Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 43
I
I
I
:
I
I
I
I
I
1
I
i
I
i
:
í
i
i
i
i
i
i
<
<
<
<
i
+ Hrefna Guð-
laug Gunnars-
dóttir var fædd í
Reykjavík 17. sept-
ember 1943. Hún
lést á heimili sínu
28. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Gunn-
ar Leó Þorsteins-
son málarameist-
ari, f. 31.7. 1907 í
Hlíðarkoti í Fróðár-
hreppi, d. 6.7. 1989,
og Guðmunda
Sveinsdóttir, f.
5.12. 1908 í Hafnar-
firði, d. 7.8. 1996. Hrefna er
yngst fjögurra systkina. Hin
eru þau Erna Sveindís, húsmóð-
ir, f. 1932, ekkja Gísla Jónsson-
ar; Þórsteinn Leó, klæðskeri,
f. 1934, kvæntur Bergljótu Frí-
mann; og Kristjana, húsmóðir,
f. 1938, gift Guðmundi G. Pét-
urssyni. Hrefna ólst upp í Mið-
stræti 12 í Reykjavík til átta
ára aldurs. Flutti hún síðan með
foreldrum sínum upp á Kjalar-
nes, að Ytri-Tindstöðum.
Hrefna giftist Helga Jóns-
syni frá Blönduholti í Kjós 9.
júní 1962. Hófu þau búskap á
Felli í Kjós 21. mars 1964 og
hafa þau búið þar síðan. Helgi
er fæddur 17. desember 1935.
Hún amma Hrefna er dáin og
mig langar svo til að segja frá því
hvað hún var alltaf góð við mig.
Við amma sátum svo oft saman
inni í litlu-stofu og töluðum saman
um lífið og tilveruna. Amma kallaði
mig alltaf Krunku og mér fannst
það svo hlýlegt. Hún sagði mér frá
því þegar hún var lítil stelpa í sveit-
inni á Tindstöðum. Mér fannst svo
gaman þegar hún var að segja mér
frá öllum dýrunum sem hún átti.
Hún elskaði þau svo mikið. Hún
átti kind sem hún gat kallað á hvar
sem hún var og hún kom alltaf til
hennar og þá gaf amma henni
brauð.
Mér fannst alltaf svo gaman að
gefa henni eitthvað sem ég hafði
málað eða gert sjálf. Þá varð hún
alltaf svo hamingjusöm og hengdi
það strax upp eða setti á borðið
hjá sér og svo hafði hún alltaf
skoðanir á öllum myndunum mín-
um.
Foreldrar hans
voru Jón Helgason
frá Þyrli á Hval-
fjarðarströnd, f.
29.11. 1896, d.
31.10.1974, og Lára
Signnmda Þór-
hannesdóttir, ættuð
úr Isafjarðardjúpi,
f. 29.10. 1897, d.
12.4. 1978. Hrefna
og Helgi eignuðust
sex börn. Þau eru:
1) Gunnar Leó, f.
3.1. 1963, kvæntur
Sigríði Ingu Hlöð-
versdóttur og eiga
þau tvö börn, Hlöðver Inga og
Láru Guðrúnu. 2) Guðlaug, f.
23.6. 1964, gift Lárusi Óskars-
syni og eiga þau þijár dætur,
Hrefnu Lind, Jóhönnu og
Helgu. 3) Lára Berglind, f. 29.7.
1969, sambýlismaður hennar er
Andrés Guðmundsson. 4) Guð-
munda Valdís, f. 6.7.1973, sam-
býlismaður hennar er Hreinn
Smári Sveinsson og eiga þau
einn son, Heiðberg Leó. 5)
Helga, f. 23.1. 1978, sambýlis-
maður hennar er Kristján Sig-
valdason. 6) Guðrún, f. 30.12.
1979.
Útför Hrefnu fer fram frá
Reynivallakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku amma mín, mér þótti svo
ofsalega vænt um þig og vonandi
hitti ég þig einhvern tíma aftur.
Núna ertu vonandi komin til
langömmu og langafa og verður
vonandi aldrei veik aftur.
Hrefna litla er hýr á brá,
hoppar út um stræti.
Ljós og falleg lipurtá,
létt og kvik á fæti.
(Guðmundur Guðmundsson.)
Ástarkveðja, þín
Hrefna Lind.
Elsku mamma.
Ertu horfm? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi eg út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Eg hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hve allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín,
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott eg hefí hlotið,
hefir eflzt við ráðin þín.
Flýg ég heim úr ijarlægðinni,
fylgi þér í hinzta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Ámi Helgason)
Ástarkveðja, börnin þín,
Guðrún, Helga, Guðmunda,
Lára, Guðlaug og
Gunnar Leó.
Nú þegar Hrefna á Felli er horf-
in okkur sjónum yfir móðuna miklu,
er kallað hefur verið, vil ég og §öl-
skylda mín votta fjöiskyldu hennar
og ástvinum dýpstu samúð og hlut-
tekningu í sorgum þeirra. Ef að er
gáð er ekki svo margt sem aðskilur
tvo heima. Eftir stendur ávallt
minningin og hinir ósýnilegu
straumar á milli einstaklinga, milli
sálna og skiptir þá ekki máli hvort
sál er holdi klædd eða handan horf-
in.
Hrefna hefur ávallt notið ást-
sældar okkar vegna þeirra strauma
sem geislað hafa um hana og frá
henni. Sem ungur drengur minnist
ég hennar með mikilli hlýju, hún
var alltaf svo glaðvær og glettin,
og ekki síður vegna móður hennar
sem ég hafði óbilandi aðdáun á,
þegar ég var barn á næsta bæ við
heimili hennar. Hvergi var betra
að koma bara til að koma og stund-
um til leiks með strákunum hennar
Kiddíar. Hugsanir mínar um hana
Mundu hafa oft yljað mér um hjart-
arætur og þær gjafir er hún svo
gjaman gaukaði að okkur krökkun-
um, oftast svo fallega prjónuðum
vettlingum eða góðgæti í lófann.
Nú halda þær mæðgumar samtíða
í nýjan heim. Blessuð er minning
þeirra.
Hrefna hefur ávallt notið þessara
hlýju minninga minna enda var hún
í huga mínum sömu gæðakostunum
gædd og móðir hennar. í seinni tíð
höfum við kynnst Hrefnu með nýj-
um hætti. Þegar hún lagðist inn á
Fæðingarheimilið í Reykjavík til að
eignast bam sem síðar fékk nafnið
Helga, var Bergþóra við störf þar.
Nutu hún og barnið umönnunar
hennar.
Seinna þegar við stofnuðum fjöl-
HREFNA GUÐLAUG
GUNNARSDÓTTIR
+ Friðfinna
Hrólfsdóttir
fæddist I Ábæ í
Austurdal í Skaga-
firði 2. apríl 1909.
Hún lést á Borgar-
spítalanum 26.
september síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Dómkirkjunni 4.
október.
Sumri hallar, hausta
fer . . .
Þessar ljóðlínur
koma í huga mér, þeg-
ar ég minnist látinnar sómakonu,
Friðfmnu Hrólfsdóttur, sem fæddist
og ólst upp innst í skagfirskum dal
fyrir rúmum 87 árum.
Henni kynntist ég með óvenju-
legum hætti, þá ég var nemandi í
M.A. og bjó í heimavist. Hringt var
kvöld nokkurt og 4. bekkjar dömun-
um boðið í kvöldkaffí að Bjarmastíg
7. Ekki vissi ég hverslags undur
þetta vom, því að engan þekkti ég
á þeim bæ. Til skýringar skal tekið
fram að vistinni var á þeim tíma
lokað kl. 10:00 á kvöldin og 11:30
um helgar,- og leyfí þurfti hjá
Meistara ef útaf var bmgðið.
Seinna kom í ljós, að þarna nut-
um við 4. bekkjar döm-
ur þess, að með okkur
í bekk var vinafólk
fjölskyldunnar að
Bjarmastíg 7 og þegar
því var boðið þangað,
var ekki verið að ein-
skorða sig við vina-
fólkið í bekknum, held-
ur (illum boðið!!
Ég bjóst því við að
hitta fyrir gust- og
barmmikla húsfreyju,
en ruglaðist alveg í
ríminu, þegar ég stóð
frammi fyrir hæglátri
og smávaxinni konu £
drifhvítum sloppi. Dökkar fléttur
umluktu slétt hrukkulaust andlit,
en bak við gleraugun logaði kímni
í augnakrókunum.
Þessi mynd af Friðfinnu breyttist
undurlftið í áranna rás og rúmum
40 árum sfðar var hún enn hrukku-
laus sem ungmey, en bakið hafði
bognað nokkuð.
Upp frá þessari fyrstu heimsókn
hófust nú tíðar og miklar veislur,
sem endurtóku sig hvem vetur sem
við vomm í M.A. Böm Friðfínnu,
Sigrún, Dísa og Haukur lögðust á
eitt með móður sinni til að gera
þessar „samkomur" sem skemmti-
legastar, þar sem græskulaust gam-
an og vinahót réðu ríkjum. Annarri
eins gestrisni hafði ég ekki kynnst.
Og vinafundimir héldu áfram
þótt við útskrifuðumst. Friðfínna
opnaði heimili sitt fyrir ótrúlegum
fjölda ungs fólks, sem var fjarri
heimahögunum og við erum mörg
sem eigum henni og hennar fólki
þökk að gjalda.
Á áttræðisafmæli Friðfinnu gaf
aldeilis á að líta. Hús hennar var
troðfullt af öllum þessum „ung-
mennum", sem voru nú orðin að
einhvers konar fræðingum: verk-
fræðingum, lögfræðingum, læknum
o.s.frv.,- þangað komin til að hylla
hana.
Farðu vel, Friðfínna. Ég þykist
þess fullviss að Lykla-Pétur muni
opna hliðið upp á gátt þegar hin
skagfirska bóndadóttir þeysir í hlað.
Jóhanna D. Skaftadóttir.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
I VÉi blómaverkstæði I
| PINNA~ |
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
FRIÐFINNA
HRÓLFSDÓTTIR
skyldu notaði Hrefna hvert tæki-
færi til að lofa og þakka þau kynni,
hlýju og tillitssemi sem hún naut
þennan tíma á Fæðingarheimilinu.
Og annað bam fæddist, hún Dúna,
þá var Bergþóra vfðs fjarri. Það
sama ár eignuðumst við dóttur.
Leiðir þeirra lágu saman í upp-
hafi skólagöngu þeirra í Ásgarðs-
skóla. Frá fyrsta degi hafa verið
órofín vinabönd á milli þeirra allt
fram á þennan dag. Hafa þær lagt
sig fram við að rækta gagnkvæma
vináttu og tryggja að leiðir þeirra
lægju sem best saman. Ég minnist
þess, að einhvem daginn er þær
voru tíu eða ellefu ára gamlar hafði
sleg- ist upp á vinskapinn. Hilda
var að hafa orð á að þær hefðu
verið eitthvað ósáttar og bar sig
fremur báglega. Ég segi þá við
hana að þetta muni fljótt lagast og
hún megi treysta því að þær eigi
eftir að verða jafngóðar vinkonur
hér eftir sem hingað til. Ég þekki
þann góða grunn, sem Dúna hefur
að baki sér. Svo greypt er það í
meðvitund mína hversu fólkið henn-
ar hefur reynst samferðamönnum
sínum traust. Hægt er að treysta
heilindum og tryggð þeirra í hví-
vetna. Þegar eiginleikum fólksins
frá Ytri-Tindstöðum og Blönduholti
er steypt saman má draga stórar
ályktanir.
Við emm þakklát fyrir að hafa
kynnst Hrefnu og fráfall hennar
snertir okkur djúpt. Vinkona Hildu
hefur misst móður sína og það er
sorg í hjarta hennar. Hún er þakk-
lát fyrir að hafa kynnst Hrefnu og
hún saknar hennar. Dúna hefur
reynst Hildu vel á erfíðum tímum
og nú endurgeldur hún með hlut-
tekningu í sorg og stuðningi á erfið-
um tíma hjá henni. Allt líf vaknar,
sumt dafnar en allt deyr að lokum.
Það er huggun harmi gegn að líf
Hrefnu fékk að dafna.
Blómin vakna á vorin, blómstra
á sumrin, visna á haustin, deyja á
vetri. Þau gera og fleira, þau ilma
og verma. Hrefna er nú gengin
þessa leið á enda, fallin í faðm for-
eldra sinna í himinhæðum í him-
nesku vori, vakir yfir velferð ástvina
á jörðu. Blóm hennar hafa sáð og
rætur skotið sprotum.
Megi Guð vernda og styrkja
ávexti hennar.
Fjölskyldan Kiðafelli II.
Ég hef misst góðan vin sem ég
kveð í dag. Samt vil ég ekki trúa
því ennþá að þú skulir vera farin á
vit nýrra heima því enginn gat átt
von á því að þú færir svo fljótt.
Tómarúmið sem myndaðist í hjarta
mér eftir að þú féllst frá fylli ég
upp með öllum þeim minningum
sem ég á um þig. Þær eru margar
og hlýjar. Enn er það ljóslifandi í
huga mér þegar þú tókst á móti
mér með brosi daginn sem ég kom
hingað upp að Felli í fýrsta sinn.
Síðan þá fyrir um tveimur árum
átti ég oft eftir að sitja f sófanum
hjá þér þar sem við ræddum allt
milli himins og jarðar. Það er svo
margt sem maður átti eftir að sýna
og sanna fyrir þér því fátt var betra
en hvatning þfn við þau verk sem
maður var að vinna. En þó sál þín
sé flogin frá þessum stað veit ég
að þú vakir yfír okkur sem eftir
stöndum.
Elsku Helgi, Dúna, Helga, Guð-
munda, Lára, Guðlaug og Gunni,
ég votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð á þessum erfíðu tímum.
Loks er dagins önn á enda
úti birta dvín
Byrgðu fyrir blökkum skugga
björtu augun þín
Eg skal þerra tár þíns trega
tendra falinn eld
Svo við getum saman vinur
syrgt og glaðst í kveld.
(JóhannesúrKötlum)
Kristján.
t
Vinur okkar,
RAGNAR GUÐMUNDSSON
skipstjóri,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 28. september.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ólöf Ólafsdóttir.
t
Elsku litli drengurinn okkar,
ÍVAR ÞÓR JÓNSSON,
Lækjarhúsum,
Suðursveit,
lést á barnadeild Landspítalans að kvöldi 3. október.
Sigurrós Erla Björnsdóttir, ión Þorsteinsson,
Jón Birnir Jónsson, Þóra Birna Jónsdóttir.
t
Eiginkona mín,
SVAVA HÓLMKELSDÓTTIR,
Brekkubraut 15,
Keflavík,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram.
Fyrir hönd barna og annarra vandamanna,
Hólmgeir Guðmundsson.
+
Systir okkar og frænka,
SVAVA GÍSLADÓTTIR,
Engihlið 16,
áður Reykholti við Laufásveg,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. október
kl. 13.30.
Hannes Gislason,
Ástdís Gísladóttir,
Þórdís Kristmundsdóttir,
Auður Kristmundsdóttir,
Kristin Kristmundsdóttir.