Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.10.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR GÚSTAF SIG URJÓNSSON -I- Ólafur Gústaf * Signrjónsson var fæddur á Lambalæk í Fljóts- hlíð hinn 28. októ- ber 1925. Hann lést á heimili sinu á Torfastöðum í Fljótshlíð hinn 29. september siðast- liðinn. Hann ólst upp hjá foreldrum sinum þeim Guð- björgn Gunnars- dóttur, f. 2.11.1888, d. 15.1. 1973, og Sigurjóni Þórðar- syni, f. 22.8. 1891, d. 18.10. 1971. Á Lambalæk ólst hann upp ásamt sjö öðrum systkinum sem eru: 1) Gunnar Þórarinn, f. 12.11. 1914, kvæntur Arn- björgu Baldursdóttur, f. 16.8. 1907, d. 19.2. 1980. 2) Ingi- björg, f. 5.3. 1916. 3) Ingileif Þóra, f. 16.6. 1917. 4) Pálsna, f. 14.7. 1918, gift Óskari Hraundal, f. 28.10. 1915. 5) Guðrún Ágústa, f. 20.12. 1919, gift Guð- mundi Gunnars- syni, f. 26.3. 1916. 6) Sigurbjörg, f. 8.9. 1921, gift Oddi Þórðarsyni, f. 2.7. 1915, d. 3.11. 1987. 7) Jónína Guðrún, f.31.1.1923, d.28.1. 1966, var gift Kristjáni Sæmunds- syni, f. 20.8. 1926, d. 3.3. 1973. Eftirlifandi sam- býliskona Gústafs er Kristín Stefánsdóttir, f. 13.12. 1931 og átti hún tvo syni, þá Valgeir Rúnar Hauksson, f. 30.9. 1953, og Sveinbjörn Smára Hauks- son, f. 3.10. 1957. Útför Gústafs fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljóts- hlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er bjartur og fallegur sunnu- dagseftirmiðdagur og síminn hringir, og í símanum er hann pabbi minn til þess að segja mér að Gústi frændi á Torfastöðum sé dáinn. En getur það verið, hann sem var svo hress tveimur tímum áður? Dauðinn gerir að vísu ekki alltaf boð á undan sér. Gústi hafði að vísu átt við vanheilsu að stríða undanfar- in misseri, en þetta var samt alltof snöggt. Mig setur hljóða. í huganum hrannast upp minningabrotin hvert af öðru. Allt eru þetta fallegar og . góðar minningar enda geta það varla ^Áerið annað en góðar minningar þeg- ar hugsað er um þennan hugprúða og glaðværa mann sem Gústi hafði að geyma. Efst í huganum verður smáminningarperla frá því fyrir allt að 30 árum. Eg sé fyrir mér Fljóts- hlíðina á fallegum sumardegi og sól skín í heiði. Ég, litla stelpan úr Reykjavík, stödd í sveitinni hjá ömmu og afa á Lambalæk og það er hásum- ar og allir í sveitinni að keppast við heyskap og engan tíma mátti missa. Afi að verða búinn með sláttinn og við Imba frænka fórum til Gústa og Stínu að Torfastöðum til að hjálpa til við heyskapinn. Og ég man hvað Gústi var alla tíð sérstaklega barn- elskur maður og laðaði til sín krakka á öllum aldri. Hann hefur því fljótt séð þegar litla frænkan var orðin þreytt á að raka. Þá kallaði hann til mín og sagði að sig vantaði svona aðstoðarstelpu til að segja sér til á t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, HAUKUS GUÐJÓNSSONAR, Staðarhrauni 2, Grindavík. Árni B. Hauksson, Hólmfríður Georgsdóttir, Guðjón Hauksson, Þórný Harðardóttir, Pétur R. Hauksson, Dóróthea Jónsdóttir, Bryndís Hauksdóttir, Skúii E. Harðarson, Guðrún Helga Pálsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KARLS I. AÐALSTEINSSONAR, Varmahlíð 16, Hveragerði. Sérstakar þakkir fyrir kærleiksríka umönnun á Vífilsstaðaspítala. Rannveig Hjálmarsdóttir, Ásgeir Karlsson, Viktoría Pettypies, Jónas Karlsson, Svanhildur Karlsdóttir, Rakel, Daníel og Nadía. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og sonur, SIGURÐUR H. GUÐJÓNSSON, Suðurhvammi 20, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu 2. október. Sigriður Á. Árnadóttir, Aidis Guðný Sigurðardóttir, Christophe Aiexandre Duret, Hildur Brynja Sigurðardóttir, Erlendur Guðmundsson, Málfríður Dögg Sigurðardóttir, Aldís Magnúsdóttir. MINNINGAR traktornum. Og Gústi fékk sannar- lega hjálp frá mér við aksturinn með heyvagninn. Þegar dagur var að kvöldi kominn bauð Stína til veislu með saltkjöti og baunum sem ég vissi aldrei hvenær hún eldaði. Stína var alltaf sívinnandi úti og inni og það kemur yfirleitt engum á óvart þó að borðin svigni undan kræsingum og þó nóg sé að starfa úti. Með þessu litla minningarbroti mínu er ég að reyna að segja hversu gott var að sækja Gústa og Stínu heim. Gústi hafði líka góða konu sér við hlið sem er Kristín Stefánsdóttir og átti hún tvo syni, þá Valgeir og Sveinbjöm, sem voru augasteinarnir hans Gústa. Það má með sanni segja að þau Stína og Gústi ráku bú sitt af miklum myndarskap. Gústi var elskaður og dáður af sveitungum sín- um, og er nú stórt skarð í Fljótshlíð- inni þegar bóndann á Torfastöðum vantar í bændahópinn. _ Gústi hét fullu nafni Ólafur Gústaf og var yngsta barn foreldra sinna, þeirra Guðbjargar Gunnarsdóttur og Siguijóns Þórðarsonar sem bæði eru látin fyrir allmörgum árum. Guð- björg og Siguijón bjuggu á Lamba- læk í Fljótshlíð og voru börnin þeirra átta. Næstyngsta bamið, Jóna, dó árið 1965, langt fyrir aldur fram. Sex em enn á lífi og missa nú yngsta bróðurinn. Systkinahópurinn frá Lambalæk er í senn sterkur og ljúfur og sérlega hláturmildur. Það er gam- an að heyra í þeim hláturinn þegar þau rifja upp gamlar minningar að heiman, sérstaklega er gaman að heyra þau segja frá bernskuárunum. En nú er stórt skarð í hópnum og er ég þess fullviss að amma, afi og Jóna hafa tekið vel á móti Gústa. Elsku Kristín, þinn söknuður er mestur. Ég bið algóðan Guð að styrkja þig og leiða i þinni miklu sorg. En mundu að minningin um Gústa verður aldrei frá okkur tekin. Gott er að eiga góðar minningar. Ó, ég vil elska Kristi kross er kraft og sigur veitir mér. Að engu met ég heimsins hnoss, því Herrann Jesús gefur oss það líf sem eilíft er. (Sbj. Sveins.) Hafi Gústi frændi þökk fyrir allt og allt. Þín frænka, Kristín Hraundal. Elsku Gústi minn, þegar mamma sagði mér að þú værir farinn til Guðs, því að hjartað í þér var svo veikt, varð ég sorgmædd og grét mikið, því ég veit að þeir sem fara þangað koma ekki aftur. Þess vegna get ég aldrei heimsótt þig aftur í sveitina þína sem þér þótti svo vænt um. Kannski geturðu núna labbað um hagana með hestunum þínum án þess að verða þreyttur eða illt í hjartanu og þá veit ég að þú ert ánægður. Mamma spurði mig hvað ég myndi segja við þig ef þú gætir heyrt í mér, það var svo mikið sem mér datt í hug að segja þér að mamma bjó til þetta bréf til þín. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn til ykkar Stínu, þá fékk ég oft að fara með í fjósið eða labbaði með pabba til hestanna. Síðasta sumar var skemmtilegast því þá var ég farin að fara sjálf á hestbak. Þá fékk ég stundum lánaða hana Blesu þína og fór í reiðtúr með pabba upp í haga. Ég vil þakka þér fyrir að lána mér hana Blesu því ég veit að hún var gullið þitt og það eru ekki margir sem lána 5 ára barni slíkan gæðing. Það er sorglegt að systir mín sem er aðeins 2ja mánaða nýtur ekki þeirra forréttinda að fá að kynnast þér eins og ég. Elsku Gústi minn, ég mun sakna þín mikið og ég veit að mamma og pabbi munu sjá til þess að ég gleymi þér aldrei. Eg ætla að kveðja þig með einu bæninni sem ég kann: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Elsku Guð, viltu taka vel á móti Gústa og styrkja Stínu og alla aðra í sorginni. Elsku Stína mín, við elsk- um þig og þú átt alla samúð mína og fjölskyldu minnar. Bless Gústi minn, þín Bergdís Rún Jónasdóttir. ÞIÐRIK BALD VINSSON + Þiðrik Baldvins- son fæddist í Hægindi í Reyk- holtsdalshreppi 16. mars 1911. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 26. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Baldvin Jónsson og Benónýja Þiðriks- dóttir frá Grenjum og var hann fimmta barn í hópi átta systkina. Hinn 10. júlí 1946 gekk Þiðrik að eiga Ingibjörgu Magnúsdóttur, f. 18. júní 1920. Eignuðust þau eina dóttur, Rebekku Björk, f. 28. nóvember 1955. Maður hennar er Viðar Pétursson og eiga þau fjögur börn. Útför Þiðriks fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar Þiðrik var á fjórða aldurs- ári fluttist hann með foreldrum sín- um að Grenjum í Álftaneshreppi og ólst þar upp. Vann hann að búi með foreldrum sínum fram til ársins 1946, tók hann þá við búi foreldra sinna ásamt eiginkonu sinni og var bóndi þar til ársins 1960. I búskapartíð Þiðriks, fyrst með föður sínum og síðan eftir að hann tók við, voru öll hús jarðarinnar end- urbyggð, var jörðin vel uppbyggð miðað við samtímann. Þiðrik bjó mjög snyrtilegu búi enda rækti hann öll störf af einstakri alúð og snyrti- mennsku, mátti það glöggt sjá þegar komið var að Grenjum. Þiðrik hætti búskap 1960, flutti þá í Borgarnes og keypti íbúðarhús á Þorsteinsgötu 5, sem var steinhús á einni hæð, nokkru síðar byggði hann aðra hæð ofan á það hús úr timbri og vann þá byggingu að mest- öllu leyti sjálfur, kom sér þá vel hversu lagtækur hann var við smíð- ar, enda var hann mjög hneigður til þess. Flutti hann svo í þessa ibúð og átti þar heimili ætíð síðan. Við andlátsfregn góðs vinar og samferðamanns vakna mjög sterkt upp minningar sem verða þá ljóslif- andi í huga manns og líða hjá líkt og á tjaldi. Grenjar eru þannig í sveit settar að afskekkt má teljast, en þrátt fyr- ir það var þar mikil mannaumferð, einkum vor og haust. Þar lá leið um þegar bændur neðan úr sveitinni ráku fé til fjalls á vorin og á haustin leitarmenn á leið í göngur, var þá ævinlega komið við á Grenjum hjá Didda og Ingu eins og þau voru oftast kölluð, og nutu menn hinnar alkunnu gestrisni og velvildar þeirra. Ég man vel þeg- ar ég fór fyrst í leitir, þá unglingur, hvað mér fannst gott að koma að Grenjum, inn í hlýjuna og fá hressingu eftir að vera búinn að ferðast hálfan daginn í kalsa- rigningu á hestum. Þiðriki þótti mjög gaman að fara í göngur enda alinn upp við fjall- ið og byijar þegar sem lítill drengur að smala ánum upp um fjöll. Ég hygg að hann hafí farið í flest- ar leitir öll þau ár sem hann var á Grenjum og eftir að hann flutti í Borgames fór hann í eina eða fleiri leitir á hveiju hausti í fjölda ára því hálfur hugur hans var alltaf í sveit- inni. Ástæða þess að Þiðrik hafði slíkt gaman af að fara í leitir sem raun ber vitni var að hann var sér- lega léttur göngumaður og reyndist honum því erfítt verk létt og gaman eitt. Hann var mjög glaður maður í góðra vina hópi og naut þess að vera með kunningjum og vinum inn til fjalla í leitum sem annars staðar. Ég á margar góðar minningar frá því að vera með honum í leitum og á öðrum vettvangi. Hann gat verið mjög hnyttinn í tilsvörum og sagði skemmtilega frá, og ávallt þar sem hann var í hópi manna ríkti glaðværð og oft dátt hlegið. Eftir að Þiðrik flutti í Borgarnes þá starfaði hann lengst af hjá Borg- ameshreppi. Honum féll vel að vera í Borgarnesi og naut hann þess að dóttir hans og tengdasonur bjuggu þar iíka, því gat hann haft náin kynni við barnabömin sem voru mjög kær. Samskipti þessara heimila hafa verið mikil og náin, nánast eins og ein fjöl- skylda. Söknuður í huga og hjarta er þú kvaddir vinurinn. Muna vil ég daga bjarta er þú komst í bæinn minn. (G.G.M.) Er við kveðjum Þiðrik, er kvaddur góður drengur sem eftir skilur ein- göngu góðar minningar. Kæra Inga, Bekka og aðrir að- standendur, innilegar samúðarkveðj- ur frá okkur. Jóhannes Magnús Þórðarson og fjölskylda. GUÐNI MAGNÚSSON + Guðni Magnússon fæddist í Narfakoti í Innri Njarðvík- um 21. nóvember 1904. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja hinn 15. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 24. september. Einn þeirra, sem mestan svip settu á Keflavík um miðbik aldarinn- ar, Guðni Magnússon málari, er fall- inn frá, 92 ára að aldri. Guðni bjó hjá foreldrum sínum í Narfakoti til 1935 að hann byggði stórt og glæsi- legt hús, Suðurgötu 35 í Keflavík. Guðni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóna Jónsdóttir frá Stapa- koti í Innri-Njarðvík. Hún lést 1939. Þau áttu svo syni: Vigni og Jón Birgi. Árið 1944 kvæntist Guðni Hans- ínu Kristjánsdóttur. Þau eignuðust þijú börn: Eirík, Steinunni og Arn- heiði. Guðni lærði iðn sína hjá Kristni bróður sínum í Hafnarfirði. Guðni var ótrúlegur afreksmaður á félags- málasviðinu: Frá stofnun Kaupfé- lagsins var hann stjórnarformaður og fram til 1950. Þá var hann lengi forystumaður í samtökum iðnaðar- manna hér og gekkst fyrir útgáfu Iðnaðarmannatals á Suðurnesjum. Guðni var einn af stofnendum mál- fundafélagsins Faxa og skrifaði mikið í samnefnt blað. Hann var alllengi gjaldkeri þess. Meðal efnis frá Guðna í Faxa er vert að geta greinaflokks um bindindishreyfing- una á Suðurnesjum. Guðni var 4. maður á lista verkalýðsfélagsins, þegar það bauð fyrst fram í hrepps- nefnd í Keflavík undir forystu Ragnars Guðleifssonar og Danivals Danivalssonar. Síðar sat hann oft í byggingarnefnd, skólanefnd og fræðsluráði. En síðastan en ekki sístan tel ég hlut Guðna í bindindisstarfi í byggð- arlaginu. Hann var þar hið þunga akkeri, er aldrei haggaðist og allar reglur kunni, alltaf reiðubúinn til starfa, ætíð tillögugóður á fundum og mannamótum. Ef skorti skemmti- efni var Guðni til taks með skrýtlur og gamansögur. Þær sagði hann ætíð grafalvarlegur. Ég og kona mín sendum Hansínu og öðrum skyldmennum innilegar samúðarkveðjur. Hilmar Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.