Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 31
30 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ -JU STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ARFLEIFÐ REYKJAVÍKUR- FUNDARINS NIÐURSTAÐAN af málþinginu, sem staðið hefur undanfarna daga í tilefni af tíu ára afmæli Reykjavíkurfundar þeirra Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatsjov, er sú að fundurinn hafi markað tímamót í afvopnunarmálum og verið einn þátturinn í því að binda enda á kalda stríðið. Fyrirlesarar á málþinginu virðast flestir hafa tekið undir þau orð, sem Donald T. Regan, fyrrverandi starfsmannastjóri Reag- ans Bandaríkjaforseta, viðhafði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni, að Reykjavíkurfundurinn sé ekki merkilegastur fyrir samkomulagið, sem aldrei varð, heldur tillögurnar sem lagðar voru fram. Reagan og Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, ræddu í fyrsta sinn í Reykjavík tillögur um umfangsmikinn niðurskurð kjarn- orkuvopna. Richard Pipes, prófessor við Harvard-háskóla, sagði í viðtali við Morgunblaðið að þótt ekki hefði tekizt samkomulag á fundinum, hefði hann opnað fyrir frekari viðræður. Heimspressan, einkum bandarískir fjölmiðlar, útmálaði á sínum tíma Reykjavíkurfundinn sem mistök. Túlkun Morgunblaðsins á árangri fundarins í forystugrein 13. október 1986, daginn eftir að honum lauk, var hins vegar meira í takt við niðurstöðu mál- þingsins í Reykjavík: „í Reykjavík hefur skapazt alveg ný staða að því er varðar hugmyndir og tillögur um takmörkun vígbúnað- ar og fækkun kjarnorkuvopna. Að þessu leyti markar fundurinn merkileg tímamót." Svo mikið er víst, að nafn Reykjavíkur mun í framtíðinni tengj- ast mikilvægum áfanga á leiðinni til friðsamlegra samskipta austurs og vesturs. ELDUR UNDIR JÖKLI ATOK elds og íss í Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Gríms- vatna, eru meginefni íslenzkra fjölmiðla þessa dagana. Gossprungan hefur stækkað, mökkurinn steig um fimm til sex kílómetra í loft upp og gjóska getur borizt með vindum hvert á land sem er. ísinn á Grímsvötnum hefur iyfzt síðustu dægur og stórhlaup niður á Skeiðarársand er fyrirsjáanlegt. Hrikaleg átök náttúruafla í Vatnajökli minna á feiknkrafta sem búa í umhverfi okkar. Eldgos, hafís, snjóflóð, skriðuföll og válynd veður til lands og sjávar eiga marga sorgarkapítula í íslands sögu. Einn sá dapurlegasti var þegar fimmtungur þjóðar- innar féll úr hungri og sóttum í móðuharðindum eftir Skaftár- elda, sem hófust með eldgosi í Lakagígum á Síðuafrétti í júní árið 1783. Við drögum tvenns konar lærdóm af lexíum náttúruaflanna. í fyrsta lagi eigum við að umgangast land okkar af varúð og virðingu. Við þurfum í senn að lifa á auðlindum lands og sjávar og vernda þær og umhverfi okkar, eftir því sem í okkar valdi stendur. í annan stað hljóta náttúruhamfarir að efla samkennd okkar og samábyrgð - í anda þeirra reglna, sem virtar voru þegar á þjóðveldisöld: Þegar bær brann eða búsmali féll bættu allir. ÚTVEGUR ERLENDIS ENN BERAST fréttir af sókn íslenzkra sjávarútvegsfyrir- tækja á hinum alþjóðlega markaði. íslendingar hafa stofn- að fyrirtæki til veiða við Falklandseyjar, Fisheries Holding Ltd., og ætla að veiða tannfisk og smokkfisk við þessar Suður-Atlants- hafseyjar, sem eru rétt við suðurodda Suður-Ameríku, undan ströndum Argentínu. Fjögur útgerðarfyrirtæki standa að stofnun hins nýja félags á Falklandseyjum, Grandi hf., Kristján Guðmundsson hf. á Rifi„ JGB Falklands Ltd. og Sæblóm ehf. Stofnun Fisheries Holding Ltd. er beint framhald af útrás íslendinga í fyrirtækjarekstri á erlendri grund, sem færzt hefur mjög í aukana undanfarin ár og misseri. Má þar nefna þátttöku Granda í rekstri fyrirtækja í Chile og Mexíkó, þátttöku Útgerðar- félags Akureyringa í sjávarútvegi í Þýzkalandi, sömuleiðis Sam- heija á Akureyri, Þormóðs ramma í Mexíkó og umsvif íslendinga í útgerð í Namibíu og íslenzkra sjávarafurða á Kamsjatka. Þá má og nefna umsvif fyrirtækja í fiskvinnslu á borð við dótturfyr- irtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þessi þróun er í senn athygliverð og ánægjuleg, því að fiskimið- in hér heima við strendur Islands hafa ekki getað rúmað allan þann skipaflota, sem nú er í eigu íslendinga. Sagt hefur verið að mesti vaxtarbroddur íslendinga á sviði fiskveiða sé í útflutningi reynslu og þekkingar á sviði fyrirtækja- reksturs í þessari atvinnugrein. Fjárfesting í erlendum sjávarút- vegsfyrirtækjum getur komið íslenzkri þekkingu á framfæri á arðbæran hátt, og getur bæði orðið lyftistöng fyrir innlendan sem erlendan sjávarútveg. Börnin í Hofgarðsskóla að verða yfirvegaðri Héldu fyrir eyruní fréttatímum Umbrotin í Vatnajökli og væntanlegt hlaup hafa lítil áhrif haft á daglegt líf og störf fólks í grenndinni sem komið er. Það óttast hins vegar einangrun ef vegir verða rofnir. Helgi Bjarnason heimsótti íbúa í Öræfasveit. Skaftafelli. Morgunblaðið. ÖRNIN í grunnskólanum í Hofgarði í Öræfum hugsa mikið um eldgosið í Vatna- jökli og væntanlegt Gríms- vatnaflóð. Kemur það meðal annars fram í því að í myndmenntatíma í gærmorgun fóru yngstu bömin að teikna gosið. „Mig dreymdi heljarstórt hlaup í nótt. Það er ekki þar með sagt að þetta leggist illa í mig. Þetta er bara svo ofarlega í huga okkar,“ sagði Pálína Þorsteinsdóttir skólastjóri í Hofgarði þegar blaðamaður spjallaði við hana og samstarfskonur hennar í gær. „Við hlustum á alla fréttatíma og emm í miklu návígi við atburð- ina,“ segir Hafdís Ólafsson kennari en Helga Bergsdóttir matráðskona segir að þótt þær búi allar á Hofi og Svínafelli viti þær ekkert meira um atburðina en aðrir. „Deyr maður þá?“ Pálína segir að bömin hafi fundið fyrir óöryggi og kannski ótta í upp- hafi gossins. Þau hafi stundum tekið fyrir eyrun þegar fullorðna fólkið sat yfir fréttunum. Málið er rætt í skól- anum og líka heima. Hafdís segir að fimm ára sonur hennar hafi hlustað á vangaveltur fullorðna fólksins um hugsanlega flúoreitrun og orðið var við áhyggjur þess af skepnunum. „Deyr maður þá, ef maður borðar eitr- ið?“ segir hún að sá stutti hafi spurt. Morgunblaðið/Golli YNGSTU börnin í Hofgarðsskóla með myndirnar af gosinu, ásamt starfsfólki skólans. Á bak við barnahópinn eru Helga, Hafdís og Brynja og Pálína skólastjóri situr lengst til hægri á myndinni. Brynja Kristjánsdóttir kennari segir að bömin séu orðin nokkuð yfirveguð. „Samt vildu þau teikna gos í myndmenntatíma í morgun,“ segir hún. Sumar myndanna em komnar upp á vegg í skólastofunni. Þar getur að líta ýmsar útgáfur af gosstrókum og eldgiæringar sem sáust á myndum í sjónvarpinu em áberandi. „Af því bara,“ segir einn listamaðurinn, Katrín Líf, sjö ára og vildi litlar upplýsingar gefa um verk- ið. Ekki var á henni að heyra að mikið væri hugsað um gosið. Einangrunin verst Þótt gos og væntanlegt hlaup hafi lítil áhrif á daglegt líf og störf Öræfinga óttast konurnar í Hofgarðs- skóla einangmnina ef vegurinn verð- ur rofinn eða rofnar. „Við fáum allt okkar að vestan, póst og annað. Það er líka spurning hvað verður um síma og fleira. Ástandið fer þó auðvitað eftir því hvað þetta stendur lengi,“ segir Brynja. Þær hafa áhyggjur af gróðrinum og segja að mikið beitiland muni eyði- leggjast ef áin flæðir austur fyrir sand. Bændur þeirra hafa verið að smala fénu heim á tún en vitað er að eitthvað er eftir á eymnum. Ein þeirra setti út hvíta skál í fyrrinótt en ekki sá á henni svo öskufall virð- ist hafa verið hverfandi. Svínafellsbændur áhyggjufullir Ottast að áin hlaupi í austur Skaftafelli. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Golli GUÐVEIG Bjarnadóttir í Bölta er hin rólegasta en börnin hennar eru áhyggjufull og hringja daglega. Börnin með stöð- ugar áhyggjur Skaftafclli. Morgunblaðið. BÆNDUR á Svínafelli og Hofi í Öræfum óttast að Skeiðará hlaupi austur fyrir sandinn og eyðileggi mikið gróðurlendi, allt austur undir Ingólfshöfða. „Við fylgjumst bara með fréttum eins og aðrir _og sofum alveg fyrir þessu,“ segir Ármann Guðmundsson bóndi á Svínafelli 2. Sex heimili em á Svínafelli, alls liðlega 20 manns. Á Svínafelli 2 búa Ármann og Hólm- fríður Guðlaugsdóttir, barn þeirra og Guðlaugur Gunnarsson, faðir Hólmfríðar. Öskufall og eldglæringar Guðlaugur man vel eftir hiaupinu sem varð 1934. „Ég man eftir því hvað ég varð hræddur. Það varð öskufall og eldglæringar sáust yfir Skaftafellsfjöllum. Þegar hlaupið kom sá maður stór stykki flagna úr jöklinum með miklum gusugangi og hávaða,“ segir Guðlaugur. Áin breiddist austur yfír eyramar fyrir neðan Skaftafell og Hof, allt austur undir Ingólfshöfða. Guðlaug- ur segist ekki hafa orðið eins mikið var við hlaupið 1938 því það hafi farið meira niður Skeiðarársand. Eftir að varnargarðar og brýr voru byggðar á Skeiðarársandi hefur áin ekki flætt austur um. „Garðarnir gerðu landinu mjög gott. Það var mjög þarft að beisla ána í stað þess að láta hana þvælast um allt,“ bætir Ármann við. Þeir tengdafeðgar segja að eyr- arnar hafi gróið ótrúlega vel upp á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því áin var beisluð. Þeim fmnst verðmæti góðursins vera of lítils metið í áætlunum Vegagerðar- innar og hafa áhyggjur af áformum um að ijúfa varnargarða og veginn austan Skeiðaráar. „Menn eru hræddir um að það verði óðagot á vegagerðarmönnum og þeir hleypi henni allt of fljótt austur. Við höldum að ekki þurfi að hjálpa henni, að brýmar verði ekki í hættu þó hún lóni yfir garða og vegi.“ „ÞETTA er alveg hætt að hafa áhrif á mig enda ekkert til að hræð- ast. Maður hugsar mest um það núna hvaða skemmdir geti af þessu hlotist," segir Guðveig Bjarnadótt- ir í Bölta í Skaftafelli. Gat varla andað Þrír bæir í Skaftafelli eru í byggð, Hæðir og Bölti uppi á brekkunum og Freysnes nokkru austar. Guðveig telur að flóðið muni ekki ná neinum mannabú- stöðum og fólk ætti ekki að vera í lífshættu. Hún telur til dæmis ekki líklegt að áin flæði að þjón- ustumiðstöðinni í Skaftafelli en segir hugsanlegt að flóðið nái fjár- húsunum sem maður hennar notaði á sínum tíma. Guðveig flutti að Bölta árið 1953 ásamt manni sinum, Jakobi heitn- um Guðlaugssyni, og tveimur ung- um börnum þeirra. Árið eftir kom mikið hlaup á árnar. „Það er mesta hlaup síðan ég kom hingað. Þá fór vatnið með brekkunum og seytlaði austur með og fór yfir meginhluta sandsins. Maður þurfti að ganga austur brekkur og yfir bæði gilin til að komast niður á veg og í sam- band við fólk,“ segir Guðveig. í því hlaupi var svo mikil brennisteins- lykt að hún segist varla hafa getað andað þegar hún fór vestur í rétt að mjólka. Þá féll einnig á silfur og ýmsa málmhluti. Ottast að missa rafmagnið Ekki hefur Guðveig trú á að vegagerðarmönnum gefist ráðrúm til að ijúfa vegi og varnargarða, þegar flóðið er hafið. „Ég held að mikill skriður verði á því þegar það kemst af stað,“ segir hún. Guðveig er með ferðaþjónustu en segist ekki stóla mikið á hana yfir veturinn og segir að það eyðileggi lítið fyrir sér þótt vegurinn rofni. „Það eina sem ég óttast er að missa rafmagnið. Það gæti flæmt mann frá en nú er búið að senda hingað vél frá Egils- stöðum og setja upp á milli bæj- anna,“ segir Guðveig. „Börnin eru óttaslegin og hringja á hveijum degi. Sonarsonur minn á Höfn sagði mér að krakkarnir í skólanum hefðu spurt sig að því hvort amma hans ætlaði virkilega að vera hérna í hlaupinu." Morgunblaðið/Golli ÁBÚENDUR í Svínafelli 2, f.v. Ármann Guðmundsson, Hólmfríður Guðlaugsdóttir og Guðlaugur Gunnarsson. I baksýn sést niður á eyrarnar sem búist er við að fari aliar undir vatn í Skaftárhlaupi. LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 31 Kvennabyltingin þögla Morgunblaðið/Ásdís MAUREEN Reagan ávarpar gesti í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Maureen Reagan, dóttir Ronalds Reagans, fyrr- um Bandaríkjaforseta, var fulltrúi föður síns á málþinginu fyrr í vikunni í tilefni af tíu ára af- mæli leiðtogafundar Re- agans og Gorbatsjovs í Reykjavík, en í fyrirlestri í Ráðhúsinu í gær var umræðuefnið ekki leið- togafundurinn heldur málefni kvenna. MAUREEN Reagan flutti tölu undir yfirskriftinni „Hin þögla kvennabylting: skýrsla úr framlínunni" og hófst handa á því að þakka íslendingum þann stuðning, sem þeir hefðu veitt Bandaríkjamönnum þegar kvennaráð- stefna Sameinuðu þjóðanna í Nairobi var í húfi. Með stuðningi Islendinga hefði frumkvæði Bandaríkjamanna ver- ið veitt brautargengi og útkoman hefði verið ályktun, sem var samþykkt. Reagan kom til íslands um þremur mánuðum áður en leiðtogafundurinn var haldinn og fagnaði hér þjóðhátíð- ardegi Bandaríkjanna. Þegar kom að leiðtogafundinum átti hún hins vegar óhægt um vik að segja fóður sínum frá Islandi. Hún átti hins vegar örlítinn þátt í undirbúningi fundarins. Lítið hlutverk í leiðtogafundi „Ég var stödd í Botswana þegar hringt var frá utanríkisráðuneytinu og mér sagt að halda ætti leiðtogafund á íslandi," sagði Reagan. „Ég sagði að það væri fallega gert af þeim að segja mér frá því, en meira bjó undir. Mér var falið að greina Kenneth Kaunda, forseta Zambíu, frá því að fundi, sem hann hafði verið að undirbúa í heilt ár, með George Shultz utanríkisráð- herra yrði aflýst vegna leiðtogafundar- ins. Mér leist ekki á verkefnið en var sagt að ég ætti ekki annars kost. Raun- in varð sú að Kaunda tók þessu af skilningi, þótt hann hefði bundið vonir við heimsókn Shultz, og kvaðst mundu biðja fyrir þeim.“ Reagan útskýrði yfirskrift ræðu sinnar þannig að ekki væri mikill gaum- ur gefinn að konum. Því væri byltingin þögul. Um allan heim ættu sér hins vegar stað gríðarlegar breytingar sagði hún og bætti við: „Við erum fram- línan.“ Maureen Reagan hefur látið til sín taka á ýmsum sviðum. Hún hefur ver- ið með umræðuþætti í útvarpi og sjón- varpi, skrifað metsölubók og verið að- sópsmikil í stjómmálum í þijá áratugi. Hún hefur verið annar formanna lands- nefndar Repúblikanaflokksins í Banda- ríkjunum og unnið ötullega að því að auka hlut kvenna í flokknum. í ræðu sinni kvaðst hún hafa gert sér grein fyrir því að til þess að hygla málstað kvenna yrði að einnig að höfða til karla. „Ég bjó því til „málefni fjölskyldunn- ar“ til að fá karla til að styðja málstað- inn,“ sagði Reagan. „Staðreyndin er sú að þegar konu er mismunað er allri fjölskyldunni mismunað.“ Hún sagði að þessi orð hefðu verið skrumskæld þegar hugtakið „fjöl- skyldugildi" varð til hjá repúblikönum, en þar hefðu verið að verki menn, sem teldu gildi konunnar ekkert. Baráttunni lýkur aldrei Reagan sagði að kvennabaráttunni lyki aldrei og það væri ekki um það að ræða að setjast í helgan stein fyrir þær konur, sem haldið hefðu kyndlinum á lofti undanfama áratugi. Konur þyrftu að vera sívökular og tæki ein kynslóð sér frí frá baráttunni væri hætt við að allt yrði unnið fyrir gýg því að „þeir munu beijast til að halda stöðu sinni". En þótt Reagan boðaði árvekni einkenndist ræða henn- ar af bjartsýni um það að leiðin í bar- áttu kvenna lægi upp á við. Reagan vék að stjómmálum í Banda- ríkjunum og sagði að jafnt repúblikan- ar sem demókratar gerðu sér grein fyrir því hver vandamálin væru, en hefðu mismunandi lausnir. Hún for- dæmdi það þegar konur, sem teldu sig tilheyra kvennahreyfingunni, styddu frekar karlmann úr röðum demókrata, en konu úr flokki repúblikana. Demó- kratar hefðu hins vegar forskot vegna eins máls: fóstureyðinga. Sjálf væri hún hlynnt því að konan fengi að velja, en ekki væri þar með sagt að henni geðjað- ist að fóstureyðingum. Hún sagði að demókratar hefðu fært sig inn á miðjuna frá því að vera lengst til vinstri, en repúblikanar hefðu fært sig til hægri til að þóknast ákveðn- um hópi fólks. Þetta sýndi ákveðinn veikleika í forystu flokksins, sagði hún og benti á að faðir sinn hefði getað haldið sig á miðjunni og fengið þessa hópa til að styðja sig. Clinton siðferðislega heftur „Hugmyndir repúblikana í efnahags- málum eru sýnu nær miðjunni en hug- myndir demókrata," sagði hún og brosti. „Ég hef á tilfinningunni að í stuðningi fólks við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta gæti hálfvelgju og þegar fólk gangi inn í kjörklefann muni það hugsa með sér að það geti ekki kosið hann vegna þess að hann sé siðferðis- lega heftur.“ Hún kvaðst hafa vonað að kona yrði í framboði til forseta áður en næsta öld rynni upp, en það yrði sennilega ekki úr þessu. Óskaframboð repúblik- anaflokksins eftir fjögur ár yrði Colin Powell, fyrrverandi yfirmaður banda- ríska herráðsins, og Christine Todd Whitman, ríkisstjóri í New Jersey. Að sögn Reagan er reginmunur á því hvemig konur og karlar skipu- leggja. Karlar leiti beint upp, lóðrétt, sækist eftir valdastöðum og verði áber- andi. Konum sé tamt að vinna lárétt og í hringjum. Líkti hún skipulagningu kvenna við vaxköku hunangsflugna og sagði að með henni myndaðist öflugt kerfi, þótt ekki væri áberandi. Hún sagði að konur ættu hins vegar að komast til áhrifa eftir báðum leiðum og dæmin um að það hefði tekist væru mýmörg, nægði að nefna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, sem kynnti Reagan áður en hún sté í pontu. Bætti hún við að væri karlmaður borgarstjóri í Reykjavík hefði sarrv- koman í Ráðhúsinu í gær aldrei verið haldin og var tekið undir það. „Ef bróð- ir minn hefði komið í minn stað og borgarstjórinn verið karl hefði senni- lega verið haldinn einhvers konar fund- ur þar sem þeir, sem hafa tögl og hagld- ir í samfélaginu hefðu komið saman,“ sagði hún og vísaði aftur til þess að konur þyrftu að standa saman. Reistu sér sjálfir þak yfir höfuðið Donald T. Regan heimsækir gamlar bækistöðvar á Islandi DONALD T. Regan, fyrrver- andi skrifstofustjóri Banda- ríkjaforseta og fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, átti þátt í að móta heimssöguna í Höfða. En hann á einnig aðrar minn- ingar frá íslandi. í gær notaði hann tækifærið til að rifja upp þá tíma sem hann kom til íslands í heimsstyijöld- inni síðari og heimsótti staðinn sem hans gömlu bækistöðvar voru á. Regan, sem var staddur hér af til- efni málþings til að minnast leiðtoga- fundar Ronalds Reagans Bandaríkja- forseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét- leiðtoga í Reykjavík fyrir tíu árum, kom fyrst hingað til lands haustið 1941. Hann var þá 22 ára gamall og lautin- ant í loftvamadeild landgönguliða bandaríska sjóhersins. Deild hans reisti kamp, sem nefndur var Arlington-hæð og er á milli Rjúpnahæðar og Vatn- sendahvarfs. Vildum ekki verja vetrinum í tjöldum „Það var erfitt að reisa mannvirki hér,“ sagði Regan og horfði yfir stæð- ið þar sem búðimar stóðu. „Sækja þurfti allt byggingarefnið niður á höfn og það var langt að fara. Við höfðum engar leiðbeiningar og í okkar hópi voru hvorki smiðir, múrarameistarar, né pípulagningamenn. Það var ekki hlaupið að því að steypa gólf, svo dæmi sé tekið. En við þurftum skjól frá æðri máttarvöldum. Við vildum ekki veija íslenska vetrinum í tjöldum og sú til- hugsun hvatti okkur til dáða.“ Regan benti á að staðurinn fyrir búðimar hefði verið vel valinn fyrir loftvamir. Þaðan mætti auðveldlega sjá flugvélar koma aðvífandi. Hann bætti við að lítið hefði breyst í nánasta um- hverfí gamla kampsins, nema nú stæðu fleiri möstur á Rjúpnahæð. í norðurhlíð Vatnsendahvarfs hlóðu Regan og félagar hans vélbyssuhreiður úr sandpokum. Þar er nú steypt vél- byssuhreiður, sem landherinn reisti eft- ir að hann leysti landgönguliðana af 1942. „Það ætti að varðveita þennan stað og setja hér skilti," sagði Regan og bætti við að vélbyssuhreiðrið hefði litið breyst frá því hann kom þangað, þegar leiðtogafundurinn var haldinn fyrir tíu árum, í fylgd með Geir Hallgrímssyni. Morgunblaðið/Ásdís DONALD T. Regan, fyrrverandi starfsmannastjóri Bandaríkjafor- seta, virðir fyrir sér steypt vélbyssuhreiður, sem er á sama stað og herdeild hans hlóð slíkt hreiður þegar hann var hermaður á íslandi í heimsstyrjöldinni síðari. Norsku flugmennirnir hugdjarfir Flugsveit Norðmanna, sem var á Islandi á þessum tíma, vakti hrifningu Regans. „Norsku flugmennimir voru hug- djarfastir," sagði Regan. „Þeir höfðu misst föðurland sitt og voru reiðubúnir til að láta skeika að sköpuðu. Þeir steyptu vélum sínum á hvolfi og flugu lágt yfir herbúðirnar bara til að skemmta sér.“ Regan var sendur frá íslandi í mars 1942 eftir harðan vetur. Hann hafði fyrst viðkomu í Bandaríkjunum en var því næst sendur til Guadalcanal á Salómonseyjum í Kyrrahafi og var þar til stríðsloka. Hann yfirgaf herinn eftir stríðið og hafði þá náð stöðu majors. Leiðin lá á Wall Street og í 35 ár starfaði hann hjá hinu þekkta verðbréfafyrirtæki Merrill Lynch þar sem hann varð bæði framkvæmdastjóri og formaður. Regan átti stóran þátt í að móta stefnu Reagans í íjármálum meðan hann sat í fjármálaráðuneytinu. Þegar hann var gerður að skrifstofustjóra árið 1985 varð hann einn nánasti ráð- gjafí Reagans og einn af fjórum valda- mestu mönnum Bandaríkjanna. Var hann í fylgdarliði Reagans á leiðtoga- fundinum. En í gær var Regan ekki með hug- ann við þann tima, sem hann stjómaði einu öflugasta verðbréfafyrirtæki Bandaríkjanna eða var í innsta hring ráðamanna heimsveldis, heldur vetur, sem hann var á Islandi þegar framtíð ungs manns með B.A. próf í ensku frá Harvard var enn óráðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.