Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 23
Sýnuni um helgina m.a. nýja og storglæsilega eldhussinnrettingu. Ef þu
kemur til okkar og staöfestir kaup á eldhusinnréttingu fyrir 20. november
n.k. lendir nafn þitt i lukkupotti Eldhuss og baös. Verði nafn þitt dregið
ur pottinum faerðu ókeypis ^ Scholtés helluborð og ofn.
, , Funahöfði 19 • Sími 577 1600
TILBOÐ A FATASKAPUM
Hvað þýða þessar upplýsingar?
Lesið úr vörumerk-
ingum matvæla
Þeir sem vilja fylgjast
með hvað þeir borða
ættu helst að lesa vöru-
merkingar matvæla.
Brynhildur Briem
næringar- og matvæla-
fræðingur segir að neyt-
endur geti orðið margs
vísari með þeim lestri.
UPPLÝSINGARNAR sem eru
gefnar upp á umbúðum matvæla
eru tvenns konar þ.e.a.s. innihalds-
lýsingar og næringargildi vörunnar
er líka oft gefið upp. Innihaldslýs-
ingarnar veita greinargóðar upp-
lýsingar um samsetningu vörunnar.
Hráefni, aukefni og önnur efni
skulu skráð eftir minnkandi magni.
Standi í innihaldslýsingu að varan
innihaldi t.d. vatn, ávaxtasafa, syk-
ur og bragðefni þá vitum við að
mest er af vatninu, síðan kemur
ávaxtasafinn svo sykurinn og loks
bragðefnin. Ef ávaxtasafinn hefði
verið talinn fyrstur á undan vatninu
gæfi það til kynna að mest væri
af safanum en vatnið kæmi svo
næst í röðinni. Þessar merkingar
gefa ekki upp hversu mikið er af
hverju efni fyrir sig í vörunni held-
ur eingöngu innbyrðis hlutföll.
Þessar upplýsignar segja okkur
samt mikið, t.d. sjáum við hvar í
röðinni sykurinn er.
í innihaldslýsingum á alltaf að
telja upp öll hráefni sem í vörunni
eru. Þó eru undantekningar á
þessu. Ef samsett hráefni (t.d.
brauðrasp) er minna en 25% af
nettóþyngd vörunnar er heimilt að
merkja þetta hráefni undir eigin
heiti, í þessu dæmi brauðrasp. Þessi
undantekning gildir þó ekki þegar
nauðsynlegt er fyrir neytandann
að fá rétta hugmynd um samsetn-
ingu vörunnar. Þannig skal telja
upp aukefni úr þessu samsetta hrá-
efni ef þau gegna tæknilegu hlut-
verki í lokaafurðinni og eftirfarandi
innihaldsefni og afurðir úr þeim
sem geta valdið ofnæmi eða óþoli
skal alltaf merkja ef þau finnast í
vörunni: mjólk, fisk, egg, sojabaun-
ir, skeldýr, jarðhnetur, möndlur,
hnetur, hafra, bygg, rúg og hveiti.
Næringargildi
Ef einhver fullyrðing um næring-
argildi matvöru kemur fram í merk-
ingu, kynningu eða auglýsingu er
skylt að gefa einnig upp næringar-
gildi vörunnar. Að öðru leyti er sú
merking valfijáls en margir fram-
leiðendur velja að setja þetta á all-
ar sínar vörur. Þarna er að finna
upplýsingar um hve mikla orku
varan gefur, hvað hún inniheldur
mikið af orkuefnum (kolvetnum,
próteinum og fitu) og stundum
einnig magn af trefjum, natríum,
vítaminum og steinefnum. Auk
Morgunblaðið/Júlíus
Höfuðborgarsvæðið
30% blaða og tíma-
rita í endurvinnslu
um og steinefnum í matvörum er
heimilt að merkja þau á umbúðir.
Hægt er að gefa þau upp sem
hundraðshluta (%) af ráðlögðum
dagskammti (RDS) en RDS er það
magn bætiefnis sem á að full-
nægja þörfum alls þorra heilbrigðs
fólks.
Að lokum skal þess getið að
þessar upplýsingar skulu vera á
íslensku, ensku eða Norðurlanda-
máli öðru en finnsku. Það getur
því verið gott að vita hvað þau
efni sem hér hafa verið nefnd heita
á þessum málum.
Islenska:
orka
kolvetni
sykur
trefjar
fita
mettuð fita
prótein
natríum
vítamín
steinefni
enska:
energy
carbohydrate
sugar
fibre
fat
saturated fat
protein
sodium
vitamins
minerals
danska:
energi
kulhydrat
sukker
kostfibre
fedt
mætted fedt
protein
natrium
vitaminer
mineraler
1994 komu á gámastöðvamar um
430 tonn af slíkum pappír.
Ragna segir að pappírssöfnunin
hafi því aukist um 1.570 tonn eftir
að átakið fór af stað og nemur það
um 30 kílóum á hvetja íbúð á höfuð-
borgarsvæðinu. Er miðað við að um
100 kíló komi frá hverri íbúð árlega
og er söfnunin því komin í um 30%.
Árið 1995 voru um 4.200 tonn af
bylgjupappa, dagblöðum og tímarit-
um flutt út til endurvinnslu en í ár
mun útflutningurinn nema um 6.000
tonnum. Það er um 1.800 tonna
aukning.
Ragna segir að til að lesendur
átti sig á magninu megi nefna að
þessi sex þúsund tonn jafngildi
magni alls heimilisúrgangs sem fellur
til hjá Mosfellsbæ, Seltjamarnesi,
Garðabæ og hálfum Kópavogi.
þess er oft gefið upp hve stór hluti
af kolvetnunum er sykur og hve
mikill hluti af fitunni er mettaðar
fitusýrur.
Hvað þýða
þessar upplýsingar ?
Orkan er gefin upp í kílókaloríum
(kkl) og kílójoulum (KJ). Þetta eru
bara tvær mismunandi einingar
fyrir orku, 1 kkal er jafnt og 4,2 KJ.
Flestum hér á landi er eðlilegra
að nota kkal en það er það sem við
í daglegu tali köllum kalóríur eða
hitaeiningar. Til að gefa vísbend-
ingu um hversu mikla orku við
þurfum má ætla að meðalorkuþörf
kvenna sé 2000 kkal á dag en
2700 kkal fyrir karla.
Orkan fæst úr orkuefnunum en
þau eru þrjú: kolvetni, fita og pró-
tein en jafnframt notar líkaminn
það síðasttalda til að byggja upp
vöðva. Hluti af kolvetnunum getur
verið sykur en það er einföld gerð
kolvetna sem hefur þann ókost að
vera bætiefnalaus og stuðla að
tannskemmdum. Sumar trefjar eru
líka kolvetni en þar sem þær gefa
að öllu jöfnu ekki orku eru þær
ekki taldar með kolvetnunum.
Trefjar hafa ýmsum hlutverkum
að gegna, t.d. vinna sumar þeirra
gegn hægðatregðu en aðrar stuðla
að lækkun á blóðfitu. Fitan getur
bæði verið hörð eða lin. Mettuð fita
er hörð. Ástæðan fyrir því að hún
er sérstaklega tilgreind í merkingu
matvæla er sú að mikil neysla á
harðri fítu getur stuðlað að aukinni
blóðfitu (kólesteróli í blóði). Aukin
blóðfita er svo einn áhættuþáttur
fyrir hjarta- og æðasjúkdóma.
Natríum getur
hækkað blóðþrýsting
Natríum sem stundum er nefnt
í vörumerkingum matvæla er
steinefni sem við þekkjum best
sem hluta af matarsalti. Ástæðan
fyrir að það er tekið fram í þessum
upplýsingum er sú að mikil neysla
á því getur hækkað blóðþrýsting-
inn og þess vegna er fólk hvatt
til að nota það í hófi. Ef mark-
tækt magn er af sumum vítamín-
Morgunblaðið/Ásdfs
MILLI áranna 1994 og 1995 varð
fjórföldun á innsöfnun dagblaða-, og
tímaritapappírs á höfuðborgarsvæð-
inu eða eftir að Reykjavíkurborg og
Sorpa hófu skipulega söfnun á dag-
blaða-, og tímaritapappír í júlí í fyrra.
Söfnunargámum var víða komið fyr-
ir og helst á þeim stöðum þar sem
íbúar hverfa ættu daglega leið hjá.
Að sögn Rögnu Halldórsdóttur
umhverfisfræðings hjá Sorpu er talið
að um 8.000 tonn af dagblaða-, og
tímaritapappír komi til landsins ár
hvert og það séu um 6.000 tonn sem
komi til dreifingar á höfuðborgar-
svæðinu.
Frá því að gámarnir voru settir
upp hafa um 2.000 tonn af pappír
safnast, að mestu leyti í pappírsgám-
ana en að hluta á gámastöðvar. Til
samanburðar má geta þess að árið
Hagkaup flytur
inn franska osta
í GÆR var byrjað að selja um
fimmtíu tegundir af frönskum
ostum í Hagkaup í Kringlunni.
Um er að ræða fyrstu sendinguna
en innan tíu daga kemur sú
næsta og verða ostarnir þá fáan-
legir í öllum Hagkaups verslunun-
um.
©0*
Morgunblaðið/Ásdís
Eldhús og bað er íslenskt fyrir-
tæki sem einbeitir sér að hönn-
un, smíði og ráðgjöf á sviði
innréttinga. Við höfum langa
reynslu af að leiðbeina fólki við
val á innréttingum. Við leggjum
áherslu á faglega ráðgjöf sem
hentar hverjum og einum, hag-
stætt verð og góða þjónustu.
McDonald’s og KSÍ bjóða hejTpnum
vinningshafa á leik Islands og Irlands
á írlandi þann 10. nóvember nk.
96
97
Getraunaseðlar íylgja með Stjörnumáltíðum
og landsleikstilboði hjá McDonald’s
til 27. október.
VILTU VINNA
FERÐ TIL
ÍRLANDS?.
'-"Stl
Nýtt