Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 15 Skólar vímuefna- lausir fyrir árið 2000 Á FUNDI íþrótta- og tómstunda- ráðs Akureyrar í vikunni var rætt um hugmyndir frá í sumar, um aðgerðir ti! að ná því markmiði að gera grunnskólana á Akureyri vímuefnalausa fyrir árið 2000. Margar hugmyndir komu fram á fundinum og var íþrótta- og tóm- stundafulltrúa falið að vinna úr þeim ásamt þeim aðilum sem einnig koma að málinu, félagsmálastjóra, áfengi- svamanefnd og ÍBA. Eiríkur Björg- vinsson, íþrótta- og tómstundafull- trúi segir að leitað sé leiða til að ná þessu markmiði fyrir árið 2000. „Menn vilja tengja þetta líka, bæði áfengi og reykingar, þ.e. vímu- efni í sem víðustum skilningi. Við teljum nauðsynlegt að halda uppi alls kyns áróðri. Menn eru sammála um áreitið þurfí að vera jafnt og þétt en ekki í einhveijum smá- skömmtum, þannig að hægt verði að taka við þeim sveiflum sem eru í samfélaginu. Hins vegar má alltaf deila um hvemig þetta áreiti eigi að vera. En við erum að vinna í þessum málum og leitum leiða í þessari bar- áttu,“ sagði Eiríkur. -----» ♦ «---- Samningnr um hönnun brúar yfir Glerá SAMNINGUR um hönnun brúar yfir Glerá var undirritaður í gær. Fyrir hönd verkkaupa, sem eru Vegagerðin og Akureyrarbær, und- irrituðu þeir Guðmundur Heiðreks- son yfírverkfræðingur og Gunnar H. Jóhannesson deildarverkfræðing- ur samninginn en fyrir hönd ráð- gjafa, sem er Verkfræðistofa Sigurð- ar Thoroddsen á Akureyri, Haraldur Sveinbjömsson. í samningnum felst að útboðsgögn vegna brúarbyggingarinnar verða tilbúin um mánaðamótin febrúar- mars á næsta ári. MESSUR AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Safnaðarheim- ilinu kl. 11. Munið kirkjubílana. Útvarpsmessa í kirkjunni kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur messar. Fundur verður í Æskulýðsfélagi Akur- eyrarkirkju í kapellunni kl. 17. Allir unglingar velkomnir. Bibl- íulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30. Mömmumorgunn í Safn- aðarheimili frá kl. 10 til 12 næsta miðvikudag, Kristín S. Bjarna- dóttir, hjúkrunarfræðingur fjall- ar um efnið „Hvernig er að vera með lystarstol?" GLERÁRKIRKJA: Barna- samkoma verður í kirkjunni á morgun, sunnudag kl. 11. For- eldrar eru hvattirtil að fjölmenna með börnum sínum. Messa verð- ur kl. 14 sama dag. Kirkjukaffi kvenfélagsins verður í safnaðar- salnum að messu lokinni. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 18. HVÍT ASUNNUKIRK J AN: Safnaðarsamkoma kl. 11 á sunnudag, samkoma kl. 14. Jes- ús Kristur er lausnin inn í þínar kringumstæður. Vitnisburður frá fólki sem hefur upplifað svarið. Samkomustjóri er Vörður L. Traustason. Samkoma fyrir 10 til 13 ára böm á þriðjudag kl. 18 og biblíulestur og bænasam- koma kl. 20 á miðvikudagskvöld. Unglingasamkoma á föstudags- kvöld. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Fjölskyldusamkoma kl. 17 sama dag. Heimilasamband kl. 16 á mánudag. Krakkaklúbbur á mið- vikudag kl. 17, biblía og bæn kl. 20.30, ellefu plús mínus á fimmtudag kl. 17 og hjálpar- flokkur kl. 20.30. AKUREYRI Ingimars Eydal minnst FORSALA aðgöngumiða á minning- artónleika um tónlistarmanninn Ingi- mar Eydal sem haldnir verða sunnu- daginn 20. október næstkomandi hefst næstkomandi mánudag, 7. októ- ber, í Bókval á Akureyri og Tónabúð- inni á Akureyri og Reylqavík. Ingi- mar hefði orðið 60 ára þennan dag. Tilgangur tónleikanna er að safna fé í minningarsjóð um Ingimar og skal það fé sem safnast notað til kaupa á vönduðum konsertflygli handa Akureyringum. Sjóðurinn og væntanlegt hljóðfæri verður í vörslu Tónlistarfélags Akureyrar. Gunnar Gunnarsson píanóleikari er að ljúka vinnslu á geisladiski sem hann tileiknar minningu Ingimars, þar er m.a. lag eftir Ingimar og ann- að frumsamið eftir Gunnar, sérstak- lega tileinkað Ingimar. Á tónleika- daginn kemur út geisladiskurinn „Kvöldið er okkar“ sem inniheldur úrval laga með hljómsveit Ingimars Eydal. Bókaútgáfan Hólar á Akur- eyri gefur út fyrir jólin bókina „Þeir vörðuðu veginn" en í henni er sögð saga Ingimars Eydal auk tveggja annarra Akureyringa. Þá má geta þess að síðar í þessum mánuði verða endurfluttir í Ríkisútvarpinu þættir Kristjáns Sigurjónssonar og Árna Jóhannssonar um Ingimar. Sífellt fleiri fíkniefnamál og aldur neytenda lækkar Atta grunnskólanemar játuðu fíkniefnaneyslu ÁTTA ungir piltar hafa játað við yfírheyrslur hjá rannsóknarlög- reglunni á Akureyri að hafa reykt hass í gleðskap í heimahúsi fyrir hálfum mánuði og þá viður- kenndu nokkir þeirra neyslu á hassi á lóð Síðuskóla á sama tíma og skólaskemmtun fór þar fram. Ný stefna Daníel Snorrason fulltrúi hjá rannsóknarlögreglunni sagði að ellefu drengir hefðu verið teknir til yfirheyrslu vegna gruns um fíkniefnaneyslu og hefðu átta þeirra viðurkennt að hafa reykt hass, þar af hluti hópsins tvíveg- is. Sex piltanna eru 15 ára, í 10. bekk, og tveir eru 14 ára eða í 9. bekk. „Þetta sýnir í rauninni nýja stefnu í þessum málum hér á Akureyri, aldurinn er farinn að færast æ neðar,“ sagði Daní- Foreldrar hvatt- ir til að vera á varðbergi el, en einn 15 ára piltur hefur áður komið við sögu vegna fíkni- efnamála í bænum. Við yfírheyrslumar varð einnig upplýst um innbrot, en einn pilt- anna viðurkenndi að hafa í félagi við tvo aðra brotist inn í Síðu- skóla í ágúst síðastliðnum og stol- ið hljómflutningstækjum að and- virði um 400 þúsund krónur. Stigvaxandi neysla » Daníel sagði fíkniefnaneyslu fara stigvaxandi á Akureyri. „Hún er líka að breytast, aldur- inn er sífellt að færast neðar og nú virðist neyslan vera komin inn í grunnskólana." Tölvuvert fleiri fíkniefnamál hafa komið til kasta rannsóknarlögreglunnar á Akur- eyri það sem af er þessu ári en var á öllu árinu í fyrra, en það ár, 1995, komu upp helmingi fleiri fíkniefnamál á Ákureyri en árið á undan, 1994. Kvaðst Daníel vilja hvetja for- eldra til að vera á varðbergi, hann sagði rannsóknarlögreglu tilbúna að aðstoða og veita upp- lýsingar vöknuðu grunsemdir hjá foreldrum um að böm þeirra hefðu fíkniefni undir höndum eða byggju yfír vitneskju um eitt- hvað slíkt. Vildi hann einnig hvetja almenning til að koma upplýsingum á framfæri við lög- reglu og benti á símsvara rann- sóknarlögreglunnar þar sem fólk getur komið á framfæri nafn- lausum upplýsingum og ábend- ingum tengdum fíkniefnum, en síminn er 462-1881. Morgunblaðið/Kristján Ægir til eftirlitsstarfa V ARÐSKIPIÐ Ægir hefur verið á Akureyri síðustu viku en hjá Slippstöðinni hf. hefur verið unn- ið við ýmsar lagfæringar á skip- inu. Þeim er nú lokið og hélt Ægir til hefðbundinna eftirlits- starfa úti fyrir Norðurlandi seinni partinn í gær en áhöfn skipsins kom fljúgandi frá Reylgavík í gærmorgun. Unnið var við veltikili skipsins, skipt um plötu á þyrlupalli og settur upp hlaupaköttur í þyrluskýlið, svo eitthvað sé nefnt. Akureyrarbær: Vestursíða 8, deiliskipulag í samræmi við ákvæði greina 4.4 og 4.4.1 í skipulagsreglu- gerð er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að breyt- ingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vestursíðu 8, sem er hluti húsaþyrpingarinnar nr. 1, 2, 4, 5, 6 og 8 við Vestursíðu. f breytingartillögunni, sem lögð er fram af lóðarhafa, felst að ( stað 7 íbúða tveggja hæða raðhúss verði byggð tvö tveggja hæða fjölbýlishús með alls 14 íbúðum, 12 smáíbúðum og 2 fjölskylduíbúðum. Einnig er lagt til að sameignarstígur milli lóða nr. 6 og 8 verði felldur niður og sameinaður lóð nr. 8. Uppdráttur er sýnir breytingartillöguna liggur frammi al- menningi til sýnis á skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geisla- götu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýs- ingar, þ.e. til mánudagsins 4. nóvember 1996, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana at- hugasemdir. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 4. nóvember 1996 og skal athugasemdum skilað til skipu- lagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeir, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna breytingarinnar, er bent á að gera at- hugasemdir við tillöguna innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir henni. Akureyrarbær mun taka afstöðu til til- lögunnar og afgreiða að loknum auglýsingafresti. Skipulagsstjóri Akureyrar. Akureyri Foreldraráðgjafi/starfsmaður Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, Akureyri, óskar eftir foreldraráðgjafa/starfsmanni í 50% starf. Þekking á málefnum fatlaðra ásamt góðri grunnmenntun er nauðsynleg. Starfið er fjölbreytt og gefandi. Skriflegar umsóknir berist skrifstofu Þroskahjálpar, Kaupangi v/Mýrarveg, fyrir 20. október. Nánari upplýsingar í síma 462 6558. Verð kr. 39.930 M.v. hjón með 2 böm, 2-l l ára, 20. okt., 30 nætur. Verð kr. 49.960 M.v. 2 í íbúð, 20. okt., skattar innifaldir. Sigurður Guðmundsson Nú seljum við síðustu sætin þann 20. október til Kanarí í glæsilega 30 daga ferð með Sigurði Guðmundssyni, þar sem þú tekur þátt í spennandi dagskrá alla daga, hvort sem er leikfimi, kvöldvökur eða spennandi kynnisferðir og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Nú getur þú tryggt þér spennandi tilboð, þú bókar ferðina á mánudag eða þriðjudag á tilboðsverði og viku fyrir brottför staðfestum við gististaðinn, góðan gististað á ensku ströndinni. M) 2H Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 tfjpifiMiiMt*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.