Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Alþj óðastómadagurinn í DAG, 5. október, er alþjóðastómadagur- inn. Hann er haldinn víða um lönd undir kjör- orðinu „vinnum sam- an“. Án vafa vita ekki allir hvað stóma er né hvernig það er að vera stómaþegi. Verður hér reynt að gera örlitla grein fyrir því og hags- munafélagi stómaþega, Stómasamtökum Is- lands. ' Hvað er stóma? Orðið stóma er kom- ið úr latínu og merkir gat eða op. Stóma eða stómía er tilbúið gat sem gert er á kvið þeirra sem lent hafa í stóma- aðgerð en slík aðgerð felst í því að ristillinn, að hluta eða allur, hefur verið numinn brott vegna sýkingar; oft vegna krabbameins. Stóma- aðgerðir eru allajafna þrennskonar. I fyrsta lagi ber að nefna ristils- tómaaðgerðir (eða kólóstómíu) sem eru algengastar. Þá er hluti ristils- ins fjarlægður. Við garnastómaað- gerðir (ilíóstómíu) er allur ristillinn tekinn. í þriðja lagi er svo um að ræða þvagstómaaðgerðir (úróstóm- íu) en í slíkum tilfellum hefur þurft að fjarlægja þvagleiðarann, m.a. vegna meðfædds galla eða krabba- meins í blöðruhálskirtii. Þeir sem eru með stómíu á kviðnum þurfa að bera utaná sér poka þar sem allur úrgangur skilar sér. Margir eru svo láns- amir að þurfa aðeins að hafa stómíu tímabils- bundið; það veltur á því hvort fjarlægt hefur þurft neðsta hluta rist- ilsins, endaþarminn. Ef hann er heilbrigður og hringvöðvinn starfar eðlilega er hægt að tengja á milli smágirnis- ins og endaþarmsins þó ristillinn hafí verið fjar- lægður að öðru leyti. Á síðustu árum hefur í auknum mæli verið framkvæmd aðgerð sem felst í því að búa til innvortis poka sem er gerður úr görnum sjúkl- ingsins. Slík aðgerð er hins vegar nýjung hér á landi en hana er ekki hægt að framkvæma nema hring- vöðvinn starfi eðlilega og að iíkam- legt ástand sjúklingsins sé þokkalegt að öðru leyti. Ekki er spurt um aldur þeirra sem lenda í stómaaðgerð. Það getur hent fólk á öllum aldri; jafnvel eru dæmi um einstaklinga sem vegna fæðing- argalla hafa þurft að vera með stóm- íu alla ævi. Stómaþegar eru um 250 talsins hér á landi eða um 0,1% þjóðarinn- ar. Þar eð margir þeirra eru tímabils- bundið með stómíu einsog áður greinir er nær ógerningur að nefna nákvæma tölu. Stómasamtökin verða með kaffiveitingar í dag, 5. október, segir Sigxtrður Jón Ólafs- son, í tilefni alþjóða- stómadagsins. Stómasamtökin Stómasamtökin voru stofnuð fyrir 16 árum. Tilgangur þeirra er „... að vinna á allan hátt að hagsmunum þeirra sem gengist hafa undir stóma- aðgerðir og kynningu á málefnum þeirra ...“ eins og segir í lögunum. Ennfremur að stuðla að. fræðslu- starfsemi og miðlun upplýsinga um stómaaðgerðir og viðeigandi hjálpar- tæki tii fólks sem þarf að gangast undir slíkar aðgerðir". Innan sam- takanna eru einstaklingar sem taka að sér að heimsækja þá sem eiga í vændum að gangast undir stóma- aðgerðir og/eða eftir að slík aðgerð hefur farið fram. Foreldrahópur starfar í samtökunum en það eru foreldrar barna með stóma. Sá hóp- ur er jafnframt aðili að Umhyggjufé- lagi til stuðnings sjúkum börnum. Stómasamtökin eru aðili að Krabbameinsfélagi íslands en starfa að öllu leyti sjáifstætt. Þau hafa aðsetur í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8. Þau halda fundi 4-5 Sigurður Jón Olafsson ISLENSKT MAL Eða kannski öllu heldur útlent mál Merkilegt er að sjá hversu hrein biblíunöfn, eða nöfn tengd gyðinglegum og kristnum átrún- aði, hafa komist í mikla tísku á vesturlöndum nú um sinn. Ég hef að vísu ekki staðtölur nema frá okkur og svo Danmörku, Eng- landi með Wales og Bandarikjum Norður-Ameríku. Nokkuð er það mismunandi frá einu landi til annars, hvaða nöfn af fyrrgreindum toga eru í mestri sókn, og sumstaðar láta líka önn- ur góðfræg biblíunöfn undan síga. Þá er áberandi meðal Dana, Breta og Bandaríkjamanna að straum- urinn er þyngri og beinni meðal drengjanafna en stúlknanafna. Hérlendis þekkjum við nýlega framsókn nafna eins og Áron, Daníel, Davíð og Alexander og Jón er á uppleið aftur eftir nokkra lægð. Alexander er að vísu ekki nefndur í Biblíunni, en í Insight on the Scriptures, frábærri bibl- íuhandbók, er talið að víslega sé spáð fyrir um Alexander mikla, t.d. í Daníelsbók. Kvennanöfn í sókn hjá okkur eru m.a. Eva, Rebekka, Rakel, Rut og Sara ! (nöfn þessi misgóðrar merking- ar), og Anna, María og Kristín halda háum hlut sínum. Það kemur kannski íslensku máli ekki beinlínis við, en mér finnst ég megi geta þess, að í Danmörku 1991 var ekkert af 15 algengustu nöfnum sveina af nor- rænum uppruna, en þau voru nær öll dýrlinga-, postula- og guð- spjallamannanöfn, sum í fleiri gerðum en einni, t.d. Mikkel og Michael, og á næstu grösum var Mike. Má höfuðengill þessi vel við una. í Englandi eru hin gamalvin- sælu normönnsku nöfn Robert, Richard og William á undan- haldi (Emma hins vegar í stór- sókn). Þar virðast menn líka orðnir fullsaddir á Ann(e), Mary, Elizabeth, John og Peter, en þessi nöfn náðu ótrúlegri út- Umsj'ónarmaður Gísli Jónsson 869. þáttur breiðslu á öldum áður. Þetta er ekki alveg eins áberandi í Banda- ríkjunum. Þar í landi er kannski skrýtnast að á milli 1980 og 90 var lítill munur á sveinanöfnum hvítra og „óhvítra", en á nöfnum meybarnanna svo mikill, að þar voru eins og tveir heimar. í hópi meybarna voru orðin algengust nöfn sem minna á gimsteina eða eru komin nokkuð langan veg að sunnan: Tiffany (sem reynd- ar er afbökun úr grísku Theo- phania), Chrystal, Ebony [„einn gekk við íbenstokka"], Lakisha, Latoya og Candice. Innan um þessi nöfn, okkur framandi, skondra svo norrænu nöfnin Erica og Brandi, eins og ekkert hafi í skorist. Umsjónarmaður hefur engar haldbærar skýringar, auk heldur ekki tilgátur um þessa breytingu, og væru hugmyndir ykkar vel þegnar. ★ Rassía er nýlegt tökuorð í ís- lensku og víst ekki í miklum metum. Það er ættað úr arab- ísku, en hefur mikið breyst á langri leið í tíma og rúmi. í Orðabók um slangur, slett- ur, bannorð og annað utangarðs- mál (1982) er það skýrt svo: „lög- regiuherferð, einkum óvæntar húsrannsóknir, oft notað í yfir- færðri merkingu: gera rassíu í reykingamálum sínum hætta að reykja.“ I sænsku er þetta letrað razz- ia, og i ágætri postillu Gösta Bergmans, Ord med historia, segir frá því, að þetta orð var mikið notað í Frakklandi undir miðja 19. öld, og þá einkum haft um herferðir gegn alsírskum sjó- ræningjum. Arabíska orðið, sem liggur til grundvallar, merkir ránsferð, árás í hernaði. Orðið razzia barst fijótt úr frönsku í mörg önnur tungumál og er kom- ið í sænsku þegar um miðja 19. öld. Ég finn ekki margnefnt orð í íslenskum orðabókum öðrum en slangurorðabókinni, en gamalt limrugrey rifjaðist upp fyrir mér og sýnist hafa átt tilefni í ein- hverri lögregluaðgerð: Sálma las presturinn passíu, plömmerinn lagfærði vatnssíu; við bláspóluleigur var látustubeygur, og löggumenn gerðu þar rassíu. ★ Hlymrekur handan kvað: Tvíburasystumar Tvist og Bast ófu tvist og notuðu í körfu bast; þær skírlífar klúktu og karlvana húktu og kunnu ekki á neitt nema tvist og bast. Hlymrekur handan kvað (brag- arbót): Tvíburasystumar Tvist og Bast dansa tvist og hafa í stuttpils bast, og girnast áfjáðar sama arlakann báðar, - og allt hjá þeim komið á tvist og bast. ★ Stephan G. Stephansson var mikill orðsmiður. Hér á eftir seg- ir hann frá Bertel Högna Gunn- laugssyni, og orðið, sem feitletrað er, hefur hann búið til um það sem nú kallast orðsifjafræði: „Ég veit ekki, hvað mætti nefna kennslu-grein Gunnlög- sens, hann er „sanskrítingur" og eflaust fróður í því, sem ég kalla máltengdafræði (comp. phil., sem þeir nefna „samanburðar- málfræði“).“ (I, 265). Norðanátt um mela og móa magnar slátt, og döggin grætur. Haustar brátt við Húnaflóa, hélugrátt mun verða um nætur. (Rúnar Kristjánsson; breiðhenda, hringhend). „Engin þjóð verður fyrr til en hún talar mál út af fyrir sig, og deyi málin, deyja líka þjóðirnar eða verða að annarri þjóð.“ (Tómas Sæmundsson: Fjölnir (formáli) 1835.) Auk þess biður umsjónarmaður Helga Hálfdanarson að hafa heila þökk fyrir greinina eftir hann, þá sem birtist hér í blaðinu á þriðjudaginn var. sinnum á ári og gefa út fréttabréf sem kemur út 4-6 sinnum á ári. Um 150 einstaklingar eru í Stómasam- tökunum og eru þar með taldir for- eldrar barna með stóma og nokkrir hjúkrunarfræðingar. Félagar í Stómasamtökunum hafa einnig tek- ið þátt í almennu starfi Krabba- meinsfélagsins, m.a. merkjasölunni sem nú stendur yfír. í tilefni dagsins verða Stómasam- tökin með kaffiveitingar i húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, 4. hæð, frá kl. 15 þar sem félag- ar þess verða til skrafs og ráðagerða. Greiðsla vegna stómavara Allir stómaþegar þurfa nauðsyn- lega á sérhönnuðum hjálpargögnum að halda. Þessar vörur hafa verið á boðstólum hjá Hjálpartækjabankan- um og nokkrum lyfjaverslunum. Lengi vel greiddi Tryggingastofnun ríkisins verð þeirra að fullu en þær eru eðlilega mjög dýrar. Fyrir rúm- um þremur árum ákváðu heilbrigðis- yfírvöld að stómaþegar skyldu greiða 10% af andvirði varanna að frátöldum ellilífeyrisþegum, öryrkj- um og börnum 16 ára og yngri. Var það gert í sparnaðarskyni og um leið til að auka kostnaðarvitund okk- ar að sögn yfirvalda heilbrigðismála. í fyrstu var ákveðið 30% gjald (sem enn á við um einstakar vörur) en frá því var fljótlega horfið eftir að þáver- andi stjórn Stómasamtakanna sýndi fram á að það hefði þýtt óheyrilegan kostnað fyrir hvern stómaþega. Engu að síður hefur tíundin, sem við gjarnan nefnum svo, haft í för með sér veruleg útgöld því í fyrsta lagi getur sá kostnaður numið tug- um þúsunda fyrir mörg okkar og í öðru lagi eru tekjur fólks mismun- andi eins og við vitum. Það hefur því verið eitt helsta baráttumál Stómasamtakanna að þetta 10% gjald verði afnumið og að Tryggingastofnunin greiði þessar vörur að öllu leyti, a.m.k. þær sem við getum alls ekki verið án fremur en fötin sem við göngum í. Þrátt fyrir vel rökstudda skoðun okkar hafa heilbrigðisyfirvöld daufheyrst við kröfum okkar. Höfundur er ritari Stómasamtakanna. Yfirlýsing Þj óðminj aráðs vegna skrifa Vilhjálms Arnar Vil- hjálmssonar fornleifafræðings VILHJALMUR Orn Vilhjálmsson fornleifa- fræðingur ritar grein í Morgunblaðið 13. sept- ember sl. sem hann nefnir svo skáldlega „Hinn silfurslegna sannleika" og síðan aðra 28. september og nefndi hana „Bannað að koma fram“. Efni greinanna er um silfur- sjóðinn frá Miðhúsum, sem virðist vera Vil- hjálmi Erni mjög hjart- fólginn og um samskipti sín við þjóðminjavörð og Þjóðminjaráð. Vil- hjálmur gerir enn eina tilraun til þess að bregða skugga á Þjóðminjasafnið með skrifum sínum og gera Þjóðminjaráð tortryggilegt. Vegna þessara skrifa Vilhjálms Arn- ar vil ég leyfa mér, fyrir hönd Þjóð- minjaráðs, að upplýsa þá lesendur Morgunblaðsins sem fylgjast með skrifum hans um eftirfarandi: 1. Þjóðminjaráð hefur ekki haldið leyndum gögnum varðandi silfursjóð- inn frá Miðhúsum. Þegar rannsókn- arskýrsla danska Þjóðminjasafnsins var kynnt á blaðamannafundi voru lögð fram ýmis gögn er vörðuðu rann- sóknina og framgang málsins. Jafn- framt var tekið fram að öll gögn er vörðuðu málið væru gerð opinber og ættu fjölmiðlar greiðan aðgang að þeim hjá þjóðminjaverði. Þeir aðilar sem vilja skoða gang málsins af skjöl- um geta fengið aðgang að þeim í Þjóðminjasafninu. Þar er ekkert að fela. 2. Þjóðminjaráð treystir fullkom- lega vinnubrögðum danska Þjóð- minjasafnsins sem tók að sér að rannsaka silfursjóðinn. Vísað er til athugasemda Þjóðminjavarðar um skrif VAV sem birst hafa í Morgun- blaðinu varðandi það sem hann segir um að „margar athugasemdir við fræðilega hluta dönsku skýrslunnar hafi nú séð dagsins ljós“. Ekki er vitað um athugasemdir frá öðrum en VEV. Þjóðminjavörður hefur hrakið þær og gefið skýringar. 3. Þjóðminjaráð hefur engin af- skipti haft af stéttarfélagsaðild Vil- hjálms Arnar Vilhjálmssonar eða komið í veg fyrir eða bannað nokk- urn hlut í þeim efnum. Ekki er vitað til þess að aðrir fornleifafræðingar sem starfa við safnið hafi átt í vand- ræðum með aðild að stéttarfélagi. 4. Þjóðminjaráð hefur ekki haft í hótunum um brottrekstur eins og VOV heldur fram. Vegna ítrekaðra samskiptaörðugleika var honum veitt áminning af þjóðminja- verði. Sú áminning varðaði í engu fræðileg- an ágreining um silfur- sjóðinn. Þrátt fyrir áminningu héldu sam- starfsörðugleikar áfram. 5. Þjóðminjaráð hef- ur ekki bannað Vil- hjálmi Erni Vilhjálms- syni að koma fram sem fornleifafræðingur meðan hann starfaði á Þjóðminjasafninu, þótt ekki hafi verið hægt að verða við ósk um styrk til ferðar og þátttöku í tiltekinni ráðstefnu eins og oft vill verða hjá stofnunum sem hafa takmarkaða fjármuni. Hins veg- ar var tekin ákvörðun um að hann kæmi ekki fram fyrir hönd þjóð- minjavarðar eða sem sérstakur full- trúi á vegum safnsins eins og hann Vilhjálmur Örn gerir enn tilraun til þess, seg- ir Sturla Böðvarsson, að gera Þjóðminjasafnið tortryggilegt. hafði gert stundum áður. Ástæðan var fullkominn trúnaðarbrestur milli hans og þjóðminjavarðar. 6. Þjóðminjaráð vísar á bug öllum ásökunum um að ráðið reyni að koma í veg fyrir rannsóknir og vísindalega umræðu á vettvangi fornleifafræði. Með samþykktum sínum hefur Þjóð- minjaráð íagt áherslu á skráningu fornleifa og rannsóknir, m.a. með því að leggja til að sett verði á stofn í tengslum við Þjóðminjasafnið sérstök rannsóknastofnun er auðveldi rann- sóknir á sviði fornleifa og skapi vís- indamönnum er starfa á vettvangi þjóðminjavörslunnar betri aðstæður til að sinna rannsóknum á sínu fræði- sviði. Það er von Þjóðminjaráðs að allir velunnarar Þjóðminjasafnsins snúi bökum saman. Þannig verður safnið eflt svo nýta megi þekkingu og færni þeirra vel menntuðu og áhugasömu fræðimanna sem vilja miðla almenn- ingi af þekkingu sinni um þann menningararf þjóðarinnar sem Þjóð- minjasafninu ber að varðveita. Höfundur er alþingismaður og formaður Þjóðminjtiráðs. Sturla Böðvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.