Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aðalfundur Gilfélagsins Skertir ferðastyrkir grafa undan listum GERBREYTT túlkun Félagsheimila- sjóðs á reglum um ferðastyrki vegna menningarstarfsemi á Akureyri kom til umræðu á aðalfundi Gilfélagsins sem haldinn var í Deiglunni nýlega, en félagsmenn telja hana hafa grafið undan starfsemi Listasumars sem og annarri skyldri starfsemi í bænum. í ályktun fundarins vegna þessa máls er lýst furðu og andúð á af- stöðu Félagsheimilasjóðs tii lista- starfsemi á vegum félagsins „sem meðal annars kemur fram í því að ekki hafa fengist styrkir vegna ferðalaga listamanna til Akureyrar. Fundurinn skorar á stjórn Félags- heimilasjóðs að endurskoða þessa afstöðu sína,“ segir í ályktuninni. Þá var einnig fjallað um umferð- armál í Grófargili og lýsti aðalfund- urinn þeirri skoðun sinni að „há- vaði, hraðakstur og hætta sem búin er gangandi vegfarendum í Grófar- gili sé meiri en við verði unað,“ eins og segir orðrétt og því beint til bæjarstjórnar Akureyrar að úrbætur verði gerðar áður en slys verða í götunni. Ný stjórn var kjörin á aðalfundin- um, Þröstur Ásmundsson var end- urkjörinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn eru Gísli Gunnlaugs- son, Hrefna Harðardóttir, Kristján Pétur Sigurðsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Komur skemmtiferðaskipa 38 í sumar Tekjur Akureyrar- hafnar um 5 millj. TEKJUR Akureyrarhafnar vegna komu skemmtiferðaskipa til bæjar- ins í sumar námu um 5,1 milljón króna, sem er heldur iægri upphæð en í fyrra. Skipakomurnar í sumar urðu alls 38, eða jafn margar og á síðasta ári. Guðmundur Sigurbjörnsson hafn- arstjóri segir að tekjur hafnarinnar vegna komu skemmtiferðaskipanna ráðist töluvert af stærð þeirra. Einn- ig skipti miklu máli hvort þau geta lagst að bryggju eða liggi á Pollin- um. Skipin sem liggja á Pollinum borga um 50% minna í hafnargjöld en skipin sem leggjast að bryggju. Ekki er skylda fyrir skipin að taka hafnsögumann, sem einnig hefur áhrif á tekjur hafnarinnar, en Guð- mundur segir að aðeins tæp 40% skipanna hafi tekið hafnsögumann um borð. Hann er bjartsýnn fyrir komandi ár og vonast til að skipa- komunum íjölgi á næsta ári. Morgunblaðið/Kristján FRIÐFINNUR K. Daníelsson verkfræðingur að leita eftir heitu vatni í landi Brimness i Árskógshreppi. Hann hefur þegar bor- að sjö holur en áætlar að þær verði alls tólf. Leitað að heitu vatni í Arskógshreppi Alls verða boraðar sjö holur FRIÐFINNUR K. Daníelsson verk- fræðingur hefur síðustu daga verið að vinna fyrir Árskógshrepp við jarðhitaleit á ýmsum stöðum í hreppnum. Hann á og rekur fyrir- tækið Alvarr sem er verktaki við jarðhitaleitina. Hann hefur þegar borað sjö holur vítt og breitt en áætlar að bora 12 holur í allt. „Það væri mjög gaman ef mér tækist að finna heitt vatn hér,“ sagði hann þar sem hann var í óða önn við borinn í landi Brimness skammt sunnan við Árskógssand. Holurnar sem hann hefur borað eru tvö til þijú hundruð metra djúpar. Þegar lokið er við að bora holurnar eru þær hitamældar en Orkustofn- un kemur að verkefninu og sér m.a. um þann þátt auk þess að velja þá staði sem borað er á. Velgja í einni holu Friðfínnur sagðist vera búinn að bora bæði á Árskógssandi og Hauganesi, þréttbýliskjömum sveit- arfélagsins, en báðar holurnar reyndust kaldar. Svo hefur einnig orðið raunin með þær holur sem gerðar hafa verið fram til þessa, utan að nokkur velgja fannst í einni sem er skammt frá fískhjöllum norð- an Hauganess. Friðfínnur sagði að vitað væri um heitt vatn í námunda við Ytri-Vík og ekki væri ólíklegt að það svæði yrði skoðað nánar. V — GJALD IO00-1730 VIRKA DAGA Bifreiðastæðasjóður Akureyrar kynnir: gjoldskylt Mánudaginn 7. október n.k. verður tekið í notkun nýtt gjaldskylt stæði við Geislagötu sunnan Búnaðar- bankans. Miðamælir verður á stæðinu og gjald verður það sama og í þá mæla sem fyrir eru eða 10 kr. á hverjar byrjaðar 10 mín. Hægt verður að greiða með 5, 10, 50 og 100 kr. mynt. Þó aldrei minna en 10 kr.(2x5 kr.) OÞegar greitt er í mælinn kemur kvittun sem segirtil um hvenær greiddur tími er útrunninn. Miðann skal leggja á mælaborð bifreiðarinnar þannig að hann sjáist í gegnum framrúðu til glöggvunar fyrir stöðuvörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.