóttir, formaður Kvenfélags Bessastaða- hrepps afhentu forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur, merki söfnunarinnar á dögunum. Söfnun til styrktar barnaspítala INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra og Sigrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, undirrita samn- inginn. Samið um menntun sj úkraflutningsmanna Mjallhvít í Ævintýra- Kringlunni FURÐULEIKHÚSIÐ verður með sýningu á Mjallhvít og dvergunum sjö í dag, laugardaginn 5. október, kl. 14.30 í Ævintýra-Kringlunni. Leikarar eru Margrét Pétursdótt- ir og Ólöf Sverrisdóttir og leika þær öll hlutverkin. Krakkarnir fá að taka virkan þátt í sýningunni. Gunnar Gunnsteinsson er leikstjóri og lokalagið samdi Ingólfur Steins- son. Sýningin tekur um 30 mín. Miðaverð er 500 kr. og er þá barna- gæsla innifalin. Ævintýra-Kringlan er barna- gæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskipta- vinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Ævintýra- Kringlan er opin kl. 14-18.30 virka daga og kl. 10—16 laugardaga. Langur laugar- dagur í dag FÉLAGAR úr Ármanni munu á laugardag sýna tilþrif í Tai-Kwon- do. Þeir munu sýna þrisvar yfir daginn á þremur mismunandi stöð- um á Laugavegi í Reykjavík. Kl. 14 fyrir utan Kjörgarð, kl. 14.30 á Laugavegi 45 og svo að lokum kl. 15 efst í Bankastrætinu. Síðar um daginn mun Skylm- ingafélagið koma og halda þijár sýningar á sömu stöðum og Tai- Kwon-Do verður en þær munu verða kl. 15.30, 16 og 16.30. Langur laugardagur er fyrsta laugardag hvers mánaðar en þá eru verslanir opnar til kl. 17. Frítt í bílastæðahúsin alla laugardaga. Sprell-leiktækin verða á völdum stöðum við Laugaveginn með hoppi- rólur og geimsneril. Mjólkursamsal- an verður svo með kynningu á Kókómjólk í Vínberinu, Laugavegi 43 frá kl. 13.30-16.30. Fræðslufundur Mígreni- samtakanna MÍGRENISAMTÖKIN halda fyrsta fræðslufund vetrarins þriðjudaginn 8. október nk. kl. 20.30 í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi. Á fund- inum mun Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, ijalla um sálræn við- brögð við mígreni sem langvarandi sjúkdómi. Ólafur Þór hefur framhalds- menntun frá Sahlgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg og hefur hann m.a. aflað sér reynslu í meðferð og endurhæfingu sjúklinga með lang- vinna sjúkdóma. Allir eru velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Tónlistarguðs- þjónusta í Hafn- arfjarðarkirkju SÚ nýbreytni hefur verið tekin upp við Hafnarfjarðarkirkju að bjóða upp á svonefndar tónlistarguðsþjón- ustur annan hvern sunnudag kl. 18 og verður slík guðsþjónusta sunnu- daginn 6. október. Þá munu flytjendur verða þau Natalía Chow, söngkona, Helgi Pétursson, organisti og félagar úr kór Ilafnarfjarðarkirkju. Prestur verður sr. Þórhildur Ólafs. Natalía Chow tók nýlega við starfi organista og kórstjóra við Hafnarfjarðarkirkju. Hún fæddist í Kína og ólst upp í Hong Kong en er nú íslenskur ríkisborgari. Natalía lauk námi I píanóleik frá Baptist College í Hong Kong og framhalds- námi í söng og söngkennslu við háskólann í Reading í Englnadi. HAFIÐ er söfnunarátak Kvenfé- lagssambands Gullbringu- og Kjósarsýslu til styrktar byggingu nýs barnaspitala. Kvenfélags- konur munu ganga í hús á félags- FÉLAG harmonikuunnenda í Reykjavík er nú að hefjatuttug- asta starfsár sitt og verður fyrsti skemmtifundur vetrarins sunnu- daginn 6. október. Félagið var stofnað 8. septem- ber af áhugasömum harmoniku- leikurum og unnendum hljóð- færisins í Reykjavík og ná- grenni. Miðpunktur í starfi fé- lagsins hefur alla tíð verið skemmtifundir sem haldnir eru fyrsta sunnudag í mánuði frá október til maí. Þá hafa dans- leikir verið stór þáttur í félags- starfinu. Fljótlega varð til hljómsveit innan félagsins og er svo enn. í Fræðslustarf í Seltjarnar- neskirkju FRÆÐSLUSTARF er nú að fara af stað í Seltjarnameskirkju. Hefst það við upphaf kirkjuviku Reykjarvíkur- prófastsdæma en kirkjuvikan verður 6.-13. október nk. Sunnudaginn 8. október verður messa í Seltjarnar- neskirkju og hefst kl. 11. Að messu lokinni verður boðið upp á léttan hádegisverð og þar mun dr. Arnfríður Guðmunsdóttir, lektor við guðfræðideild Háskóla íslands, halda erindi um konur í Biblíunni. Dr. Arn- fríður hefur liafið kennslu í kvenna- guðfræði við guðfræðideiidina en doktorsritgerð hennar, sem hún lauk svæði sínu, sem nær frá Kjósar- sýslu allt suður í Garð, laugar- daginn 5. október nk. Einnig munu þær bjóða merkið til sölu í stórmörkuðum á svæðinu. haust bættist hljómsveitinni nokkur liðsauki, þar á meðal finnski harmonikuleikarinn Tatu Kantoma. Um tuttugu hljóðfæraleikarar eru í hljóm- sveitinni sem Þorvaldur Björns- son stjórnar. Félag hormonikuunnenda í Reykjavík hefur hin síðari ár lagt áherslu á að kynna íslenska dægurlagahöfunda og verður því haldið áfram í vetur. Kynnt hafa verið milli fimmtán og tutt- ugu tónskáld. í vetur er stefnt að því að kynna lög eftir Óðin G. Þórarinsson, Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum, Árna Björnsson o.fl. á síðasta ári, fjallaði um kristfræði kvennaguðfræðinnar. Á allra heilagra messu sem í ár ber upp á 3. nóvember, mun dr. Pétur Pétursson halda erindi eftir messu um það hvers vegna kirkjan hefur hafnað spíritisma. Dagsferð í Þjórsárdal og á Gnúp- verjaafrétt ÁRBÓK Ferðafélags íslands kom út í júníbyijun en loks nú gefst færi á ferð á slóðir árbókarinnar i fylgd höfundarins Ágústs Guðmundssonar, RAUÐI kross íslands og heil- brigðisráðherra hafa gert með sér samning um skipulag og umsjón menntunar sjúkraflutn- ingamanna. Samningurinn kveð- ur á um að Rauði kross Islands skipuleggi, stjómi og sjái um menntun sjúkraflutningamanna í umboði heilbrigðisráðuneytis- ins á grundvalli námskrár ráðu- neytisins. Jafnframt lýstu aðilar yfir vilja sínum til þess að gera samning um innkaup og rekstur bifreiða og tækjabúnaðar til sjúkraflutninga. Rauði kross íslands hefur um árabil sinnt menntun sjúkraflutn- ingamanna enda eiga deildir fé- lagsins stærstan hluta sjúkrabif- reiða landsins og reka þær sjálf- ar eða í samvinnu við aðra. Nær KVENFELAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði verður með tískusýn- ingu og kaffisölu sunnudaginn 6. október kl. 15 í Haukahúsinu við Flatahraun. Kvenfélagið Hringurinn er góðgerðarfélag sem aðstoðar hópa og einstaklinga sem eru hjálparþurfi. Á þessu ári hafa t.d. Krýsuvíkursamtökunum ver- jarðfræðings. Ferðin verður núna á laugardaginn 5. október kl. 9 í Þjórs- árdal og Gnúpverjaafrétt. Árbók Ferðafélags íslands fyrir árið 1996 er nefnist Ofan Hreppa- Qalla hefur að geyma fróðlega land- lýsingu á landsvæðinu neðan frá byggð i Hreppum og þó einkum um svæðið fyrir ofan byggð milli Hvítár og Þjórsár í Ámessýslu þ.e. afréttum Hreppamanna, Flóa og Skeiða- manna. Fjallað er rækilega um Þjórs- árdal og gerð þar grein fyrir öllum bæjum fornum og nýjum. í bókinni er einnig ágrip af jarðsögu héraðsins og rituð er virkjanasaga Þjórsár. Verð í ferðina er 2.500 kr. frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Árbókin sjálf er innifalin í árgjaldi Ferðafélagsins sem eru 3.300 kr. og geta allir orðið félagar. 350 einstaklingar hafa lokið al- mennu sjúkraflutninganámskeiði sem félagið hefur haldið í sam- vinnu við Borgarspítalann. Síð- astliðið vor var stofnaður Sjúkra- flutningaskóli Isjands í samvinnu við Rauða kross Islands, Sjúkra- hús Reykajvíkur, Slökkvilið Reykjavíkur og Landssamband sjúkraflutningamanna. Tvö nám- skeið hafa verið haldin á vegum skólans en fyrsta heila starfsár skólans er að hefjast. Samkvæmt samningum mun Rauði kross Islands annast samn- inga við þá aðila aðra sem koma að menntun sjúkraflutninga- manna og hafa ásamt félaginu lagt til búnað, mannafla og fleira, svo sem slökkvilið, sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. ið gefnar 500 þúsund krónur sem aðstoð við fíkniefnavandanum. Hringskonur afla tekna með ýmsu móti, t.d. með basar og kökusölu. Einnig selur félagið minningarkort um Eggert Isak Eggertsson. Kortin fást í Bóka- búð Böðvars, í Blómabúðinni Burkna og í Pennanum í Hafnar- firði. LEIÐRETT Rangt starfsheiti í Morgunblaðinu síðast liðinn föstudag (bls. 46) er grein eftir Birgi Þ. Kjartansson með yfirskriftinni Oldrun og drykkjusýki. Villa hefur slæðst inn í kynningu á höfundi. Hann er ráðgjafí Fíknifærðslunnar og fyrrv. formaður Vemdar og fyrrv. forstöðumaður Vistheimilis Bláa bandsins í Víðinesi. Rangt haft eftir í GREIN um nóbelsskáldið Wislöwu Szymborsku var rangt haft eftir Geirlaugi Magnússyni að skáld- konan hefði aldrei gengið á hlaðann hjá neinum. Hið rétta er að hún hafi aldrei bundist neinum á klafa. Beðist er velvirðingar á þessu. HLJÓMSVEIT Félags harmonikuunnenda í Reykjavík. Skemmtifundur harmonikuunnenda HRINGSKONUR við afhendingu peningagjafar til Krýsuvíkursamtakanna. Hringurinn með tískusýningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.