Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fulltrúar sjálfstæðis- flokks með viðtalstíma ALÞINGISMENN og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða á næstu vikum til viðtals úti í hverfum borg- arinnar. Miðað er við að viðtalstími verði á einum stað hveiju sinni og þar verði til staðar einn þingmaður og einn borgarfulltrúi. Viðtals- tímamir verða á mánudögum frá kl. 17-19. Viðtalstímarnir verða með eftir- farandi hættL Breiðholt: Mánudagur 7. október, Álfabakki 14a í Mjódd- inni, Árni Sigfússon og Geir H. Ha- arde. Grafarvogur: Mánudagur 14. október, Hverafold 1-3, Bjöm Bjamason og Guðrún Zoéga. Árbær: Mánudagur 21. október, Hraunbær 102, Friðrik Sophusson og Hilmar Guðlaugsson. Austurbær: Mánudag- ur 28. október, Valhöll, Háaleitis- braut 1, Pétur H. Blöndal og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson. Vesturbær - Miðbær: Mánudagur 4. nóvember. Staðsetning auglýst síðar, Inga Jóna Þórðardóttir og Lára Margrét Ragn- arsdóttir. Breiðholt: Mánudagur 11. nóvember, Álfabakki 14a í Mjódd- inni, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Sólveig Pétursdóttir. Grafarvogur: Mánudagur 18. nóvember, Hverafold 1-3, Guðmundur Hallvarðsson og Gunnar Jóhann Birgisson. Aust- urbær: Mánudagur 24. nóvember, Valhöll, Háaleitisbraut 1, Davíð Oddsson og Ámi Sigfússon. Ungliðar krefjast jöfnunar atkvæðisréttar STRAX að lokinni setningarat- höfn Alþingis sl. þriðjudag af- hentu formenn ungliðahreyf- inga stjórnmálaflokkanna for- mönnum þeirra sameiginlega áskorun um að kosningalögum yrði breytt, þannig að atkvæðis- réttur allra landsmanna verði jafnaður. Fyrir tveimur árum lögðu allar stórnmálahreyfing- ar ungs fólks fram sameigin- lega yfirlýsingu þessa efnis, sem þær ítrekuðu nú. I áskorun- inni, sem formenn Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Þjóðvaka og Alþýðuflokks sjást hér taka á móti, segir: „Það er krafa okkar ... að Alþingi íslendinga hefjist nú þegar handa við endurskoð- un kosningalaga lýðveldisins svo að tryggt sé að henni verði lokið áður en gengið verður til kosninga að nýju.“ Athugasemd frá Flugleiðum Ekki tíð slys á Boeing 757 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Leif Magnússyni framkvæmdastjóra þró- unarsviðs Flugleiða: I Morgunblaðinu í dag (föstudag) er birt frétt undir fyrirsögninni: „Flugleiðir segja tíð flugslys Boeing 757 ekki áhyggjuefni - engin vanda- mál hérlendis". í tilefni hennar vil ég koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum, þar sem umrædd frétt er byggð á tveimur símtölum frétta- manns Morgunblaðsins við mig í gær: Af hálfu Flugleiða hefur ekki ver- ið rætt um „tíð flugslys Boeing 757“. Þvert á móti undirstrikaði ég það í viðtalinu við umræddan fréttamann, að fram til 20. desember 1995, er B757 þota American Airlines fórst í Kólumbíu, hafði engin B757 þota farist, og að þessi flugvélargerð hafi því haft algjörlega „hreinan skjöld" hvað þetta varði. Við samanburð á slysatíðni al- gengustu gerða farþegaþotna á 35 ára tímabili frá 1959 til 1994 í fjölda slysa á hveija eina milljón brottfara kemur í ljós að heimsmeðaltalið vegna samtals 536 flugslysa umrætt tímabil er samsvarandi 1,88 flug- slysi á hveija eina milljón brottfara. Eftirfarandi er stuttur samanburður þeirra flugvélagerða, sem eru eða hafa verið á íslenskri loftfaraskrá: Boeing 707/720 6,30 McDonnell Douglas DC-8 5,51 McDonnell Douglas DC-10 2,52 Boeing 747-100/200/300-SP 1,64 Boeing 737-100/200 1,15 Lockheed 1011 Tristar 0,91 Boeing 727 0,87 Boeing 737-300/400/500 0,62 Boeing757 0,00 Frá því að American Airlines þot- an fórst í Suður-Ameríku hafa tvær aðrar B757 farist í sama heims- hluta, þota tyrkneska flugfélagsins Birgen Air í Dómenikanska lýðveld- inu 6. febrúar 1996 og nú síðast þota Aeroperu við Perú 2. þ.m. Á þessu stigi er útilokað að segja til um hvort einhveijir þættir séu hugs- anlega sameiginlegir þessum þremur flugslysum þar sem rannsókn þeirra er ekki lokið. Auk tæknilegra þátta koma hér augljóslega ýmsir flug- rekstrarlegir þættir til álita, ekki síst þeir sem tengjast þjálfun flugá- hafna og flugvirkja hlutaðeigandi flugrekenda. Boeing 757 fór í sitt fyrsta reynsluflug 19. febrúar 1982, og hún hefur verið í almennu áætlunar- og leiguflugi frá ársbyijun 1983. í ág- úst sl. voru í rekstri samtals 699 B757 þotur hjá samtals 62 flugrek- endum. Þar af voru samtals 160 í Evrópu hjá samtals 21 flugrekanda. Samtals á B757 flugflotinn nú að baki yfir 12 milljón flugstundir og um 5,5 milljón brottfarir. Dagleg meðalnýting þeirra er um 8,75 klst., og brottfarartíðni án tæknitafa (mið- að er þá við 15 mínútur) er um 98,9%. Verði slysatíðni B757 nú endur- reiknuð miðað við ofangreind þijú flugslys fæst stuðull um 0,55, sem yrði samt með því lægsta, sbr. með- fylgjandi mynd, og aðeins um 30% af heimsmeðaltalinu (1,88). Morgunblaðið/Ingvar BÍLARNIR lentu á umferðaljósastaur við áreksturinn og valt annar þeirra, jeppabifreið. Mjög harður árekstur í Hafnarfirði MJÖG harður árekstur þriggja bíla varð á gatnamótum Fjarðarhrauns og Flatarhrauns í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 15 í gær. Kona og stúlkubarn voru flutt á slysadeild, en meiðsli þeirra ekki talin alvarleg. Ein bifreiðanna þriggja var að taka af stað á móti grænu Ijósi vest- ur Flatarhraun þegar hún skall á bíl sem var að aka norður Reykjanes- braut, og hefur sennilega ekið yflr á gulu eða rauðu. Bílamir lentu á umferðaljósastaur og valt annar þeirra, jeppabifreið, auk þess að lenda utan í sendiferða- bifreið sem ók þar hjá. Fjarlægja þurfti jeppann og fólks- bílinn með kranabíl. Kona og stúlku- barn voru fluttar á slysadeild en að sögn lögreglu í Hafnarfírði er talið að þær hafl slasast ótrúlega lítið. Rættum hjóna- bandí Neskirkju HJÓNASTARF Neskirkju fer nú aftur af stað að loknu sumri. Á sunnudagskvöld kl. 20.30 kemur Nanna K. Sig- urðardóttir, félagsráðgjafi, í heimsókn og fjallar um efnið: Hjónaband í blíðu og stríðu. Þar ræðir hún m.a. um makaval, væntingar og von- brigði, afbrýðisemi og mikil- vægi þess að kunna að leysa ágreining. Nanna K. Sigurðardóttir starfaði áður sem kennari en lærði síðan félagsráðgjöf í Danmörku og Bandaríkjun- um. Hún starfaði lengi á Kleppsspítalanum og geð- deild Landspítalans en frá árinu 1982 hefur hún rekið ráðgjafar- og fræðsluþjón- ustuna Tengls sf. ásamt fleir- um. Þar sinnir hún fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf ásamt kennslu. Næsti fræðslufundur verð- ur svo 3. nóvember en þá kemur sr. Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunn- ar, í heimsókn. Bílabanki tryggingafélaganna Aðildin kostar eina milljón IBEX Motor Policies, sem selur FÍB Tryggingu, stendur til boða að ger- ást aðili að bílabanka og tjónanefnd vátryggingafélaganna á sömu kjör- um og Skandia buðust fyrir tæpum tveimur árum, að sögn Sigmars Ármannssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra tryggingafé- laga (SÍT). Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins setti SÍT upp 1 milljón króna fyrir aðildina. Bílabankinn er gagnabanki í umsýslu SÍT en tjónanefndin er samstarfsnefnd tryggingafélag- anna sem starfar undir stjórn SIT og tekur á umkvörtunum neytenda. Sigmar sagði að breska trygginga- félagið Ibex Motor Policies hjá Lloyd’s, sem selur tryggingar hér- lendis undir nafninu FIB Trygging, hefði óskað eftir aðild að bankanum og nefndinni. Stjóm SÍT hefði sam- þykkt þetta að þeim skilyrðum sett- um að Ibex greiddi það sama og önnur vátryggingafélög sem hafa tengst þessu, nú síðast Skandia. Eigenda- skipti á Tískuverslun- inni Gala NÝVERIÐ urðu eigendaskipti á Tískuversluninin Gala við Laugaveg 101. Nýir eigendur eru Einar H. Bridde feldskeri og Alda Sigurbrandsdóttir pelsasaumakona. Gala Tískuhús selur áfram franskar vörur frá Ester Ken, Agatha, Electre og peysur frá Damour ennfremur fást í Gala leðurbelti og slæður frá Frakk- landi. Þá hefur Gala nú hafið sölu á vörum frá fínnska fyrir- tækinu Eila Helén Exclusive sem framleiðir draktir. Fram kom í Morgunblaðinu á föstudag, hjá Halldóri Sigurðssyni tryggingamiðlara, að skilyrði tryggingafélaganna hafí þótt óað- gengileg en samningar um aðildina væru enn í gangi og gert hefði verið gagntilboð. Hógvær verðlagning segir SÍT Sigmar sagði að Ibex hefði leitað hófanna um að gerast aðili að tjóna- nefndinni en ekki bílabankanum en það stæði ekki til boða. Mikill kostn- aður hefði verið því samfara að byggja upp gagnabankann en SÍT hefði verið mjög hógvært í verð- lagningu. Hins vegar gengi ekki að fyrirtæki vildu koma inn á mark- að hér á landi og notfæra sér það sem aðrir hefðu stofnað til með ærnum tilkostnaði án þess að greiða fyrir. „Það er engin sanngirni í því að íslensk vátryggingafélög greiði niður kostnað erlendra keppi- nauta,“ sagði Sigmar. Hólmjárn á Kaffi Óliver TRÍÓIÐ Hólmjárn leikur á Kaffi Óliver við Ingólfsstræti annað kvöld, sunnudagskvöld kl. 20.30. Tríóið skipa þeir Ólafur Hólm trommuleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari og Kristján Eldjárn gítarmaður. „Þeir félagar leika fönksækna djasstónlist sem teygir anga sína allt frá basískum magasýrudjass til svokallaðrar death-dinner tón- listar. Auk frumsamins efnis verð- ur talið í ópusa eftir ýmsa höfunda s.s. Pat Metheny, Bítlana, Miles Davis og Duran Duran svo eitthvað sé nefnt“, segir í kynningu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.