Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 17 Umboð Eimskips í nýtt hús- næði UMBOÐ Eimskips í ísafjarðarbæ tók formlega í notkun nýtt skrif- stofu- og vöruhús við Ásgeirs- götu í Sundahöfn á ísafirði í vik- unni. Húsnæðið hefur fengið nafnið Eyrarskáli og vísar þar í upprunalegt nafn ísafjarðar- kaupstaðar, Eyri við Skutuls- fjörð. Vinna við hið nýja hús hófst í nóvember á síðasta ári og hafa framkvæmdir gengið vel. Húsið er alls 670 fermetrar að stærð. Þar af er vörugeymsla 440 fer- metrar og skrifstofuaðstaða rúmir 180 fermetrar. Lóð félags- ins er alls 3.200 fermetrar og er gert ráð fyrir tengingu fyrir 30 frystigáma. Viðlega skipa Eimskips verður framvegis við Sundahöfn á _ Isafirði en hafnaryfirvöld í Isa- fjarðarbæ hafa byggt aðstöðu fyrir kaupskip og gámaflutn- ingaskip í höfninni. Eimskip hefur haft vöru- og hafnaraðstöðu við Ásgeirsbakka frá árinu 1972. Skrifstofa um- boðs félagsins í bænum hefur hins vegar verið til húsa við Aðalstræti frá árinu 1934. „Nýtt húsnæði Eimskips í ísafjarðarbæ er til marks um þá áherslu sem félagið leggur á að auka sífellt þjónustu við viðskiptavini sína á landsbyggðinni. Með tilkomu þessa nýja húsnæðis er þjónusta félagsins í ísafjarðarbæ samein- uð á einn stað og verður fyrir vikið skilvirkari. Þá mun ný að- staða gera Eimskip kleift að auka þjónustu á sviði vörudreif- ingar og birgðahalds," segir í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist. Metsala á bókum í heiminum Frankfurt. Reuter. SALA bóka í heiminum í fyrra jókst um 8%, sem er met, og söluaukning- in verður langmest í Kína út öldina samkvæmt nýrri könnun. Skýrt var frá því á bókasýning- unni í Frankfurt að samkvæmt könnum markaðsrannsóknastofn- unarinnar Euromonit hefði sala bóka í heiminum 1991-1995 aukizt um 24,3% úr 64.3 milljörðum doll- ara í 80 milljarða. Að sögn Euromonitor er megin- ástæða aukins söluverðmætis hækkun á pappírsverð, sem þrýsti upp verði á bókum. Mest var selt í Bandaríkjunum fyrir 25.5 milljarða dollara 1995, en næst komu Japan, Þýzkaland, Bretland og Frakkland. Euromonitor spáir því að Banda- ríkin verði áfram stærsti markaður- inn í heiminum til ársins 2000 þeg- ar söluverðmæti muni nema 37 milljörðum dollara. Stofnunin segir að stórverzlanir séu mesta ógnun, sem hefðbundnar bókaverzlanir standi frammi fyrir. Markaðshlutdeild þeirra sé enn lítil, en aukist alls staðar í heiminum. Fulltrúi Euromonitors spáði gíf- urlegri aukningu í Kína. Því er spáð að hún verði tvöfalt meiri en í öðr- um þróuðum löndum um aldamótin og yfir 28% á árunum 1996-2000. Aukningin hefur verið örust á Asíu- Kyrrahafssvæðinu á undanfömum fjórum árum. Ráðstefna um fjarskipti PÓSTUR og sími efnir til ráð- stefnu um fjarskiptaþróun mánu- daginn 7. október í tilefni þess að 90 ár eru liðin frá því að sæsíminn var lagður til Seyðisfjarðar og Landsími íslands var stofnaður. Meðal fyrirlesara eru Ólafur Tóm- asson, póst- og símamálastjóri, Tormod Hermansen, forstjóri Te- lenor í Noregi, og Frosti Bergsson, forstjóri Opinna kerfa. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum og hefst hún klukkan 13. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig í síma 550 6003. fM rn 0 ^lK - ausuaukar nfi5 -nú er rétti tíminn- TIUéíOÐ JL aukœharfa kr. 990,- 10 túlípanar kr. 169,- í körfunni eru: 10 túlípanar 10 krókusar 8 páskaliljur 12 anímónur 12 stjörnuliljur 3 jólahýasintur Alls 55 laukar. Bastkarfa fylgir. Fullt verð kr. P61Í0,- 10 krókusar kr. 169,- Jólahýasintur 3 í pakka kr. 169,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.