Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Utsending- um frá Al- þingi verði breytt í STEFNUÁVARPI sínu við setn- ingu Alþingis á þriðjudag benti Ólaf- ur G. Einarsson á að það fyrirkomu- lag sem er á útvarps- og sjónvarps- útsendingum frá þinginu sé dæmi um úrelta starfshætti. Þörf sé á nýju fyrirkomulagi til að glæða áhuga almennings á störfum þings- ins. Tillögur um breytingar á fyrir- komulaginu sem þingforseti reyndi að fá samþykki þingflokkanna fyrir á síðasta þingi náðu ekki fram að ganga. Að sögn Ólafs höfðu þær tillögur það að markmiði að lífga upp á umræður sem sjónvarpað sé og gengu út á að stytta ræðutíma framsögumanna og leyfa andsvör í ríkari mæli, þannig að raunveruleg- ar umræður ættu sér stað en ekki „upplestur á heimastílum," eins og reyndin hefur verið. Ólafur segir þessar tillögur alls ekki til þess ætlaðar að hefta mál- frelsi þingmanna, heldur aðeins að skerpa umræðurnar, svo þær verði áhugaverðari fyrir almenning. Það sé stærsta vandamálið eins og fyrir- komulagið er, að einungis mjög lít- ill hluti almennings sýni umræðum eins og þeim, sem fram fóru á mið- vikudagskvöld, um stefnuræðu for- sætisráðherra, áhuga. Eldri áhorfs- kannanir hafi sýnt, að áhugi áhorf- enda á slíku sjónvarpsefni væri mjög takmarkaður. Ný könnun var gerð á þessu eftir umræðurnar á miðviku- dag og er niðurstaðna úr henni að vænta fljótlega. Efasemdir um einokun útsendingarskyldu Ólafur segist ennfremur hafa efa- semdir um, að skylda til útvarps- og sjónvarpssendinga frá fundum Alþingis eigi að iiggja á Ríkisútvarp- inu eingöngu. Breyttar aðstæður á markaði ljósvakamiðlanna kölluðu á meiri sveigjanleika á þessu sviði. Það sé því verðugt verkefni fram- undan, að ná fram þeim breytingum á þingskapar- sem og útvarpslögum, sem nauðsynlegar séu til að aðlaga starfshætti þingsins að þessu leyt- inu nær því, sem aðstæður nútímans krefjast. Sala afslátt- arflugferða að hefjast MEÐLIMUM stéttarfélaga býðst afsláttur af flugfargjöldum hjá Flug- leiðum innanlands í vetur eins og verið hefur undanfarin ár. Sala flugferða hefst á morgun á sölustöðum Flugleiða um allt land og á afgreiðslu Flugleiða á Reykja- víkurflugvelli. Afsláttarferðirnar verða einungis seldar á laugardögum og kosta kr. 5.830 til allra áfangastaða Flugleiða innanlands nema til Vestmannaeyja, þangað er fargjaldið kr. 4.830. Einnig er í boði fyrir stéttarfélags- meðlimi afsláttur af hótelgistingu víða um land, bílaleigubílum Europecar - Bílaleigu Akureyrar og af fargjöldum á flestum áætlun- arleiðum sérleyfishafa hjá BSI. Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 á laugardaginn. STARFSFÓLK Hagkaups í Kringlunni lærir línudans á morgnana. Morgunblaðið/Þorkell Línudans í Hagkaupi KÚREKATÓNLIST ómar úr versl- unum Hagkaups í Kringlunni á morgnana, en þar mætir starfsfólk snemma til vinnu og stígur ýmis afbrigði af kúrekadönsum, svo- kölluðum línudönsum, áður en opnað er kl. 10. Harpa Guðmundsdóttir, aðstoð- arverslunarstjóri sérverslunar Hagkaups, segir undirtektir vera afar góðar. „Öllum finnst skemmtilegt að byija daginn á þennan hátt, dansinn lyftir okkur heilmikið upp og við erum betur í stakk búin að takast á við dags- ins önn.“ Fimmfaldurl. vinningur! -vertu viðbúin(W vinningi Nú er flð notfl tcekif^nð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.