Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Hljámsveitin SctgCl KlctSS og söngvararnir
Reynir Guðmundsson og Sigrún Eva
sjá um jjörið í Súlnasal í
kvöldfrá kl. 22.00.
Ath! Uppselt er á
sýningu Borgardœtra í kvöld en næsta sýning
er 12. október og þá verður KK sérstakur
gestur sýningarinnar ásamt Ragnari Bjamasyni.
Ragnar Bjarnason og
Stefan JökulsSOn eru í góðu formi
á Mímisbar.
FÓLK í FRÉTTUM
Ljósrauðhærð og
stefnir á kvikmyndir
► BANDARÍSKA leikkonan Teri Hatcher, sem sjón-
varpsáhorfendur þekkja sem Lois Lane í sjónvarpsþátt-
unum um ofurmennið „Lois and Clark“, er komin með
nýtt útlit. Sítt svart hárið hefur vikið fyrir ljósrauðum
drengjakolli og ástæðan er: „Hlutverk í kvikmyndinni
„Dogwater". Þegar maður er í sama hlutverkinu í sjón-
varpsþáttum í níu mánuði af árinu er mjög mikilvægt
að sýna á sér nýjar hliðar. Eg vildi ekki að
fólk sem kæmi að sjá myndina mína segði:
Nei, þarna er Lois Lane með fullt af
ókunnugu fólki.“
Teri hefur góðan fatasmekk og
kemst iðulega á lista yfir best klæddu
konur í Hollywood. „Eg verð víst að
viðurkenna að ég hef auga fyrir falleg-
um fötum.“ Hún segist stefna ótrauð á
feril í kvikmyndum en hún hefur þegar
leikið lítil hlutverk í myndum eins og
„Tango & Cash“ og „Soapdish“ en er
nú farin að fá stærri hlutverk. „Ef ég
hefði ekki fengið hlutverkið í „Lois and
Clark“ hefði ég sjálfsagt aldrei
fengið bitastæð hlut-
verk í bíómyndum,"
sagði Teri.
i
í
‘i |i77io.as8^s6oo!
Halla Bllamréi flrnadóttír lúsir
..'i -, •.; i...
Söguleg stund í
Vesturbænum:
í BÍLTÚR á Ford pickup bíl sínum sem hún hefur
látið gera upp fyrir rúmar 3 milljónir króna.
Ný Cher í
pallbíl með
húðflúr
SVO virðist sem leik- og söngkonan
síunga, Cher, sé búin að breyta um
ímynd. Hingað til hefur hún verið
þekkt fyrir að klæðast skrautlegum
fötum, sem vekja mikla athygli og
undirstrika íturvaxinn líkama henn-
ar, en nýlega sást til hennar í óvenju
íburðarlitlum klæðnaði. Hann sam-
anstóð af gallabuxum, hlýrabol og
sólgleraugum og áberandi húðflúr
var á handleggjunum. Nýja útlitið
passar vel við Ford pallbíl hennar,
árgerð 1956, sem hún er sögð hafa
eytt 3,3 milljónum króna í að gera
upp. Hún lætur úttektir slúður-
blaðsins „People“, um best og verst
klædda fólk heims, sem vind um
eyru þjóta en þar er hún gjarnan í
flokki þeirra verst klæddu. „Ég er
óörugg með ýmislegt í fari mínu
en ekki útlit mitt og þó að engum
þyki ég smart finnst mér ég það
alltaf," sagði Cher.
CHER hefur lyft lóðum af
kappi upp á síðkastið og af-
raksturinn sést vel á húðflúr-
uðum upphandleggjum hennar.