Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 11
FRÉTTIR
Utsending-
um frá Al-
þingi verði
breytt
í STEFNUÁVARPI sínu við setn-
ingu Alþingis á þriðjudag benti Ólaf-
ur G. Einarsson á að það fyrirkomu-
lag sem er á útvarps- og sjónvarps-
útsendingum frá þinginu sé dæmi
um úrelta starfshætti. Þörf sé á
nýju fyrirkomulagi til að glæða
áhuga almennings á störfum þings-
ins.
Tillögur um breytingar á fyrir-
komulaginu sem þingforseti reyndi
að fá samþykki þingflokkanna fyrir
á síðasta þingi náðu ekki fram að
ganga. Að sögn Ólafs höfðu þær
tillögur það að markmiði að lífga
upp á umræður sem sjónvarpað sé
og gengu út á að stytta ræðutíma
framsögumanna og leyfa andsvör í
ríkari mæli, þannig að raunveruleg-
ar umræður ættu sér stað en ekki
„upplestur á heimastílum," eins og
reyndin hefur verið.
Ólafur segir þessar tillögur alls
ekki til þess ætlaðar að hefta mál-
frelsi þingmanna, heldur aðeins að
skerpa umræðurnar, svo þær verði
áhugaverðari fyrir almenning. Það
sé stærsta vandamálið eins og fyrir-
komulagið er, að einungis mjög lít-
ill hluti almennings sýni umræðum
eins og þeim, sem fram fóru á mið-
vikudagskvöld, um stefnuræðu for-
sætisráðherra, áhuga. Eldri áhorfs-
kannanir hafi sýnt, að áhugi áhorf-
enda á slíku sjónvarpsefni væri mjög
takmarkaður. Ný könnun var gerð
á þessu eftir umræðurnar á miðviku-
dag og er niðurstaðna úr henni að
vænta fljótlega.
Efasemdir um einokun
útsendingarskyldu
Ólafur segist ennfremur hafa efa-
semdir um, að skylda til útvarps-
og sjónvarpssendinga frá fundum
Alþingis eigi að iiggja á Ríkisútvarp-
inu eingöngu. Breyttar aðstæður á
markaði ljósvakamiðlanna kölluðu á
meiri sveigjanleika á þessu sviði.
Það sé því verðugt verkefni fram-
undan, að ná fram þeim breytingum
á þingskapar- sem og útvarpslögum,
sem nauðsynlegar séu til að aðlaga
starfshætti þingsins að þessu leyt-
inu nær því, sem aðstæður nútímans
krefjast.
Sala afslátt-
arflugferða
að hefjast
MEÐLIMUM stéttarfélaga býðst
afsláttur af flugfargjöldum hjá Flug-
leiðum innanlands í vetur eins og
verið hefur undanfarin ár.
Sala flugferða hefst á morgun á
sölustöðum Flugleiða um allt land
og á afgreiðslu Flugleiða á Reykja-
víkurflugvelli.
Afsláttarferðirnar verða einungis
seldar á laugardögum og kosta kr.
5.830 til allra áfangastaða Flugleiða
innanlands nema til Vestmannaeyja,
þangað er fargjaldið kr. 4.830.
Einnig er í boði fyrir stéttarfélags-
meðlimi afsláttur af hótelgistingu
víða um land, bílaleigubílum
Europecar - Bílaleigu Akureyrar og
af fargjöldum á flestum áætlun-
arleiðum sérleyfishafa hjá BSI.
Fáðu þér miða fyrir kl. 20.20 á laugardaginn.
STARFSFÓLK Hagkaups í Kringlunni lærir línudans á morgnana.
Morgunblaðið/Þorkell
Línudans í
Hagkaupi
KÚREKATÓNLIST ómar úr versl-
unum Hagkaups í Kringlunni á
morgnana, en þar mætir starfsfólk
snemma til vinnu og stígur ýmis
afbrigði af kúrekadönsum, svo-
kölluðum línudönsum, áður en
opnað er kl. 10.
Harpa Guðmundsdóttir, aðstoð-
arverslunarstjóri sérverslunar
Hagkaups, segir undirtektir vera
afar góðar. „Öllum finnst
skemmtilegt að byija daginn á
þennan hátt, dansinn lyftir okkur
heilmikið upp og við erum betur
í stakk búin að takast á við dags-
ins önn.“
Fimmfaldurl. vinningur!
-vertu viðbúin(W vinningi
Nú er flð
notfl
tcekif^nð!