Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 33 AÐSEIMDAR GREIIMAR Hagsljórn á heljarþröm HAGSTJÓRNIN á íslandi er komin í ógöngur. Ekki hagstjórnin í þröngri merkingu heldur sú meg- instefna sem ræður nýtingu auð- linda og tækni og stjórnar menntun og atvinnutækifærum þjóðarinnar til langs tíma. Hagsmunir fiskveiða hafa lengi ráðið meginmarkmiðum hagstjórn- ar og valdið því að atvinnuhættir okkar byggja enn á frumfram- leiðslu. I fiskveiðisamfélaginu eru alltaf miklar sveiflur vegna breyti- leika á magni og samsetningu afla. Þær hafa leitt hagstjórnina inn á duttlungafullar sveiflujafnanir. Mikil og vaxandi áhætta og sí- minnkandi möguleikar á aukningu framleiðni, tekna og arðsemi eru langtíma þróunareinkenni sjávar- útvegsins. Fjölgum eggjunum í körfunnni Það er eins konar þjóðarleyndar- mál að fiskistofnarnir eru í mikilli hættu vegna langvarandi ofveiði og rányrkju þrátt fyrir tilraunir til stjórnunar með kvótakerfi. Sóknar- kraftur fiskiskipa er talinn helm- ingi of mikill og er enn fjárfest í nýjum fiskiskipum með æ full- komnari veiðitæki, með opinberu lánsfé. Ofveiðin og offjárfestingin hefur einnig leitt okkur til rányrkju á fjarlægum miðum. Rányrkja er tímabundin í eðli sínu, og ytri skil- yrði geta einnig breyst og takmark- að veiðar enn frekar. Þetta er áminning um hve viðkvæmt efna- hagslíf okkar er og hve nauðsyn- legt er að fjölga eggjunum í körf- unni. Við verðum að söðla um og hefja uppbyggingu nýrra framleiðslu- greina áður en við verðum knúin til þess vegna hruns fiski- stofnanna. Þessi um- skipti í markmiðum hagstjórnar þola ekki bið. Veljum langtímalausnir Við þurfum á öllu okkar hugrekki að halda til að horfast í augu við þessar stað- reyndir og bregðast við þeim með skynsamleg- um hætti. Grundvall- arumskipti í atvinnu- háttum verða ekki framkvæmd á einni nóttu. Stjórn- málamenn virðast trúa því að þróun framleiðsluhátta verði best tryggð með skammtímalausnum en þær hafa miðast við hagsmuni starfandi sjávarútvegsfyrirtækja og verkað hamlandi á framsækin öfl í öðrum greinum. Stjórnmálamenn ættu öðrum fremur að hugsa til langs tíma; - til margra kjörtímabila í senn. Verkefni þeirra er að finna leiðina úr fískveiðisamfélaginu yfir í iðnaðar- og þjónustusamfélagið áður en forsendur núverandi at- vinnuhátta bresta. Veiðileyfagjald getur skilað okk- ur fram á veginn. Með því má færa tekjur úr sjávarútvegi til upp- byggingar nýrrar atvinnustarfsemi og skapa meira jafnræði á milli sjávarútvegs og annarra atvinnu- greina. Veiðileyfagjald eitt sér dug- ir ekki fyrr en fískveiðistefna Is- lendinga verður fiskverndunar- stefna sem hefur að höfuðmarkm- iði að tryggja afla til langs tíma. Þverstæðurnar Ein af þverstæðun- um í íslensku samfé- lagi í dag er sú stað- reynd að við hlið frum- framleiðslunnar, sem hagnýtir sér fyrst og fremst lítið menntað vinnuafl, hefur verið byggt upp öflugt menntakerfi sem skil- ar samfélaginu og framleiðslukerfi þess sífellt fleirum sem hafa meiri menntun en frumframleiðslugrein- arnar vilja eða geta hagnýtt sér. Eitt sinn var haft eftir útgerðarmanni sem hafði í þjónustu sinni útlærðan doktor í efnafræði að það væri allt í lagi bara ef blessaður maðurinn kynni að flaka. í veiðimannasamfé- laginu er menntun ýmist talin hálf- gerð fötlun eða þá munaður, frem- ur en auðlind sem má hagnýta. Þrátt fyrir þessi viðhorf hefur menntun landsmanna bæði hér heima og erlendis tekið stöðugt meira mið af þörfum háþróaðs iðn- aðar- og þjónustusamfélags. í auk- inni menntun landsmanna felst vaxandi þjóðarauður, sem er æ minna hagnýttur. Á sama tíma er þorra launafólks haldið á lágu kaupi langan vinnudag í hnignandi atvinnustarfsemi sem byggist á ofveiði á hafi og ofbeit á landi. Orsakanna er að leita í rangri hag- stjórn. Þegar kemur að því að knýja fram hröð umskipti í atvinnuháttum, mun hátt menntunarstig landsmanna skapa okkur yfirburðastöðu. Heppilegt er að stýra opinberu lánsfjármagni frá landbúnaði og sjáv- arútvegi, segir Birgir Bjöm Sigurjónsson, til fyrirtækja í iðnaði og þjónustu. Ný atvinnustefna Við eigum að leggja grundvöll að nýrri atvinnustefnu með það að markmiði að nýta þekkingu og frumkvæði landsmanna og auka tekjusköpunina í hagkerfinu. Hyggilegast er að stýra opinberu lánsfjármagni frá fiskveiðum og landbúnaði til smárra og millistórra fyrirtækja á ýmsum sviðum iðnaðar og þjónustu sem byggja fyrst og fremst á íslenskri þekkingu. Áhættufjárfestingar í þessum greinum má örva með þá forgjöf að fyrirmynd sem stóriðjufyrirtæk- in hafa fengið í skattlagningu og orkuverði og sjávarútvegsfyrirtæk- in í opinberu lánasjóðunum og at- vinnuleysisbótakerfinu. Þannig getum við skapað mörg atvinnu- tækifæri sem hæfa menntun og sérhæfni landsmanna. Og þannig getum við dregið úr einhæfni at- vinnulífs og þeirri miklu áhættu sem í henni felst. Iðnvæðing er ekki hægt að byggja upp með því að stýra fjár- festingum yfír í örfá verkefni á sviði stóriðju sem hagnýtir sér ekki hátt stig menntunar þjóðarinnar. Birgir Björn Sigurjónsson Stóriðjan skapar ekki fjölbreyttari eða áhættuminni framleiðsluhætti og stóriðju fylgir yfirleitt mengun. Atvinnustefna til framtíðar á ekki að byggja á einföldum skammtíma- lausnum heldur menntun og þekk- ingu landsmanna og þörf þjóðar- innar fyrir tryggari tekjur og efna- hagsgrundvöll. I framtíðarsamfélaginu verður þörf fyrir enn meiri menntun lands- manna. Menntunin er ekki munað- ur þess sem fjárfestir í henni held- ur að miklu leyti samfélagsleg fjár- festing sem eykur þjóðarauðinn og möguleika okkar til hagsældar. Þess vegna verður að vetja auknum fjármunum til að þróa menntakerf- ið og stórbæta kjör kennara og nemenda á öllum skólastigum. Það verður að gera menntun að álitleg- um valkosti fyrir unga fólkið. Menntun er arðsöm fjárfesting fyr- ir þjóðarbúið sem á að skila sér í launaumslögin. Annars munum við missa stóran hluta af þessari fjár- festingu úr landi. Atvinnustefnuna á ekki síst að miða við að unga fólkið vilji og geti áfram búið í þessu landi. Höfundur er hagfræðingur og framkvæmdastjóri BHMR. BIODROGA snyrtivörur IMltKltlOllil i II T 0 10 J r J T t M I • Tölvutengt tímaskráningar- og aðgangskerfi. • Þægilegt og einfalt í meðförum • Fjárfesting sem borgar sig <0- I. ASTVflLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535 Amerískar fléttimottur. CWIRKA Mörkinni3,s.5681411. ********************************** Fyrirtæki - skólar - stofnanir - klúbbar félagasamtök - starfsmannafélög Ferðadiskótekið ROCKY er nú tekiö til starfa á ný Hljómtækin eru ný, flott og kraftmikil Diskótekinu er ætlað að skemmta í samkomuhúsum, veislu- og veitingasölum fyrir árshátíðir - einkasamkvæmi - þorrablót - skólaböll - sveitaböll - afmælis- og brúökaupsveislur - stafsmannafagnaðir og aimennir dansleikir. Tónlistin er fjölbreytt og skemmtileg, íslensk og erlend, fyrir alla aldurshópa. Upplýsingar og pantanir alla virka daga og laugardaga í símum 557-9119 og 898-3019. Ferðadiskótekið ROCKY ALVORU DISKOTEK Diskótekari: Grétar Laufdal. f{ - KOOKAI | haustvörurnar f eru komnar Sama verð og I London Þunnar peysur frá 2.900 Bolir frá 1.800 Þykkar peysur frá 4.400 Buxur frá 4.900 Jakkar frá 9.900 10% afsláttur af öllum nyjum kookaí vörum, Opið langan laugardag kl. 10-17 verid velkomin Laugavegi, s. 5111717. Kringlunni s. 568 9017. 1 ær i samBH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.